Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. 15 saman alls ekki horfin. Hún hverfur ekki fyrr en vinnuveitandinn og verkamaðurinn eru orðnir einn og sami maöurinn, þegar verkamaður- inn er farinn að vinna hjá sjálfum sér, þ.e. starfsmennirnir hafa bund- ist samtökum um að eiga og reka fyrirtækið sem þeir vinna hjá. Þegar svo er komiö hlýtur farsæl- asta lausn hvers vanda sem að fyrir- tækinu kann að steðja ævinlega að verða ofan á. Nauðsyn ríkisforsjár í fiskveiOum Ríkisafskipti af öllum toga fara mjög fyrir brjóstið á frjálshyggju- mönnum og er þeim nokkur vorkunn sem horft hafa upp á íslenska ríkis- báknið veröa að risavöxnu ferlíki. Þaö er hins vegar tóm firra að vænlegasta úrræðiö sé að leggja ríkiskerfiö í rúst nema löggjafar- samkunduna og löggæsluna eins og eftirfarandi dæmi sýnir ljóslega. Sú hreppapólitík sem stunduð hef- ur verið í sambandi við fiskveiði- stefnu hér á landi undanfarið á ekk- ert skylt við heilbrigð ríkisafskipti og er óþarfi að fjölyrða nokkuð frekar umþað. En hversu gáfulegt væri að fara að ráðum frjálshyggjupostulanna og láta lögmál markaðarins ráða fisk- veiðistefnunni? Svariö er skýrt og skorinort: afskaplega heimskulegt. Við Islendingar ætlum að búa í þessu landi um ókomna tíð og til þess að það verði hægt við viðunandi kjör verður á hver ju ári að ná miklum og góðum afla á land. Þegar drápsmátt- ur togaraf lotans er orðinn svo stór að Kjallarinn r BirgirÁrnason __ —,.!11 "i' hann stendur í ámóta hlutfalli við þorskstofninn umhverfis landið og drápsmáttur kjamorkuvopna Ameríkumanna og Rússa stendur í hlutfalli við lífríki jarðarinnar þá er hverju heilvita mannsbarni ljóst að með einhverju móti verður að tak- markaveiðamar. Ef markaðurinn og óheft sam- keppni fengju að ráða yrði ekki um neinar veiðitakmarkanir að ræða enda borgaði sig þá fyrir hvern og einn útgerðarmann að hans skip fisk- uðu sem mest og þaö sem fyrst, og auðvitað myndu þá allir fiska sem mest þeir mættu því að sama viðhorf myndi ríkja á öllum útgerðarskrif- stofum þótt af sjónarhóli heildarinnar sæist berlega að brýn þörf væri á að stilla veiðunum í hóf. Ekki liði á löngu þar til þorskurinn hyrfi af miðunum og þar með lands- ins hamingja. Oumflýjanlegt er að ríkisvaldið takmarki með beinum eða óbeinum hætti sóknina í þorsk- stofninn. Annaðhvort getur ríkis- vaidið haldiö áfram beinni stjórnun veiðanna með ákvörðun hámarks- afla, lokun svæða o.sír. eða stuðst við óbeinar aðferðir sem einkum byggðust á auðlindaskatti í einni eða annarri mynd. Gjörsamlega óþarft er hins vegar að ríkisvaldið sé með nefið niðri í hvers manns koppi og eigi hlut að öllum ákvörðunum jafnt smáum sem stórum. En ríkisvaidið eitt getur haft þá heildarsýn sem nauðsynleg er til að auðlindir lands og sjávar nýtist ja&i- vel okkur og komandikynslóðum. Eg vil nefna þetta hlutverk ríkisvaldsins ríkisforsjá. Birgir Árnason eðlisfræðingur. Menning Menning Menning Menning AUÐNARÓRAR Guðmundur Björgvinsson: söguhetja hans er trúverðug persónugerð, en í nana vantar allan skáldskap. Guðmundur Björgvinsson: Allt meinheegt Skáldsaga Lffsmark 1982 