Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Síða 19
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
19
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Arnór fékk fjögurra
leikja keppnisbann
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DVíBelgíu:
Arnór Guðjohnsen, knattspyrnu-
maður hjá Lokeren, var í gær dæmdur
í fjögurra leikja keppnisbann af knatt-
spyrnudómstól belgiska knattspyrnu-
sambandsins. Arnór var rekinn út af í
siðasta leik Lokeren fyrir að slá til
mótherja og fyrir það og brottvísunina
fær hann nú f jögurra leikja bann.
Hann fær þó aö vera með Lokeren í
næsta leik í bikarkeppninni en Lokeren
á að mæta Standard Liege þar á sunnu-
daginn kemur. Ekki er þó víst að hann
geti það því hann meiddist á hné á
æfingu með Lokeren í fyrradag og gat
af þeim sökum ekki leikið æfingaleik
með liðinu í gær.
Þetta fjögurra leikja bann kemur sér
mjög illa fyrir Lokeren og Arnór sjálf-
an. Hann hefur verið einn besti maður
liðsins í leikjunum fyrir áramót og var
í 1. til 2. sæti í stigagjöfinni um besta
knattspyrnumann ársins í Belgíu þeg-
ar jólafríið byrjaði þar. Hann missir
því mörg stig við að tapa þessum f jór-
um leikjum en hann fær ekki aö leika
aftur með Lokeren fyrr en um miðjan
febrúar. Leikirnir sem hann missir eru
gegn Beerschot, AA Gent, FC Brugge
og Tongeren.
Um leið og Arnór fer í leikbann kem-
ur Lárus Guðmundsson aftur til leiks
meö Waterschei. Hann var dæmdur í
fjögurra leikja bann í haust og hefur
hannnútekiðútþanndóm. KB/-klp-
• Arnór Guðjohnsen
'&'.y-m, 'ftÁ
*■ -'■••• £
Gísli Felix fór á
kostum í Minden
— þegar KR-íngar unnu sigur26:23 yfir Kiel í gærkvöldi.
Jóhann Ingi veöurtepptur á íslandi
u leikmanna V-Þýskalands.
limir í handknattleik:
að leika
-skónum
danska landsliðsins á sinum tíma, hef-
ur tilkynnt að hann muni rifta
samningnum við DHF ef leikmennirnir
spili ekki í Hummel-skóm og gangi í
Hummel-búningi fyrir og eftir hvem
leik. Yrði það mikill fjárhagslegur
skaði fyrir DHF sem kæmi nær ein-
göngu niður á undirbúningi landsliös-
ins fyrir stóru verkefnin næstu tvö ár.
-klp-
„Congu”
— nýtt f orgjafarfyrir-
komulag í golf inu í lög
um alla Evrópu
ÖU aðildarlönd að GoUsambandi Evrópu
CONGU, hafa samþykkt nýtt fyrirkomulag á
forgjafareglum. Munu þær taka gildi um
næstu áramót, 1983/84, en margar þjóðir
munu þó ætla að nota keppnistímabilið í
sumar tll að læra að vinna eftir þessum nýju
reglum.
Helsta breytíngin frá gömlu reglunum er sú
að árangur í æfingar- eða vináttuhringjum á
golfvellinum gUdir ekki iengur. Verður aðeins
tekinn gUdur árangur i keppni — það er að
segja keppniskort.
Þá verður forgjöf endurskoðuð — eftir
keppniskortum — mjög oft á hverju sumri
þannig að menn geta bæði hækkað og lækkað í
forgjöf á nokkurra daga fresti.
Golfsamband islands hefur samþykkt að
taka þetta nýja kerfi, sem nefnt hefur verið
„CONGU-kerfi”, upp hér. Er vitað að GoU-
klábbur Reykjavíkur mun ætla að vinna eftir
því strax í sumar þótt það taki ekki formlega
gUdi fyrr en næsta ár og reiknað er með að
fleiri golfkiúbbar hér geri sldtt hið sama.
