Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 18
18
Viðskipti
Viðskipti
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
Viðskipti
Verða bílaútsölur
á næstu vikum?
—1500 bflar f rá fyrra ári óseldir í vörugeymslum skipaf élaganna
Um það bil fimmtán
hundruð bifreiðir af ár-
gerðinni 1982 munu liggja
óseldar í afgreiðslum
skipafélaganna nú i árs-
byrjun. Munu ýmsir
kunnugir jafnvel gera ráð
fyrir einhvers konar „bif-
reiðaútsölum” á næstu
vikum.
Þessi mikli fjöldi óseldra bifreiöa
mun stafa af samdrætti, sem varö
síöari hluta nýliðins árs í kjölfar
gengisfellingarinnar í ágúst. Greini-
legt er aö samdráttur í sölu hefur
komiö mörgum bifreiöainn-
flytjandanum á óvart eftir fjöruga
sölu fyrri hluta ársins. Munu bif-
reiöainnflytjendur hafa gert pantan-
ir í 1 jósi hennar.
Rétt er aö taka fram aö mjög er
misjafnt eftir bifreiöategundum og
umboöum hvort mikiö er af óseldum
bifreiöum frá fyrra ári eöa ekki. Sum
umboðin hafa Haldiö f jörugri sölu út
áriö og selja enn og flytja inn jöfnum
höndum árgeröir 1982 og 1983.
Hvort samdráttur í bifreiðasölu og
bifreiðainnfiutningi verður áfram á
þessu ári er aö sögn kunnugra óvisst.
Sveiflur í bifreiöainnflutningi fara
mjög eftir almennu efnahagsá-
standi, en horfur í þeim málum
þykja heldur dökkar nú eins og
kunnugt er. Mismunandi gengisþró-
un einstakra gjaldmiöla viöskipta-
þjóöa okkar og sérstök kostakjör ein-
stakra verksmiöja geta einnig spilaö
þamainní.
Bætt úrbrýnni þörf:
Ensk- íslensk
viðskiptaorða
bók komin út
— yf ir9000 orð og orðasambönd úr
viðskiptalífinu
Þess era fjölmörg dæmi hérlendis
sem erlendis aö mismunandi skilning-
ur manna á orðum eöa hugtökum í
milliríkjaviöskiptum hefur leitt af sér
dýrkeypt mistök og misskilning. Sú
staöreynd aö þetta er stöðugt aö endur-
taka sig varð til þess aö forráðamenn
bókaútgáfunnar Amar og Örlygs hf.
ákváöu aö leggja sitt af mörkum til að
draga úr þessu með útgáfu ensk-ís-
lenskrar viðskiptaoröabókar, sem
koma mætti íslendingum aö gagni.
Laust fyrir jólin varö þetta mál aö
staðreynd eftir geysimikla undir-
búningsvinnu höfundanna Terry G.
Lacy og Þóris Einarssonar í samvinnu
viö fjölda einstakra sérfræðinga og
sérfræðinga helstu stórfyrirtækja hér-
lendis. Terry G. Lacy er doktor í
félagsfræði og hefur kennt ensku og
félagsfræði viö H. I. og Þórir Einars-
son er prófessor í stjórnun og skyldum
greinum viö viöskiptadeild H.I.
Bókinni verður einna best lýst meö
orðum höfunda í fonmála bókarinnar
þar sem segir m.a. um notagildi
hennar: ,,Hér má finna yfir 9000 orð í
sambandi við inn- og útflutning, kaup
og sölu, banka- og tryggingastarfsemi,
vöruflutninga, reikningshald, sam-
skipti vinnumarkaðsaöila og stjórnun
fyrirtækja. 1 bókinni eru einnig nokkur
algeng orö úr lagamáli og utanrikis-
þjónustu, svo og nokkur algengustu orö
í sambandi viö tölvur og orö, sem
koma aö góðu haldi á ferðalögum.
Algeng orö og orðatiltæki sem notuð
eru í viðskiptum og erfitt er aö finna í
orðabókum hafa einnig veriö tekin
meö.
I viðauka bókarinnar eru upplýsing-
ar um tákn og merki, landfræðiheiti til
aö auövelda bréfaáritanir (þar meö
talin íbúaheiti og lýsingarorð mynduð
af landaheitum) ” o .f 1.
