Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR13. JANUAR1983. 13 & . í . ,1 ■.yy-i.vy Sm ff 1 1 nauösynlegar mega teljast og verða annaöhvort dýrari og óhagkvæmari eftir því sem þær dragast lengur eöa þá aö þaö sem fyrir þau er gert skili aröi, er greiöir þau og kostnað viö þauupp. Hins vegar verður hún á engan hátt afsökuð ef hún fer til þess eins aö fjármagna slæman rekstur, sem vonlaust er aö standi undir sér aö öðru óbreyttu. Svo langt hefur skuldavitleysan gengið að opinberum fyrirtækjum hefur verið fyrirskipaö aö taka erlend rekstrar- lán til þess aö geta haldið starf- seminni gangandi, því þau máttu hvorki hækka gjaldskrá sína né draga úr rekstri. Hvort tveggja kom illa við dáölausa viðureign stjórn- valda viö veröbólguna. Vísitöludraugurinn Hin marg-horfellda vísitölu- fjölskylda á ekki svo lítinn hlut að þessu máli. Einhver hag- spekingur löngu genginnar ríkis- stjórnar fann þetta furðufyrirbæri upp og síöan hefur þaö tórt á hverju sem gengið hefur. Þessi vísitölu- fjölskylda er ábyggilega áþreifanlegasta dæmi sem um getur um framhaldslíf — og þaö mörg. Næstum því hver einasta ríkisstjóm síöustu áratugina hefur fellt hana úr hor, en hún hefur ávallt risiö upp jafnharðan, ágengari og áhrifameiri en nokkru sinni fyrr. Þetta óbermi býr mestan part í höfuðborginni, en teygir þó áhrif sín í nágrannabæi hennar, í þaö minnsta ferðast hún bæöi með strætisvögnum Reykja- víkur og Kópavogs. Og af því ríkis- stjórnir vilja helst ekki þurfa að aö borga svo og svo mikið meö hverjum farþega sem með vögnunum fer, og ef þau eru með eitthvert múður, þá veröa þau bara aö taka erlend lán til þess að fjár- magna annan rekstur, svo sem hita- veitu eða rafmagnsveitu. Auövitaö má ekki heldur hækka gjaldskrána þar og þaðan af síður segja upp starfsfólki, því enginn má missa at- vinnuna. Þaö eina sem má gera er að taka meiri lán, því þaö er óþekkt úr öllum okkar þjóösögum samanlögð- um aö draugar fari í banka til þess að borga lán, og því kemur þaö ekki vísitölufjölskyldunni viö. Því miöur er þetta furöulega strætisvagnadæmi spegilmynd af þjóöfélaginu í heild. Atvinnurekstri skal haldiö gangandi, hvort sem nokkur glóra er í honum eöa ekki. Ríkið teygir klær sínar í fleiri og A „Því miður er þetta furðulega strætis- ^ vagnadæmi spegilmynd af þjóðfélaginu í heild.” standa yfir moldum hennar oft á ári er gripiö til strangra ráðstafana til þess aö treina líf hennar sem lengst á hverju lífsskeiðí hennar. Þessi f jölskylda er líka ákaflega þýöingarmikil fyrir þjóöarbúiö, launþega og atvinnurekendur um land allt. 1 hvert skipti, sem útgjöld hennar hækka, þarf hún meira kaup, svo hún skrimti lengur. Það er ekki nema eðlilegt. En þetta kemur út í ýmsum kúnstugum myndum. Ef þaö kostar hana til aö mynda krónu meira aö f ara í strætó úr Kópavogi til Reykjavíkur, þá þarf frystihúsið á Kópaskeri að borga hærra kaup. Þess vegna má ekki hækka í strætó. Þessi bæjarfélög veröa einfaldlega fleiri atvinnuvegi, alls kyns opinber- ir fjárfestingarsjóðir meö löngum og fallegum nöfnum lána æ ofan í æ og hiröa svo allt saman þegar spila- borgirnar hrynja. Og allt er þetta gert til þess aö halda lífi í vísi- töludraugunum, sem síðustu þrjá áratugina eða meira hafa ekki breytt lífsvenjum sínum, frekar en draug- ar gera yfirleitt. Máttlaust verðlagseftirlit Yfir öllu þessu trónar svo mátt- laust verölagseftirlit. Þar breytir engu um aö vafalaust eru þeir sem við þaö starfa allir af vilja geröir til þess aö gera sitt besta og fara eftir þeim vitlausu reglum sem þeim er gert aö framfylgja. En þaö hefur komiö greinilega í ljós í þeirri deilu, sem nú er uppi, hve gjörsamlega máttlaust þetta eftirlit er í raun. Þar á ég ekki viö hvort lögbann og staöfestingarmál nær fram að ganga. Um þaö veit ég ekkert. En þaö er f orvitnilegt aö staldra viö yfir- lýsingar borgaryfirvalda um þaö aö verölagsyfirvöld hafi ekki leyfi til þess aö fyrirskipa hallarekstur. Sjálfsagt hafa borgaryfirvöldin þar eitthvaö til síns máls — kannski rétt- inn alveg sín megin. En með leyfi aö spyrja: Hvaöa möguleika hafa þá verölagsyfirvöld til þess að grípa í hinn endann á ófreskjunni og koma í veg fyrir hallarekstur? Geta þau fyrirskipað hagkvæm strætisvagnakaup? Geta þau fyrirskipaö aö hallarekin borg- arfyrirtæki endursendi sérsmíöuö steypumót aö skrauthöllum sínum og ítalska marmarann aftur? Geta þau stöövað byggingu skrifstofuhalla þjónustufyrirtækja, semsegjast ekki geta sinnt nauösýnlegustu þjónustu við íbúa á svæðinu? Nei og aftur nei. Ekkert af þessu geta verðlagsyfir- völd gert. Skrauthallimar rísa, mar- marinn er lagöur og til þess aö rísa undir þessu öllu þarf annaðhvort að taka lán eöa hækka gjaldskrána, og þar meö kaupiö á Patró. Þar meö er hringnum í raun og veru lokað. Vitleysan heldur áfram að ganga sinn gang, hvemig sem þaö lögbannsmál fer, sem nú er svo miklu moldviöri þyriað upp um. Áfram veröur þess krafist aö fyrir- tæki veröi rekin án þess aö þaö sé hægt, áfram munu þau sömu fyrir- tæki geta gert hverja vitleysuna annarri verri í fjárfestingu og rekstri ef ráöamönnum þeirra þóknast það, því vísitöludraugafjöl- skyldan verður aö geta horft von- glöðum augum fram á árið og ríkis- stjórnin veröur að geta haldiö uppi fullri atvinnu. Magnús Bjamfreðsson. Davíð Oddsson og Ragnar Amalds UMSVIFAMFSTIR í »' VEITIM'*’_ NSANUM ÍJMlSK SíK-x il (<«,» <-VS«:rSs'S>»: ,w»-v <■:>: <•».':« > ,«•>• ■>! »S : \>í» Kjyí »*>•*»•• V» íf" * >y*sa,v»: «»<«*****» S''V>K,v,\\S.v:*:*:' ASss .\ •Jixssit »> t'OVS&K V \''í K«>» •« i •* *"•!>«!,.'> ■v.Vs-W'WXvWi*: KÍS < < «*Í*«S**<J sszsgr .. : sinu nákvæmlega sú sama og matar- sala mötuneyta. En veitinga- maöurinn þarf utan fulls hráefnis- kostnaöar að standa skil á kostn- aði vegna launa og launatengdra gjalda, rafmagns og hita, tækja og búnaöar, húsnæðis og reksturs þess. Þessa liði fær veitingamaðurinn ekki borgaöa úr ríkissjóði enda veit- ingarekstur ein af fáum atvinnu- greinum hér á landi, sem engra styrkja nýtur. Einhvers staðar frá hljóta greiðsl- ur fyrir ofangreind gjöld aö koma og eins og vera ber í eðlilegum viðskipt- um em þær hluti þess verðs, sem neytandanum er gert aö greiöa. Hjá þessu veröur ekki komist meöan al- mennur veitingarekstur tórir í land- inu. Fullljóst er, aðmaturseldurá veit- ingahúsi hlýtur því aö vera til muna dýrari en sams konar matur seldur í mötuneyti. Einn er þó kostnaðar- liöurinn enn ótalinn. Er þaö gjald- taka hins opinbera af öllu, sem undir löglegan veitingarekstur fellur. Auk þess aö greiöa öll almenn atvinnu- rekstrargjöld, og jafnan í hæstu gjaldflokkum þar sem stigsmunur er milli greina, nýtur hann þess vafa- sama heiöurs aö búa viö fleiri og fjöl- breyttari sérskatta en nokkur önnur atvinnugrein. Þessi kostnaöur færist sem annar yfir á vöruverðið, matinn og þjónust- una sem gestur veitingahússins kaupir. Þama kemur e.t.v. fram grófasta mismununin milli neyt- enda: Annars vegar eru þeir, sem neytt geta gjafamáltíða í mötuneyt- um, sem aö stórum hluta eru rekin fyrir almannafé, hins vegar eru hin- ir, sem auk þess aö bera allan annan tilkostnaö eru uppáhalds skotspænir skattheimtunnar. Söluskatturínn Mest áberandi dæmiö, og það sem sárast svíöur undan, er söluskattur- inn. Lögum samkvæmt er sala á mat- vælum til manneldis söluskatts- frjáls. En engin er regla án undan- tekningar og í þessu tilviki nær sölu- skattsfrelsiö ekki til sölu á tilbúnum mat.Undantekning f rá undantekning- Hvernig svo verslunareigendum og skattyfirvöldum gengur aö fylgjast meö hversu margir kjúklingar eru seldir frosnir, (skattfrjálsir) heitir (skattskyldir) endurkældir (skatt- frjálsir) skal ósagt látið. Eftir standa veitingahúsin. Þar er allur matur söluskattsskyldur hvort heldur hann er kaldur eða heitur, hann borinn fram á postulinsfati eöa í bréfpoka, hvort heldur hans er Ineytt á staönum eöa hann seldur út. Þaö eru „okurkarlarnir”, ís- lenskir veitingamenn, sem inn- heimta veröa skatt þennan af gest- um sínum, Jónunum, sem borga brúsann fyrir séra Jón í mötuneytun- um. Hagfræðingurinn spaki Milton Friedman sagði: „There is no such thing as free lunch” (þaö er ekkert til, sem heitir frír hádegisverður); öll neysla er borguö og borguö í topp, spumingin er bara af hverj um. Sanngjarnt en ófært? Stjómvöld gera sér fulla grein fyr- ir því aö verið er að mismuna fólki eftir því viö hvaða borð þaö snæöir sinn mat. I einu svari fjármálaráöu- neytis segir: „Ráöherra hefur íhug- aö söluskattsmál veitingahúsa. .. Honum em ljós þau sanngirnisrök, sem þiö færiö fyrir ykkar máli, en telur sér ekki fært af tekjumissis- ástæöum að stíga þaö skref aö fella skattlagninguna niöur.” Ef tómahljóðið í ríkiskassanum ætti eitt aö ráða ferðinni, er hætt viö að fá sporin yröu stigin í leiöréttingu skattalegrar mismununar. Þaö get- ur ekki liðist í þaö endalausa, aö því fólki, sem greiöa veröur vöru á raun- virði, sé aukreitis gert að greiða ríkissjóöi stórar fjárhæðir meðan hinir, sem fá vömna nánast gefins, sleppa. öll réttlætiskennd segir að þessu skuli öfugt farið. Veitingamenn skora enn á yfirvöld fjármála aö draga úr þeirri skatta- legu mismunun, sem nú ríkir. Fyrsta skrefið veröi niöurfelling söluskatts af einu matarsölunni, sem í raun enn ber þann skatt hér á landi, mat- arsölu veitingahúsa. Hólmfríður Ámadóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa Þetta erí aðalkjara- samningi okkar' .»****,<*>**»>*&*#***' **í**&*#*tf*tVív*im- ■&&*{«< a*.*#®* <«♦-' mmmmmmm................m*mð**»*í&**&*«fe*< unni er svo tilbúinn matur seldur úr mötuneyti, semersöluskattsfrjáls. Hverjir, utan mötuneyta, selja til- búinn mat og eiga því aö innheimta söluskatt? Jú, þaö em almenn veit- ingahús, matvöruverslanir og ýmsir aöilar, sem reka einkasali hér og þar. Síðasttöldu aöilarnir em undan- tekningarlítiö hluti neðanjarðarhag- kerfisins, stórmál út af fyrir sig, sem ekki er rúm til þess aö fjalla um hér. I matvöruverslunum hafa skatt- yfirvöld lent í mestu vandræðum meö aö ákvarða hvaö tilbúinn matur sé. Tökum sem dæmi þorramatinn, sem framundan er. Viðskiptavinur- inn biöur um bita af lundabagga, rengi, kviðsviðum, hákarli o.s.frv., fær þetta afgreitt og borgar sitt sölu- skattsfrjálsa hráefni til matargerð- ar. Til þess aö flýta fyrir er í mörg- um verslunum búið aö pakka sínu litlu af hverju saman á bakka með plastfilmu yfir. Munurinn er svo lítill aö varla er hægt aö koma á sölu- skatti þess vegna. Þó þarf ekki ann- að en skera plastfilmuna frá, matur- inn er tilbúinn til neyslu. 1 vandræöum sínum hafa skattyfir- völd því fundið upp merkilega fram- kvæmdareglu. Mætti kalla hana hita- skilagregluna: kaldur matur eöa frosinn, t.d. frosnar pizzur, frosinn bakkamatur, soöin köld sviö, grillað- ur kaldur kjúklingur eru söluskatts- frjáls. Heitar pizzur, heitur bakka- matur, soðin svið, sem ekki hafa náð aö kólna, grillaöur kjúklingur, enn heitur, eru söluskattsskyld. A „t vandræðum sínum hafa skattayfir- ^ völd... fundið upp merkilega fram- kvæmdareglu. Mætti kalla hana hitaskilaregl- una.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.