Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 10
ÍO
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
Utlönd
Útlönd Útlönd Útlönd
Völd og vafasamur
orðstfr Lyndon B.
Johnson forseta
—eins og þau eru nú afhjúpuð í viðamikilli ævisögu
sem vekur mikla athygli íBandaríkjunum
Robert A. Caro, höfundur bókarinnar „The Years of Lyndon Johnson: The
Path to Power", sem er fyrsta bindið af þremur. Hann þykir hafa grafið
upp gamlan sannleika um stjórnmálamanninn, sem dulist hefur fyrri ævi-
skrárriturum.
Mikla athygli vekur í Bandaríkj-
unum um þessar mundir útkoma
fyrsta bindis úr þriggja binda verki
um ævi Lyndons B. Johnson Banda-
ríkjaforseta, þar sem dregin er upp
gjörbreytt mynd af manninum sem
komst í forsetastólinn þegar John F.
Kennedy var myrtur.
Öáreiöanlegur og .lyginn meö taum-
lausan metnaö, sem sparaöi engin ráö
tii þess aö ota sínum tota og klifraði
upp valdastigann í krafti peninga,
aöallega annarra. Þaö er í stuttu máli
lýsing bókarhöfundar, Roberts A.
Caros, á stjómmálamanninum LBJ,
eins og Johnson var oft kallaöur af
löndumsínum.
Umdeildbók
Það vakti mikinn styr fyrst, þegar
fyrir ári kvisaöist út að Caro hefði eftir
fyrrverandi samstarfsmönnum LBJ
að einlægt heföu honum verið aö berast
ómerkt umslög troöin af peningum,
sem lítil grein var gerö fyrir. Síöan
hefur öldumar lægt og þegar fyrsta
bindiö birtist loks nýverið lætur hærra
í hinum sem vilja meta þaö viö höf-
undinn að hann hafi á elleftu stundu
bjargaö því aö hinn raunverulegi
Lyndon B. Johnson týndist alveg á bak
viö þá mynd sem hann sjálfur bjó til af
sér og hélt á lofti. Blekkingarmynd,
sem fyrri ævisöguritarar hafa ekki séö
í gegnum. LBJ-áhangendur leggja fæö
á höfundinn og bók hans.
Peter S. Prescott hjá tímaritinu
Newsweek lýkur miklu lofsoröi á starf
Roberts A. Caros, sem hann líkir við
þaö þegar Jakob stritaöi í tvisvar
sinnum sjö ár til þess að fá Rakelar.
Caro starfaði nefnilega ásamt konu
sinni í sjö ár að undirbúningsrannsókn-
um á fortíö og ferli Johnsons áöur en
hann settist viö aö skrifa verkið. Áöur
lá fyrir eftir hann bókin „The Power
Broker”, ævisaga arkitektsins
Roberts Moses, sem sömuleiðis haföi
verið sjö ár í smíðum.
Prescott segir aö bók Caros heföi
aidrei orðiö til ef hann hefði gengið aö
verki eins og aörir æviskrárritarar en
ekki eins og rannsóknarblaðamaöur.
Enda heföi engu mátt muna til þess aö
lykillinn aö leyndarmálum LBJ hefði
ekki horfiö. í gröfina með samtíma-
mönnum hans, sem komnir eru á efri
ár.
Purkunarlaus
bragðarefur
Caro dregur upp vægast sagt
fráhrindandi mynd af LBJ, sem um
margra ára bil þótti meö áhrifamestu
öldungadeildarþingmönnum landsins
og hélt um svo marga þræöi í pólitík-
inni í Suöurríkjunum aö Kennedy sá
sér þann kost vænstan til aö tryggja
brautargengi sitt í forsetakosn-
ingunum á sínum tíma aö velja hann
fy rir varaforsetaefni sitt.
Caro segir að strax í barnæsku hafi
LBJ verið ákveöinn í aö ná sínum vilja
fram. Metnaður hans haföi verið svo
brennandi og alltgleypandi, aö engin
spuming um siðgæði, samvisku gat úr
því dregið. — ,,Snilld hans lá í aö þræöa
stíginn til valda, purkunarleysi í að
eyöa öllum hindrunum, bragövísi til
undirferli og svika, eftir því sem meö
þurfti,” skrifar Caro. „Honum var
leynimakk einkar lagiö og einhver sér-
stök gáfa gefin til þess aö ná eyrum
valdamanna og fá þá til þess aö vilja
hjálpa sér. Hann sóaöi ekki þeim
hæfdeikum til eltingaleiks við
hugsjónir.”
Höfundurinn segir að engin heim-
speki eöa hugmyndafræði hafi íþyngt
Johnson á ferli hans. Þvert á móti hafi
gjörðir hans alla daga einkennst af
óbeit á því aö láta knýja sig til þess að
taka afstööu eöa króa sig til vamar
einhverjum málstað eða málefni.