Það var með talsverðri eftirvænt- ingu sem ég hóf lesturinn á fyrstu skáldsögu Guðmundar Björgvinssonar Allt meinhægt. Á bókarkápu segir að hún fjalli ítarlega um nokkra daga í lífi 35 ára gamals bankastarfsmanns, Sigurðar Bjamasonar, sem sléttur sé og felldur á yfirborði en kraumi allur og bulli undir niðri. Lái mér hver sem vill en þessi ummæli, auk yfirlýsinga höfundar í fjölmiðlum, ollu því að mér komu Réttarhöld Kafkas í hug þar sem bankastarfsmaður vaknar af vondum draumi á þrítugasta afmælisdegi sínum og uppgötvar að hann hefur rúið sjálfan sig þeim eigindum sem gera manninn að manneskju og leyft lífi sínu að verða vélrænt og innantómt. Því miður brást bók Guðmundar þeim vonum sem þessi hugrenninga- tengsl vöktu þó svo hún lýsi sjálfsaf- hjúpun manns sem hrekkur úr hátt- bundnum skorðum síns daglega lífs og horfist í augu við tómleika sjálfs sín. Guðmundi tekst ekki að gæða þetta athyglisverða efni lífsanda að mínum dómi og kemur þar ýmislegt til. Af skítköldum og blágráum veruleikum Upphafsmálsgrein sögunnar er dæmigerð f yrir hana alla: „Um það bil sem Sigurður Bjarna- son ætlaði að renna rauðþrútnum lim sínum inní heit og safarík leggöng Bo Derek kvaö viö uppáþrengjandi hávaði vekjaraklukkunnar og dró Sigurð nauðugan viljugan inní blágráan raunveruleikann.” (7) Á öðrum stað dregur sami hávaði Sigurð öfugan inní skítkaldan veruleik- ann. Og mér er spum: Hvaða fyrirbæri er þessi veruleiki sem stundum er blá- grár og stundum skítkaldur? Er hann þaö sem ekki er inni í leggöngunum á Bo Derek? Hvar á hann heima fyrst hann býr ekki í Sigurði sjálfum? Guðmundur er ekki einn um bábiljur af þessu tagi. Margir halda að merki- miðar segi til um eðli vörunnar og reyna ekki að skoða hana á sjálfstæöan hátt. Tuggan fullnægir þeim. Tilvitnunin að ofan leiðir að nokkru höfuðgalla verksins í ljós — þjösna- skapinn gagnvart tungumálinu. Höf- undur vinnur hroðvirknislega úr efni- við sínum því hann virðist skorta til- finningu fyrir orðum. Yfirleitt ein- kennist textinn af orðafátækt og smekklaugum klifunum sem stundum eyðileggja hann gjörsamlega: „Meðfram einum veggnum stóðu nokkrir menn með tittlingana í höndunum og migu í hvítar postulíns- skálar sem höfðu veriö skrúfaðar í steinsteypuna. Sigurður gekk að einni skálinni og tók tittlinginn út. Á meöan hann var að míga gaut hann augunum til hliðanna og bar viðstadda tittlinga saman. Kenndi þar ýmissa grasa.” (80) Mér var kennt það í skóla að umrætt líffæri gengi undir ýmsum nöfnum s.s. reður, skökull, böllur og lókur. Orða- forði íslenskunnar er nægur ef menn kunna að notfæra sér hann. Þetta dæmi verður að nægja um málfar bókarinnar. Guðmundur hefði samiö betri bók hefði hann lagt meiri rækt við stílinn og notað tilbrigði í ríkari mæli. Kynórar og Velvakandaskrif Rætur þessa tuggustUs er annars að finna í byggingu skáldsögunnar. Við fylgjum Sigurði Bjamasyni banka- starfsmanni frá föstudagsmorgni tU aðfaranætur þriöjudags. Atburðarás- in er byggð upp á endurtekningum sem varpa ljósi á lífsmunstur söguhetjunn- ar um leið og þær gefa sögunni sam- felldan svip. Texti