Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Síða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 6. MAl 1983.
ÓPERA OG BALLETT
í ÞJÓÐLEIKHtiSINU
— Cavalleria Rusticana og Fröken Júlía frumsýnd í kvöld
Niklas EK
og Ásdís
Magnúsdóttir
Aðalhlutverkin í Fröken Júlíu
dansa þau Ásdís Magnúsdóttir og
Niklas Ek.
Ásdís Magnúsdóttir hefur numið
ballett í Listdansskóla Þjóðleikhúss-
ins og Harkness Ballett School í New
York. Hún hefur dansaö í f jölda sýn-
inga Islenska dansflokksins og Þjóö-
leikhússins t.d. Les Sylphides, Gos-
brunninum, Blindisleik, Tófuskinni,
Ys og þys útaf engu, Pas de Quatre,
Sæmundi og Gieselle.
Niklas Ek fæddist í Stokkhólmi
1943 og er sonur Birgit Culiberg og
leikarans Anders Ek. Hann lærði hjá
Donya Feuer í Stokkhólmi og Martha
Graham og Merce Cunningham í
New York. Hann hefur dansað með
Cunningham ballettflokknum, Ball-
ett 20. aldar í Belgíu og Cullberg bali-
ettinum. Hann hefur dansað aðal-
hiutverk í fjölmörgum ballettum
móðursinnarauk annarra.
Síðasta frumsýning hjá Þjóð-
leikhúsinu á stóra sviöinu á þessu
leikári verður næstkomandi föstu-
dag, 6. maí. Þá verða flutt tvö vin-
sæl verk. Annars vegar óperan
Cavalleria Rusticana eftir Mas-
cagni og hins vegar ballettinn
Fröken Júlía eftir Birgit Cullberg.
Cavalleria Rusticana
Operan Cavalleria Rusticana er
flutt hér á landi í annaö sinn. Leik-
stjóri sýningarinnar er Benedikt
Ámason en aðalhlutverk leika og
syngja Ingveldur Hjaltestedt
(Santuzza), Sigríöur Ella Magnús-
dóttir (Lola), Halldór Vilhelmsson
(Alfio), Sólveig Björling (Mamma
Lucia) og síðast en ekki síst rúm-
enski tenórsöngvarinn Constantin
Zaharia. Hann syngur og leikur
Turiddu.
Operan gerist á Sikiley einn
páskadagsmorgun og er í senn
skapheitt og blóðugt verk. Jean-
Pierre Jacquillat stjórnarSinfóníu-
hljómsveit Islands sem leikur í
óperunni og ballettinum en Agnes
Löve æfir söngvarana og Þjóðleik-
húskórinn sem gegnir veigamiklu
hlutverkiíóperunni.
Fröken Júlía
Birgir Cullberg höfundur Fröken
Júlíu, frægasti dansahöfundur
Norðurlanda.er hingað kominn til
að stjóma undirbúningi ásamt að-
stoðarmanni sínum, Jeremy Leslie
Spinks, sem hefur æft verkið. Verk-
ið Fröken Júlía er þekktasta verk
CuUberg og hefur verið sýnt í 13
löndum, þ.á m. á IsJ-Jidi árið 1960.
CuUberg samdi verkið árið 1951 og
er þaö byggt á samnefndu leikriti
AugustStrindberg.
Ásdís Magnúsdóttir fer með hið
vandasama titUhlutverk baUetts-
ins en á móti henni dansar Niklas
Ek og síöar mun Per Arthur Seger-
ström taka við af honum. Meö önn-
ur helstu hlutverk fara þau Ingi-
björg Pálsdóttir, Birgitta Heide,
Örn Guömundsson og Olafía Bjam-
leifsdóttir og aðrir dansarar í
Islenska dansflokknum auk baUett-
nema og leikara.
Sinfóníuhljómsveit Islands undir
stjóm Jean-Pierre JacquiUat sér
um tónUstina.
Við kynnum hér á síöunni lykU-
fólkið á bak við uppfærslur þessara
tveggja verka.
