Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þegar kartöflur eru bakaðar í örbylgjuofni er byrjað á því að stinga í þœr áður en þær eru lagðar á bréf í ofninum. Til að aðgæta hvort kartöflurnar eru soðnar er tekið tvöfalt bréf til að góma kartöfluna og síðan þrýst á. Kartöflum er vafið inn í álpappir þegar þær eru tekn- ar út úr ofninum og látnar bíða um stund, áður en þær eru bornar fram. maturinn soðnar en sumir vilja hafa steikinguna meiri en hún verður í örbylgjuofninum. Sjálfsagt fer steik- ingin eitthvaö eftir tegundum og gerðum ofnanna, en út í þá sálma förum við ekki að sinni. Margir baka allt sem baka þarf í þeim, en aðrir halda sig við gamla ofninn og hans meðferð á kökunum. Allt fer þetta eftir Aspirín slæmt fyrir vanfærar Konur ættu ekki að taka aspirín eða skyldar töflur síðustu dagana fyrir barnsburð. Bandaríski lækn- irinn, Marie Stuart, hefur komist að því að það veldur því að það blæðir undir húð barnsins þannig aö það verður marið við fæöingu. Aspirínið getur einnig valdið því að meira blæðir frá konunni sjálfri í fæðingunni en ella. Um sextíu prósentum þeirra kvenna sem Stuart rannsakaði blæddi verulega við fæðingu vegna þess að þær höfðu tekið aspirín á síöustu fimm dögum meögöngunnar. Aftur virtust þær konur sem tóku aspirín fyrir þann tíma ekki verða fyrir neinum áhrifum af því í fæðing- unni. Og það er fleira en aspirín sem ófrískar konur ættu að forðast. Kanadiskir læknar hafa komist að því að kaffi er, eða ætti að vera, á bannlista vanfærra kvenna. Það tekur ófríska konu mun lengri tíma að losna við koffínið úr blóði sínu en annað fólk. En hvort koffínið hefur einhver áhrif á bamiö er enn ekki vitaö. Reykingar hafa lengi verið tald- ar afar varasamar fyrir ófrískar konur. En nú er komið í ljós aö þær eru þaö líklega líka fyrir konur með börn á brjósti. Danskar rannsóknir hafa leitt í ljós að konur sem reykja mikið hafa mun lægra „prolactin” í blóðinu en þær sem ekki reykja. Prolactin er hormón sem örvar mjólkurframleiðsluna. Þessi rann- sókn kann að skýra það hvers vegna mjólkurframleiðsla reyk- ingakvenna minnkar oft mjög snögglega. DS/þýtt úr Cosmopolitan. því hvað fólk temur sér og getur vanið sigá. Lagað kaffi fer ekki til spillis En ofninn er til margra fleiri hluta nytsamlegur en að sjóða og steikja í honum. Matarafganga er afar fljótlegt að hita í ofninum. Annað dæmi er þegar við eigum lagað kaffi í könnu, en kaffið er orðið kalt. I staðinn fyrir að hella kaffinu, eins og margur þekkir, er kalt kaffið látið í bolla og bollinn látinn inn í ofninn. Á örskömmum tíma, innan við mínútu, er kaffið sjóðandi heitt í bollanum og eins og nýlagað. Eins er hægt að setja kalda mjólk í bolla og hita hana á sama hátt og þegar bollinn hefur verið tekinn út úr ofninum er til dæmis ágætt að bragðbæta mjólkina með kakói. Þeir sem hita sér kakómjólk á þennan hátt losna við uppþvott á potti. Heyrt höfum við um marga sem eru meö pelabörn á heimilum, að þeir bregöi pelanum með mjólk í inn í ofninn í nokkrar sekúndum og mjólkin er tilbúin til drykkjar strax. Margar húsmæður þekkja það að smjörlíkið í baksturinn er hart í ísskápnum, á því augnabliki sem þarf að nota