Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Síða 23
DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982.
31
Smáauglýsingar
Sími 27022 Þverholti 11
by PETER O'DONNELL
dnwn tl NEVILLE COLVIN
rHvar er
Venus með
verkfærapokann’
Skemmtanir
DiskótekiðDolly:
Fjögurra ára reynsla (5 starfsár) í
dansleikjastjóm um allt land fyrir alla
aldurshópa segir ekki svo lítið. Sláið á
þráðinn og við munum veita allar
upplýsingar um hvernig einkasam-
kvæmið, árshátíöin, skólaballið og allir
aðrir dansleikir geta oröið eins og dans
á rósum frá byrjun til enda. Diskótekiö
Dolly, sími 46666.
Diskótekið Donna.
Hvernig væri aö hefja árshátíðina,
skólaböllin, unglingadansleikina og
allar aðrar skemmtanir með hressu
diskóteki, sem heldur uppi stuöi frá
upphafi til enda? Höfum fullkomn-
ansta ljósashow ef þess er óskað. Sam-
kvæmisleikjastjórn, fullkomin hljóm-
tæki, plötusnúðar sem svíkja engan.
Hvernig væri að slá á þráðinn? Uppl.
og pantanir í síma 43295 og 40338 á
kvöldin en á daginn 74100. Góða
skemmtun.
Lúdó og Stefán
í fullu fjöri. Músík í einkasamkvæmi.
Vanir menn meö allt á hreinu. Stefán s.
71189, Elfar s. 53607, Arthur s. 37636 og
Márs. 76186.
Diskótekið Dísa.
Jólatrésskemmtanir og áramótadans-
leikir. Jólasveinarnir á okkar snær-
um kæta alla krakka. Við stjórnum
söng og dansi kringum jólatréð og
frjálsum dansi dálitla stund á eftir.
Margra ára jákvæð reynsla. Aramóta-
gleðin bregst ekki í okkar höndum.
Muniö að leita tilboöa tímanlega.
Dansstjórn á árshátíöum og þorrablót-
um er ein af okkar sérgreinum. Þaö
vita allir. Dísa, sími 50513.
Diskótekið Devó.
Tökum að okkur hljómflutning fyrir
aila aldurshópa, góð reynsla og þekk-
ing. Veitum allar frekari upplýsingar í
síma 42056 milli kl. 18 og 20. Plötutekið
Devó.
Fáks- og Harðarunglingar ath.
Haldið verður sameiginlegt diskótek
Fáks og Haröar fyrir unghnga 13—16
ára föstudaginn 3. des. kl. 20 í Brúar-
landi Mosfellssveit. Hverjum félaga er
heimilt að taka meö sér einn gest. Verö
kr. 50, diskótekið Donna. Rútuferöir
frá Fáksheimiiinu kl. 19.30 og kostar 40
kr. báöarleiöir. Unglinganefnd.
Samkvæmisdiskótekið Taktur
hefur upp á að bjóða vandaöa danstón-
Ust fyrir alla aldurshópa og öll tUefni,
einnig mjög svo rómaða dinnermúsík
sem bragðbætir hverja góða máltíö.
Stjómun og kynningar í höndum Krist-
ins Richardssonar. Taktur fyrir aUa.
Bókanir í síma 43542.
Einkamál
Heiðarlegur og reglusamur
maöur um þrítugt sem á góða íbúð og
er í góöu starfi óskar eftir að kynnast
góöri og reglusamri stúlku, 25—35 ára.
Svar merkt „505 jól ’82” sendist DV.
fyrirö. des. 100% trúnaöur.
Hefur þú áhuga
á að hnýsast í einkalíf Sigurðar
Bjarnasonar bankastarfsmanns? Ef
svo er lestu bókina „Allt meinhægt”
eftir Guðmund Björgvinsson.
Lífsmark.
Ung hjón óska eftir manni
eða konu til að þýða príslista yfir ýmis
hjálpartæki (á ensku). Hvers kyns
þóknanir koma til greina. Tilboö legg-
ist inn á augld. DV merkt „Enska 723”.
Einhleypur maður, 47 ára,
óskar eftir bréfasambandi við stúlkur
á aldrinum 30—50 ára með náin kynni í
huga. Æskilegt að mynd fylgi "bréfi.
Fullum trúnaði heitiö. Svör sendist til
DV. merkt „TrúnaöurH.511”.
Innrömmun
Tökum í innrömmun
allar útsaumaðar myndir og teppi,
valið efni og vönduð vinna. Hannyrða-
verslun Erlu, Snorrabraut 44.
Þjónusta
Verksmiðjueigendur.
Þrífum og málum gólfin yfir helgi eða
nótt. Vélunnið. Uppl. í síma 36406.
Handverksmaður.
Tek að mér ýmiss konar lagfæringar
og viðgerðir innanhúss, fjölbreytt
þjónusta. Uppl. í síma 19240 eftir kl. 18.
Tveir smiðið geta tekið
að sér hvers konar byggingarvinnu.
Uppl. í síma 15374 eftir kl. 18.
Húsbyggjendur:
Tökum að okkur innréttingu á timbur-
húsum, útvegum allt efni og flutning á
efni ef óskaö er. Smíðum glugga og
opnanleg fög, þéttum glugga og hurðir.
Notum nýjustu gerðir af loftverkfær-
um og öðrum fullkomnum verkfærum.
Getum byrjað strax. Uppl. í síma
39491,52233 og 92-6061.
Útbeining, útbeining.
