Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 12
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983.
12
DAGBLADlÐ-VISIR . JMk. *
WBKHBKUmm
Útqáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaflurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvaemdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr.
Enn sveima
draugar um svið
Kempan Hannibal
Á vettvangi stjórnmálanna er málum ráðiö til góðs eða
ills. I ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum sitja þeir
menn sem hafa örlög þjóðarinnar í hendi sér, og á alþingi
er vígvöllur þeirra afla sem takast á í þjóðmálum.
Okkur kann að líka misjafnlega við þá menn sem til
stjórnmálaforystu veljast, enda er þar að finna misjafna
sauði í mörgu fé.
Sumir verða litlir af skoðunum sínum, aörir af sjálfum
sér. En svo eru hinir, og þeir eru færri, sem rísa upp fyrir
meöalmennskuna, verða stórir af skoðunum sínum, og þá
fyrst og fremst af eigin persónuleika.
I síðarnefnda hópnum er Hannibal Valdimarsson.
Hannibal var aö vísu ekki óumdeildur vegna skoðana eða
málflutnings. Þvert á móti, um hann stóð meiri og harð-
ari styrr en almennt gerist í íslenskum stjórnmálum, og
köllum viö þó ekki allt ömmu okkar.
Hann var ósvífinn og ákafur, bauð andstæðingum byrg-
inn af óskammfeilni og lagöi til atlögu með tvær hendur
tómar. Hann rakst illa í hjörð, sprengdi flokka og fylking-
ar og fór sínu fram af hugrekki sem nálgaðist fífldirfsku.
Hann var um langan aldur í fremstu víglínu þeirra stétta-
átaka sem settu hvað mestan svip á pólitíska baráttu
eftirstríðsáranna.
Verkalýðshreyfingin átti hann að foringja en borgara-
stéttin leit á Hannibal sem sinn haröskeyttasta fjand-
mann. En hvort heldur foringi eða fjandmaður, alls
staöar var Hannibal virtur að verðleikum. Sú virðing gat
verið óttablandin, enda maðurinn óárennilegur bæði í
oröi og athöfn. Viröingin fyrir Hannibal Valdimarssyni
stafaði af sterkum og hrífandi persónuleika. Hann óx af
sjálfum sér.
Þannig stjórnmálaforingjar eru vandfundnir en þeir
eru Islendingum að skapi. Garpar, bardagamenn af guðs
náð, í líkingu við fornaldarhetjur og frelsisriddara —
þannig menn þurfa líka að vera til. Þeir setja svip á
samtíðina, sópa til sín fylgi og sigra í orrustum. Að vísu
hefur þeim löngum hætt við að baða sig í sigurvímu í stað
þess að fylgja sigrunum eftir, og svo fór einnig fyrir
Hannibal þegar best lét í hans stjórnmálabaráttu. Hann
reyndist betri sem verkalýðsforingi en ráðherra, hann
naut sín betur sem kappræöumaður heldur en flokksfor-
maður.
Ferill Hannibals Valdimarssonar var stormasamur en
litríkur. Hann var jafnaðarmaður í húð og hár en lét til-
finningar og hita dægurbaráttunnar leiða sig til fylgilags
við sér óprúttnari og róttækari menn. Hann átti erfitt með
að rata í réttan flokk. Samflot Hannibals viö kommúnista
um árabil reyndist bæði verkalýðshreyfingunni og
jafnaöarstefnunni þungt í skauti. Á hinn bóginn hafði
Hannibal bæði þrek og karlmennsku til að snúa af villu
síns vegar og fór þá létt með það eins og annað í pólitík-
inni.
Hann sveiflaöi jafnvel með sér fimm mönnum og
heilum flokki inn á þing, meö annarri hendinni, þegar
honum bauð svo við að horfa. Geri aðrir betur.
Hvað sem öllum flokkasviptingum leið þá var Hannibal
Valdimarsson lýðræðissinni í stjórnmálabaráttu sinni.
Hann skildi þýðingu frelsisins, ofbauð því stundum, en
naut þess ávallt. I skjóli þess óx styrkur hans og
verkalýðshreyfingarinnar. I anda frjálsræðis gerði hann
hvort tveggja, að brjóta brýr og vinna sigra. A áttræðisaf-
mælinu eru honum sendar frelsis- og baráttukveðjur.
ebs
Sú deila sem nú er upp komin milli
borgarstjórans í Reykjavík og
verðlagsyfirvalda endurspeglar á
ýmsan hátt það ástand sem ríkir
hvarvetna í þjóðfélaginu. Annars
vegar þaö að atvinnufyrirtækjum
skal haldið gangandi án þess að
rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi af
því ríkisstjómin hefur ákveðið að
ekki skuli verða atvinnuleysi og hins
vegar grútmáttlaust framkvæmda-
vald sem á engan hátt getur sinnt
þeim verkefnum sem þvi er þó
öörum þræði ætlað að sinna.
Skuldasöfnun
fyrirtækja
Ar eftir ár hefur nú sigið á
ógæfuhlið í öllum atvinnurekstri hér-
lendis. Þar kemur margt til, óða-
verðbólga, kreppa í viðskiptalönd-
um, minnkandi sjávarafli, fálm-
kennd og röng viðbrögð stjómvalda.