það og hræra. Ef smjörlíkið (eða smjörið) er látið augnablik inn í ofninn er það tilbúið í hrærivélina eftir nokkrar sekúndur. Svo má lengi telja. Hver og einn, sem byrjar að nota örbylgjuofn, þarf að lesa vel allar leiðbeiningar og vita hvaða möguleika þetta tæki býður upp á. — Biðtíminn Eitt atriði höfum viö ekki minnst á enn, sem er mjög mikilvægt, en það er „biðtíminn”. Þegar við eldum í ofninum verður að láta matinn bíða um stund eftir að hann hefur verið tekinn út úr ofninum. Ef við höfum til dæmis verið með kjötstykki í ofninum, heldur kjötið áfram að soðna eftir að það er tekið út. Bakaðar kartöflur er mjög fljótlegt að útbúa í ofninum og til að skýra aðeins nánar „biötímann” getum við tekið sem dæmi hvemig kartöflur eru bakaöar í örbylgjuofni. Fyrst er bréf (t.d. eldhúsrúllubréf) látið í glerskúffuna í ofninum og kartöflunum raðað ofan á bréfiö. Stungið er í kartöflumar áður en þær eru soðnar. Þegar þær eru soðnar, en til að athuga hvort þær séu örugglega soðnar er ráð að taka tvöfalt bréf og leggja það utan um eina kartöflu. Kartaflan er heit og bréfið er til þess að viðkomandi geti varist hitanum. Þrýst er á kartöfluna og þá finnst hvort hún er soöin. En ekki þarf hún að vera alveg fullsoöin því aö eftir að kartöflurnar era teknar út úr ofninum er hverri kartöflu pakkaö inn í álpappír. Kartöflumar látnar bíða Í5— 10 mín. áður en þær eru bomar fram Á meðan þær eru í álpakkanum halda þær áfram að soöna. En það má reikna með 11—14 mínútum fyrirkartöflurnar í ofninum og viðbótartími eða það sem við köllum „biðtíminn” er eins og áður segir ca 5—10 minútur. „Biötíminn” fer eftir því um hvaða mat er að ræöa. Lík aðferð er einnig notuð þegar kjöt er þítt, það þarf að standa eða bíða um stund á borði áður en það er svo steikt eftir þíöingu. Margt er ósagt enn um eldunar- aðferöir í örbylgjuofni, en þessir þank- ar áhugamanns koma vonandi ein- hver jum á sporið og að gagni. Varla þarf að taka það fram aö þeir, sem nýlega hafa eignast örbylgjuofna, ættu aö kynna sér vel möguieika ofns- ins, sækja námskeið þar sem þau eru í boði og lesa sér til í bókum og blöðum hvernig ofninn kemur best að gagni. Varla þarf heldur aö orðlengja það að örbylgjuofn er þarfaþing í hverju eldhúsi. -ÞG. anuar ? happdfgeUisársins°^Um ^ "°kki raí'ð bað umhníar,tU!ð ha,a 9er' upp huS Þ|nn og vano paö umboö sem best hentar þér. y HMumboðsmanninum færðu vinningaskrá fyrir SlTw °? a"ar upp|ýsinaar um raðir, V nnmgsiikur, trompmiða, endurnýjunarreqlur oa allt annað sem varöar starfsemi HHÍ. 9 aoösmenn , á höfuðborgarsvæör. KJAVÍK: Sími 25666 lumboöiö, Tiarnar9° kka 2—6. sími 76670. po,t.«rslUn.A'"»rMktó37318 simi 38360 86411 PS Vesturbergi 76, sími 72800 /erslunin Straumn , ðKsími 13A08 oóreyBiarnadotbr.Kiorg kóPAVOGUR: tungu 34, simi 40436 Anna Si9uröa'd°fnerði 30, sími 40180 SaS«"'''N»bÍ,a''e9'S“ HAFNARFJÖRÐUR: s-mi 52979 Balkaup. n^a’ súaadgötu 25,5,™5°326 Versiu^Valdtmars Long. Strandgo'u at MOSFELLSSVEIT, ho,„. sími 66620 Bókavers'unin Snerra s.i KBÍðKSVa,sdót.',.S09n,.Kidsa,n,ePPÍ HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS HEFUR VINNINCINIM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.