-klp-
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni
DV í V-Þýskalandi: — Gísli Felix
Bjarnason (Felixsonar), markvörður
KR-liðsins, fór á kostum á gærkvöldi
þegar vesturbæjarliðið vann góðan sig-
ur 26—23 yfir Kiel í alþjóðlegu móti í
handknattleik. Leikurinn fór fram hér
í Minden og fékk Gísli Felix góðar mót-
tökur hjá áhorfendum, sem klöppuðu
einnig KR-ingum hvað eftir annað lof í
lófa fyrir vel undirbúinn sóknarleik og
vel útfærð hraðupphlaup.
KR-ingar léku mjög vel og þeir áttu
auðvelt með aö finna leiðina fram hjá
varnarleikmönnum Kiel-liðsins, sem
var eins og stjórnlaust rekald. Jóhann
Ingi Gunnarsson, þjálfari liðsins, gat
ekki stjómað því þar sem hann var
Christensen
fingurbrotinn
Morten Stig Christensen, fyrirliði
danska landsliðsins, sem leikur með
Gladsaxe/HG, fingurbrotnaði í fyrri
leik Dana gegn Pólverjum. Hann mun
ekki leika með Dönum gegn íslending-
um í Danmörku í lok janúar. -SOS
veðurtepptur á íslandi.
Leikurinn var jafn framan af en
þegar staðan var 10—9 fyrir KR lokaði
Gísli Felix markinu — varði hvað eftir
annaö vel og komust KR-ingar í 15—9
fyrir leikhlé og síðan 17—9 í upphafi
seinni hálfleiksins. Síöan mátti sjá töl-
ur eins og 21—16, 25—21 og lokatölum-
ar urðu 26—23 eins og fyrr segir.
Gísli Felix lék mjög vel og einnig
þeir Anders-Dahl Nielsen, sem stjórn-
aði leik KR-liðsins og skipulagði af
mikilli snilld, og Alfreö Gíslason, sem
var mjög ógnandi. Jóhannes Stefáns-
son var góður — bæði í vöm og sókn.
Stefán Halldórsson lék við hvern sinn
fingur og skoraði 8 mörk — flest úr
hraðupphlaupum.
Þeir sem skoruðu mörk KR-liðsins
Gísli Felix Bjamason átti stórleik
með KR.
voru: Stefán 8, Alfreð 6/2, Anders-Dahl
4/3, Jóhannes 4, Guömundur Alberts-
son 2, Gunnar Gíslason 1 og Friðrik
Guömundsson 1.
Haukur Geirmundsson lék ekki með
KR þar sem hann átti ekki heiman-
gengt frá tslandi. Pólverjinn Pandas
skoraði 5 mörk fyrir Kiel og þá skoraöi
Berner einnig fimm mörk.
Létt hjá Dankersen
Dankersen lék gegn SC Elektromos
Búdapest frá Ungverjalandi og vann
auðveldan sigur 23—19 eftir að hafa
haft yfir þetta fjögur-sex mörk allan
leikinn. Ungverjamir tefldu fram
gömlum köppum sem vom slakir.
Seehase skoraði 9/1 mörk fyrir Dank-
ersen og Mayer 5. -Axel/SOS
1 '«■
\
í
Stefán Halldórsson ■
mörk.
• skoraði átta
Ásgeir er
klár
í slaginn
Ásgeir Sigurvinsson er orðinn
Igóður af meiðslunum í nára og
Ihann getur byrjað að leika æfinga-
Slciki með Stuttgart i næstu viku.
IKeppnin í Bundesligunni hefst aft-
Sur 22. janúar og getur Ásgeir þá
ibyrjað að leika á fullum krafti með
iStuttgart sem mætir Dortmund i
Ifyrsta leiknum eftir vetrarfri
|knattspyniumanna í V-Þýskalandi.
