Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 22
30 DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982. Laust embætti sem forseti íslands veitir. Prófessorsembætti í slysalækningum við læknadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 20. desember 1982. Prófessorinn mun fá starfsaöstöðu við slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með um- sókninni skulu send eintök af visindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytíð, 16. nóvember 1982. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1982 hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuö, talið frá og meö 16. desember. Fjármá/aráðuneytið, 19. nóv. 1982. ÍSLENSK GÆÐI Gott sófasett ágóðuverði. Framleiðandi Borgarhúsgögn. Hin sívinsæla og myndarlega JÓLAGJAFAHANDBOK i SÍMINN ER 27022 HAFIÐ SAMBAND STRAX kemur út í byrjun desember. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í JÖLA- GJAFAHANDBÓKINNI vin- samlegast hafi samband viö aiiglvsingadeildl Síöumúla 33, Reykjavík, eöa í síma 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga, sem allra íyrst. 0 „Enginn kemur ósnort- inn til baka frá fslandi” — segirfranski leikst jórinn Edouard Niermans Það ætti vart að hafa farið fram hjá neinum að frönsk kvikmyndavika var í Regnboganum í síðustu viku. Gestur kvikmyndavikunnar að þessu sinni var Edouard Niermans, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Surtur (Anthracite). Surtur er fyrsta og hingaö til eina kvikmynd í fullri lengd sem Niermans hefur gert en samt sem áður er hann enginn nýgræð- ingur í kvikmyndalist. Myndinni hefur verið ákaflega vel tekið og fengið fjölda verðlauna. Sjálfsævisaga Blaðamaður DV hitti Edouard Niermans aö máli skömmu áður en hann hélt af landi burt. Niermans var fyrst spurður hvenær hann hefði gert myndina Surt. „Það var að mestu leyti árið 1979 en hún var kláruð árið ef tir og ég sendi hana á kvikmyndahátíðina í Cannes. Já, það er rétt að hún fékk verðlaun þar og reyndar einnig í Mílanó og New York. Byrjað var að sýna myndina í kvikmyndahúsum síöari hluta árs 1980.” — Er myndin byggð á þinni eign reynslu? „Já, þetta ersjálfsævisöguleg mynd. Eg var í kirkjulegum skóla á sjötta áratugnum og myndin f jallar auðvitað um menntun. Kennsluaðferðiraar hafa mikiö breyst frá því sem þá var þegar þær voru mjög harkalegar og fráhrindandi. Hér er líka um að ræða efni sem er fært í skáldlegan búning. Hluti af sögunni, sem sögð er í mynd- inni, er sannur en auðvitað ér síðan búið til drama, þvi annars nennti enginn aö horfa á myndina. I jesúita- skólanum var umsjónarmaður prestur nokkur sem var ákaflega Ijúfur og alls ekki valdsmannslegur eins og hinir kennaramir þama. Við vorum vanir valdsmannslegum aðferðum kennar- anna og byrjuðum strax að níðast á þessum manni sem neitaöi aö nota harkalegar aöferöir til að halda uppi aga. Þessi prestur var ákaflega krist- inn og hegöaði sér fyllilega í samræmi við það. Við hreinlega eyðilögðum hann. Þetta er mjög sterk minning í huga mér og í kringum hana hef ég byggt söguþráð myndarinnar.” Þegar '68 misheppnaðist — Hvenær byrjaðir þú að fást við kvikmyndir, þú varst upphaflega leikari, er ekki svo? — „Þegar ég var búinn með skyldunám vildi faðir minn að ég færi í raungreinar, yrði t.d. verkfræðingur. En ég er ekki þannig gerður og vildi fást við eitthvað í átt við bókmenntir. Eg byrjaði í stærðfræðinámi til aö geðjast honum en eyddi mestum tíma mínum í aö horfa á kvikmyndir. En þar kom að ég hafði nægilega mikiö sjálfstraust til að segja föður mínum aö ég vildi lifa lífinu á minn eigin hátt en ekki að lifa þvi eins og hann ætlaðist til. Ég fór því í kvikmyndaskóla. Eg komst inn í IDHEC (einn besti kvik- myndaskóli í Evrópu) í byrjun árs 1968. En stúdentabyltingin gekk í garð það ár og allt varð vitlaust og IDHEC var lokað. Engin námskeið voru hald- in, ekki neitt. Allir töluðu um aö skól- inn væri úreltur. Það þyrfti að skipuleggja hann upp á nýtt og svo framvegis. Og menn gerðu myndir á þessum tíma og við töluðum um drauma-kvikmyndaskólann. Við tók- um sjónvarpsvélaraar af sjónvarps- mönnunum og gerðum kvikmyndir og við tókum margt upp sem er mikil kvikmyndaleg heimild um það sem gerðist. Já, það gerðist margt þetta ár. En þegar þetta brást allt, þegar ’68 