hvers dags speglar texta aUra annarra daga. Sigurður vaknar, losar sig, nærir og hreinsar með sömu tilburðum og aUa tíð áður, vinnan á skrifstofunni er órofa endur- tekning hálfs annars áratugar, hugsanirnar afgamlar sem og orðin. Líf hans er með öðmm orðum vélræn endurtekning. Margir finna öryggi í endurtekning- unni — þessu ímyndaða haldreipi inn í framtíðina. Hún tryggir þeim stað í tilverunni og á meðal manna. Táknar hlutverk. Rofni skorðurnar er hins- vegar aUra veðra von og oftar en ekki brestur á fárviðri. Vinnufélagi Sigurðar er rekinn vegna skipulags- breytinga og fyrirfer sér. Oróinn fyUir loftið og ýfir sálaröldur söguhetju okkar. Einsemdin er fjandi öryggisins númer eitt. Sigurður er einn og megnar ekki að tengjast neinum raunverulegum og manneskjulegum böndum. Þess í stað fylUr hann sína auðn með skrípaskrifum í Velvakanda, modelsmíði hervéla, sjónvarpsglápi og söfnun skrautlegra frímerkja. Tilfinn- ingar hans safnast í ófrjóa kynóra, sem hann getur ekki spýtt út í „veru- leikann” þótt hann sælá kjötmarkað diskótekanna á laugardagskvöldum: „I hópi þeirra sem gengu þennan örvæntingarfuUa síðasta hring var Sigurður Bjarnason. Og dökkhæröa konan með rauöu varimar. En þau gengu bæði ein út úr húsinu. Þegar aUt kom til aUs datt Sigurði ekkert í hug sem hefði orðið nógu gott á konuna.” (80) Einmanaleikinn og dauðinn leysa munstrið að lokum upp og Sigurður uppUfir tómleika sinn í martraöar- kenndum draumi sem lýkur sögunni: Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson „Hann stóö nú útí miðri eyöimörk- inni og gat sig hvergi hreyft. Endalaus auðnin teygöi sig í allar áttir og hvergi vottur um mannabústaöi hvert sem litiðvar.” (151) Teikningar og texti Það er hugsun í byggingu sögunnar en sökum stílsins verða hliðstæðurnar ekki annað en ófrjóar klifanir, sem skortir alla spennu og megna ekki að vekja áhuga lesanda. Góður efniviður fer í handaskolum. Söguhetja Guð- mundar er trúverðug persónugerð en í hana vantar allan skáldskap og þar með verður lágkúra hennar að lág- kúru verksins s jálfs. Guðmundur Björgvinsson er mynd- listarmaður og prýöir sögu sína fjöl- mörgum teikningum, sem flestar taka textanum fram. Kápa bókarinnar er mjög góð, svo og allurfrágangur. AUGLÝSING ■ Ötrúlegt úrval á Partner-verksmiðjuútsölunni Líf og fjör á Partner- verksmiöju- útsölunni Það virðast allir, ungir sem aldnir, una sér vel á Partner-verksmiðjuút- sölunni sem haldin er um þessar mundir í Blossahúsinu, Armúla 15. Þar má fá alls kyns fatnað, gallað- an sem ógallaöan, á hinu prýðileg- asta verði sem afgreiöslumenn segja hið lægsta í bænum. Buxur í miklu úrvali frá 2ja ára upp í 100 cm mittis- mál. Skyrtur, bolir, peysur, úlpur — úrvalið er ótrúlega f jölbreytt. Þeim dettur margt sniðugt í hug, strákunum hjá Partner, og nú hafa þeir komið fyrir myndarlegu barna- horni þar sem yngsta kynslóðin getur lesið og leikið sér á meðan foreldrarnir máta fatnaðinn. Partner-verksmiðjuútsalan er opin kl. 10-22 í dag og á morgun, föstudag, laugardag kl. 10—19. Gaman í barnahornlnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.