Að venju tökum viö að okkur alla út-
beiningu á nauta-, folalda- og svína-
Ikjöti. Fullkominn frágangur, hakkað,
pakkað og merkt. Ennfremur höfum
við til sölu nautakjöt í 1/2 og 1/4 skr. og
folaldakjöt í 1/2 skr. Kjötbankinn,
Hliðarvegi 29 Kóp., sími 40925, áður Ut-
beiningaþjónustan. Heimasímar Krist-
inn 41532 og Guðgeir 53465.
______t •______^_____1 - ■
Pípulagnir.
Nýlagnir, breytúigar, viögerðir. Uppl.
á kvöldin. Kristján Pálmar (s. 43859) &
Sveinn Frímann (s. 44204-12307)
•Jóhannssynir, pípul.meistarar.
Húsasmiður
getur bætt viö sig verkefnum, úti sem
inni. Uppl. í síma 46468.
Múrari getur bætt
viö sig verkefnum, múrverk, flísa-
lagnir og gólfflísar. Tökum einnig að
okkur verk úti á landi. Uppl. í síma
75473 og 54351.
Tökum að okkur
alla almenna trésmíðavinnu og
viðhald úti og inni. Setjum einnig upp
innréttingar, vönduð vinna. Uppl. í
síma 78354. Geymiðauglýsinguna..
Viðmálum.
Ef þú þarft að láta mála þá láttu okkur
gera þér tilboð. Það kostar þig ekkert.
Málararnir Einar og Þórir, símar
:21024 og 42523.
Dyrasímaþjónusta.
Önnumst uppsetningu og viðgerðir á
innanhússsímkerfum og dyrasímum.
Sérhæfðir menn. Uppl. í síma 10560.
Húsasmiðirgeta
bætt við sig verkefnum, úti sem inni.
Uppl. í síma 33482 og 75442.
Atvinnurekendur — félagasamtök.
Getum bætt við okkur bókhaldi fyrir
stærri og smærri fyrirtæki. Bókhalds-
og endurskoðunarstofa Axels S. Axels-
sonar, sími 10147.
Húsasmíðameistari getur
bætt við sig verkefnum, nýsmíöi, við-
geröir. Uppl. í sima 36288 milli kl. 12 og
13 og 19 og 20.
Utréttingar
Spariö tíma og fyrirhöfn, látiö okkur
annast snúningana. Utréttingaþjónust-
an, Bankastræti 6, sími 25770.
Raflagna- og dyrasimaþjónusta.
Breytum, bætum og lagfærum
raflögninga. Gerum viö. Setjum upp
ný dyrasímakerfi. Greiöslukjör.
Löggiltur rafverktaki, vanir menn.
Robert Jack, sími 75886.
Rafsuða, logsuða,
viðgeröir, nýsmíði. Tökum að okkur
hverskonar suðuvinnu og viðgerðir,
sjóðum á slitfleti. Vinnuvélar o.fl. o.fl.
Uppl. i sima 40880.
Tapað -fundið
Microma kventölvuúr
tapaðist í miöbænum í gær fimmtudag.
Finnandi vinsaml. hringi í síma 13938.
Bækur
Veglegar jólagjafir.
Ritsöfn meistaranna fáanlgg á jóla-
kjörum 10%i útb. eftirst. á 4—9 mán.,
vaxtalaust. Halldór Laxness, Þór-
bergur Þórðarson, Olafur Jóhann
Sigurðsson, Jóhannes úr Kötlum. Uppl.
og pantanir í síma 24748 frá kl. 10—17
virka daga. Heimsendingarþjónusta í
Reykjavík og nágrenni. Póstsendum út
á land.
Ökukennsla
Okukennsla, æfingatímar.
Lærjð að aka í skammdeginu við mis-
jafnar aðstæður. Kenni á Mazda 626
hardtopp. Hallfríður Stefánsdóttir,
sími 81349.
Okukennsla — æfingatímar.
Kenni á Mazda 929 árg. ’82. Nemendur
geta byrjað strax, greiða aðeins fyrir
tekna tíma. Okuskóli og öll prófgögn
ásamt litmynd í ökuskírteini ef óskað
er. Skarphéðinn Sigurbergsson öku-
kennari, simi 40594:
Ökukennsla-bifhjólakennsla.
Læriö að aka bifreið á skjótan og
öruggan hátt. Glæsilegar kennslubif-
reiðar, Toyota Crown með vökva- og
veltistýri og BMW ’82. Nýtt kennslu-
hjól, Honda CB 750. Nemendur greiða
aðeins fyrir tekna tíma. Siguröur Þor-
mar ökukennari sími 46111 og 45122.
Ökukennarafélag Reykjavikur
auglýsir: ökukennsla, endurhæfing,
aðstoö viö þá sem misst hafa ökuleyfið.
Páll Andrésson, simi 79506, kennu á
BMW 518 1983. Lærið á það besta.
Guðjón Andrésson, sími 18387, Galant.
Þorlákur Guögeirsson, sími 35180,
83344, 32668. Vignir Sveinsson, sími
26317,76274, Mazda.
Ökukennsla — æfingatímar,
hæfnisvottorð. Kenni á Mitsubishi
Galant, tímafjöldi við hæfi hvers
einstaklings. Ökuskóli og öll prófgögn
ásamt litmynd í ökuskírteinið ef þess
er óskaö. Jóhann G. Guðjónsson, símar
21924,17382 og 21098.
lökukennsla — endurhæfing — hæfnis-
vottorð.
Kenni á Peugeot 505 Turbo 1982.
Nemendur geta byrjað strax. Greiðsla
aðeins fyrir tekna tíma. Kennt allan
daginn eftir ósk nemenda. Okuskóli og
öll prófgögn. Gylfi K. Sigurðsson öku-
kennari, sími 73232.