Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fjöldamoröin í flóttamannabúðum Palestínuaraba í Beirút voru meöal þeirra viöburöa á síðasta ári sem mönnum þótti mest tíöindi. Spum- ingin um hugsanlega vitund eöa jafnvel vilja Israelsmanna í þeim hryllingsverkum var og er eitt eld- fimasta tundriö í heimspólitíkinni. Hefur því góöur gaumur veriö gefinn aö rannsókn og yfirheyrslum ísra- elsku dómnefndarinnar sem starfað hefur í ellefu vikur viö að grafast fyrir um málsatvik. Yfirheyrslum að Ijúka Rannsóknarstörfunum fer nú senn aö ljúka en síðustu yfirheyrslurnar fara fram fyrir iuktum dyrum. Þriggja manna rannsóknarnefndin tekur þar lokaskýrslur af hershöfö- ingjum og stjómmálamönnum sem vilja bera af sér sakir um hlut þeirra í málinu. Síðustu tvær vikurnar hefur nefnd- in aöallega hlýtt á skýrslur vitna sem áöur höföu komið fyrir hana en vildu annaö tækifæri til þess aö verja mannorð sitt og hnekkja meiöandi ummælum annarra. Rannsóknin breyttist Andrúmsloftiö hefur breyst frá því aö nefndin hóf yfirheyrslur sínar í kennslustof unni í hebreska háskólan- um í Jerúsalem þann 19. október. I upphafi var þaö einvörðungu nefndin meö Yitzhak Kahan yfirdómara í forsæti sem bar upp spumingamar. Ábúðarmiklir hershöfðingjar óku sér órólegir í vitnastúkunni, þegar þeir vom kraföir skýringa á hví og hvernig Israel hafði sent falangista inn í flóttamannabúðirnar í Beirút til þess að smala síöustu PLO-skæm- liðunum saman. Sú aðgerö endaöi meö ósköpum, þegar hinir herskáu og hefndarþyrstu falangistar hófu dráp á hundruöum saklausra og vamarlausra borgara. — Jafnvel haröjaxl eins og Ariel Sharon vam- armálaráöherra sást þamba hvert vatnsglasið á eftir ööru þar sem hann sat taugaóstyrkur frammi fyrir nefndinni á fyrsta fundinum. Hann mun koma aftur fyrir nefndina á ein-i hverjum allra síðasta fundinum og þá bera vitni fyrir framan mynda- tökuvélamar. Ráðamenn varaðir við Þaö sem kom ööru hljóði í strokk þessarar rannsóknar var sú aðvömn nefndarinnar, sem hún veitti niu vitnum um, aö niðurstöður rann- sóknarinnar kynnu aö skaöa þau. Meöal þessara níu voru Menachem Begin forsætisráöherra, Ariel Shar- on vamarmálaráðherra, Yitzhak Shamir utanríkisráöherra og þrír af hæstsettu hershöföingjum Israels. — Flestir þessara níu manna tóku þessa viðvömn alvarlega og réöu sér réttargæslumenn sem síöan hafa blandaö sér í yfirheyrslur rannsókn- amefndarinnar meö tíðum frammí- gripum og gagnspurningum í þaula svo aö rannsóknin hefur fengiö á sig meira yfirbragð málflutnings í rétt- arþingi. Einbeita sér að hlut ráðamanna Eftir aö síöasta skýrslan hefur ver- iö tekin mun þaö sennilega taka nefndina nokkrar vikur aö pæla í gegnum skjölin og ganga frá skýrslu sinni um rannsóknina. — Begin hefur þegar lýst því yfir aö veröi niöurstaöa rannsóknarinnar á þann veg aö viö ríkisstjórn hans sé sakast þá muni hann knýja framnýjar kosningar. Þaö sýndi sig á þeim fundum nefndarinnar, sem fram fóru fyrir opnum dyrum, aö hún einbeitir sér að því aö draga fram hversu ljós Israelsstjórn mátti vera áhættan af því að nota falangistana og hversu fljótt hún brá viö til þess aö stööva manndrápin, þegar hún loks frétti af f jöldamorðunum. — Fyrstu fréttir af fjöldamorðunum voru afar óljósar um, hvenær Israelsforingjarnir höfðu spumir af atburöunum og hversu fljótir þeir voru til viðbragöa. Það atriði er samt afar mikilvægt með tilliti til ásakana um aö þeim hafi ekki veriö blóöbaöiö svo leitt sem þeir vilja láta. Hér eiga eftir aö koma fram málsatvik, eins og þau hafa verið dregin fram í yfir- heyrslum