Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Qupperneq 33
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983,
33
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
FALLEGT AÐ
HAFA STÆLT
AN LÍKAMA”
segir Sif Sæmundsdóttir
Hvaða vöðva skyldi þessi mikil-
fenglega æfing styrkja sérstaklega?
Það er hægur vandi fyrir lesandann að
leggjast fram af sófanum sínum og
athuga hvar tekur í en það virðist helst
vera bakið og lærvöðvarnir.
Mynd: BH.
Það hefur leikið marga þokkadísina
grátt hve skjótt magavöðvarnir slakna
ef þeim er ekki haldið hæfilega
strengdum með markvissri þjálfun.
Þessi æfing, sem Sif er þarna að iðka
af mikilli innlifun, er þó varla nema á
færi hinna kattliðugu.
Líkamsræktin Kjörgaröi hefur
sérstakan æfingasal fyrir konur og er
tækjabúnaðar þar með dálítið öðru
sniði en hjá körlunum, enda gert ráð
fyrir annars konar þjálfun, og þeim
þykir gott sumum að vera svona
hæfilega út af fyrir sig.
Ung stúlka var þar fyrir með
eldrautt hár og dró ekki af sér við
æfingamar sýndist mér. Sif heitir hún
Sæmundsdóttir og er tölvuritari hjá
Hafskip.
„Við erum ansi mörg úr Hafskip sem
æfum hérna. Eg taldi um fyrir karl-
mönnunum og var svolítið aö skjóta á
þá og þaö endaði með því að þeir drifu
sig hingaö. Það byrjaði líka ein kona
auk mín en henni fannst þetta of tíma-
frektoghætti.”
— Finnst þér þetta ekkert of tíma-
frekt?
„Ég er nú einhleyp svo að ég hef
nokkuö rúman tíma. Eg vinn frá 8—4
og kem hingað beint úr vinnunni og er
hér eina klukkustund. Það er miklu
þægilegra en að fara heim fyrst. Þá
fær maður sér að borða og verður latur
aö taka sig upp aftur og fara að æfa.”
— Hvað æfirðu oft í viku?
„Eg æfi svona 4—5 sinnum. Ég
byrjaði hérna í fyrra og æfði þá í 8
mánuði samfleytt. Svo fór ég í sumar-
frí og var frá í þrjá mánuði; en svo
byrjaöi égaftur í haust.”
— Fitnaðirðu eitthvað í hléinu ?
„ Já, maður finnur mun alveg eins og
skot. Sérstaklega eru magavöövamir
fljótir að slakna. Eg legg sérstaklega
rækt við að þjálfa magavöðvana og
brjóstið.”
— Ntisegir hún Rósa Ingólfsdóttir að
lyftingar dragi safann úr brjóstunum á
konum. Er þér sama um það?
„Já, mér er alveg sama,” segir Sif
og skellihlær.
— Þessir karlmenn frá Hafskip
sem æfa héma — hvort eru þeir komn-
ir til þess að styrkja sig eða grynnka á
fitunni?
„Aðallega til þess að ná niður
ístrunni en líka til þess aö styrkja sig.
Það er svo fallegt að hafa stæltan
líkama en ekki mjög vöðvamiklan en
yfirleitt finnst mér fólk ekki mjög feitt
hér á Islandi,” segir Sif sem er norsk í
aðra ættina og hefur búiö löngum í
Haugesund í Noregi.
— Hvað ætlarðu að taka til bragðs
þegar þú eignast fjölskyldu, vinnur úti
fullan vinnudag og ferö svo heim í
eldamennskuna? Ætlarðu þá aö hætta
aðæfaþig?
„Eg vildi nú helst halda áfram en
það getur orðiö erfitt. Eg get tæplega
æft eins stíft og ég geri nú.”
— Kannski læturðu bara manninn
elda?
„Já, það væri ágætt. Eða við bara
skiptumst á um að elda! ”
„Ég hraktist út
í líkamsrækt”
— segir Jón Thor Haraldsson
I Æfingastöðinni við Engihjalla
hittum við' Jón Thor Haraldsson,
menntaskólakennara og þýðanda
Jón Thor Haraldsson þýðir
skemmtiþættina um Fleksnes, og sá
norski hefði örugglega ekki vont af
þvi að kippa i lóðin ásamt þýðanda
sínum.
MyndrBH.
sjónvarpsmynda. Þýðir hann meðal
annars skemmtiþættina norsku um
Fleksnes en það er mála sannast að
hinn ágæti Fleksnes ætti að verða
mörgum góðum drengjum hvatning
til þess að drífa sig í megrun.
„En það er nú ekki þess vegna,”
segir Jón Thor og hlær við. „Eg
mátti passa mig hér á árum áður en
undanfarin ár hef ég alls ekki verið
teljandi feitur. Láttu samt ekki ljúga
þvi aö þér að æfingar af þessu tæi losi
nokkurn mann við spikið einar sér.
Það er aðeins ein leiðtil þess að leysa
þann vanda og hún er sú að hætta að
étaeinsog skepna.”
— En hvers vegna fórstu þá aö æfa
hér?
„Það má nú eiginlega segja að ég
hafi hrakist út í líkamsrækt því að ég
veiktist fyrir þremur árum og var þá
fyrirskipað aö halda mér í formi.
Það vill svo heppilega til að ég á
heima héma í húsinu á móti svo það
er örskammt að fara. Eg er ekki viss
um hvort ég myndi nenna aö keyra
eftir þessu. Það sem ég legg aðal-
áherslu á eru þrekæfingar og
liðkunaræfingar og ég kann ágætlega
viðmighér.”
— Lagðirðu einhverja stund á
íþróttir áður en þú byr jaðir hér?
„Já blessaður vertu. Eg var í júdó
hér áöur fyrr. Svo hef ég synt mikið
en ég læt þetta nægja núna. En ég hef
aldrei verið neinn sportídjót.”
— Hvað ertu gamall Jón?
„Ég verð fimmtugur í apríl.”