Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 30
34 DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Jackie Onassis kaupir sér föt — ogþau ekki afódýrari geröinni Þegar Jackie var forsetafrú í Bandaríkjunum fékk hún hvorki meira né minna en um sjö milljón- ir króna í fatapeninga. Og hún átti ekki í neinum erfiðleikum með að eyða þeim peningum. Þrátt fyrir að Onassis væri for- ríkur skipakóngur og vissi varla aura sinna tal er sagt að hann hafi roðnaö niður í tær þegar fata- reikningamir bárust honum. Jackie hefur dýrar venjur. Sem dæmi má nefna að hún neitar að ganga í fötum sem ekki eru sér- hönnuð fyrir hana. Skiptir þá engu máli hvort um sokka eða pels er að ræða. Hvar sem hún fer um heiminn og sér eitthvað sem henni þykir fallegt vill hún fá það eins og skot. Enga bið á slíkum hlutum til henn- ar, takk. Helstu verslunarborgir Jackie eru New York, Róm, London, og París. Sagt er að mest versli hún við fatahönnuðinn Ungaro í París. Tekjur þessarar fatadrottning- ar eru í dag um sex hundmö milljónir króna. Þar af eyðir hún tuttugu milljónum í föt. Sæmileg upphæð, finnst þér ekki. Og nýi maðurinn í lífi hennar er einnig þokkalega auðugur. Hann heitir Maurice Tempelsman og er 54 ára. Starf hans er aö selja demanta og hún Jackie ætti ekki að þurfa að láta þá vanta þegar hún klæðir sig upp á og fer í veisl- ur. Það hefur löngum verið sagt að helstu þarfir mannsins séu fæði, klæði og skjól. Ein er sú kona sem hefur þó meiri þörf fyrir klæði en flestar aðrar. Fræg er hún að endemum og heitir Jackie Onass- is. Sagan segir að eitt sinn hafi hún farið í skóbúö í New York og pantað hvorki meira né minna en 62 pör af skóm. Og ekki lét hún sig hafa það að máta skóna. Það hefði líka getað tekið daginn. Ailar flíkur hennar eru sérstak- ar. Meira að segja þegar hún fékk sér T-bol varð hann að vera úr sér- stakri kashmirull. Óvenjulegar konur versla i óvenjulegum verslunum. Jackie verslar aðeins i dýrustu verslunum og þeir eru margir kaupmennirnir sem brosa þegar hún litur inn til þeirra. Það eru þeirra jól. Á myndinni hór til heegri er Jackie á leið i veislu og að sjálfsögðu í fyrsta flokks fötum. Tófr- andi Tína Þetta er hún Tina. Hún er 21 árs ad aldri og okkur þykir hún óneitanlega falleg. Við vitum þó ekki hvort hún er fús til að láta taka af sér fleiri myndir í þessum dúr. Tina er dönsk og er fœdd og uppalin í Kaupmannahöfn. Hún starfar sem einkaritari. Eflaust stendur hún sig vel við ritvélina og ekki kœmi okkur á óvart þótt húsbóndi hennar þyrfti oft að hringja í konuna sina og tilkynna henni að hann þurfi að vinna frameftir. Erþetta ekki eitthvað á þessa leið í öllum kómískum' einkaritarasögum ? Við óskum^Tinu til hamingju með myndina og efum ekki að fleirum en okkur þykir snótin ásjáleg. «c Einkarítarínn Tina. Töfrandi og fönguleg snót sem segir sex en þó er ekki vist að hún hætti alltaf að vinna á slaginu sex. þykirfyrirsæta fögur Dóttir þeirra Liv Ullmann og Ingmars Bergman, Linn Ull- mann, sem nú er sextán ára hef ur hafið störf sem f yrirsæta. Þegar Linn var ráöin sem fyrirsæta hjá fyrirtæki einu í New York nýlega sögðu forráða- mennirnir aö þeir hefðu alger- lega horft framhjá því hverjir væru foreldrar hennar. Það skipti engu máli, hún hefði ein- faldlega hæfileika, stelpan. Linn hefur um tuttugu þúsund á dag sem fyrirsæta og það þætti bara ágætt hjá sumum hérna uppiálandinu hvíta. Linn mun ætla að reyna fyrir sér síðar sem kvikmyndaleik- kona. Hún ætti ekki að vera i vandræöum með að fá hlutverk, ef hún biöur pabba og mömmu að tala viö mann, sem þekkir mann, sem aftur þekkir Ullmann og Bergman. Bing Crosby með nýtt lag á plötu. Það var tekið upp árið 1977. Söngvarinn sívinsæli Bing Crosby, sem dó fyrir fimm árum, er kominn með lag á vinsælda- lista erlendis. Árið 1977 söng hann lagið Little Drummer Boy með David Bowie viö ákveðið tækifæri. Ekki stóð til að gefa plötuna út en fyrir jólin var henni þrykkt á plast og nú nýtur hún vinsælda. Linn að störfum / Hlow York á „hátindi" skýjakljúfs en þó ekki komin á hátindinn i fyrir- sætustörfum. ULLIN FER HENNI VEL — Linn Ullmann BING OG BOWIE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.