Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 1
37.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 86411 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 Frjalst,óháð dagblað l- , , ■ ; 1 DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 4. TBL. — 73. og9. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1983. 1 1 | Sameiginlegt framhoð Guömundar G., Vilmundar og Gunnars Thoroddsen: ff Ekkert til í þessu ff „Þetta er algerlega úr lausu lofti gripiö og ekkert til í þessu,” sagði Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun. I Morgunblað- inu í dag segir að viðræður og óform- legar kannanir fari nú fram á því hvort til greina komi sameiginlegt þingframboð þeirra Guðmundar G. Þórarinssonar, Gunnars Thoroddsen og Vilmundar Gylfasonar. Segir blaðið að þessar kannanir séu gerðar að frumkvæði stuðningsmanna Guðmundar og meö vitund og vilja hanssjálfs. Guömundur sagði í morgun að hann hefði ekkert frekar um framboðsmál sín að segja. I Morgun- blaöinu er sagt að það sé einkum hálfbróðir Guömundar, Jósteinn Kristjánsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem vinni að málinu. Jósteinn sagði í morgun að þetta væri tóm vitleysa. „Það er ekk- ert til í þessu. Ég hef ekki unniö aö framboðsmálum Guðmundar G. Þórarinssonar nema innan Fram- sóknarflokksins. Ég er framsóknar- maður fyrst og fremst. Ég er ekki að huga að sérframboði Guðmundar G. Þórarinssonar. Eina sérframboðið sem ég veit um er framboð Vilmund- ar Gylfasonar en á viðræður hans, Guðmundar og forsætisráðherra hef ég ekki heyrt minnst. ” -JH SkmkkþjáHui — sjá Dægradvöl bls. 32-33 Tilkynnt var um sprengju í Útvegs- bankanum í Kópavogi rétt fyrir klukk- an hálf tíu í morgun. Starfsfólk í báðum útibúum bankans, við Smiðju- veg og Digranesveg, var samstundis flutt á lögreglustöðina i Kópavogi meðan Ieit fór fram og lögreglumenn lokuðu svæðum umhverfis útibúin. Leit stóð yfir í ema og hálfa klukku- stund en eugin sprengja fannst. Sá sem stóð að þessu gabbi var ófundinn þegar biaðið fór í prentun. Á myndinni sést hvar lögreglan befur iokað Digranesveginum fyrir framan Útvegsbankann. A innfelldu myndinni er starfsfólk á lögreglustöð- inni, þar sem það beið niðurstöðu leitarinnar. ÓEF/DV-mynd Einar Ólason. Veðurhorf ur síðdegis: NORDANÁTT OG STÓR- HRÍD Á NORÐURLANDI — gæti skaf ið lítillega á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu verður norðanstrekkingur í dag en engin úr- koma. Hins vegar gæti skafið lítil- lega, sérstaklega á öllum leiðum út úrbænum. Klukkan 8 var norðan stórhríð á Vestfjörðum og vestan til á Norður- landi. Við Breiðafjörð, Faxaflóa og á Suðurlandi var víða hvasst, talsverð- ur skafrenningur en úrkomulaust. Austanlands er víða hægviöri og jafnvel léttskýjað sums staðar. Þegar kemur fram á daginn gengur í norðan- eða norðvestanátt. Á Norður- og Norðausturlandi verð- ur stórhrið en eitthvaö minni úrkoma á Suðvesturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Líklegt er talið að sljákki í veðrinu í nótt og það geti orðið skaplegt á morgun. Ný lægð er væntanleg um helgina en ómögulegt að segja hvað húngerir. I nótt hafði Veðurstofan ekkert tal- símasamband við útlönd og fékk því engar upplýsingar þaðan. Samband komst aftur á upp úr kl. 8 í morgun. JBH Verdurekkja Maóstekin aflífi? — sjá erl. fréttir bls.8-9 Ennaf ófærðinni -sjábls.4-5 KRvannKiel — sjáíþróttir bls. 18-19 Völvurspá fyrirl983: Castro myrtur og Khómeini deyr — sjá Sviðsljós bls. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.