Síðast en ekki síst ber aö geta
upplýsinga um muninn á breskri og
bandarískri ensku, þar sem sama
oröið getur í sumum tilvikum þýtt
algjörarandstæöur.
Viö vinnslu þessarar bókar segjast
höfundar hafa sannfærst um notagildi
orðabókar sem þessarar, bæöi fyrir þá
sem starfa aö viðskiptum og þá sem
nema viðskipti eöa skyldar greinar.
Veröur ekki annað séö við skoöun
bókarinnar en þaö séu orö aö sönnu.
Rétt er aö benda væntanlegum notend-
um á aö lesa vel formálann og
notkunarleiöbeiningar til aö auka nota-
gildi bókarinnar.
Hún er upp á 230 síöur og unnin aö
öllu leyti nema bókbandi hjá Prent-
stofu G'. Benediktssonar, Arnarfell
batt hana og Sigurþór Jakobsson
hannaðikápu.
Viðskipti
ÓlafurGeirsson
Friðrik Sigurðsson
forstöðumaður
Tölvufræðslu
Stjómunarfélagsins
Friörik Sigurösson er um
þessar mundir aö taka viö
starfi forstöðumanns Tölvu-
fræðslu Stjórnunarféíags
Islands. Friðrik er stúdent frá
Menntaskólanum viö Hamra-
hlíö. Aö því loknu nam hann
kerfisfræði viö Háskóla Islands
í þrjú ár og starfaöi síðan viö
Reiknistofu Háskólans í tvö ár.
Því næst vann hann sem kerfis-
fræðingur við tölvudeild
Hafrannsóknastofnunarinnar í
eitt ár og leysti þar m.a. af sem
deildarstjóri uns hann tók viö
hinu nýja starfi.
Þuríður Baxter út-
gáfustjóri Máls og
menningar
I kjölfar þess aö Þorleifur
Hauksson, fyrrum útgáfustjóri
og ritstjóri Máls og menningar,
flutti til útlanda til starfa þar
um hríö, uröu þær breytingar
m.a. á skipulagningu á yfir-
stjórn útgáfunnar að Þuríður
Baxter tók viö útgáfustjóm-
inni. Þuríöur lauk B.A. prófi í
íslensku og bókmenntum frá
Háskóla Islands, vann um tíma
á verkfræðistofunni Virki og
síðan í eitt ár hjá bókaútgáf-
unni Iöunni. Þá kenndi hún einn
vetur á Húnavöllum uns hún
réöst til Máls og menningar
haustiö 1980. Vésteinn Ölason
og Silja Aðalsteinsdóttir eru nú
ritstjórartímarits M.M.
Þorsteinn Gíslason
fískimálastjóri
Þorsteinn Gíslason tók nýver-
ið við stöðu fiskimálastjóra af
Má Elíssyni. Þorsteinn lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Islands 1952 og prófi frá Stýri-
mannaskólanum 1953. Síðan
var hann skólastjóri Geröa-
skóla í Garöi í sjö ár og kennari
viö Stýrimannaskólann í 23 ár.
Þorsteinn stundaði sjómennsku
á sumrin í 38 ár til ársins ’80
sem skipstjóri á fiskiskipum og
er hann hvaö þekktastur fyrir
þau störf á Jóni Kjartanssyni.
Hann hefur veriö varafiski-
málastjóri í 12 ár, í stjóm
Síldarverksmiöja ríkisins í 12
ár, þar af stjómarformaöur
þeirra í sex ár.
ÓlafurTryggvason
framkvæmdastjóri
Tölvumiðstöðvar-
innarhf.
Olafur Tryggvason viöskipta-
fræðingur tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Tölvumið-
stöðvarinnar hf. um síðustu
áramót. Fyrirtækiö er um
þessar mundir aö koma sér
fyrir í nýjum húsakynnum í
byggingu Isl. aöalverktaka á
Ártúnshöföa. Olafur er 27 ára,
lauk prófi frá viðskiptadeild
Háskóla Islands í september sl.
Hann starfaöi í fjögur ár hjá
Endurskoðunarmiðsöðinni hf.
— N. Manscher hf. og um eins
árs skeiö hjá Tölvumiðstöðinni
hf. áöur en hann tók viö hinu
nýja starfi.