Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 25 Skák Jón L Árnason að Kasparov yrði heimsmeistari árið 1990. Sumir segja að ekki þurfi að bíða svo lengi. Við skulum líta á eina skák Kasparovs sem ekki hefur birst víða. Hún er tefld árið 1975 í keppni stór- meistara gegn ungum skákmönnum. Kasparov er 12 ára gamall og á í höggi við Lev Poluga jevsky. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Lev Polugajevsky Sikileyjarvörn. 1. e4 c52. Rf3e63.d3 Kasparov reynir í þessari skák að víkja frá troðnum slóðum, enda þekkir Polugajevsky vel innviði Sikileyjarvamarinnar. 3. — d5 4. Rbd2 Rc6 5. g3 Bd6 6. Bg2 Rge7 7.0-0 0-0 8. Hel Bc7 9. De2 Að sögn Botvinniks er 9. a3 betra, með hugmyndinni að leika c2—c3 og síðan b2—b4. 9. — b610. h4 Rb4 ll.Rfl Kasparov var lítt hrifinn af því að hörfa á sínum yngri ámm og er hann það enn. Betra er 11. Ddl! og síðan a2—a3. Nú nær Polugajevsky frumkvæðinu. 11. —dxe4!12. Dxe4 Með þessum leik býður Kasparov Polugajevsky upp í dans, því að hvíta staðan er slæm eftir 12. dxe4 Ba6 13. c4 Dd3! o.s.frv. En nú hefði Polu átt að leika 12. — Hb8! og ef 13. Rg5 þá 13. — Rf5! og síðan 14. — Bb7 meðbetratafli. 12. — Rxc2?! 13. Dxa8 Rxal 14. Re3! Rf5 15. Rxf5 exfð 16. Bg5 f6 17. Hxal fxg5 18. Rxg5 g6 19. Helh6 20. Dc6! Snjall leikur, sem opinberar hæfi- leika Kasparovs. Ef nú 20. — hxg5, þá 21. Dxg6+ Kh8 22. Dh6+ Kg8 23. Bd5+! Dxd5 24. Dg6+ Kh8 25. He7! og mátar. 20. — Dd6 21. Re6 Dxc6 22. Bxc6 Bxe6 23. Hxe6Kg724.Be8! Hvítur á nú mun betra tafl og nú, átta árum síðar, væri Kasparov ekki í vandræðum með að innbyrða vinninginn. 24. —Í4!25.g4? Nú leysist taflið upp í jafntefli. Betra er 25. Hxg6+ Kh7 26. Hc6! Be5 27. Bg6+ Kg7 28. Be4 og hvítur verður peði yfir með góðar vinnings-, líkur. 25. —Bd8! Ef nú 26. Hxg6+, þá 26. — Kh7 og síðan 27. — Bxh4. Kasparov bauð því jafntefli sem Polugajevsky þáði. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Urslit í einmenningskeppninni (firmakeppninni), sem lauk 27 jan. 1983. stig 1. Vilhjálmur Þ. Pálsson 127 (Þórður Arnason) 332 2. Leif österby (109) 302 3. Gunnar Þórðarson 300 (Sundhöll Selfoss 77) 4. Kristmann Guömundsson 300 (Fossnesti 105) 5. Þorvarður H jaltason (Stefnirh/f 114) 298 6. Þórður SigurAsson (Vélgrafans/f 67) 295 7. Gestur Haraldsson 4 Ljósmst. Hauks Gisl. 93 ) 288 8. FriOrik Larsen (Fossvélarb/i 106) 287 9. Hrannar Eriingsson 283 (SuAurgarOur h/f 79) 10. lírynjólfur Gestss. (Rafveita Self. 98) 283 Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudagskvöld 17. 2. sl. laukButler tvímenningskeppni félagsins og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Ásgeir Ásbjömsson/FriAþjAfur Einarss.208 2. GuAbr. Sigurbergg/Kristófer Magnúss 203 3. Georg Magnúss./Kristján Blöndal 187 4. Magnús Jóhannss./Bjami Jóhannss. 186 5. -6. Sverrir Jónss./Ölafur Ingimundars. 181 5.-6. Ölafur Gislas./Sig. ÁAalsteinss. 181 Alls tóku 20 pör þátt í keppninni og sá Hermann Lárusson um keppnisstjórn af röggsemi. Nk. mánudagskvöld 21. 