Enda hafi hann verið snillingur í að
víkjast undan öllu slíku. Stundum hafi
gætt grimmdar í fari hans, þar sem
hann einatt lét sér ekki nægja aö
sigrast á andstöðunni heldur vildi g jör-
eyðileggja hana einnig.
Einkahagsmunir
ogauðsöfnun
I grúski sínu komst höfundurinn að
því aö þau 21 ár sem Johnson gegndi
opinberum embættum rakaöi hann aö
sér fé. „Hann efnaðist að meöaltali um
hálfa milljón dollara nettó á ári. ”
Á stundum fóm hagsmunir kjör-
dæmis Johnson saman meö einka-
hagsmunum hans og þá þótti hann
beita sér svo vel aö enginn þingmaöur
heföi komiö jafnmiklu til leiöar fyrir
eigiökjördæmi.
. Til þess aö kafa sem dýpst í skap-
gerö þessa margslungna viðfangsefnis
grúskaði Caro í sögu feðra Johnson og
fæöingarbyggö og rakti þráöinn allt frá
stofnun Texas-ríkis, stríðsins við
Mexikó og fram í peningapólitík olíu-
kónganna. Fjallasveit Texas var á
barndómsáram Johnson eitthvert
afskekktasta og afræktasta hom
landsins. Þar var ekki rafmagn eöa
útvarp, ekki vatnsveita, fá dagblöö og
engin nýsköpun, því aö enginn sneri
þangaö heim aftur sem á annaö borö
slapp þaöan einu sinni. Konur voru
orðnar gamlar undir fertugu af öllu
stritinu og eru ekki nema 50 ár síðan
þessirtímarvoru.
Móöir Johnson, Rebekah Baines,
skar sig úr, menntaskólagengin og af
fínna fólki komin, enda neitaði hún aö
skúra gólfin, bera inn vatnið og rogast
með eldiviðinn. Sonurinn, sem
snemma varö hraðlyginn, sagði grönn-
unum að hún gæfi honum stundum ekki
einu sinni aö éta. Faöir hans var sex
sinnum kosinn á ríkisþingið, stál-
heiöarlegur stjómmálamaöur, sem
starfaði f yrir hugsjónirnar en andaöist
skuldum vafinn. Johnson leitaöi sér
samúðar hjá ríkisstjóranum og sagöi
honum að faöirinn heföi verið blá-
fátækur drykkjumaöur.
Snemma beygist
krókurinn
Stjómmálamaðurinn Johnson lét
síðar mikiö af menntaskólaáram
sínum þar sem hann heföi strax orðið
stúdentaleiötogi og virðast æviskrár-
ritarar hafa gleypt þaö hrátt. Caro
telur-sig hafa komist á snoðir um
annaö. Johnson státaöi af náms-
afrekum, sem hann aldrei vann, laug
og smjaöraöi, kinokaði sér ekki viö aö
beita fjárkúgun, tók peninga til láns,
sem hann aldrei endu^greiddi, réöi sér
leigupenna til ræöu- og leiöaraskrifa,
sem hann eignaöi sér og komst í
forsvar fýrir atvinnumiðlun stúdenta.
Á kreppuáranum var þaö voldug
aðstaöa, sem leiddi marga á hans fund
að biðja hann um greiða. Kom hann
sér upp stuðningsliði og meö kosninga-
svikum náöu þeir tökum á stúdenta-
félaginu. Meöal skólasystkina gekk
hann undir nafninu Johnson bullu-
kollur, en hann fékk því komiö í kring
aö slík uppnefni og önnur miður lof-
samleg ummæli væra strikuð út úr
skólablaöi og nemendatali. Strax þar
var hann farinn aö stjóma því hvað
opinberlega yrði um hann sagt, skrifar
Caro.
„Þær aöferöir sem Johnson til-
einkaði sér í menntaskólanum viöhafði
hann síöan til þess aö efla völd sín
síöar þegar til höfuðborgarinnar
kom,” segir bókarhöfundur. Síöar
þegar Johnson var kominn á eftirlaun
hreykti hann sér af því aö hafa gengið
svo frá keppinautum sínum og and-
stæöingum á þessari fyrstu stjórn-
málagöngu sinni að þeir heföu veriö
lengi aö rétta úr kútnum aftur. Eru
þau ummæli til hljóðrituð.
Sveik fóstra
sinn
Caro segir aö völdin hafi ekki spillt
Johnson. Hann hafi veriö gjörspilltur
áður en honum hlotnuöust þau. Hann
hafi verið fullmótaöur 23 ára gamall,
þegar hann 1931 fór til Washington sem
einkaritari þingmannsins í kjör-
dæminu. Sá hélt sig aðallega á golfvell-
inum og í veislusölum en lét ritaranum
eftir aö vinna fyrir kjördæmiö.
