Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. DÆGRADVÖL 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Hjónin eru meö mörg járn i eldinum hvað bókbandið snertir. Hór bera þau saman bækur sínar. „Saman í öllu sem við gerum” — spjallað við hjónin Kristínu Ólafsdóttur og Harald Matthiasson „Já, við erum saman að læra héma — við erum alltaf saman í öllu sem við gerum,” sögðu hjónin Kristín Olafs- dóttir og Haraldur Matthíasson þar sem þau voru að vinna af fullum krafti í tíma hjá Einari Helgasyni í bókbandi. „Við byrjuðum í haust. Já, það er gott aö vera héma í Handíðaskólanum og svo höfum við fínan meistara sem kennir okkur. Bókbandið krefst vand- virkni, nákvæmni og mörg handtök eru við hverja bók. En það er ekki aðeins að það sé gaman að binda inn. Hand- bundnar bækur em yfirleitt fallegri en vélunnar. Þegar fólk er orðið vant nær það oft mjög góðum árangri, býr til hrein listaverk.” ■— En þegar búið er að leggja svona mikla vinnu í að binda inn bók, tímir maður riokkuð að lesa hana ?! „Ætli bækumar þoli ekki að þær séu lesnar þó maður bindi þær sjálfur? Sannleikurinn er sá að á bókunum sem við eigum sér varla þó þær hafi mikið verið lesnar.” Kristín bætir því við að Haraldur vinni mikið með bækur og betra sé að hafa þær innbundnar. Haraldur er sem kunnugt er fræðimaður mikill og gaf út á árinu hið mikla rit Landið og landnáma. „Maður þarf að fletta upp og þá er betra aö hafa þetta allt saman og bundið inn,” segir Haraldur. „Sem dæmi get ég nefnt að ég var aö nota Fombréfasafnið en það er í 16 bindum og hvert þeirra í heftum. Þaö er nánast ógemingur aö notast viö það nema að eiga þaö innbundið. Það er því ekki bara til skrauts að binda inn bækur. Margt liggur hreinlega undir skemmdum ef það er óinnbundið.” — Og hvaða bækur eruð þiö aö fást við núna? „Það er nú margt. Til dæmis Af- mælisrit Háskólans frá 50 ára af- mælinu, Afmælisrit Alexanders Jó- hannessonar, Uppmni Islendinga- sagna, Um Njálu eftir Einar Olaf Sveinsson, Jón Sigurösson eftir Pál Eggert svo eittþvað sé nefnt.” Að því mæltu kvaddi ég Harald og Kristínu. Lióm- andi gam- anað vinna með áhuga- möm■ Einar Helgason ásamt aðstoðarkennara sínum og einum nemanda. um —spjallað við Einar Helgason, kennara í bókbandi í Mynd- lista- og handíðaskólanum Til að kynnast lítillega bókbandi sem áhugamáli skunduðu DV-menn upp í Skipholt, klöngruðust upp stiga og börðu að dymm merktum bókband. Þar tók á móti okkur leiðbeinandinn Einar Helgason. Við spurðum hann fyrst hvort hann hefði lengi fengist við að leiðbeina áhugamönnum. „Mitt aðalstarf er að kenna bókband augnablikinu en ég hef verið í skerma- saumi, hnýtingum, hannyrðum og fleiru áður og svo er ég alltaf á leiðinni í frönsku! En maður er með stóra fjöi- skyldu, við erum i allt sjö í heimili og maður hefur margt annað að gera.” Emu fellur ekki verk úr hendi meðan við tölum saman. Við ræðum um Frakkland nokkra stund og hún segir mér að París sé sín uppáhaldsborg og auðvitað er ég sammála henni. En kjölurinn og bókbandið er þó í augnablikinu aðal- áhugamálið og franskan og Paris veröa að bíöa. Það er ekkert áhlaupa- verk að vinna kjöl á bók, ekki sist ef bókin er hluti af ritsafni. Allir skurðir og fellingar á kilinum verða að standast á annars fara bækumar ekki vel í hillu. — Ema, er eitthvert verk sem þú hefur bundið inn sem er í miklu uppáhaldi hjá þér? „Ja, ég var nú að vinna við að binda inn Læknablaöið í tvö og hálft ár þannig að það er ofarlega í huga! 36 bindi og allt sett í fínt óasísband! En það sem ég er með núna er líka í miklu uppáhaldi, ekki síst vegna þess að ég náði í áttunda bindið af Islenskum sagnaþáttum og þjóðsögum sem er næstum ófáanlegt. Nú, ég á margt heima sem bíöur mín. Til dæmis á maðurinn minn Æskuna frá upphafi, en ég er dálítið smeyk viö hana því að elstu heftin eru hálfgerð rifrildi og þarfnast viðgerðar. — En þetta er skemmtilegt hobbí, auðvitað svolítið dýrt og þá aðallega skinnið, og maður verður að eyða góðum tíma í þetta því annars er ekkert gaman að þessu.” við Iönskólann en ég tók hér viö af föð- ur minum. Hann kenndi hér lengst allra og var að til áttatíu og sex ára aldurs. Hann veiktist þá og bað mig um að hlaupa í skarðið þar til hann hefði náö sér. Þannig aö þegar faðir minn lést tók ég við af honum. Jú, þaö er ljómandi gaman aö vinna með áhugamönnum. Ég er meö 8—12 manns hér í tímum og allir mjög áhugasamir og leggja sig alla fram.” — Hvað er þaö helst sem bundiö er inn? „Allt möguiegt. Það er ekki hægt að tilgreina eitt sérstakt öðru fremur. Við reynum þó aö passa aö fólk byrji ekki á að binda inn verðmæti sem gætu skemmst ef fólk hefur ekki náö nægri hæfni. Fólk bindur inn allt sem í band vill fara, árbækur, tímarit og alla vega stakar bækur.” — Er algengt að áhugabókbindarar nái góöum árangri? „Það er alltaf innan um fólk sem nær mjög góðum árangri.” — Má ekki segja að gott bókband sé mikil list? „Jú, það er hægt að nefna bókband í sambandi við list þegar menn eru komnir langt inn í þetta. A söfnum víða má sjá margar fallegar bækur sem teljast hrein listaverk vegna afburða bókbands. Þú sæir þetta til dæmis í Brithish Museum ef þú færir þangað. Þar eru mörg snilldarverk geymd.’ ’ — Hverjir eru það sem koma í tíma til þín? „Það er alla vega fólk, allt frá ungu fólki til eldra fólks. Frá ómenntuðu fólki til hálærðra prófessora við Há- skólann, lækna, flugmanna og hverra sem er. — Er þetta ekki dýrt sport? „Jú, handband er dýrt en fyrst og fremst krefst það mikillar vinnu.” — Ef þú værir ekki ,,atvinnu”bók- bindari, hefðir þú þá stundaö bókband semdægradvöl? „Ja, nú veit ég ekki. Þegar ég var yngri var áhuginn mestur fyrir flugi og ég lærði það fyrir sjálfan mig. En á hinn bóginn þekki ég líka flugmann sem náð hef ur einna bestum árangri af öllumáhugamönnumí bókbandi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.