2. hefst firmakeppnin eða einmenningur eins og þetta keppnisfyrirkomulag er oftast kallað. Spilað verður í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.30. Allir sem áhuga hafa á að vera með eru boðnir vel- komnir og ja&iframt bent á að þátt- tökuréttur fer eftir skráningarröð spil- ara og er því vissara að mæta vel tímanlega. Bridgedeild Skagfirðinga Þriöjudaginn 15. febrúar lauk aðal- sveitakeppni deildarinnar. I síöustu umferð spiluðu tvær efstu sveitimar innbyrðis og lauk þeim leik með sigri sveitar Guðrúnar Hinriksdóttur gegn sveit Lárusar Hermannssonar, 19—1. Auk Guðrúnar spiluöu Ármann Lárus- son, Bjami Pétursson, Haukur Hannesson, Ragnar Bjömsson og Sævin Bjarnason. Efstu sveitir urðu sem hér segir: stig 1. sveit GuArúnar Hinriksdóttur 129 2. sveit Lámsar Hermannssonar 117 3. sveit Tómasar SígurAssonar 101 4. sveit Sigmars Jónssonar 96 5. svcit Baldurs Ásgeirssonar 93 Þá var spiluð stutt tvímennings- keppni með rúbertuformi, efstir urðu: 1. Jón Hermannsson/Ragnar Hansen 16 2. SigurAur Sigurjónss./Sveinn Sveinss. 12 3. Sævin Bjamason/Ármann Lárnss. 11 Næsta þriðjudag mæta félagar I Bridgefélagi Keflavíkur til árlegrar keppni milli félaganna. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, að þessusinni. Bridgefélag Breiðholts Nú er aöalsveitakeppni félagsins lok- ið með sigri sveitar Rafns Kristjáns- sonar sem hlaut 151 stig. Auk Rafns voru þeir Árni Guömundsson, Bragi Jónsson og Þorsteinn Kristjánsson í sveitinni. önnur röð sveita var þessi: 2. sveit Gisla Tryggvasonar 133 3. sveit Baldurs Bjartmarssonar 120 4. sveit Gunnlaugs Bjólu 104 Nasstkomandi þriðjudag hefst þriggja kvölda Butler tvímenningur og eru spilarar beðnir um að mæta tíman- lega til skráningar. Spilað er í Félags-r miðstöðinni Gerðubergi v/Austurberg kl. 19.30. Allt spilafóik er velkomið. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgeklúbbur Akraness Staðan í Akranesmótinu í tvímenn- ing þegar fimm kvöld af sex eru búin erþessi: stig 1. Oliver Kristólerss./Þérir Leifsson 264 2. Ölafur Gr. Ólafss./GuAjón GuAmundss. 250 3. Karl ÁlfreAsson/ÞórAur Eliass. 234 4. Eirikur Jónsson/ÁlfreA Viktorss. 224 5. Skúli Ketilsson/Vigfús SigurAss. 199 Laugardaginn 12. febrúar var spiluö hin árlega bæjarkeppni milli Akurnes- inga og Hafnfirðinga og var spilaö á Akranesi í ár. Fimm sveitir frá hvor- um aðila spila í aðalkeppninni en sjötta sveitin spilar um sérstakan bikar. Ur- slit urðu sem hér segir og eru sveitir Akumesinga taldar upp á undan. stig 1. borA Sveit ÁilreAs Viktorssonar 11 Sveit ÁAalsteins Jörgensens 9 2. borA Sveit Halldórs Sigurbjömssonar 3 Sveit Sævars Magnússonar 17 3. borö Sveit Guömundar Sigurjónssonar 0 Sveit Kristéfers Magnússonar 20 4. borö Sveit AlfreAs Þ. AifrcAssonar 20 Sveit Jóns Gíslasonar 0 5. borö Svcit Búa Gislasonar 9 Sveit Kristjáns Haukssonar 11 Hafnfirðingar bára því sigurorð af Akumesingum í aðalkeppninni þetta árið með 57 stigum gegn 43 stigum. 6. borA Sveit Björgvins Bjarnasonar 10 94IPM stig Sveit Ernu Hrólfsdóttur 10 93IPM stig Eins og sjá má sigruöu Akurnesing- ar á sjötta borði en naumari gat sigur- inn ekki orðið. Háaloftið VIÐ HÆFI BARM Nú hefur góa tekið við af þorra að koma okkur á óvart með veður og þótt þeir hafi hvorki þorra né góu á Spáni las ég þaö í blaðinu um síðustu helgi að hitinn væri helmingi hærri á Akureyri en Mallorca og vantaöi þá ekkert nema bjórinn til að það yrði helmingi notaiegra að vera fyrir norðan en á sólgylltri strönd þar sem menn kjaga á barinn, tilbiðja guð sinn og deyja svo sem eins og hundrað sinnum á hálf um mánuði. Manni finnst vera vor í lofti því að grasið kemur grænt undan snjónum og malbikið sem einu sinni var á Miklubrautinni er farið veg allrar veraldar og hefur skiliö eftir sig holur sem maður ekur ofan í á leið- inni vestur í bæ að flytja fyrir fólk sem maður þekkir. Og vegna þess að fólkið ætlar aö flytja inn á fyrstu hæðina fyrirgefur maður holunum að