Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSQN og ELLERT B. SCHRAM. Aöstofiarritstióri: HAUKUR MELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALÖSSON og ÓSKAR,MAGNÚSSON Augiýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Spámenn og spekingar Einn spámanna félagsspekinnar nýtur í kennsluskrá Háskóla íslands virðingar umfram aðra slíka. Allir hinir verða að sæta hengingu á tvær fyrirlestrakippur, meðan þessi hefur heila kippu út af fyrir sig. Það er Karl Marx. Maður þessi var þýzkur sérvitringur, sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var sérhæfður í að mis- þyrma þýzkri tungu í þykkum bindum, sem enginn skildi eöa hefur skilið og allra sízt Karl Marx sjálfur. Slíkir spámenn eru til á mörgum tungumálum. En bezt tekst þeim uppi í rugli á þýzkri tungu. Má þar nefna Friðrikana Hegel og Nietzsche, sem eru nokkurn veginn eins torskildir og hinn umræddi ástmögur Háskóla ís- lands. Höfuðverkur Karl Marx, „Das Kapital”, er yfirleitt gefinn út á rúmlega eitt þúsund síðum. Ekki er vitað til, að nokkur Islendingur hafi komizt gegnum allt það rugl, nema Kristmann Guðmundsson, að vísu að eigin sögn. Við slíkar aðstæður myndast oft fjölmenn hjörð túlkenda, sem gjarna raða sér í öndverðar fylkingar, líkt og skólaspekingar miðalda, er deildu um, hvort dúfurnar í biblíunni hefðu flogið steiktar eða í öðru ástandi. „Vísindi” Marxtúlkenda minna á skólaspekina. Þau felast í deilum um útleggingu textans, til dæmis hvort hinn yngri eða hinn eldri Marx hafi verið réttari. Enda ekki unnt að búast við samræmi í þúsund síðna rugli. Virða má Marx lélega sagnfræði til vorkunnar. Fyrir sex aldarfjórðungum var fornleifafræði tæpast til og sagnfræði var á lágu stigi, meðal annars vegna þess að þá gátu menn ekki lesið sumar tungur fornþjóðanna. Einnig má virða Marx lélega hagfræði til vorkunnar. Fyrir sex aldarfjórðungum var iðnbyltingin ný af nálinni í Þýzkalandi og stefna félagslegra trygginga í burðar- liönum. Þá var útilokað að sjá fyrir framhaldiö. Erfiðara er að fyrirgefa, hvað Marx er leiðinlegur. Hann er eins og fótgönguliösmaður í samanburði við ýmsa riddara félagsspekinnar, sem hafa þeyst um á snarpri hugsun og skýru máli, jafnvel gamansömu. Af hverju ekki alveg eins láta Þjóðverjann Max Weber fá fyrirlestrakippu út af fyrir sig? Hann var alténd gamansamur, enda var höfuðkenning hans sú, að græðgi kapítalismans stafaöi af Kalvínstrú Hollendinga, Svisslendinga og Skota. Merkilegast er, að ekki hefur enn tekizt að hrekja gamansemi Webers, þótt mikið hafi verið reynt. Hann var líka uppi á þessari öld, svo hann hafði meiri þekk- ingarforða aö byggja á en félagsspekingar liðinna alda. Og af hverju ekki veita Bretanum Arnold Toynbee sömu virðingu? Hann geystist þó með neistaflugi hugans fram og aftur um veraldarsöguna. Margar spár hans munu ekki standast tímans tönn, en þær eru þó ekki þoka, ekki rugl frá grunni. En sagan líður hægt í Háskóla Islands. Þar eru í kennsluskrá nefndar stríðsárarannsóknir Frank- fúrtaranna Horkheimers og Adornos sem nútímakenn- ingar. Og þar er líka getið hins bandaríska heims- meistara í þokugerð, Talcott Parsons. Sá ruglukollur afrekaði mörg þykk bindi um nánast alls ekki neitt. Samanlagt innihald hefur aðeins reynzt vera ein setning, sem á mæltu máli hljóðar svo: „Sam- félag byggist á samkomulagi”. Auðsjáanlega tilvalinn félagi Marx í Háskóla Islands. Jónas Kristjánsson MÁ EKKI AUKA ÍSFISKSÖLUR YTRA? Fyrir tíu árum Þaö var lengi