Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. - - - 35
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
; ; ■■ ■ : :: - ■ -- - - - ' - ' - -
„ Tækió kemur í góöar þarfír”
Ólafur ^^'^ogségulbands
Ss"sungf»°'PS Kristinsdóttir
■ aab barfír." sagOi vinningshafínnhálagetrau^^ Sarnsung-u“*rP*n™KristínsdóWr,
—segir vinningshafinn
íjólagetraunDV
,,Strákurinn okkar sá frétt um þad í
bladinu að við hefðum unnið í jólagetraun-
inni og það var sérlega ánœgjulegt þegar
hann benti okkur á fréttina, ” sagdi Ólafur
Róbert Ólafsson, vinningshafi í jólagetraun
DV 1982, þegar honum var afhentur
vinningurinn, fallegt og fullkomid Sam-
sung-útvarps- og segulbandstœki.
Ólafur mœtti á ritstjórnarskrifstofuna
ásamt fjölskyldu sinni og það var létt yfir
þeim þrátt fyrir að ekið hefði verið úr Kefla-
vík í frekar leiðinlegri fœrð, en þar búa þau
einmitt.
,, Tœkið kemur í mjög góðar þarfir og svo
vildi til að við vorum búin að ræða um að
okkur vantaði gott útvarpstœki, ” sagði
kona Ólafs Róberts, Sveinsína Kristins-
dóttir.
Hún sagði ennfremur að fjöldinn allur
hefði hringt í þau og sagt þeim frá fréttinni
í DVogjafnframt óskaðþeim til hamingju.
Þau voru á því að það hefði verið sérlega
ánægjulegt að taka þátt í getrauninni og í
rauninni sjálfsagt þar sem blaðið byði upp
á þetta og þau vœru áskrifendur. ,,Það var
allt að vinna, ” sögðu þau kampakát.
Um leið og þau kvöddu sagði Ólafur
Róbert kíminn: ,,Það hafa allir beðið í
ofvæni eftir að fá tœkið heim. ”
Við óskum þeim til hamingju með
vinninginn og þökkum einnig kaupendum
blaðsins góðaþátttöku íjólagetrauninni.
-JGH
„Kýldu á eintak," segir Gunnjóna Jónsdóttir barns hennar, Jóns Karls Helgasonar, hjá fyrir-
hressilegur öldungur um áttrætt i sjónvarpsauglýs- tækinu Hugrenningur, en þeir gerðu umrœdda
ingu um slangurorðabók. Hún segir að hún hsfi fyrst auglýsingu.
og fremst leikið i auglýsingunni vegna beiðni barna- D V-m ynd Einar Ólason
„KÝLDVÁ
EINTAK"
— Gunnjóna Jónsdóttir segir frá því
hvemig henni líkaöi að leika
íauglýsingunni
,,Kýldu á eintak.” Þessi setning
var sögð í sjónvarpsauglýsingu fyrir
jólin þar sem verið var að auglýsa
orðabók um slangur. Auglýsingin
vakti strax mikla athygli og hefur
verið umtöluð. Ekki er þetta allt
tilkomið vegna þess að menn hafi
ekki heyrt aðra eins setningu heldur
fyrst og fremst aö þetta er sagt af
tæplega áttatíu ára gamalli konu. Og
vissulega er það ekki algengt aö
hennar kynslóð sletti og sé með
slangur af þeirri gerð sem umrædd
bók er um.
Við ræddum við konuna sem leikur
í auglýsingunni og segir umrædda
setningu. Hún heitir Gunnjóna Jóns-
dóttir og býr í vesturbænum, nánar
tiltekið á Fálkagötu 17.
Vil heldur
„hitt málið"
„Eg kveið talsvert fyrir því að
koma fram en gekk alveg þokkalega
aö segja þetta allt saman, en ég vil
nú „hitt málið” frekar,” segir Gunn-
jóna og bætir því við að lengi vel hafi
hún verið á móti því að leika í
auglýsihgunni. „Eg gerði þetta ein-
göngu fyrir beiöni barnabams míns,
Jóns Karls Helgasonar, en hann er
einn af fjórum sem standa að baki
fyrirtækinu Hugrenningur sem gerði
auglýsinguna.”
Gumijóna segir aðspurð að þeir hjá
Hugrenningi hafi sýnt sérstaka
þolinmæði á meðan á upptökunum
stóð og hafi verið ánægjulegt aö
vinnameð þeim.
Væntanlega mín
fyrsta og síðasta
Hvað með framtíðina hjá Gunn-
jónu, eigum við eftir að sjá hana í
fleiri sjónvarpsauglýsingum? „Nei,
það held ég ekki. Eg á nú von á því að
þessi auglýsing hafi verið mín fyrsta
og síðasta,” svararhún.
Hvemig leið henni svo þegar hún
sá sjálfa sig á skjánum? „Eg held að
ég hafi ekki séð mig í réttu ljósi til að
byrja með. En fólk býrjaði mjög
fljótlega að hringja í mig og skrifa
mér nokkrar línur og tilkynnti mér
að ég hefði tekið mig vel út í
auglýsingunni. Ég hafði gaman af
þessu og varð sáttari viö að sjá mig á
skerminum.”
Ein keypti
sex eintök
Gunnjóna sagði aö lokum að salan
á bókinni heföi gengið ágætlega og
þeir sem stæðu að þessu væru
ánægöir, eftir því sem henni skildist.
„Nú, svona frekar til gamans má
geta þess að kona ein, sem býr í
sama fjölbýlishúsi og ég, keypti sex
eintök af bókinni til að gefa vinum og
vandamönnum,” sagöi þessi hressi-
lega kona og við tökum undir með
henni og segjum: „Kýldu á eintak.”
-JGH