Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Reaganrekur fuUtrúa
í afvopnunarviðræðunum
Reagan Bandaríkjaforseti hefur vik-
iö frá tveim helstu trúnaöarmönnum
sínum, sem ábyrgö hafa boriö á vopna-
takmörkunarviöræöunum viö Sovét-
menn.
Eugene Rostow, forstjóri afvopnun-
arráðsins (ACDA), sagöi af sér í gær
en hann hefur legiö undir gagnrýni frá
Fyrirfór sér
eftir ósigur
í kosningum
Ichiro Nakagawa, sem bauö sig
fram til kosninganna í nóvember um
forsætisráðherra Japans og tapaöi,
bengdi sig í hótelherbergi á sunnu-
daginn. Áöur höföu læknar sagt aö
hann heföi andast úr hjartaslagL
Nakagawa var 57 ára gamall.
Lögreglan í Tokyo hefur upplýst aö
læknarnir hafi falsað dánarvottorðiö
aö beiðni aöstandenda og pólitískra
bandamanna Nakagawa. —
Nakagawa var leiðtogi frjálslyndra
demókrata, sem nú fara meö völd, og
var áöur landbúnaöar- og vísinda-
málaráöherra.
Segir lögreglan að hann hafi hengt
sig í beltinu af baðsloppi sínum.
Nakagawa keppti um forsetastarf
flokksins viö Nakasone, sem nú er
staddur í opinberri heimsókn í Suöur-
Kóreu, en hann varö neöstur fjögurra
frambjóöenda í forkosningum. Naka-
sone fól honum ekki ráðuneyti í ríkis-
stjóm sinni.
Hvíta húsinu og íhaldsmanna fyrir að
vera of linur í samningum viö Moskvu.
Richard Staar, aöalaöstoöarmaöur
hans, sem stýrði viöræöunum um
fækkun herafla í Evrópu, hefur einnig
látiö af störfum en honum er boriö á
brýn aö hafa verið fulldjarfur í yfirlýs-
ingum, án samráös viö yfirmenn sína,
og naumast áreiöanlegur í fylgni við
stefnu stjómarinnar.
Reagan forseti hefur skipað Kenneth
Adelmann, varasendiherra hjá Sam-
einuðu þjóöunum, í embætti Rostows,
og David Emery, fyrrum þingmann, í
starf Staars.
Þessi mannaskipti bera aö í þann
mund sem George Bush varaforseti
undirbýr heimsókn sína til sjö Evrópu-
landa til þess að fullvissa bandamenn
USA um einlægan vilja Reaganstjóm-
arinnar til vopnatakmarkanna.
Vorf
París
Á meðan Vetur konungur sýnir
okkur Islendingum klærnar svo um
munar ríkir vorveöur í París. Blóm
springa út í göröum, sólin hlær á
himninum og eins og þessi mynd sýn-
ir, sem tekin er á aöalgötu Parísar-
borgar, Champs Elysées, notar fólk
sér þetta óvænta janúarveður
óspart. En sennilega gera fáir sér
grein fyrir aö allt er þetta lægðunum
yfir Islandi aö þakka.
Yfirvöld í Póllandi hafa nú vísað
tveim erlendum fréttamönnum úr
landi í þessari og síöustu viku og
virðast ætla að þjarma aö vestræn-
um fréttamönnum fyrir „að hafa
flutt brenglaðar fréttir af ástandi
mála í Póllandi” í gegnum tíðina.
Eins og t.d. í öllu fréttaflóðinu af
verkföllum Einingar og mótmælaað-
gerðum gegn herlögunum.
Blaðamenn reknir úr Póllandi
Varsjárfréttaritara bandarísku
fréttastofunnar UPI, Ruth Gruber að
nafni, var í gær vísað úr Póllandi og
hún sökuð um njósnastarfsemi.
Þykir þetta geta verið fyrirboöi þess
aö pólsk yfirvöld hyggist þjarma aö
vestrænum fréttamönnum í landinu en
þeir hafa veriö fjölmennir síöan hin
óháða verkalýöshreyfing reis upp í
landinu og eftir að herlögin voru leidd í
gildi.
