Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982. 13 sér ekki ástæðu til þess aö grípa til sér- stakra ráðstafana, þótt kyngreining í deildumHáskólans hafi aukist.” Veikindi á meðgöngutíma Fyrir nokkru voru geröir um það samningar, að karlar gætu fengiö meðgöngufrí eins og konur. Þessi auknu réttindi karla voru ekki tengd neinum rannsóknum á því, að skortur á slíkum fríum hefði komið sér illa fyrir þá eða börn þeirra, hvað þá konur. Hins vegar eru slík réttindi í þágu jafnréttis og skipta rök þá engu máli. Ekkí veit ég, hver reynslan hefur oröið af þessum fríum. Væri gaman að fá samandregnar niðurstöður slíkrar rannsóknar. Hins vegar veit ég það, að ef menn hafa ekki séö ástæðu til þess að taka þessi frí, mun einhver kven- fréttamaður útvarpsins lesa frétt um, aö enn gæti talsverðs misréttis um fæöingarorlof á Islandi. Þaö er eins og að einhver vinkona fréttakonu einnar hafi orðið veik á meðgöngutíma, og þá komi í ljós, að ekki er víst að þessi veikindi hennar falli undir greiðsluákvæði samninga atvinnurekenda og launþega. Þá er samin um þaö sérstök frétt með þeim formála, að verulega skorti á um réttindi vanfærra kvenna. Hitt skiptir minna máli, að í samningum er aldrei hægt aö kveða á um öll tilvik, og veikindi geta verið fjarskalega teygjanlegt hugtak. Ég veit um mann, sem verður allt aö því veikur, þegar hann sér vissa tegund af framsóknar- mönnum. Eða um hjónaskilnaði Og ef beitt er aðferðum frú Guðríðar má víða leita misréttisins. Á hverju ári gengur fjöldi karla og kvenna í hjóna- band. Þar er ævinlega byrjað með sama hætti á því, að spyrja annað hinna væntanlegu hjóna, hvort það vilji ganga í hjónaband. Og það sem verra er, það er alltaf byrjað á sama kyninu. Þetta er vitanlega mikið mis- konan, sem svarar fyrst! hræddur um, að þar gæti talsverðs hvort það eru of margar konur eða of rétti. Ég ætla að láta lesendum eftir að Og þá má ekki gleyma hjóna- misréttis, aö það sé ekki rétt hlutfall fáar veitéghinsvegarekki. rifja upp, hvort það er karlinn eða skilnuöunum. Ég er nefnilega dálítiö kvenna, sem biður um skilnað. En Haraldur Blöndal. „Ég ætía að láta lesendum aftir að rifja upp, hvort það ar kariinn eða konan, sam svarar fyrstl. AÐ VERSLA Á ÚTSÖLU hvað við eigum að gera við landbúnaö- inn á meðan við hagnýtum okkur þessi vildarkjör og hvernig bregöast á viö þegar útsölunni lýkur. Landbúnaður er fjárfesting, ræktun, þekking og verkmenntun sem halda verður við og endurnýja og sem ekki verður komiö upp á skömmum tíma sé hann lagöur niður eða stórlega úr honum dregið. Það er ekki hægt að fara með landbúnaðinn eins og niður- suöudós sem menn geyma í hillu og opna þegar á þarf að halda. Mögu- leikaí okkar til þess að versla á út- sölunni eru því mjög takmarkaöir ef við viljum jafnframt gæta öryggis okkar og sjálfstæðis. Framleiðskistjómunin Eitt af því sem einkennir skrif Jónasar og málflutning margara annarra sem gagnrýna landbúnaðinn er það að þeir láta eins og dckert hafi gerst í þessum máinm síðan árið 1978. Þetta á við um málflutning forystumanna Alþýðuflokks- ins. Otrúlegt er að þessir menn vita ekki betur. Árið 1978 var ástandið þannig að mjóik- urframleiðslan var orðin 120 millj. lítrar eða 24% umfram innlendar þarfir, flytja þurfti út um 35% kindakjötsframleiðsl- unnar og offramboð var af svínakjöti, kjúklingum og eggjum. Flestir sáu að hér varð að gripa í taumana, en engir þó betur en forystumenn bænda sjálfra. Árifr 1979 fengust svo langþráðar heimikiir til fram- leiöslustjómunar lögfestar og hafa þær að- gerðir nú borið skjótan og góöan árangur. Á yfirstandandi ári veröur mjóikur- f ramleiösian um 104 millj. lítra eða aðeins 3—4% umfram innlendrar þarfir. Á síö- asta ári hafði sauðfé fækkað um 102 þús- und frá árinu 1978. Reiknað er með að í haust fækki því um ca 50 þúsund til viö- bótar. Er þá fækkunin oröin um 17% frá 1978. Á þessum tíma hefur diikakjötsfram- leiðslan dregist saman um 15%. Þó hafa áhrif sauðfjárfækkunarinnar enn ekki aö fullu komiðfram. Síöustu misserin hefur aö mestu verið jafnvægi í framleiðslu svínakjöts, alifugla og eggja, ef frá er talið tímabundiö verö- faD á eggjum sl. haust Nýfjárfesting í hinum hefðbundnu bú- greinum er nú að heita má engin. Það má því segja að miðaö viö rikjandi markaðskerf i sé nú aðeins um aö ræða of- framleiðslu á kindakjötL Flestum er ljóst að enn frekar þarf aö aðlaga framleiðslu þess þeim mörkuðum sem tiltækir eru og nýtanlegir reynast Það er því full ástæöa fýrir þá sem gleymt hafa aö fletta dagatalinu að finna sér nýja tóntegund þegar þeir fjalla um þessimál. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda „Það má þvíseg/a að miðað við ríkjandi markaðskerfi só nú aðeins um að ræða offramleiðslu á kindakjöti, "segir Hákon Sigurgrímsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.