Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 BritniÖ bardi á Akurey á strandstad. Bilar björgunartnanna sjást ofar i fjörunni. Taug er bundin vid bátinn og jarðýta er tit taks. DV-tnynd: Einar Ólason. Vélbáturinn Akurey: STEYTTIÁ SKERI OG RAK UPP í FJÖRU Vélbáturinn Akurey SF-52 strand- aöi í sandfjöru um 500 metra fyrir austan Hornafjarðarós á hádegi í gær. Níu manna áhöfn tókst aö bjarga sér í land af eigin rammleik og sakaði engan. Vélarbilun varö er báturinn var skammt fyrir utan ósinn. Rak bátinn hratt undan hvassri vestanátt inn á milli skerja, steytti á einu þeirra og rak upp í f jöru. Gátu skipverjar ekk- ert aöhafst til aö hindra strandið. Björgunarsveit Homafjarðar var kölluö út. Björgunarmenn voru mættir þegar bátinn rak að. Akurey er 86 lesta eikarbátur, smíöaöur í Danmörku áriö 1963. Bát- urinn er geröur út frá Hornafiröi. Skipstjóri er Jón Haukur Hauksson. Af níu manna áhöfn eru þrír Færey- ingar. Gera á tilraun til aö ná bátnum út á flóðinu í dag. Hann virtist óskemmd- ur er DV-menn flugu yfir strandstað síödegisígær. -KMU/ÖM. Sverrir Hermannsson: Framkvæmdastofnun verði lokað fram yfir kosningar LOKI Því ekki bara loka for gúdd? I blaðinu Suðurlandi mátti lesa fyrir skemmstu að Sverrir Her- mannsson, forstjóri Framkvæmda- stofinunar ríkisins, heföi látið þau orö falla á fundi hjá sjálfstæðismönnum á Selfossi að réttast væri að loka Framkvæmdastofnun fram yfir kosningar. Astæöumar væm þær aö framsóknar- og alþýðubandalags- ráðherramir væm aö slá kosninga- víxlana sem sennilega væru upp á 100 milljónir í erlendum lánum. Með lokum stofnunarinnar væri hægt aö koma í veg fyrir þá óráðsiueyðslu sem virtist standa fyrir dymm til andlitslyftingar ráöhermnum. Er DV bar þessa frétt undir Sverri sagðist hann hafa talaö blaöalaust á Selfossfundinum og hann myndi ekki nákvæmlega hvaöa orð hann heföi látiðfallaþar. „Eígum við ekki bara aö ætla aö þetta sé rétt meö farið,” sagöi Sverr- ir Hermannsson. -SþS Hæg- læti í veðrinu Veðurfræöingar búast viö hæglætis- veðri um allt land yfir helgina. A sunnudag fer aö þykkna upp vestan- lands en bjart verður áfram austan- lands. Víðast á landinu ætti því aö vera - gott skíöaveöur og allir skiöamenn sem vettlingi geta valdið ættu aö leggja sitt fram í norrænu fjölskyldu- keppnina á skíðum. -ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.