þröngt um f iskiönaö í Reykjavíkurhöfn. Gamla höfnin er aö stofni til frá heimsstyrjöldinni fyrri og hún sprakk hreinlega utan af togaraútgeröinni og frystiiðnaðinum sem hófst fyrir alvöru um 1950. Fyrir tíu árum var svo komið aö fisk- vinnslufyrirtæki voru bókstaflega dreifö um allan bæinn. Allt land undir slíka starfsemi var löngu þrotiö í Reykjavíkurhöfn. Auövitaö sáu menn aö viö slíkt var ekki búandi. Menn sátu á rökstólum og skipulögðu hafnarsvæðið að nýju. Hugmyndin að Sundahöfn fæddist. Hún skyldi vera fyrir farskip og vöruflutninga. Fyrir tíu árum voru mótaðar tillögur að fiskiönaöarsvæöi í vesturhöfninni. í henni hafnarstjórn Hafnarstjóm er 126 ára og afskap- lega viröuleg. Þetta muna menn glögglega síðan verkalýösleiötogi allra landsmanna, gvendur nokkur joö, rannþaöanútmeðmiklumjaka- buröi. I hafnarstjóm reyndu menn aö framfylg ja hinni nýju stefnu, fisk- iðnaður í Reykjavík skyldi fá hina Kjallarinn Jónas Elíasson ákjósanlegustu aöstööu í Vesturhöfn- inni. Og stefnunni tókst aö fram- fylgja, svona með einu skrefi aftur- ábak og tveimur út á hlið, eins og •gengur. Lokapunkturinn var svo settur þegar Hafskip rýmdi Granda- skála, hús sem er svo staðsett aö þar er draumaland allrar fisk- vinnslu, hægt aö landa fiski beint inn í húsiö frá þrem hliðum. Leigan var lág, og nú bjuggust menn viö aö fisk- vinnslufyrirtæki í Reykjavík biöu í langri röö til aö festa sér þann ákjósanlegasta staö sem hægt er aö fá í Reykjavík til að vinna fisk. Meö virðuleika hafnarstjórnar í huga, þá geta menn nú ímyndað sér undrun manna, þegar sú frétt barst í gegn- um vindlareykinn á skrifstofunni aö áhugi fiskvinnslunnar á Granda- skála væri svo gott sem á núlli. Hins vegar voru ýmsir aðrir meö áhuga. Hvaðáað gera við gamlan skála? I hafnarstjórn situr, auk undirrit- aös.margt valinkunnra manna, þar em m.a. verkalýðsrekendur og stýri- menn sem eru þjóöskáld í hjáverk- um og öllu þessu stýrir virðulegur kvenlögfræðingur af góöum ættum. Nú geta menn spurt sig: Var ekki. þróunin hlaupin frá þessum viröu- legu sleöum? Vom tíu ár ekki einfaldlega of langur tími, fisk- vinnslan búin aö leysa sín vandamál meö öörum hætti en hafnarstjórn TfiKUM ÞÁTT í PRÓFKJðRINU Dagana 28. og 29. nóvember fer fram prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík vegna næstu alþingis- kosninga. Rétt til þátttöku í próf- kjörinu hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Reykja- vík, einnig þeir er ganga í flokkinn á kjörstaö. Ennfremur geta kosiö í prófkjörinu þeir óflokksbundnir stuðningsmenn flokksins sem láta skrá sig á kjörstað í síöasta lagi tveimur dögum fyrir prófkjör. Þannig eiga allir stuöningsmenn flokksins þess kost að taka þátt í því aö velja frambjóðendur á lista flokksins við næstu alþingis- kosningar. Styrkur Sjálfstæðisflokksins byggist fyrst og fremst á víðtækum og virkum stuöningi allra þeirra, sem stuðla vilja aö framgangi sjálf- stæöisstefnunnar. Það er því afar mikilvægt, að sem allra flestir stuöningsmenn flokksins taki þátt í prófkjörinu og sýni þannig í verki þann kraft, sem býr í stórum og sterkum f jöldaf lokki. Prófkjörsrétturinn er nokkurs konar útvíkkun á kosningaréttinum eða viöbót við hann. I alþingis- kosningum stendur valiö um flokks- lista, en fólk getur lítil áhrif haft á röð frambjóðenda á listunum. Meö því aö taka þátt í prófkjöri gefst aö auki kostur á aö raöa frambjóö- endum á lista. Niðurstaðan verður í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.