Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 19
• DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
19
Það má kalla mig
mlan tslandsvfn"
sem er þekkt nafn í sænskum tónlistar-
heimL”
íslenskt tónlistarlíf
óformlegra en sænskt
— Telur hann að sænskir tónlistar-
menn geti lært eitthvað af íslenskum
kollegumsínum?
„Já, tvímælalaust. Þar má fyrst
nefna einlægnina í islensku tónlistinni
sem ég nefndi áðan. Svo hefur tekist að
varðveita þennan sérstaka frískleika í
íslenskri tónlist sem ég sakna annars
staðar. I samfélagi eins og til dæmis í
Svíþjóð verður tónlist mjög auðveld-
lega framleiösla framleiðslunnar
vegna, en er hér meira lifandi, nær
fólkinu. Islenskt tónlistarlíf er mun
óformlegra en það sænska. Tónlistarlíf
í Svíþjóö er svo stofnanabundið, þetta
er heilmikið bákn,” segir Göran með
áhyggjusvip.
Andleg fjarlægð
milli Norðurlandanna
— Hvað um tónlistarlegt samstarf
milli Norðurlandanna y firleitt?
„Það er hreinasta hneyksli. Allt fullt
af stofnunum sem eiga að stuðla að
norrænu samstarfi, en ekkert gerist.
Tökum sem dæmi Sinfóniuhljómsveit
Islands. Ekki eitt einasta norrænt verk
á efnisskránni í vetur. Svipaða sögu er
að segja af öðrum sinfóníuhljómsveit-
um á Norðurlöndunum. Það er ótrú-
lega mikil andleg fjarlægð milli Norð-
urlandanna, því miður,” segir Göran
raunalegur á svip. „Það ætti í raun og
veru ekki aö þurfa aö gera sérstakar
kynningarherferðir á norrænni tónlist
á Norðurlöndunum, þetta á að vera
s jálfsagður hlutur. ’ ’
— Hverjar telur hann ástæðumar
fyrir þessari andlegu fjarlægð á tón-
listarsviðinu?
„Þær má fyrst og fremst rekja til
þess að stóru tónlistarstofnanirnar á
Norðurlöndunum einbeita sér að gam-
alli tónlist. En á Norðurlöndunum er
ekki svo mikið til af gamalli konsert-
tónlist. Konserttónlistá Norðurlöndun-
um er frekar ný. Svo er einnig um
áhugaleysi og skilningsleysi aö ræða.
Það finnst mörgum í Svíþjóð ég vera
eitthvað skrýtinn að vera að standa í
því að kynna íslenska tónlist. Ég læt
það sem vind um eyru þjóta, enda bæði
sé ég og f inn áhugann.”
Bók um íslenska
tónlist í smíðum
— Hvaðumframhaldið?
„Ég er búinn að taka að mér að
skrifa bók á ensku um íslenska tónlist,
en frumkvæðið að þessu hafa
Tónskáldafélag Islands og Islenska
tónverkamiöstöðin haft. Þessi bók
verður framhald þeirrar bókar sem ég
minntist á hér að framan. Hvenær hún
kemur út vil ég engu lofa um. Ég þekki
það af gamalli reynslu að lofi maöur
einhverjum ákveðnum tíma tekst yfir-
leitt aldrei að standa við hann,” segir
Göran og kímir á ný. „Svo vonast ég til
að geta haldið áfram að kynna íslenska
tónlist í Svíþjóð, ef þess þarf þá með.
Ég held að stærstu hindrununum hafi
þegar verið rutt úr vegi.”
-SþS
Þaö fínnst mörgum í Svíþjóö ég vera eitthvaö skrýtinn aö vera aö fást við
kynningará ísienskri tónlist.
DV-ÁSKRIFENDUR
r/
lllDJMfEPD
með kostakjömm
13.—20. mars.
/^s.
POLARIS
Innifalið er flug, gisting og morgunverður,
flutningur af og á flugvöll í London, fararstjórn,
aðgöngumiði á ,,Cats”-söngleikinn
og ferð á enskan , ,pub”.
FERÐASKRIFSTOFA Nánari upplýsingar
Bankastræti 8,
símar 28622 og 15340.
Af ððrum viðburðum i London þsssa viku má
nefna: leikhúsverk (m.a. Evita, Guys and
Dolls) og hljómleika (t.d. London Symphony
Orchestra meö Rudolf Serkin sem einleikara).
Fyrir knattspyrnuunnendur: Arsenal — Luton í
1. deild 19. mars. — Auk þess er hœgt að út-
vega aðgöngumiöa að ýmsum sýningum,
söfnum og skoðunarferðum.
ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA DV
í samvinnu við
FERÐASKRIFSTOFUNA
POLARIS
býður vikuferð til London
13. mars nk. á ótrúlegum kostakjömm.
VERÐ FRÁ KR. 7.900,-
(gengi 15.2. ’83).