Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Síða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. Skákþing Reykjavíkur 1983 hefst aö Grensásvegi 46 sunnudag 9. jan., kl. 14.1 aðalkeppninni tefla keppendur í einum flokki ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir veröa á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biöskákdagar ákveðnir síðar. Skráning í mótið fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardag 8. jan., kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag 15. jan., kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir. Monrad-kerfi og tekur keppnin þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44—46 Reykjavík. Símar 83540 og 81690. Auglýsing um breytingu á tollafgreiðslugengi í janúar 1983 Skráð tollafgreiðslugengi 5. janúar 1983: Bandaríkjadollar USD 18,170 Sterlingspund GBP 29,526 Kanadadollar CAD 14,769 Dönsk króna DKK 2,1908 Norsk króna NOK 2,6136 Sænsk króna SEK 2,4750 Finnskt mark FIM 3,4662 Franskur franki FRF 2,7237 Belgískur franki BEC 0,3929 Svissneskur franki CHF 9,2105 Hollenskt gyllini NLG 6,9831 Vestur-þýskt mark DEM 7,7237 Itölsk líra ITL 0,01339 Austurr. sch. ATS 1,0995 Portúg. escudo PTE 0,2039 Spánskur peseti ESP 0,1462 Japanskt yen JPY 0,07937 Irskt pund IEP 25,665 Tollverö vöru sem tollafgreidd er í janúar skal miða viö ofan- skráð gengi. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjórum fyrir lok janúar skal þó til og meö 8. febrúar 1983 miöa tollverö þeirra við ofanskráð tollafgreiðslugengi janúarmánaðar. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í janúar komi eigi frekar til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiöslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok desem- bermánaðar skal tollverð varnings reiknaö samkvæmt tollaf- greiðslugengi er skráö var 1. desember 1982, meö síöari breytingum, til og með 7. janúar 1983. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra 3. janúar sl. skal toll- verð varnings reiknaö samkvæmt tollafgreiðslugengi er skráö var 1. janúar sl. til og með 12. janúar 1983. Fjármálaráðuneytið 5. janúar 1983. 1 x 2 - 1 x'2 - 1 x 2 18. leikvika — leikir 3. janúar 1983 Vinningsröð: 1x1— x12— x 11 — 1x1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 120.265,- 72259(4/11) 87639(4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.431,- 2636 21057+ 62443 68439 80230+ 88520+ 96507+ Úr 16. viku: 4619 21085+ 62836+ 70292 82181 + 94098 97006+ 98275 4676 21096+ 63019+ 70293 82316+ 94539+ 98077+ Úr 17. viku: 5203 24486+ 64112 72032 83490+ 94601 + 98556+ 75690 8604 25349(2/11) 73344 83941 95020+ 98810+ 75693 9540 59775 64326 73685+ 84051 95491 100312 15626 60705 65316 74624 84053 95513+ 160036 16329 61510+ 66797+ 75945 85774+ 96222+ 18539 61819 66974+ 77079 87551 Kærufrestur er til 25. janúar, kl. 12 á hádegi. Kær- ur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Gera má ráð fyrir verulegum töfum á greiðslu vinninga fyrir númer sem enn verða nafnlaus við lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Útlönd Útlönd Útlönd Sovéskir skriðdrekar og hermenn halda Afghönum í skefjum en tilboð Varsjárbandalagsins þætti áhrifameira ef Sovétmenn lofuðu að hætta hernaðarbrölti sínu í Afghanistan. Varsjárbandalagsfundurinn í Prag: Býöur ekki árásar- samning við NA TO en það þykir vestantjalds vera gömul lumma með árásarkeim A Vesturlöndum taka menn með öll- um fyrirvara tilboði Yuris Andropovs og annarra leiötoga Varsjárbanda- lagsins um „ekki-árásar-samning” viö NATO, en bíöa nánari útlistunar á til- boöinu. Kommúnistaleiötogar Varsjár- bandalagsríkjanna lýsa tilboði sínu sem „nýju stórfriöar-tilboöi” og telja ekkert því til fyrirstööu að sest verði strax að samningaborðinu. En víöast vestan tjalds telja menn þetta einfalt áróðursbragð sem naumast veröi tekið alvarlega. Hugmyndin um ekki árásarsamning er gömul og hefur af og til skotið upp kollinum síöustu þrjátíu ár. En vestan- tjalds hefur mönnum þótt lítið til hennar koma og láta sér fátt um finnast, ef í yfirlýsingu og tilboði Varsjárbandalagsins, sem lauk í gær tveggja daga fundi sínum í Prag, felst ekkert á milli línanna annaö nýtt. I yfirlýsingu bandalagsins í gær er lagt til aö gerður verði samningur