Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
Spurningin
Finnst þér að beita eigi
viðurlögum gegn þeim
sem aka um á sumar-
dekkjum í ófærð eins
og verið hefur síðustu
daga?
Halldóra Hreinsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur: Mér finnst að það ætti að sekta
þá. Þeir eru slysavaldar. Minn bíll er
að vísu á sumardekkjum en ég skildi
hann eftir heima í dag.
Sveinn Pálsson, verkstjóri í Straums-
vík: Það eru nú einstaka bílar sem aka
um á sumardekkjum og komast allt en
menn veröa aö hafa vit fyrir sér. Helst
væri að aöstoða þá ekkert og láta þá
finna fyrir því.
Bjarni Ingvarsson umsjónarmaður:
Já, mér finnst að það ætti að sekta þá.
Þeir sitja alls staðar fyrir manni.
Bragi Sigurðsson blaðamaður: Ég
held aö það sé brot á reglugerðum um
umferðarmál að aka um á sumar-
dekkjum við þessar aðstæður. Ef til
vill er það næg refsing að mönnum hef-
ur veriö gefin svo takmörkuð þekking
á meöferð þessara tækja. En þeir
valda svo mörgum óþægindum að þaö
er sjálfsagt að láta þá finna fyrir því.
Steinar Thorarensen trésmiður: Já,
því þeir tefja það mikið fyrir öðrum.
Ætli það þýði nokkuð annað en að beita
sektum, það tæki enginn mark á því
öðruvísi.
Ingibjörg Gísladóttir skrifstofustúlka:
Eg held að það sé erfitt að koma því
við. Eg sé ekki hvemig lögreglan ætti
aö hafa mannskap í aö fylgja því eftir.
Ætli það sé ekki næg refsing fyrir þá að
sitja fastir.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Höfnin í Grimsey. „Drangur verður að fresta ferðum vegna veðra og fiskibátar Grímseyinga sökkva bundnir „á höfninni” við sín legufæri” — segir í bréfi
Gísla Hallgrimssonar. ^
ÓFREMDARÁSTANDIHAFN-
ARMÁLUM GRÍMSEYINGA
samkvæmt bréfi frá eyjarskeggja
Gísli Hallgrímsson skrifar frá
Grímsey:
Dagana 16. og 17. desember biðu 3
farþegar eftir flugferð frá Grímsey
til Akureyrar. Aðrir 3 biðu á Akur-
eyri eftir flugferö til Grímseyjar.
Flugveður viröist hafa verið eftir kl.
17 þann 17. des. en ekkert flug hafði
enn oröið ki. 21. Þetta er ekkert eins-
dæmi og biðin er oft mun lengri. Á
meðan grefur afskekktar- og ein-
stæðingskenndin um sig í huga
Grímseyingsins.
Flestir eyjarskeggjar láta sig þetta'
þó ekki mestu skipta. Þeir vilja
fremur vita hvað varð af milljóninni
sem lögð var til hafnarinnar í eynni á
þessu ári. Þeir sáu aö vísu vinnu-
flokk koma, setja upp íbúðar- og
vinnuskúra, steypa í rifur á hafnar-
garði úr 3 pokum af sementi og reka
nokkrar stálstoðir undir enda garös-
ins, sem farinn var að síga, af því að
undan honum gróf. Þar bogna nú
þessar stoðir, þær sem ekki eru
dottnar, og garðurinn sígur áfram.
En það sem Grímseyinga vantar
mest er varnargaröur gegn vestan-
og norðvestanbriminu sem hellist
yfir ófullkominn varnargarö.
Það er enn jafnfjarlægur draumur
og verið hefur síðustu áratugi.
Meöan svo hagar til veröur þessi
höfn, sem þyrfti að verða léhöfn fyrir
djúpmið Norðurlands, hættuleg og
ótrygg. Drangur verður aö fresta
ferðum vegna veðra og fiskibátar
Grímseyinga sökkva bundnir „á
höfninni” viö sín legufæri. Grímsey-
ingar vildu enn fremur vita hvað
varð um þessa milljón krónur. Fóru
þær allar í 3 sementspokana og stoð-
irnar? Varö afgangur eöa þurfti
e.t.v. aö taka lán sem næsta fjárveit-
ing fer í aö borga? Gaman væri að fá
svör frá Vita- og hafnamálaskrif-
stofunni.