misheppnaöist, vorum við öll mjög vonsvikin. Við vildum að þessi tilraun héldi áfram. Eg fór til ltalíu og vann þar sem leikari í 2 ár. Svo sneri ég aftur til Frakklands og hélt áfram að leika og var síðan með í kvikmynda- hópi. Sem sagt, ég lék og var í ýmsum störfum við kvikmyndir. Einn daginn var ég í hljóðupptöku, hinn aöstoöar- kvikmyndatökumaður. Maöur gekk i ýmis störf, rétt eins og var í upphafi kvikmyndagerðar. Eg vann t.d. með Philippe Garelle sem gert hefur eina mynd á Islandi. Þiö hafið alveg gleymt þeirri mynd. Hann er mjög snjall leik- stjóri og gerði eina mjög Godard-lega mynd og háleita sem er tekin á Islandi. (Og enn annar Frakki, sem varð fyrir miklum áhrifum frá Garelle, gerði mynd um Tristran og Isolde, líka á Islandi.) En svo snúum okkur aftur að árunum eftir að ég sneri aftur frá Italíu, þá hafði ég ekkert fast starf, stundum aðstoðarmaður Garelle, stundum í hljóðupptökunni og fleira. Og þannig lærði ég inn á kvikmyndir. Eg verð að taka þaö fram að það kost- aði alls ekki svo mikiö að gera kvik- myndir á þessum tíma. Og, guði sé lof, þá gat maður fengið peninga til að gera það sem maður vildi án þess að vera of háður öðrum. .. ” ísland — and- stæða Partsar — En Anthracite er eina langa myndin þín hingað til? „Já, hún er sú eina í fullri lengd en ég hef gert stuttar myndir lika. Eg hef haft tvær myndir á prjónunum og það er aðeins spuming um fjármögnun hvenær og hvort þær verða gerðar. Eg átti að gera mynd eftir sögu Simenon Don Tsjano og aðalhlutverkið átti að vera í höndum Simone Signoret (ein frægasta og besta leikkona Frakka um langt skeið, nú komin á efri ár). Ég var búinn að skrifa handrit ásamt öðrum. Það var frönsk sjónvarpsstöð sem ætlaði að fjármagna myndina með öðrum en siðan dró stööin sig út úr þessu og þar með stöðvaðist myndin áður en tökur hófust. Eftir að sú mynd féll þannig um sjálfa sig á byrjunar- stigi skrifaöi ég handrit að mynd sem er persónuleg ástarsaga, fjallar um konu sem ég bjó með. Kvenpersónan minnir aö mörgu leyti á aðalpersónuna í mynd John Cassavettes, Kona undir áhrifum (A woman under influence). Konan er dálítið geðtrufluð og smátt og smátt hvolfist geðveikin yfir hana en hún býr með manni sem tekst ekki að skilja hana. Er hann sér hversu illa henni líður reynir hann ýmislegt til að hjálpa henni. Hann segir henni að hann muni fara með hana til lands þar sem sólin sest aldrei. Hann fer með hana með sér til Islands og þau dvelja þar í hálfan mánuö í júlí. Þau eyða tímanum í gönguferðir og útilíf og heimsækja bændur. Eg ætla að nota Island sem andstæðu viö lífið í París. Nánast öll atriöi sem ekki eru tekin á Islandi eru tekin innan húss. Konan er hrædd, hún er meira að segja hrædd við að fara út. Eg ætla aö leika með þennan mismun á innilokuðu lífi hennar og siðan víðátt- unni hér á Islandi. Mig langar til að taka þennan hluta myndarinnar hér ef það er hægt. Ég myndi vera með eins lítinn hóp og hægt er. En vandamálið hér er veðrið. Eg hef verið nægilega oft á Islandi til aö vita að þaö er ekki hægt aö treysta á það, úff, það breytist oft á dag! Það er oft þannig aö ekki er mögulegt að kvik- mynda. Eg stefni aö því aö taka alla myndina að nóttu til um sumar og nota birtuna eins og hún er þegar sólin er mjög lágt á lofti, nota daufu, ljúfu birt- una sem er svo sérstök og maður finn- ur bara á norðurslóðum.” — Hefurðu hugmyndir um töku- stað? , Já, mig langar til að taka á þremur stööum: nálægt Kirkjubæjarklaustri og fyrir norðan, skammt frá Raufar- höfn, og svo langar mig til að taka á Vestf jörðum, í kringumlsafjörð. Ferðá norðurpólinn — Þú hefur oft komið til Islands áður, erekkisvo? „Jú, ég kom hingað á hverju sumri á árunum 1973—1977 og var í 2 mánuöi 4 ár í röð, en það var algjör tilviljun að mér var boðið á frönsku kvikmynda- vikuna. Ég er auðvitað mjög ánægöur aö fá að koma hingað aftur. Eg vann sem leiösögumaöur við laxveiðiá. Eg kom hingað fyrst af því aöéger áhuga- maður um laxveiðar. I það skipti var ekki möguleiki á að fá leigt í neinni á en svo kom ég við tíunda mann hingað síðar og veiddi, bjó á bæ og kynntist fólkinu þar. Þar sem ég var ekki ríkur og það er ég ekki enn! hafði ég lengi ekki efni á veiðileyfi í góðri á, en ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.