þar sem Varsjárbandalagiö og NATO-ríkin sextán lýsi því yfir að þau muni ekki beita hemaðarmætti sínum og viðhalda friösamlegri sambúö. Eftir Pragfundinn sagði Andropov, hinn nýi leiötogi Sovétrikjanna, í viðtali viö tékkneskan fréttamann, aö „stríðsundirbúningur NATO ylli Varsjárbandalagsstjómunum áhyggj- um”. — „En það er nægur góður vilji og ásetningur til þess aö efla smátt og smátt öryggi Evrópu og bæta andrúmsloftið í heimsmálunum,” sagöi Sovétleiötoginn. Hann sagði fundinn árangursríkan og spegla enn einingu sósíalistaríkja. Á Vesturlöndum hafa menn tekið þessum yfirlýsingum með tómlæti og benda á að í tíu ár hafi samningar verið þæfðir við Sovétmenn í viöleitni tO samkomulags um að draga úr hernaðarmætti í Mið-Evrópu sem helsta ráð til að efla friðinn en án teljanlegs árangurs. Ýmsir hafa látið í ljós vonbrigöi með útkomu fundarins í Prag, sem menn höfðu vænst meira af með tilliti til nýlegra leiötogaskipta í Sovét- ríkjunum. Aðrir hafa viðrað þaö álit sitt á tilboði Varsjárbandalagsins aö þaö hefði verið meiri matur í því ef um leið hefði verið lýst yfir að Sovétmenn mundu hætta að beita hervaldi í Afghanistan og afneituðu Brezhnevs- kenningunni um sjálftekinn rétt Sovét- manna til þess að hlutast í innanríkis- mál annarra kommúnistalanda. Eftirsótt jólaböm Lögreglan í London hefur lýst eftir tveimur konum sem skildu nýfædd böm sín eftir á tröppum sjúkrahúss og við dyr kennara nokkurs á jólun- um. I báöum tilfellunum er um stúlkubarn að ræða. Fannst það fyrra á tröppum sjúkrahúss á aðfangadagskvöld. Tilviljun ein réö því aö seinna stúlkubarnið uppgötvaöist við dyr kennarans á jólanótt. Gat kennarinn, Shirley St. Pierre, ekki sofið fyrir mjálminu í kettinum sínum sem stóð yfir ofurlitlum böggli fyrir dyrum úti er kennarinn staulaðist fram úr til að opna. Var bamið orðið helblátt af kulda og pasturslítið, enda fætt fyrir tímann. Fór kennarinn strax með barnið á sjúkrahús þar sem það hjarnaði fljótlega við. Síðan fréttir þessar bámst út hefur síminn á sjúkrahúsunum ekki stoppað þar sem þúsundir Breta vilja ólmir taka stúlkubörnin aö sér. Lögreglan segir að bömunum verði þó alls ekki ráðstafað fyrr en tekist hefur að hafa uppi á mæðrum þeirra. lOOáragamlir fínnar Þeim Finnum fer stöðugt fjölg- andi sem ná því að verða tíræðir. Á árinu 1982 urðu áttatíu og átta Finnar 100 ára og búist er við því að yfir sjötíu nái aldarafmælinu á nýjaárinu. 1 Finnlandi em nú 142 karlar og 17 konur á lífi hundrað ára eða eldri. — Fyrir tíu árum vom ekki nema fjömtíu í landinu á þeim aldri. Dýrtaðdeyja Fyrmm kanadískur riddaralög- reglumaöur lét sér svo í augum vaxa hve dýrt það væri fyrir f ólk að deyja í Bresku Kólumbíu í Kanada að hann opnaði verslun þar sem hann selur líkkistur á niöursettu verði. Jack Turner (55 ára), sem áður starfaði í kanadísku riddara- lögreglunni, segist bjóða upp á miklu betri kjör en útfarar- stofnanir. Mest selda kistan hjá honum, sem klædd er silki, kostar 591 dollarkanadískan, semerhálfvirði miðaö viö verð á nákvæmlega sams konar kistum hjá útfarar- stofnunum. Agnewendur- greiðirmútur Spiro Agnew, fyrmm varafor- seta Bandaríkjanna, hefur verið gert að greiöa Maryland-ríki 268,482 dollara vegna mútuþægni hans meðan hann var ríkisstjóri Maryland og síðar varaforseti. 1 skriflegri yfirlýsingu til fjöl- miðla segir Agnew sig sárt leikinn af dómstólum og telur enga hæfu að láta sig endurgreiða þetta fé. I apríl 1981 úrskurðuöu dómstól- ar í Maryland að Agnew hefði brugðist trausti með því að þiggja greiðslur fyrir úthlutun fram- kvæmda til verktaka. Þær greiðsl- ur voru taldar nema 147.500 dollur- um, sem Agnew hefur nú verið gert að endurgreiða með vöxtum. Þar með er lokið málinu sem reis upp 1973 út af meintum skattsvik- um Agnews og varð til þess að hann sagði af sér varaforsetaembættinu. 4drukknuðu Fernt drukknaöi í briminu við ströndina hjá Blackpool á Englandi í gær og allt vegna tilraunar til þess að bjarga hundgarmi. Þyrlur björguðu þó þrem, sem hætt vom komnir. Ungur eigandi hundsins stökk í sjóinn til þess að bjarga honum þegar alda hreif hann með sér. Lögregluþjónn óö út í á eftir drengnum og síðan nokkrir vegfar- endur og fleiri lögregluþjónar, sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.