vera svona margar og svo veit maöur að borgarstjórinn verður búinn að fækka þeim um allan helming áöur en maður fer að ganga um göturnar með lúðrasveit í broddi fylkingar á sumardaginn fyrsta og veifa íslenska fánanum. Þegar ég var í skóla mátti maður aldrei skrifa maður í íslenskum stíl því að það þótti ekki fínt en nú töltir maður með sófasett og isskápa og sjálfvirkar þvottavélar upp þennan eina stiga og finnur ekki fyrir því og í leiðinni les maður fallega innramm- að skjal þess efnis að lóðin við húsið sé við hæfi baraa og auövitað ekki nokkurt kvikindi á lóðinni því að það er búið að finna upp vídíó og tölvuspil. En það er fleira við hæfi barna en lóöirnar í vesturbænum og má þar nefna foreldra, ríkisstjómir og bíó- myndir svo ekki sé minnst á afa og ömmur sem hafa verið við hæfi baraa frá ómunatíð og tekist að gera barnabömin sín vitlaus í frekju á mettíma og nú eru sum þessara barnabarna komin á Alþingi og í Benedikt Axelsson c stjórn og eiga kannski bamabörn sjálf sem þau eru að búa undir það að erfa heiminn. Okkur hefur sem sagt tekist að þreyja þorrann og hver veit nema okkur takist líka að þreyja góuna og láglaunabæturnar sem eru farnar að taka til máls í sjónvarpi rétt eins og þær hafi eitthvað aö segja þótt búiö sé að lýsa því yfir margoft og næstum því sanna aö þær hafi það ekki. En það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt á vorin. Viðskiptavinir Um daginn fór ég niður að Tjörn því að þótt þessi bleyta í hjarta borgarinnar sé svo sem ekkert augnayndi í sjálfu sér er alltaf jafn- gaman að heimsækja endurnar sem eru eins og skatturinn, rífa allt af manni til að byr ja með og heimta svo meira að því loknu. En það eru fleiri en skatturinn sem vilja sitt þessa dagana og man ég ekki til þess að bréfalúgan min hafi verið notuð annaö eins og undan- famar vikur. Það er engu líkara en hún sé komin í vinnu hjá öllum opin- berum stofnunum í iandinu og af því að ég er viðkvæmur að eðlisfari finn ég stundum til með henni þegar mest er að gera og hún alveg að gefast upp á reikningaflóðinu. Eg hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort rétt sé að kalla okkur viðskiptavini þeirra stofnana sem selja okkur vatn, rafmagn, simtöl og sænska skemmtiþætti því að ef við af einhverjum ástæðum borgum ekki er umsvifaiaust sendur maður til okkar að loka fyrir vatnið, rafmagnið og sænsku þættina en fyrir símtölin er skrúfað niðri í bæ og ekki opnað aftur fyrr en óvinurinn hefur borgaö reikninginn með áföllnum kostnaði og á ég ekki við þann kostnað sem við höfum af því að leita um allan bæ að banka sem þóknast að hafa opið þegar venjulegt vinnandi fólk hefur frí. Þótt það komi kannski ekki málinu við þá er ég hreint og beint skít- hræddur við allar opinberar stofn- anir í landinu og þori ekki annað en sitja og standa eins og þær bjóða hverju sinni því að ef ég stend ekki í skilum þegar þeim þóknast koma þær æðandi og hirða af mér það sem ég á vegna þess að ég er hvorki togari né frystihús og get ekki fengið lán úr Bjargráðasjóði jafnvel þótt ég sé afskaplega mikiö lamb að leika sér við. En svona er lífið og það býður einnig upp á reikningslausa daga og hver veit nema fuglamir komi frá heitu löndunum í vor með sólskin og birtu og sænskan skemmtiþátt nefinu og við getum í rólegheitunum hlustað á þá syngja fyrir utan gluggann á meðan einhver skrúfar fyrir símann okkar niðri í bæ. Kveðja Ben. Ax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.