Johnson réöi sér dygga aðstoöarmenn
sem hann rak áfram eins og þræla-
haldari. Hann lífgaöi upp fyrri samtök
starfsmanna þingfulltrúa, sem kölluð
voru Litla þingiö, og meö kosninga-
brögðum varð hann formaöur þeirra. I
krafti þess gat hann látið á sér bera.
1935 var hann oröin formaöur Texas-
deildar æskulýðsráös og sérlegur
skjólstæöingur Sam Rayburn, mesta
áhrifa- og valdamanns Texas.
Raybum var af öllum metinn sem
mikill drengskaparmaður, sem lítið
vildi hampa sjálfum sér, en því meira
leggja í sölur fyrir málefnin. Um
árabil var hann Johnson bæöi faðir og
pólitískur leiöbeinandi. „Auövitaö
sveik Johnson hann þegar Roosevelt
leitaði sér aö talsmanni í Texas fyrir
sitt þriöja forsetaframboö, en til þess
þótti Raybum af öllu maklegastur sem
einlægur stuðningsmaður „New
DeaT’-stefnu Roosevelts. Johnson,
sem í laumi fyrirleit þá stefnu, fékk
sannfært liðsmenn Roosevelts um aö
Rayburn væri ekki heill í trúnni og var
sjálfur valinn,” kemur fram í bók
Caros.
Peningar
að bakhjarli
Þingmannsferill Johnson hófst
þegar þingmaöur 10. kjördæmis
andaöist 1937. Margir voru um fram-
boðssætið en Johnson haföi þaö meö
dugnaöinum og eljuseminni. Hann
flutti allt upp í 18 ræöur á dag og var
óþreytandi á þönum sínum í hvern af-
kima kjördæmisins. Mestu þótti þó
muna um stuðning tveggja athafna-
manna, byggingarmeistara og lög-
fræöings, sem fest höföu mikið fé í
áætlun um stíflugerö, sem ólíklegt
þótti að samþykkt yröi í Washington.
Þeir styrktu fjárhagslega kosninga-
baráttu hins unga þingmannsefnis en
Johnson kom stíflumálinu í gegn og
greiddi götu þeirra til milljónagróða.
Þeir vora honum síöan sú peninga-
náma sem hann þurfti til þess aö
byggja uppvaldakerfisitt.
Tækifærið barst honum 1940 þegar
margir þingmenn demókrata óttuðust
að þeir næðu ekki endurkjöri. Johnson'
veitti forstööu kosningasjóöi flokksins,
aflaði f jár í hann og deildi úr honum til
þingmanna. Hann gætti þess vandlega
að hver og einn vissi hverjum hann
ætti fjárframlagið aö þakka. Án nokk-
urra áhrifa í ríkisstjórn landsins var
hinn ungi þingmaður orðinn á mettíma
áhrifamaöur á landsmálavísu, og þaö
byggöist á mætti peninganna.
Johnson með Sam Rayburn, sem
fóstraði hinn unga upprennandi
stjórnmálamann, en hlaut svik að
fósturlaunum.
Fór Htið fyrir
þingstörfum
Þaö verður að teljast furðulegt hve
mikið Caro hefur grafiö upp um John-
son, og ekki hvaö síst fyrir þá öröug-
leika sem hann hefur mætt þegar
margt af því átti aö vera vendilega
faliö og grafiö af Johnson sjálfum, aö-
standendum og samtryggingaraðilum.
Þegar stjörnublaöamaöurinn kom
fyrst í fæöingarbyggð Johnson mætti
hann fáleika og tortryggni í fyrstu sem
aðkomumaður. Hann settist þar aö
með konu sinni í tvö ár.
„Ég hélt að mér mundi þykja vænna
um Lyndon Johnson við nánari kynni,”
er haft eftir Caro í blaöaviötali. „1
mínum augum haföi hann hafist upp úr
fátækt en átti viö menntunarskort aö
stríöa, þótt hann af hörkunni berðist
fyrir því, sem ég hélt aö heföi verið
hans hugsjón,- Nefnilega aö hjálpa
sveitungum sínum. En ég fann fljótt aö
þessi mynd mín af manninum fékk
ekki staöist, og í rauninni haföi enginn
" þekktþennan forseta rétt.”
Þaö orð fór af Johnson að hann væri
snillingur aö koma málum í gegnum
/ hópi stuðningsmanna og bakhjarla igreiðapólitikinni. Maðurinn við hlið Johnsons 12. frá hægri) er bygg-
ingarmeistarinn Hermann Brown, sem Garo segir að hafi verið ein aðalpeninganáma Johnsons.