rannsóknamefndarinnar. Þriðjudagur 14. september Klukkan fjögur síödegis berast til Israels fyrstu fréttir af því aö leið- togi falangista og nýkjörinn Líbanon- forseti, Bashir Gemayel, hafi veriö, myrtur í sprengingu í aöalskrifstof- um Falange-flokksins í Beirút. Klukkan átta þá um kvöldiö á fundi, sem stóö til miðnættis, ráð- gera Begin, Sharon og Rafael Eitan yfirmaður herráösins aö senda her- lið inn í Vestur-Beirút til þess aö halda þar uppi reglu ef rétt reynist aö Gemayel hafi verið ráöinn af dög- um. — Þegar þaö hefur fengist staö- fest, er ísraelskum herflokkum fyrir- skipaö aö halda inn í Vestur-Beirút í dögun. Miðvikudagur 15. september Klukkan fimm í morgunsárið koma israelsku herflokkamir inn í Beirút. Um svipaö leyti eiga þeir Eit- an hershöföingi og Amir Drori hers- höfðingi, stjórnandi innrásar Israels- manna í Líbanon, sinn fyrsta fund meö falangistum til þess aö ræða áhlaup falangista inn í flóttamanna- búöirnar — samkvæmt vitnisburðl Drori hershöfðing ja. Fimmtudagur 16. september Klukkan tíu aö morgni fá Israel- arnir í Líbanon lokafyrirmælin um að falangistar skuli ráðast inn í búðirnar (Saba og Shattila) og hreinsa út nær tvö þúsund PLO- skæruliða, sem hafa haldið uppi þaöan skothríö, eftir því sem þeir segja Drori hershöfðingi og Amos Yaron hershöfðingi í framlínunni. Sharon vamarmálaráöherra ber vitni um aö hann hafi tekið þessa ákvöröun og byggt hana á niðurstööu ríkisstjómarfundar, sem ákvaö í júní aö stefna bæri að meiri virkni falangista meö beinni þátttöku þeirraíaðgerðum. Frá því klukkan ellefu til þrjú síðdegis eiga þeir Drori og Yaron nokkra fundi meö falangistum. Israelsmenn gangast inn á aö leggja hinum til lýsingu viö næturaögerö- irnar og veita þeim stuöning með skothríð af lengra færi ef falangistar mæti harðri mótstööu skæruliöa. Erindreki úr Mossad, leyniþjónustu Israels er settur tengiliður á milli ísraelsforingjanna og falangista og skal fylgja hinum síðarnefndu. Israelar fallast á aö liðsafli falang- ista veröi 100 til 150 menn, eftir því sem hershöfðingjamir báöir segja. Yaron hershöföingi segist hafa komið mönnum fyrir uppi á húsþök- um þar sem þeir höfðu þó takmarkaö útsýni til flóttamannabúðanna í björtu og alls ekkert í dimmu. Á bilinu milli klukkan fimm og sex síðdegis sækja falangistar inn í búöimar. Yaron hershöföingi skýröi nefndinni frá því aö hann heföi hlust- að á fjarskipti þeirra og sjálfur gefiö fýrirmæli um að skjóta svifljósum á loft. Klukkan sjö þrjátíu um kvöldið kemur Israelsstjórn saman til fund- ar og fær fréttir af því, að falangistar hafi veriö sendir inn í búðimar. Eini ráöherrann, sem lætur uppi kvíða yfir þessu ráöi, er David Levy aðstoðarforsætisráöherra. Eitan, yfirmaður herráösins, varar viö því aö falangistar „brýni kutana” til hefnda, eftir því sem fram kemur í fundargerð sem síöar er lesin upp í rannsókninni. Begin ber að hann hafi ekki heyrt til Eitans hershöföingja því aö hann hafi verið meö hugann bundinn við fundargeröina. Á milli klukkan tíu og ellefu um kvöldið berast Yaron hershöföingja í Beirút óljósar fréttir af fjölda drep- inna „skæruliöa og borgara” í búðunum. Sumir segja 120, aörir 45 og enn aðrir 300. Hann fær enga staö- festingu þessara sögusagna og lætur kyrrt liggja. Föstudagur 17. september Klukkan fimm í dögun er Moshe Chevroni ofursti í njósnadeild hers- ins vakinn meö frétt um aö 300 manns hafi verið drepnir í búöunum. Hann ber aö hann hafi komiö þessari 'rétt áleiöis til Avi Dudai aöstoöar- manns Sharons. Réttargæslumenn Dudais hafa reynt að sýna fram á