Ruth Gruber var höfð 23 stundir í
varöhaldi í fyrrinótt og vissi sjálf ekki
um brottvísun sína úr landinu en haföi
veriö boðuð til utanríkisráöuneytisins í
dag.
Pólska sjónvarpiö sýndi í gærkvöldi
ljósmyndir sem sagt var að hefðu verið
AÐALFUIMDUR FULLTRÚARÁÐS
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA
í REYKJAVÍK
Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæðis-
fé/aganna í Reykjavík veröur
haldinn í kvöld, fimmtudag 13. jan.,
kl. 20.30, í Va/höll.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aða/fundarstörf.
2. Davíö Oddsson borgarstjóri
f/ytur ræðu.
STJÓRN FULLTRÚARÁÐSINS
í böggli sendum Ruth Gruber frá
Gdansk. Myndirnar sýndu einhver
mannvirki hersins. Fréttakonan segist
sjálf ekkert kannast við þessar myndir
og ritstjóri hennar í New York ber á
móti því aö hún hafi verið ráðin til
njósnastarfa.
i Það er ekki lengra síöan en í síðustu
viku sem fréttaritara BBC (breska)
Var vísaö úr landi meö því að starfs-
leyfi hans var ekki endurnýjað.
Nokkrir Pólverjar, sem starfað hafa
með erlendu fréttamönnunum sem
túlkar og aðstoðarmenn, hafa fengið
tilkynningar um að starfsleyfi þeirra
verði ekki heldur endurnýjuð.
Hin opinbera fréttastofa Póllands,
Interpress, hefur sent frá sér 30 síðna
bækling, þar sem veist er harkalega aö
erlendum fréttamönnum fyrir störf
þeirra á árinu 1982. Voru þeir sagðir
hafa í fréttum sínum gefið brenglaöa
mynd af ástandinu í Póllandi.
Orðnir sáttir
Magana forseti E1 Salvador sagði í
gær að ágreiningurinn sem leiddi til
uppreisnar ofurstans í Cabana heföi nú
verið leystur.
Eftir fund meö fulltrúum stjórnar-
innar samþykkti Ochoa ofursti að láta
af andstööu sinni viö Garcia varnar-
málaráðherra, enda þarf hann ekki að
fara til starfa i sendiráði E1 Salvador í
Uruguay, sem Ochoa fannst jafngilda
útlegð.
Símalínur höföu veriö rofnar til
Cabana og fréttabann hefur veriö lagt á
fjölmiðlana í landinu varöandi málið.
Náöu blaðamenn ekki tali af Ochoa
ofursta til þess aö heyra nánar af
samkomulaginu.
Lesendur kröfð-
ust þyngri dóma
Fjórir sovéskir táningar hafa verið
dæmdir til allt að 10 ára fengelsisvistar
fyrir aö drepa jafnaldra sinn meö járn-
stöng.
Þaö er málgagn stjórnarinnar,
Izvestia, sem birtir upplýsingar um
þetta óvenjulega mál og segir þar aö
ungmennin hafi myrt 17 ára gamlan
pilt sem kvártaöi undan hegöun þeirra
en ungmennin bjuggu öll í sama gisti-
húsi.
Morðvopnið var fengið úr rúmstæöi í
gistihúsinu og baröi einn f jórmenning-
anna piltinn til bana á meðan hinir þrír
ógnuðu fólki sem kom á vettvang meö
hnífum. Raunar var morö þetta framið
á árinu 1981 og sluppu ungmennin þá
viö ákæru nema hvað sá sem beitti
morðvopninu var látinn sæta geörann-
sókn.
Skömmu síöar ver getiö um mál
þetta í Izvestia og síðan hefur lesenda-
bréfum rignt yfir blaðiö þar sem kraf-
ist var aö ungmennin sættu ábyrgö
gerða sinna. Var málið því tekið upp aö
nýju og lauk með því að sá sem morð-
vopninu beitti, Mikhey Matveyev, var
dæmdur í 10 ára fangelsi. Tveir af
f élögum hans fengu 5 ára f angelsisdóm
en sá þriðji fékk 7 ár.