Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR6. MAl 1983.
TRIMMLANDSKEPPNIN
FÓR VEL AF STAÐ
Norræn trimmlandskeppni fatlaöra
hófst á sunnudaginn var. Var strax
mikil og góö þátttaka í keppninni enda
Islendingar staöráönir í aö sigra í
henninúna.
Keppnin er tvíþætt. I fyrsta lagi er
hún á milli Noröurlandanna og svo á
milli héröassambandanna hér. Hlýtur
þaöhéraöDV-homiösem sembestum
árangri nær miöaö við íbúafjölda.
Verölaunagrip þann gaf Dagblaöið-
Visú-til keppninnar.
Markús Einarsson, framkvæmda-
stjóri keppninnar, sagði í gær aö þátt-
tökukort heföu verið send til héraös-
sambamía og ýmissa annarra aöila
víöa um land. Á kort þessi skráir þátt-
takandi sitt trimm ásamt dagsetningu
og einkenni þeirrar greinar sem hann
tekurþáttí.
Kort þessi hafa ekki borist til allra
og því birtum viö mynd af kortinu hér
og er þátttakendum heimilt að klippa
hana útognota.
Rétt til þátttöku í keppninni hafa
allir félagsbundnir í íþróttafélögum
fatlaöra og einnig ófélagsbundnir
fatlaöir. Skilgreining á fötlun er erfiö
en í þessari keppni er miðað við alla þá
sem eiga viö einhverja fötlun aö búa.
Má þar t.d. nefna sjónskerta, heyrnar-
skerta, hreyfihamlaöa, þroskahefta,
gigtveika, öryrkja svo eitthvaö sé
nefnt. Einnig eiga aldraöir rétt á aö
taka þátt í keppninni, svo og fólk sem á
viö tímabundna fötlun aö búa. Telst
t.d. handleggsbrotinn maöur fatlaöur
þar til hann hefur náö aftur fullum
bata.
Hafa því margir rétt til aö vera meö
og lætur sjálfsagt enginn sitt eftir
liggja til að tryggja sínu héraði sigur
og um leiö aö tryggja sigur Islands í
Norrænu trimmlandskeppninni í
annaðsinn.
-klp-
Verðlaunin sem um er keppt í Norænu
trimmlandskeppninni. Bikarinn lengst
til vinstri er farandbikar sem gefinn er
af Svíum en minni bikarinn lengst til
í hvert sinn sem þú tekur þátt færist
dagsetning í reit ásamt merki hverrar
greinar
Nafn
Heimiii
F.D.
AR:
ÞÁTTTÖKUGREINAR
ganga = 9
hlaup = h
sund = s
hjólreiöar = hj
kajakróður = r
hjólastólaakstur = ha
hestamennska = he
Reyndu að ná
einu stigi á dag
þá hefur þú gert þitt til
þess að færa íslandi sigur.
Þátttaka fhvertskipti
varir mínnst 30 mínútur.
TRÚNAÐARMAÐUR:
Nafn
Heimili
Kortiö sem notaö er í trimmlandskeppninni. í hvern reit er skráö dagsetning og einkenni greinarinnar sem viðkom-
andi tekur þátt í. Kort þetta má klippa út úr blaðinu og geta þeir notað það sem ekki hafa haft tök á að útvega sér
kort eftir öðrurn leiðum.
fKKft/V
18. tbl. — 45. árg. 5. maí 1983.
.......
Meðal efnis í VIKUNNI núna:
• íslenskir Vasagöngumenn — spjallað við
þátttakanda í Vasa-skiðagöngunni
• Góð ráð til að koma reglu á ruslið
• Meistaragreiðslur Sólveigar Leifsdóttur
• Óvenju margbrotinn pianóleikari, hann
Martin Berkofsky, en ætlar samt að halda
áfram að spila
• Aðferð til að finna þungamiðju bílsins
• Vatnið flaut og vinið rann — spjallað um
Moseldalinn og vinin Ijúfu
• Orchestral Manoeuvres in the Dark á plak-
ati
• Langtima lambalæri með Ijúfum keim i Eld-
húsi Vikunnar
• Og ekki má gleyma framhaldssögunum si-
vinsælu — hver býður upp á framhaldssög-
ur nema Vikan?
á næsta
blað-
sölu-
stað
hægri fær sú þjóð til eignar sem sigrar
í keppninni. í miðjunni er DV-hornið
sem Dagblaðið-Vísir gaf til keppninnar
en það hlýtur það hérað sem er meö
besta þátttöku miðað við íbúaf jölda.
DV-mynd Bj. Bj.
EinarBen.
aftur á
veiðar
— nú f rá ísafiröi á
djúphafsrækju
Hiö margumtalaða fiskiskip,
Einar Benediktsson, mun halda
aftur á veiöar í dag eöa á morgun.
