Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 1
Afbrot á íslandi eru jafngömul Is- landsbyggð, er víst óhætt að segja. Á öllum tímum hefur þjóðfélagið, eins og reyndar öll þjóðfé- lög, átt í höggi við sakamenn. Saka- mennirnir, eins og mannfólkið almennt, eru eins misjafnir og þeir eru margir. Daglega lesum við í blöðunum um afbrot og glæpi af öllu tagi. Hvers vegna hneigj- ast menn til afbrota? Til þess eru eflaust margar ástæður, kannski upplag eða uppeldi viðkomandi? Þeirri spurningu verður víst seint svarað, ef nokkru sinni. Svokallaðir sí- brotamenn eru þeir sem æ ofan í æ brjóta af sér, oft kallaðir „góðkunn- ingjar lögreglunnar” í fréttum. Þetta eru menn sem einhvern veginn hafa lent ut- angarðs í þjóðfélag- inu. Þeir brjótast inn tíu, tuttugu, þrjátíu sinnum, eru kærðir, dæmdir, sitja inni og um leið og þeir losna hefst sama sagan á ný. . . I þessari grein birtum við sögu eins slíks síbrotamanns. Hann hefur setið inni lengst allra íslend- inga fyrir þjófnaðar- brot, samtals í 5 ár. Við veltum fyrir okk- ur áleitnum spurn- ingum og leitum svara við nokkrum þeirra: hvaðkostar til dæmis einn fangi ríkið á dag? _kj> Textis Kristin Þorsteinsdéttir Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.