Endurbyggja þarf
hluta haf nargarðsins
„Höfnin í Grímsey er mjög erfið
viðureignar. Síöastliðið sumar fór
fram bráðabirgðaviðgerö á aðal-
hafnargaröinum til þess að vama því
að hann hreinlega hryndi” — sagöi
Daníel Gestsson, yfirverkfræðingur
hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni.
„Verkið var unnið með þeim hætti að
tuttugu stálstoðum var tyllt undir
garöinn á þrjátíu metra kafla. Tók
þaö verk raunar mun skemmri tíma
en við höföum áætlað í fyrstu.
Nauðsyn ber þó til að endurbyggja
garöinn alveg á þessum áðumefnda
þrjátíu metra kafla, líklega með því
að reka niður stálþil fyrir framan
hann.
AUur kostnaður við vinnu okkar í
Grímsey síðastliðið sumar nam
samtals hálfri milljón króna. En mér
er ekki kunnugt um að teknar hafi
verið endanlegar ákvarðanir um
hafnarframkvæmdir í Grímsey,” —
sagði Daníel aö lokum.
-FG.
— að sögn bréf ritara
Aðstandendur Stundarfriöar ásamt Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra. Bréfrit-
ari segir leikritið eitt það besta sem hann hafi séð í sjónvarpinu af íslensku efni.
DV-mynd: EinarOlason.
Stundarfriður
—gætum við ekki selt það erlendum
sjónvarpsstððvum?
Guðrún skrifar:
Mig langar að þakka sjónvarpinu
fyrir góöa frammistöðu um jólin. Sér-
staklega þótti mér Stundarfriður, leik-
rit Guömundar Steinssonar, sem sýnt
var á annan dag jóla gott. Eg held bara
að ég hafi aldrei séð íslenskt leikrit eða
þátt eins vel úr garði gerðan. Það
hvarflaði að mér hvort íslensk leikrit
og þættir, sem gerð hafa veriö sérstak-
lega fyrir sjónvarp og við höfum séð
hingað til, hafi aldrei verið æfð neitt
svo nokkru nemi. Getur það veriö?
Ég sá Stundarfrið á sínum tíma á
fjölum Þjóðleikhússins og ætlaöi því
hreint ekki að horfa á það aftur.
Einhverra hluta vegna sá ég þó upp-
hafið en ég stóð ekki upp fyrr en
tjaldið féll! Eg held bara að verkið hafi
tekið sig betur út í sjónvarpinu. Skipt-
ingar þóttu mér skemmtilegar og vel
gerðar, leikaramir hver öörum betri.
Þama sá maður, svo ekki verður um
villst, að við getum gert góða, íslenska
þætti. Skyldi ekki vera þama
útflutningsvara á ferð?
i síma
86611
milli
kl. 13
og 15
eða
1623-9259 skrifar:
Mig langar til þess að þakka Kór
Langholtskirkju fyrir frábæran
flutning á Jólaóratóríu Bachs núna
milli jóla og nýárs. Flutningur kórsins,
hljómsveitarinnar og einsöngvaranna
Olafar Harðardóttur, Sólveigar
Björling, Halldórs Vilhelmssonar og
síðast en ekki síst Michaels Goldthorp
verður mér ógleymanlegur. Eg hef
tvisvar áður hlýtt á hluta óratóríunnar
hér á landi á tónleikum og oft í heild á
hljómplötum. En flutningurinn núna
tekur þessu öllu fram.
Jón Stefánsson á heiður skilinn fyrir
stjórn sína á þessu meistaraverki.
Finnst mér raunar kominn tími til að
framlag Jóns til tónlistarmála á
landinu verði metiö á raunhæfari hátt
en nú er gert. Hann og kórinn hans
ættu skiliö ríflegt fjárframlag frá
ríkinu og ekki síöur Reykjavíkurborg.
Tónlistarlíf hér væri mun fátækara ef
þeirra nyti ekki við.
Kirkjan þeirra nýja ætti líka skilinn
einhvem stuöning. Bæöi presturinn,
séra Sigurður Haukur, kórinn og
organistinn, er fóik sem skilið á góða
kirkju. Langholtssöfnuður er öfunds-
verður af því a ð eiga slíkt fólk.
Kór Langholtskirkju á æfingu fyrir Jólaóratóríuna ásamt hljómsveitinni. Stjóm-
andinn, Jón Stefánsson, snýr baki í myndavélina.
Þakkir fyrir Jólaóratóríuna:
FLUTNINGUR SEM
TEKUR ÖLLUM
ÖÐRUM FRAM