Hefur verið unniö aö ýmsum
lagfæringum á skipinu síöan þaö
var fært til hafnar aö kröfu
Siglingamálastofnunarinnar fyrir
liölega þrem vikum.
Gert hefur veriö við þaö sem um
var beöið og mun Einar Ben. fá haf-
færiskírteini um leiö og viögeröum
er lokiö. Þó mun verða beöið meö
uppsetningu á skutrennulokanum
fram á sumar en hann var eitt aðal-
málið þegar skipiö var tekiö.
Einar Ben.mun fara á djúphafs-
rækjuveiðar og stunda þær meö
1800 möskva trolli. Á skipinu veröa
sex menn í staö tíu áöur og mun það
leggja upp aflanná Isafirði. -klp-
Ríkiskassanum bjargað:
317 milljón króna erlent lán
Islenska ríkiö hefur tekiö lán hjá
Hollendingum aö upphæð 40 milljónir
hollenskra gyllina sem er jafnvirði
sem næst 317 milljóna króna.
Samningur þessa efnis var undir-
ritaðurfyrir skemmstu í Reykjavík.
Lánið er tekiö hjá tveim hollenskum
bönkum fyrir milligöngu Amro Bank.
Þaö er veitt til 10 ára en er afborgunar-
laust fyrstu sex árin. Vextir eru 8 7/8%
og greiðast árlega eftir á. Lánsféö mun
renna til framkvæmda samkvæmt
lánsfjárlögum, aö því er segir í frétt
frá f jármálaráöuneytinu. -JSS
Mál Grétars Sigurðar Árnasonar:
Vitnaleiðslur hef jast brátt
Mál Grétars Siguröar Ámasonar
veröur flutt í héraösdómi í fyrsta lagi í
lok júní næstkomandi, aö sögn Gunn-
laugs Briem, yfirsakadómara í
Reykjavík, sem dæmir málið sam-
kvæmt umboðsskrá.
Grétar Sigurður er ákæröur fyrir
manndráp og líkamsárás. Hann er
ákæröur yfir að hafa ráöist aö tveim
frönskum systrum í sæluhúsi á
Skeiðarársandi eftir miönætti 17. ágúst
síöastliöið sumar, vopnaöur hagla-
byssu. Hann er ákærður fyrir aö hafa
bariö aöra stúlkuna í höfuöiö meö
byssuskefti þannig aö hún hlaut
höfuökúpubrot og að hafa hleypt
skotum af haglabyssu í bakhiuta
hinnar stúlkunnar. Síöan aö hafa meö
valdbeitingu gagnvart stúlkunni og
röngum upplýsingum til ökumanns
tankbifreiöar aftraö því að hún kæmist
meö bifreiöinni og gæti leitað læknis-
hjálpar. Loks er Grétar Sigurður
ákærður fyrir aö hafa komið stúlkunni
fyrir í lokuöu farangursrými bifreiöar.
Vitnaieiöslur hefjast síöar í þessum
mánuöi og veröa bæöi í Reykjavík og
fyrir austan. Meöal þeirra sem bera
vitni er franska stúlkan sem Grétar
Sigurður er ákæröur fyrir aö hafa
höfuðkúpubrotiö.
Máliö var þingfest í sakadómi
Austur-Skaftafellssýslu síðastliöinn
mánudag. Bragi Steinarsson
vararíkissaksóknari sækir málið en
Jón Oddsson hæstaréttarlögmaöur
hefur veriö skipaður verjandi.
-KMU.
Þyrla frá varnarliðinu Ienti með „slasaða” við Borgarspítalann skömmu fyrir
hádegi í gær.
DV-inynd: S.
FLUGSLYS SVIÐSETT
(VESTMANNAEYJUM
Almannavamir stóöu fyrir umfangs-
mikilli björgunaræfingu í Vestmanna-
eyjum í gærmorgun. Sett var á sviö
flugslys þar sem farþegaflugvél meö
36 manns innanborðs hlekktist á í
lendingu.
Allt tUtækt björgunarliö í Eyjum var
kallað út, lögregla, slökkviiiö, Hjálpar-
sveit skáta, sveit frá Björgunarfélagi
Vestmannaeyja og fleiri. Þyrla frá
varnarliðinu og flugvél Landhelgis-
gæslunnar, TF—SYN, komu til Eyja
ogsóttu,,slasaða”.
Aö sögn lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum tókst æfingin vel. Eftir er þó að
vinna úr skýrslum varöandi æfinguna
og munu þá eflaust einhverjir van-
kantar koma í ljós sem reynt veröur að
bæta úr.
-FÓV, Eyjum.