-SOS
Pólverjar með
nýja stjörnu
Waszkiewicz skoraði 11 mörk þegar Pólverjar
unnu Dani 22-19
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð:
Pólverjar tefldu fram nýrri stjörau
þegar þeir unnu góðan sigur, 22—19,
yfir Dönum í landsleik í handknattleik
í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld-
ið. Þessi stjaraa er Waszkiewicz sem
er arftaki Klempels. Hann sýndi stór-
góðan leik og skoraði 11 mörk.
Waszkiewicz er ekki eins hávaxinn og
Klempel heldur er hann léttur og lipur
leikmaður sem skorar mörk á fjöl-
breyttan hátt. Danir réðu ekkert við
hann og Kosma sem skoraði fimm
mörk.
Pólverjar tóku leíkinn strax í sínar
hendur og voru yfir allan leikinn —
11—9 í leikhléi. Danir urðu fyrir áfalli í
byrjun leiksins er Morten Stig
Christensen meiddist á hendi og var
fluttur á sjúkrahús. Hann var þá bú-
inn að skora tvö af þremur fyrstu
mörkum danska liðsins.
Þeir leikmenn sem skoruðu fyrir
Danmörku voru: Niels Möller 3,
Carsten Haurum 3, Morten Stig
Christensen 2, Per Skaarup 2, Erik V.
Rasmussen 2, Hans Hattesen 2, Ström,
1, Gluver 1 og Keld Nielsen 1.
-GAJ/-SOS
‘1
Go'don Banks, fyrrum landsliðsmark-
vorður F.nglands og heimsmeistari 1966,
þurfti að' jggjaknattspyrnuskóna á hilluna
1972 þegar hann skaddaðist á auga í bíl-
slysi 1972.
Gordon Banks
þjalfari
hjá Luton
Enska 1. deildarfélagið Luton hefur
ráðið gamla landsliðsmarkvörðinn Gordon
Banks sem þjálfara hjá félaginu.
Banks, sem m.a. varö heimsmeistari
með enska landsliðinu í knattspymu 1966,
mun fyrst um sinn eingöngu sjá um
þjálfun hinna þriggja markvarða félags-
ins.
Luton hefur fengið á sig flest mörkin í 1.
dcildinni til þessa og er markvörðunum
kennt um mörg þeirra. Banks ætti því að
hafa nóg að gera á næstunni og ekki er að
efa að hann getur miðlað hinum ungu
markvörðum miklu af þekkingu sinni.
-klp-
Ardiles er
ólöglegur
Argentinumaðurinn Osvaldo Ardiles
mun ekki leika með Tottenham gegn Sout-
hampton í ensku bikarkeppninni á laugar-
daginn á White Hart Lane. Ardiles er ekki
löglcgur með Lundúnaliðínu þar sem
tilkynna þarf félagaskipti til enska knatt-
spyrausambandsins fjórtán dögum fyrir
bikarleiki svo að menn séu löglegir með
sínum nýju félögum. .§os
Danskur sigur
— 26:24 yfir Pólverjum
ígærkvöldi
— Eg er mjög ánægður með þeunan sig-
ur því að vlð lékum án þrigg ja okkar bestu
manna — þeirra Christensen, Carster
Haurum og Michael Ström, sagði Leif
Mikkelsen, landsliösþjálfari Dana í hand-
knattleik, eftir að Danir höfðu unnið Pól-
verja 26-24 (15—11) í Slagelse á Sjálandi í
gærkvöldi. 1400 áhorfendur sáu leikinn.
Þeir sem skoruðu fyrir Dani foru: Ras-
mussen 7/2, Röepsdorff 6, Niels Möller 3,
Winther 3, Hattesen 2, K. Nielsen 2, Skaar-
up 1 og nýliðamír M. Fenger og Klaus
Munkedahl eitt hvor.
Korsma skoraði 11 mörk fyrir Pólverja,
en nýja stjaman, sem við segjum frá hér
tilhliðar,skoraðifjögurmörk. -SOS
ittir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir