Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 22
erindi um fræðslumál. Hafði ég lagt mikla vinnu í að setja þaö saman, m.a. stuðst við nýjustu erlendar kenningar, einkum sænskar, og ræddi þar einnig vinnubrögð, sem voru nýjust á nálinni í fræðslu- og félagsmálum samvinnufélaga og hvað gæti hentað hér. Ég hélt að ég hefði lagt eitthvað til mála með þessu erindi, en staðreyndin var sú að umræða um fræðslu- og félagsmál varð ekki fyrirferðarmikil nema í fréttatilkynningu frá fundinum. Þó minnist ég þess að í hófi, er efnt var til í sambandi við fundinn, þá puntuðu einhverjir fundarmanna ræður sínar með lofgerö um samvinnuhugsjón og nauðsyn fræöslustarfs. Aftur á móti var það kannski framandi fyrir mig að verða þess áskynja, að heit- asta mál fundarins var einskonar undirölduvalda- tafl um það hver skyldi verða næsti stjómarfor- maður Sambandsins. Nýjar leiðir 1 uppvexti minum varö ég snemma fyrir miklum pólitískum áhrifum. Fjölskylda min á Austfjörðum fylgdi næstum öll Framsóknarflokknum að málum með tilheyrandi trú á samvinnustefnuna, ung- mennafélagahreyfingu og ræktun lands og lýðs. Jónas Jónsson frá Hriflu haföi meiri áhrif á mig í pólitískum efnum en nokkur maður fyrr eða síðar. Hreifst ég bæði af almennum kenningum hans og afstöðu til einstakra mála. Hann var foringi margra ágætra manna í mikilli byltingu í islensku þjóð- félagi. Veigamikill þáttur þessarar byltingar var það átak, sem varð í menningar- og fræðslumálum þjóð- arinnar og verður fátt eitt talið. Alþýöu- og héraðs- skólar risu og gerðu, ekki hundruðum, heldur þús- undum Islendinga fært að n jóta andlegrar og líkam- legrar menntunar, sem áður var þeim gersamlega útilokuð. Þetta opnaði mönnum nýjar leiðir, jók sjálfstraust og bjartsýni og kallaði fram nýjan kraft, lífsþrótt og hæfileika, er bjó í þeim sjálfum. Þjóðin varð sterkari. Það er góðra gjalda vert aö eiga fámennan, vel menntaðan þjóðfélagshóp, jafn- vel þótt yfirstétt megi kallast. En það er lífsnauðsyn hjá sjálfstæðri lýðræðisþjóð, sem vill kallast því nafni, að allur almenningur sé vel á sig kominn and- lega og líkamlega. Eg hefi stundum hugsað til þess, hvemig Islénd- ingum hefði reitt af í því þjóðfélagslega stórviðri, sem yfir þá gekk í heimsstyrjöldinni síöari, ef þessi menningartilþrif hefðu ekki orðið. Mér fannst forðum og finnst raunar enn, að áhrif Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu hafi í framfara- og menningar- málum verið með ólíkindum mikil og heillavænleg fyrir þessa þjóð. Þótt við hrifumst í flestum tilfellum af beittum penna Jónasar og þess málstaðar, er hann sótti og varði, þá var það ekki einhlítt. Ég minnist leiðinda í minni fjölskyldu út af skrifum hans og afleiöingum þeirra á Stefán Th. Jónsson, kaupmann og út- gerðarmann á Seyöisfirði, og raunar einnig végna ummæla hans og aðgerða varðandi Jóhannes Jóhannesson, fyrrv. bæjarfógeta. Forustusveitir Langflestir kennaranna i þeim skólum er ég sat voru að mínum dómi búnir mörgum þeim kostum, er menn geta prýtt. Þeir voru vel lærðir, góðir