aö lonum hafi aldrei borist skilaboö Chevronis. Klukkan níu um morguninn sér Avi Drabovsky liösforingi falangista skjóta fimm konur og börn. Hann skýrir yfirmönnum sínum frá þessu. Síöan ber hann aö honum hafi veriö sagt aö máliö mundi rannsakað og hann skuli ekki grípa fram í. Undir hádegiö segir Zev Shiff, isra- elskur stríösfréttaritari, Zippori póst- og símamálaráöherra aö falangistar séu aö „slátra” Pale- stínuaröbum í búðunum. Zippori ber aö hann hafi hringt fréttina til Shamir utanríkisráöherra. Shamir kannast viö símtaliö en segir aö oröið „slátrun” hafi ekki verið viðhaft. Hann segist ekki hafa reynt að fá þessa frétt staðfesta. Klukkan hálftólf hittir Drori hers- höfðingi Yaron hershöföingja í fram- línunni og segir af konu sem kveöst hafa verið barin í höfuðið með byssu- skefti af einum falangistanum. Yaron hefur einnig fréttir frá öörum hverfum V-Beirút þar sem falangist- ar eru meiri hluti íbúa. Drori ber aö hann hafi „fengið illan bifur” á allri aögerðinni og fyrirskipar falangist- um aö láta staðar numið. Klukkan fjögur síödegis hitta Eitan og Drori falangista sem segja aö Bandaríkjamenn leggi fast aö þeim aö hypja sig út úr búðunum. Eitan skipar þeim aö Ijúka aðgerðum og koma sér úr búöunum fyrir dögun. Klukkan sex til átta fær Ariel Kenet starfsmaöur í utanríkisráöu- neytinu fréttir frá ísraelskum emb- ættismanni í Beirút þess efnis aö Morris Draper erindreki USA kvíði því aö „hryllilegar afleiðingar” muni hljótast af innrás falangista í V-Beirút. Kenet kemur þessu á fram- færi viö ráðuneytisstjórann, David Kimche, og eins til varnarmála- ráðuneytisins. Sharon viöurkennir aö hafa fengið skilaboö um aö Ameríkanar klagifalangista í búöun- um en hann segist ekki hafa brugðið við, „því aö ekkert nýtt hafi komið þarna fram”. Hanan Baron aöstoðarráöuneytis- stjóri utanríkismála segist hafa fengið símhringingu nafnlauss Ameríkana klukkan átta um kvöldið sem segi Israelsmenn vera að skjóta á Palestínuaraba. Þaö reynist ekki satt. Hann segist hafa komið frétt- inni áleiöis til aöstoöarmanns Begins en Arriel Nevo liösforingi kannast ekki viö að hafa nokkum tíma talaö viö Baron um þetta. I sömu mund talar Sharon viö Eitan hershöföingja sem skýrir honum frá því aö falangistar hafi „valdið meiri mannskaöa meðal borgara en búist hafði verið viö”. Eitan sagöi honum ennfremur aö falangistum heföi veriö skipað aö hverfa frá búðunum í dögun eftir því semSharonber. Laugardagur 18. september Milli klukkan fimm og sex aö morgni sér Yaron hershöfðingi úr varöstöð Israela, hvar falangistar hafa á brott meö sér nokkra Evrópu- menn úr búðunum. Falangistar segja að fangar þeirra séu Baader- Meinhofskæmliöar. Viö nánari eftir- grennslan komast Israelar aö því aö þarna var um aö ræöa læknalið úr sjúkrahúsi búðanna. Milli klukkan sex og sjö þrjátíu yfirgefa síöustu falangistamir búöirnar. Síöar um morguninn hringir Draper hinn bandaríski í Bmce Kashdan, fulltrúa Israels í Beirút, og segir honum æfur af bræði að starfsfólk hans telji h'kin í hrönnum í búðunum. Dregur hann enga dul á að hann kallar Israel til ábyrgöar. Zev Zacharin, aöstoöarmaöur Eitan hershöföingja, ber fyrir nefnd- inni að hershöfðinginn hafi sagt honum aö Begin hafi hringt um morguninn til þess aö grennslast fyrir umkvitt varðandi Israela skjót- andi í Gaza-sjúkrahúsinu. Begin neitar aö hafa hringt og segist hafa veriö í bænahúsi allan morguninn. Begin segist fyrst hafa frétt af fjöldamorðunum í frásögn BBC- útvarpsins breska á laugardags- kvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.