Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982. Flokkarnir búa sig undir þingkosningar: Prófkjör, forvöl og skoðanakann- anir um land allt framundan Stjórnmálaflokkamir búa sig nú undir alþingiskosningar. Kjördæmis- ráö um land allt eru ýmist aö skipuleggja prófkjör, forvöl eða meö öðrum hætti aö kanna hugi manna varðandi skipan framboöslista. Fjórum prófkjörum á landinu er reyndar þegar lokið og í tveimur tilvikum reyndist óþarfi að hafa próf-' kjör þar sem frambjóöendur voru ekki fleiri en sætin sem kjósa átti um. Til aö afla upplýsinga um prófkjör, Á forvöl og skoðanakannanir sem fram- undan eru, leitaöi DV til skrifstofa stjórnmálaflokkanna fjögurra sem hlutu þingmenn við síöustu kosningar. Alþýðuflokkur Prófkjör Alþýöuflokksins í Reykja- vík fór fram um síðustu helgi. I Vestur- landskjördæmi var Eiöur Guðnason sá eini sem bauð sig fram í efsta sæti og Gunnar Már Kristófersson í annaö. 1 Noröurlandskjördæmi vestra var Jón Sæmundur Sigurjónsson sjálfkjörinn í efsta sæti. I Reykjanesi veröur próf- kjör líklega 29. og 30. janúar en það er ekki endanlega ákveðiö. Alþýðuflokks- menn á Suðurlandi hafa ákveöið próf- kjör 22. janúar og rennur framboðs- frestur út 15. desember. A Austurlandi verður prófkjör 29. og 30. janúar en framboðsfrestur er til 15. janúar. I Norðurlandi eystra verður prófkjör háö 22. og 23. janúar en framboðs- frestur rennur út 30. desember. A Vest- fjörðum hefur ekki verið ákveðið hvenær prófkjör fer fram. Framan- greindar upplýsingar fékk DV frá Kristinu Guömundsdóttur. Framsóknarflokkur Prófkjör hefur þegar farið fram meðal framsóknarmanna í Norður- landi eystra. I Reykjavík er verið að ræða um hvemig velja skuli á listann. Menn þar munu ekki spenntir fyrir opnu, prófkjöri. Ef prófkjör færi fram yrði það sennilega í janúar og bundið við fulltrúaráð Framsóknarfélaganna eða flokksbundna. A Vestfjörðum fer fram skoðanakönnun meðal stuðnings- manna í byrjun janúar. I Suðurlands- kjördæmi munu framsóknarmenn hitt- ast á Hvolsvelli næstkomandi laugar- dag, 4. desember. Þar mun fara fram skoðanakönnun um framboöslistann. Tvöfaldur fjöldi fulltrúa á kjördæmis- þingi tekur þátt í könnuninni. Á Austurlandi fer fram opið prófkjör og rennur framboðsfrestur út 10. desember. I Norðurlandi vestra var skipuð nefnd til að undirbúa framboð en ólíklegt er talið að prófkjör verði. 1 Vesturlandi er ekki útlit fyrir að próf- kjör verði. 1 Reykjanesi verður tvöfalt kjördæmisþing 9. janúar Þar verður vilji fimdarmanna til skipanar listans kannaður. Upplýsingamar em byggðar á spjalli við Þráin Valdimars- son. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæöisflokkurinn hefur þegar haldiö prófkjör í Reykjavík og á Norðurlandi vestra. Prófkjör á Vestur- landi fer fram 15. og 16. janúar. Á Suöurlandi verður prófkjör en það hefur ekki verið tímasett. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi eystra. I öðrum kjördæmum hefur ekkert verið ákveðið um prófkjör. Þessar upplýsingar fékk DV frá Kjartani Gunnarssyni. Alþýðubandalag Alþýðubandalagsmenn munu víðast hafa tvöfalt forval til að ákvarða um skipan framboöslista sinna. Um næstu helgi verður fyrri umferð forvals á Vestfjörðum. 1 Reykjavík verður fyrri umferð um miðjan janúar. I Suður- landskjördæmi verður forvaliö 8. og 9. janúar. I Reykjanesi verður tekin á- kvörðun um fyrirkomulag við val list- ans um næstu helgi. 1 öðrum kjördæmum hafa ákvarðanir ekki endanlega verið teknar. Upplýsing- arnar fékk blaöið frá Margréti Tómas- dóttur. -KMU. Stálu veski í Hampiðjunni Hópur unglinga fór í fyrradag í Hampiðjuna og stal þar veski sem í voru tvö þúsund krónur. Lögreglan í Reykjavík handtók nokkra þeirra skömmu síðar i biðskýlinu á Hlemini, eftir að hafa fengið lýsingu á þeim. Og skömmu síðar gaf sá er var með veskið sig fram við lögregluna og skilaði því. 'JGH. 40 ára 10 ára 2ja ára höldum við afmæli Jón Sigurður Loftsson, heildsala: 60 ára Jðn Loftsson, hlutafélag: JL-húsið, húsbúnaður: JL-matvörumarkaður, matvara: Bjóðum alla velkomna KYNNINGARVEITINGAR Kynningarveitingar í matvörumarkaðinum í dag, föstudag, kL 2—8, JL- húsið er opið kl. 9—22 í kvöld —‘laugardag til klukkan 16. JL-PORTIÐ • NÝR INNGANGUR fjöldi nýrra bílastœða í JL-portinu STÆRRI MATVÖRUMARKAÐUR lH JL-HÚSIÐ 10 ára afmælisafsláttur. Gefum 10% aukaafslátt 26. nóv. til 4. des. af húsgögnum, rafljósum og reiðhjólum. Notið tœkifærið og verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.