Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 15
DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982. 15 Landbúnaðarstefnan hefur verið óarðbær. arfarsbreytingu meðal stjórnvalda til að beina athyglinni að vaxtarbroddi at- vinnulífsins — iðnaðinum. Samhliða verða Islendingar að hverfa hröðum skrefum frá óarðbærri landbúnaðar- stefnu, umframfjárfestingu í sjávarút- vegi og útþenslu ríkisbáknsins. Aukinn skilningur á framtíð iðnaðar- ins er ljósið út úr myrkrinu. 1 iðnaðar- inumfelst vonin. Halldór Einarsson, iðnrekandi. FAGURTLAND Þegar þetta er ritað blasa við út um skrifstofugluggann minn fann- hvítir skaflar eins langt og auga eygir. Það er friður yfir landinu. Logn. Við eigum fallegt land, Islending- ar. „Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá” , eins og skáldsnill- ingurinn Steinn Steinarr orðaði það, býr í okkur öllum. Um það er ekki að villast. Kannski er það einmitt þessi fegurð sem manni finnst samofin öllu sem tslendingar gera, að þeir geti, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki gert neitt sem er ljótt. En Island er svo undarlegt land. Skyldi maður nokkru sinni eiga eftir aö skilja það til fulls? Land fulit af þverstæðum, skringilegheitum og óvenjulegufólki. Kannski eru Islendingar frum- legastir alira þjóöa. Sköpunargleðin linnulaus. Hvar getur á byggðu bóli fleiri listsýningar, blómlegra leik- húslíf, annað eins bókaflóð og jafn- margatónleika? En hvað um Breiöholtið? Hvað með ljótu og leku húsin? spyrja ein- hverjir. Auðvitað hefur okkur mis- tekist margt, en er ekki hitt fleira sem vel hefur tekist, sem vel var gert? Auðvitað mætti vera meira af því sem Bretar kalla siðmenningu eða sívílísasjón í íslensku þjóðfélagi, meiri kjölfesta. Af hinu höfum við vísastnóg: gróanda,gerjun,kúltúr. Kannski við séum, þegar öll kurl koma til grafar.of miklir víkingar, of miklir germanir. Okkur vantar festu engilsaxans og siðvenjur og skýra hugsun hinna rómönsku þjóða. Þegar aðrar þjóðir vinna að hæg- fara breytingum gera Islendingar byltingu. Annaöhvort er hluturinn góður eða vondur og sé hann ekki góður skal hann upprættur til fram- búðar. Kannski á þetta eftir að koma okkur í koll. Það er þó ekki alveg víst. Það er engu líkara en þjóöin eigi sér innbyggðan radar sem hún grípur til þegar virðist fokið í öll skjól. Hitt er líklegt að við látum okkur ekki segjast fyrr en á elleftu stundu. Það verður ekki fyrr en þegar kletta- Menningog umhverfi Jón Óttar Ragnarsson beltin blasa við að skipstjórinn og áhöfnin koma sér saman um stefnu- breytingu. Háttalag og umhverfi En hvers vegna erum við svona? 1 umferðinni erum við ökuþórar sem virða engar reglur, í viðskiptum ævintýramenn sem selja skemmda vöru á hæsta verði, í pólitík sveim- hugar sem hiröa lítt um gefin loforð. Dugir sú kenning til skýringar að við höfum þessa eiginleika erfða frá frændum okkar Norðmönnum og frændum okkar Irum eða eru aörar og haldbetri kenningar til? Er ekki líklegra að við sækjum þetta háttalag í hið óútreiknanlega íslenska umhverfi? Er ekki t.d. æði margt líkt með skaphöfn Islendings- ins og hinni síkviku, íslensku veöráttu? Kannski eru þaö alls ekki erfðir, heldur sameiginlegir umhverfis- þættir sem laða Islendinga að Irum, hvar sem þeir hittast: einangrun, dirfska, þrákelkni og þrjóska eyja- skeggjans. Er það kannski líka skýringin á því hve bágt við eigum oft meö að botna í frændum okkar, Skandi- növum, þrátt fyrir sameiginlegan menningararf og þrátt fyrir skyld- leikann? Hitt er svo annað mál hvort þessi þrákelkni, ydduð og brýnd af náttúruöflunum í tímans rás, á eftir aö reynast okkur sami búhnykkurinn í framtíðinni sem hingað til. Það eru ýmis teikn á lofti þess efnis að það verði þrengra í búi á mörgum evrópskum bæ á komandi árum en verið hefur um sinn. Gerir það olíukreppan og harðnandi al- ; þjóðasamkeppni. ■ Höfum við kannski nú þegar! dregist um of aftur úr, treyst um of á aðra en sjálfa okkur og á okkar eigin auösóttu auðlindir? Vanrækt um of okkar eigin iðnað og innviði? Vonandi er þáð ekki of seint ef við spornum strax við fæti, reynum að finna sjálfa okkur og skapa þá kjöl- festu sem ein mun duga til að við f innum f ótum okkar forráð. En til þess að svo geti orðið verð- um við Islendingar fyrst að læra að treysta hver öðrum. Aðeins með því móti munum við geta endurheimt það sjálfstraust sem nú er óðum að þverra. LANDSÝN 26.5.1954 ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðemi blá, hún vakir og lifir þó enn. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán og ég lýt þér, min ætt og mín þjóð. 0, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, min skömm og min tár og mitt blóð. Steinn Steinarr PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA GlWIlAnAR II. GARÐARSSOKAR er að Stigahlíð 87 Símar: 30217 og 25966 Opið alla daga eftir kl. 16.00 og um helgar. LADA vetrarskoðun 1. Ath. vökva og bæta á ef þarf kúplingu, bremsu, vél, kælikerfi og rafgeymi. 2. Hreinsa geymasambönd. Mæla spennu og hleðslu og ath. startara. 3.Strekkja timakeðju. 4.Ath. og skipta um ef þarf viftureim, loftsiu, platínur, kveikjuhamar, kveikjulok, kertaþræði, hettur og kerti._____ 5-Þjöppumæla. ^ SQttOO 6.Stilla kveikju og blöndung. —'—" 7.lnnifalið: kerti, platínur, loftsia. _— UNDIRVAGNSSKOÐUN Kr. 357,00 7. Ath. og stilla stýrisvél, upphengju, stýrisenda, spindilkúlur og framhjólalegur. 2. Ath. spyrnur, spyrnufóðringar, dempara, demparagúmmi, stífur og stifufóðringar. 3. Ath. oliuleka og magn á vél, stýrisvél, drifum og kössum. 4. Ath. hjöruliði. 5. Ath. ogstilla kúplingu. 6. A th. bremsuborða og herða út i bremsur. 7. Reynsluaka. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Teg. Growala. Litur: dökkbrúnn. Stœrðir: 36—41. Teg. Manity. Litur: brúnt leður. Stærðir: 28—46.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.