Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 6. MAl 1983
7
Útlönd Útlönd
Fyrrom liðsmenn úr þjóðvarðliði Somoza-stjórnarinnar í Nicaragua hafa gert
innrás í landið. Hér sjást þrír liðsmannanna í þjálfunarbúðum CIA í Everglades-
fenjunum í Florida.
Ösigur uppreisnar-
manna í Nicaragua
Varnarmálaráðuneyti Nicaragua
hefur tilkynnt að her landsins hafi
unniö sigur á 1200 manna innrásarliði
sem réðst inn í landið yfir landamærin
við Hondúras. Einnig segir í tilkynn-
ingu frá ráðuneytinu að stjórnarherinn
hafi öll völd við landamærin við Costa
Rica. Sagt er aö uppreisnarmenn hafi
þolaö mikið manntjón og aö bardagar
haldiáfram.
Fyrr í vikunni sagði í tilkynningu frá
varnarmálaráðuneytinu í Managua að
innrásarliðið frá Hondúras hefði verið
króað af í Nueva Segovia héraði og að
hersveitir frá Hondúras hefðu haldið
yfir landamærin til að bjarga særöum
uppreisnarmönnum. Yfirvöld í
Hondúras hafa mótmælt þessu
kröftuglega og segja engan sinna her-
manna hafa stigiö fæti á land Nicara-
gua.
íðen
us'
da9aoa
ártá°°'
. T8.0°
<**5Íw»8í£
^'e®opWán'3<>tö^aðfefð''f
ao’
\|\ð Y\3V
V.OV
Stórskotaárás
gerö á Beirút
Sjö létu lífiö og fimmtán særðust í
öflugri stórskotahríð sem haldið var
uppi gegn hverfi múslima í Vestur-
Beirút og síöar kristna borgarhlutan-
um í Austur-Beirút. — Stóð þessi skot-
hríö y fir í þr jár klukkustundir.
Þetta þykja verstu ósköpin sem yfir
höfuöborg Líbanon hafa dunið síðan
ísraelska herliðiö settist um hana síð-
astasumar.
Skothríðin kom frá svæðum sem eru
á valdi sýrlenska setuliðsins í Líbanon
og skæruliða Palestínuaraba. Lagöi
Amin Gemayel, forseti Líbanon, fyrir
yfirhershöfðingja Líbanonstjórnar að
skipa Sýrlendingum að stöðva skot-
hríðina.
Ekki er ljóst hverjir stóðu aö þessari
skothríð en hluti hennar virtist koma
frá fjöllum austan höfuðborgarinnar,
sem eiga að heita á valdi Israels-
manna en hafa logaö í bardögum drúsa
og kristinna manna undanfama mán-
uði.
Athygli vekur hve Líbanonstjóm var
fljót til að beina kröfum sínum á hend-
ur Sýrlendingum því að henni hefur
verið núiö um nasir að beita sér lítið
gegn þeim eöa Israelsmönnum síðan
hún missti öll tök á landinu í borgara-
styrjöldinni 1975— 76.
Sendiráðsbygg-
ingin ónýt
Bandarískir matsmenn hafa lýst
því yfir að sendiráðsbygging
Bandaríkjanna í Beirút sé svo illa
farin eftir sprenginguna í síðasta
mánuði aö ekki sé mögulegt að nota
hana meir. Meir en fimmtíu
manns, þar á meðal sautján
Bandaríkjamenn, létust þegar
sprengja sprakk framan við sendi-
ráðiö 18. apríl.
Verkfræðingar Beirútborgar
munu ákveða hvort byggingin
verður rifin af öryggisástæðum eða
ekki. Bandaríska utanríkisráðu-
neytið leitar nú að byggingu undir
starfsemi sína í Beirút.
Argentínumenn komust
aldrei til Falklandseyja
Ættingjar argentínskra hermanna,
sem lögðu úr höfn á farþegaskipinu
Lago Lacar til að finna grafir ætt-
menna sem féllu í Falklandseyjastríð-
inu, hafa snúið við. Búist er viö að skip-
ið komi til hafnar í Buenos Aires á
laugardag, viku eftir að lagt var upp í
feröina.
Áður en skipið sneri við kom til
snarpra orðaskipta milli þeirra
sem skipulögðu ferðina og áha&iar og
farþega. Flestir farþega og skipverja
heimtuöu að skipið sneri við þegar er
ljóst varö að ekki fengist leyfi til að
lenda við Falklandseyjar. Skipuleggj-
andi ferðarinnar, Osvaldo Destefanis,
vildi hins vegar láta reyna meir á
hörku breskra stjórnvalda, og meöal
annars var haft samband við páfagarð
í þeirri von að páfi fengist til þess að
hafa milligöngu í málinu.
ÍgSlsÍi!
- --- N
. W
■
nOO.-
*
: >• ' X' x ' si
lllllÍiSlill
J 40
I.................................................................i
AMC-Eagle 4X4
Síðustu bílarnir ’82.
EGILL.
VILHJALMSSON HF
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202