Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Page 1
Afbrot á íslandi eru jafngömul Is- landsbyggð, er víst óhætt að segja. Á öllum tímum hefur þjóðfélagið, eins og reyndar öll þjóðfé- lög, átt í höggi við sakamenn. Saka- mennirnir, eins og mannfólkið almennt, eru eins misjafnir og þeir eru margir. Daglega lesum við í blöðunum um afbrot og glæpi af öllu tagi. Hvers vegna hneigj- ast menn til afbrota? Til þess eru eflaust margar ástæður, kannski upplag eða uppeldi viðkomandi? Þeirri spurningu verður víst seint svarað, ef nokkru sinni. Svokallaðir sí- brotamenn eru þeir sem æ ofan í æ brjóta af sér, oft kallaðir „góðkunn- ingjar lögreglunnar” í fréttum. Þetta eru menn sem einhvern veginn hafa lent ut- angarðs í þjóðfélag- inu. Þeir brjótast inn tíu, tuttugu, þrjátíu sinnum, eru kærðir, dæmdir, sitja inni og um leið og þeir losna hefst sama sagan á ný. . . I þessari grein birtum við sögu eins slíks síbrotamanns. Hann hefur setið inni lengst allra íslend- inga fyrir þjófnaðar- brot, samtals í 5 ár. Við veltum fyrir okk- ur áleitnum spurn- ingum og leitum svara við nokkrum þeirra: hvaðkostar til dæmis einn fangi ríkið á dag? _kj> Textis Kristin Þorsteinsdéttir Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.