kenn- arar og góðar manneskjur, sem í alvöru báru hag nemenda sinna fyrir brjósti. Kennarar og aðrir fræöarar þjóðarinnar á þessum árum höfðu í mínum augum köllun, sem byggöist á ást og trú á Islandi og Islendingum og litu á það sem ánægju- lega skyldu sína að leggja líf sitt og starf að veði til ef lingar góðu mannlíf i í landinu. Á Eiöaskóla var Jakob Kristinsson skólastjóri og Þórarinn Þórarinsson yfirkennari, síðar skólastjóri þar. I Menntaskólanum á Akureyri var Siguröur Guð- mundsson skólameistari og Þórarinn Björnsson yf irkennari, síðar skólameistari þar. I Háskóla Islands voru kennarar mínir allir eftir- minnilegir ágætismenn og raunar landsþekktir lærdómsmenn. Eg ætla ekki að gera upp á milli þessara manna, en þeir er ég nefndi með nöfnum höfðu sem stjóm- endur sérstöðu meðal kennaranna. Þessir menn eru í hópi þeirra manna eréghefi kynnst ogmérþykir mest til koma. Vitsmuni þeirra og lærdóm dregur enginn í efa, enda voru þessir menn frábærir kennarar. En óeigingjörn umönnun á sálumhinna ungu, viðleitni þeirra til mannræktar og mannbóta, ræktun réttlætiskenndar og sjálfstrausts og fleira í þáveru var þeirra aðalsmerkL Eftir að ég settist í Háskóla Islands hér í Reykja- vík og þó einkum eftir aö ég hóf störf hjá Sambandinu, þá átti ég samstarf með og kynntist persónulega flestum þeim forystumönnum, er ég haföi áöur úr f jarlægö litið á sem mina leiðtoga og átrúnaðargoð, suma hverja. Hér fóru margir ágætir menn, sem gott var að kynnast og voru að mínum dómi þarfir þegnar og heilladrjúgir f orystumenn. Sú heildarmynd, sem hjá mér hefir oröið til af þessum forystusveitum, kennurum mínum annars vegar og þjóðmálaforingjum og félagsmálafröm- uðum hins vegar, er þó máluð býsna ólíkum litum. Skólafrömuðirnir, mikilhæfir leiðtogar annars vegar með örvandi undirhyggjulausa umhyggju fyrir nemendum sínum, landi og þjóð, án tilhneig- ingar til þess að stjómast af eigin hagsmunum eða öðrum slíkurn viðhorfum, en hin sveitin blönduð Ijósum og dökkum litum þar semskrúðgarðurinn og ljónagryfjan voru hlið viö hlið. Vera má að ég geri þessum málum betur skil síðar meir, ef guð lofar og Gook vill, eins og mig minnir ég heyra sem orðtak á Akureyri. Af minum átrúnaöargoðum á landsmála- og félagsmálasviði, er ég kynntist á þessum árum, þá var Jónas Jónsson frá Hriflu sá þeirra sem reyndist við kynningu nokkum veginn eins og ég hafði gert mér í hugariund áður, bæði persónulega og hvað snerti skoðanir og lífsviðhorf. I.G.Þ. ■jnvr^) tiwms >r.. 'i uum/n orrzcg o Aurust 1943 i’Mjj ii to Csrtify that é / í-U v <»; . ■> of thö Xoelandic vesscl __ > C v ‘ L stration V.o. 1; ■ "í itÍMs ,0 j!>írahiJ3« naviratiön chart.s of Iceianðic «aters r@i8síon frœa ,'thé áiíitarjr autVior- yZ* / ,f f&4F'■ !váncx..) .... !>v, sr.fiiúrií Caotelr,, C.8. Aray Iiialadn Officcr, 3,3. Dœmi um leyfi til kaupa á sjókorti, sem þurfti að fó fró hernaðaryfirvöldum ó stríðsórun- Gömul mynd af húsinu Evanger i Seyðisfirði. Húsið var rifið fyrir mörgum tugum óra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.