Allt leggst þetta á eina sveif. Hið
eina sem eftir stendur af mark-
veröum loforðum þeirrar ríkis-
stjómar sem nú situr er að á
pappímum hefur tekist að koma í
veg fyrir atvinnuleysi. Þaö hefur aö
vísu sumpart tekist með því að halda
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjarafreðsson
launum niðri í mörgum greinum at-
vinnu, þar sem þurft hefur að deila
því fé sem til skipta er í launum á
fleiri hendur en á stundum er
nauðsynlegt. Látum það vera, því at-
vinnuleysi er óneitanlega mikið böl
og vafalítið betra aö fleiri fái minni
laun en fáir meiri og aörir séu þá at-
vinnulausir.
En þetta hefur bara ekki dugað til.
Til viöbótar þessu hefur verið gripið
til geigvænlegrar erlendrar skulda-
söfnunar, sem nú ógnar efnahags-
legu sjálfstæöi þjóðarinnar. Fjárlög
þjóðarinnar, sem eiga þó að ráöa
ferðinni í öllum meginatriðum hvaö
sameiginlega fjárfestingu varðar,
era að verða marklaust plagg, nema
hvað viövíkur meira og minna
ímynduðum „stöðugildum”, þaö er
mannahaldi ríkisins. Allar meiri-
háttar framkvæmdir era fjár-
magnaðar með erlendum lántökum
undir þeim sífeflda söng stjórnariierr-
anna að það séu „arðbærar fjár-
festingar”, samanber virkjanirnar
sem á að fara að reisa til þess að
selja orku, sem enginn vill kaupa á
kostnaðarverði, að því er best er
vitað.
Skuldasöfnun upp að vissu marki í
takmarkaðan tíma getur verið rétt-
lætanleg, ef aðstæöur era þannig. En
því aðeins að lánum sé annaðhvort
variö til framkvæmda sem
Af hverju sitja
ekki allir
við sama borð?
Undanfamar vikur haf a mötuneyti
og rekstur þeirra verið á dagskrá í
fjölmiðlum. Annars vegar hefur
verið deilt á hversu viöamikill mötu-
neytarekstur er orðinn, enda fer ekki
milli mála, að mötuneytin era ekki
aðeins stærsti heldur langstærsti
! geirinn í veitingarekstri á Islandi.
Hins vega hefur verið haldið fram
með allt að ósveigjanlegri vandlæt-
ingu „rétti” þeirra, sem aögang eiga
að mötuneyti. Minna hefur verið
fjallað um hina, þ.e. veitingamenn af
gamla skólanum, sem reka matsölu
sem atvinnugrein og stöðu þeirra
neytenda, sem þrátt fyrir allt era
nokkrir, sem ekki eiga aðgang aö
mötuneyti.
Hið opinbera
áundan
Hiö opinbera hefur gengið á undan
í uppbyggingu mötuneyta og ekkert
til sparað. Nýjasta dæmið er eldhús
Framkvæmdastofnunar, þar sem
tækin ein kostuöu kr. 350.000,- til þess
að elda fyrir 5 mál vikunnar. Varla
geta þeir reiknimeistarar, sem þar
starfa, sýnt fram á að um þjóðhags-
lega aröbæra fjárfestingu sé að
ræða. Er raunar með ólíkindum
hversu lengi hefur verið liöið, að
fjármunum almennings sé variö í
slíkt bruðl.
Ein ástæðan kann að vera sú að
ekki er vitað hvað mötuneyti kosta
skattborgarana, hvorki hvað varöar
Hólmfríður Ámadóttir
það f jármagn sem í þeim er bundið
né árlegan rekstur. Viröist vera
markviss stefna að kanna þær tölur
ekki. Margítrekuöum spurningum,
jafnvel úr ræðustólum alþingis, hef-
ur alténd ekki verið svarað.
Ljóst er þó, að þar er gífurlegt
fjármagn, sem erfitt er að flytja
nema þá á lengri tíma, fjöldi fólks á
þar atvinnu sína og meðalopinberra
starfsmanna þykja mötuneyti svo
sjálfsögö mannréttindi, að þeir fáu
sem þeirra njóta ekki fá greiddar
skaðabætur í formi svonefndra
fæðispeninga. Nema þeirnú kr. 21,50
á vinnudag eða um kr. 5.000,- á ári.
Má ætla að það sé sú upphæð, sem
mötuneytishlunnindin séu metin á,
skattfrjáls. Agætis launauppbót það.
I mötuneytunum er venjulegt verð
á máltíð kr. 22.-. Er þaö kallað hrá-
efniskostnaður fyrir tvíréttaða, heita
máltíð, en stefnan mun að sá hluti
heildarkostnaðar sé greiddur af
neytandanum. Því má skjóta hér inn
að nýlegir kostnaðarútreikningar
sýna aö hráefni í einréttaða fisk-
máltíð af ódýrustu gerð er um kr.
21.-. I ódýrastu súpukjötsréttum er
hráefnið kr. 35 - og í veislumat á borð
við lærissneiöar er það komið í kr.
56.-. Þá er eftir að gera ráð fyrir súp-
um, grautum og drykkjarföngum.
Að meöalhráefnisverð í tvíréttaöri
máltíð geti verið kr. 22.- fær því ekki
staöist, og um það getur hver hús-
móðir hér á landi boriö vitni.
En snúum okkur aö hinum, sem ut-
an mötuneytakerfisins standa.
Staða veitingamanna
Veitingahúsarekstur á sér orðið
alllanga sögu sem atvinnugrein. Hef-
ur hún að jafnaði verið einstaklings-
rekstur í höndum framtakssamra
karla og kvenna. Þessi grein hefur
veriö í örri þróun og fullyrða má að
veitingamenn hafa veriö fljótir að
laga sig að breytingum á eftirspurn
og þörfum neytenda.
Matarsala veitingahúsa er í eðli