Constantin
Zaharia
Constantin Zaharia er rúmenskur
að ætt og uppruna. Eftir nám í tón-
listarakademíu Búkarestborgar kom
hann fram í ýmsum óperum í heima-
landi sínu en hefur einnig sungið í
Búlgaríu, á ItaUu og var um tíma
fastráðinn við óperamar í Salzburg
og síðar í Strassbourg. Undanfarið
hefur hann verið lausráðinn og sung-
ið m.a. í óperauppfærslum í Frakk-
landi (Nancy, Lyon, Toulouse og
París, í AusturrUti (Graz) og í
Þýskalandi (Hamborg og Miinchen).
Hann syngur og leikur Turiddu í
Cavalleria Rusticana.
ás
Benedikt Árnason
og J.P. Jacquillat
Jean-Pierre Jacquillat fæddist í Versölum 1935. Hann
er aöalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands. Eftir
nám í slagverksleik og hljómsveitarstjórn viö Tónlistar-
skólann í París hefur hann ferðast víða og stjórnaö hljóm-
sveitum. Hefur hann m.a. verið hljómsveitarstjóri
Orchestre de Paris og Operunnar í Lyon. Hann var hljóm-
sveitarstjóri í uppfærslu Þjóöleikhússins á La Boheme
vorið 1981. Hann stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í Fröken
Júlíu og Cavalleria Rusticana.
Benedikt Árnason á aö baki 25 ára starf sem leikstjóri
við Þjóðleikhúsið og væri það að æra óstöðugan að rekja
það allt hér. Nefna má Hamlet, Þrettándakvöld eftir
Shakespeare, Nashyrningana eftir Ionesco, Húsvörðinn
eftir Pinter, Oss morðingja eftir Kamban, Eftir synda-
fallið eftir Miller svo eitthvað sé nefnt.
Benedikt Árnason leikstýrir Cavalleria Rusticana.
Gullherg og Leslie-Spinks
Birgit Cullberg er höfundur
Fröken Júlíu. Hún er eitt af stóra
nöfnunum í ballettheimi þessarar
aldar. I kjölfar framsýningar Frök-
en Júlíu árið 1950 vann hún sér mikla
frægö. Ariö eftir var hún ráðin ball-
ettmeistari hjá Konunglega sænska
ballettinum. Hún hefur einnig starf-
að hjá Konunglega danska ballettin-
um, ferðast víða og sett upp balletta
og kennt. Hún hefur einnig fengist
við leikstjórn og var um skeið einn
aöalleikstjóri Borgarleikhússins í
Stokkhólmi.
Helstu ballettverk hennar eru:
Medea, Eden, Mánahreinn, Rómeo
og Júlía, Konan úr hafinu, Eg er ekki
þú, Adam og Eva, Bellman, Dýonýs-
os og Evridís er látin.
Jeremy Leslie-Spinks hefur svið-
sett Fröken Júlíu fyrir marga ball-
ettflokka í Evrópu og Bandaríkjun-
um, nú síðast í París með Evu Evdo-
kimova og Rudolf Nureyev í aðal-
hlutverkum. Hann var um skeiö
danshöfundur, dansari og ballett-
meistari hjá Konunglega sænska
ballettinum, ballettmeistari Cull-
berg ballettsins 1980—1983 og hefur
aðstoðað ýmsa heimsþekkta dans-
höfunda. Á næstunni tekur hann við
ballettmeistarastööu hjá Ballet
Rambert á Bretlandi.
Hann hefur æft verkið Fröken
Júlía og stjómað undirbúningi ásamt
Cullberg.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Snillingar í stórdeilum um kaffitíma
Um það bil sem svonefnt
Rithöfundaráð, ein af stofnunum
Rithöfundasambands íslands, var
komið að fótum fram í höndum
kommúnista, gerði það samþykkt
þess efnis, að rithöfundum væri ekki
heimilt að skrifa um mál rithöfunda.
Það var forsmekkurinn að því
einræði, sem heltekið hefur Rit-
höfundasambandið í höndum þeirra,
sem málum þess hafa stjórnað á
undanförnum árum. Fundarsókn
þar er sögð nema 15—20 manns, þótt
félagar hafi til skamms tima verið
um tvö hundraö. Það er nokkuð há
tala í tvö hundruð og þrjátíu þúsund
manna þjóðfélagi. Ekkert hefur
heyrst frá rithöfundum í samband-
inu í langan tíma, og munu þeir hafa
tekið bókstaflega bann Rithöfunda-
ráðs við blaðaskrifum. En ööra
hverju líður aö aðalfundum, og finnst
þá ríkjandi stjórn skipta miklu máli
að finna flöt á því að halda völdum í
þessu hrófatildri. Nýjasta tillaga
stjórnar, sjálfri sér til halds og
trausts, er að heimila ýmiskonar
bókarhöfund'um öörum en þeim sem
skrifa skáldskap, inngöngu í félagiö,
ef það mætti verða til aö efla
kosningasigra í bili.
Miklar deilur eru sagðar hafa
veriö uppi á síöasta fundi sam-
bandsins út af þessari lagabreytingu
um rýmkun inngönguréttar. Sóttust
þar á tvær fylkingar vinstri manna
og Þjóðviljahöfunda undir forustu
Njarðar P. Njarðvík formanns og
Thors Vilhjálmssonar, venjulegs
meðlims, en áhrifamanns um
orðspor og rykti kollega. Deildu
fylkingar fast og segja heimildar-
menn að tvo tíma hafi tekið aö á-
kvaröa kaffihlé. Höfðu hinir fáu
fundarmenn ekki i annan tíma séð
önnur eins mælskutilþrif, eins og
þegar verið var aö mæla með
kaffihléi eða á móti því. Þeir Njörður
og Thor era að vísu skoöanabræður í
flestum tilfellum, cn Thor mun ekki
sjá ástæðu til að framlengja for-
mannstíma Njarðar með óhentugum
inntökum nýrra félaga. Fór fund-
urinn svo, að ekki varð afgreidd
tillagan um nýja félaga.
Þeir sem vilja vera í friði fyrir
svona uppákomum í hagsmunasam-
tökum sínum, hafa nú brugðið sér í
annað félag að sögn, Félag íslenskra
rithöfunda, og mun starfsemin fara
þar fram með friði. Enn skortir
nokkuð á aö opinberir aðilar, eins og
Ríkisútvarp og Menntamála-
ráðuneyti, hafi svarað tilkynningum
fra þessu félagi um réttarstöðu
meðlima, og fer það eftir ýmsu öðru í
þessu þjóðfélagi, að málvinum
kommúnista i opinberum stofnunum
verður tregt tungu að hræra hvenær
sem hrófla á við yfirráðum þeirra í
menningarmálum. Væntanlega mun
Félag íslenskra rithöfunda leita
frekari réttar síns sem stéttarfélag,
fari tvær fyrrgreindar stofnanir ekki
að láta í sér heyra. A.m.k. eru allar
horfur á því að meðlimir félagsins
láti ekki vesöld opinberra stofnana
hrekja sig til starfa í Rithöfunda-
sambandinu, þar sem nógir
erfiðleikar virðast fyrir.
Annars virðist eitthvað vera aö
rofa til í þeim opinberu stofnunum,
sem hafa meö listir að gera. Sú
óvænta heppni viröist yfir okkur um
þessar mundir, að ráðuneytis-
stjórinn í Menntamálaráðuneytinu
ætlar að hætta störfum fyrir aldurs
sakir en menn vora farnir að halda
að hann yrði eins gamall og
Methúsalem. t annan stað hefur út-
varpsráð tekiö upp nýja aðferð til að
reyna að sannfæra útvarpsstjóra um
að fleira fólk sé til í landinu en
kommúnistar. Þaö sameinast bara
um einn mann, utan einn útvarps-
ráðsmaður, sem fram að þessu hefur
verið eins og fingur guðs í útvarps-
ráði. Viö ráðningu á manni til rásar
tvö treystist útvarpsstjóri ekk; til að
hlýða fingri guðs, en fór að tilmælum
hinna sex. Þá neitaði útvarpsráð að
fá til lesturs erindi um kjarnorku-
sprengju á íslandi — fræðilegt erindi
eftir einn af sprengjusérfræðingum
Alþýðubandalagsins. Vel getur verið
að deilurnar í Rithöfundasamband-
inu stafi af því, að minna verður
umleikis á veisluborðum þess í fram-
tíðinni en hingað til.
Svarthöfði.