Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Qupperneq 10
10
Útlönd
DV. FÖSTUDAGUR 6. MAl 1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
NYR SJÚKDÓMUR:
Læknar íBandaríkjunum leita
nú að lækningu við honum
Læknar í Bandaríkjunum og víöar
standa nú nánast ráðþrota gagnvart
nýjum sjúkdómi, AIDS, sem fyrst
varð vart meðal hómósexúal-karla í
New York, Los Angeles og San Fran-
sisco. Hér er um sjúkdóm að ræöa
sem að langmestu leyti hefur lagst á
hómósexúal-fólk, þó eftir því sem
sjúkdómurinn breiöist út gerðist það
æ algengara aö aðrir verði fyrir hon-
um.
AIDS kom fyrst upp svo vitað sé
meö vissu í Bandaríkjunum 1980 og
til þessa er vitað af 1300 manns í
Bandaríkjunum sem hafa oröið hon-
um aö bráö. Innan við 14% af þeim
sem fá sjúkdóminn lifa lengur en
þrjú ár, að sagt er. Af þeim sem vit-
að er að þjást af sjúkdómnum eru
72% hómósexúal-menn en sífellt
fjölgar tilfellum utan þess hóps. M.a.
hefur sjúkdómsins oröið vart meðal
eiturlyfjaneytenda og er það rakiö til
smits vegna óhreinna sprautunála.
Þá hefur borið á sjúkdómnum meðal
innflytjenda frá Haiti og reyndar
telja sumir aö þaðan sé sjúkdómur-
inn ættaöur. Makar og böm sjúkl-
inga smitast einnig á stundum og þá
er taliö að nokkrir sjúklingar hafi
smitast við það að þiggja blóðgjöf.
I upphafi var sjúkdómurinn aðeins
þekktur í Bandaríkjunum en hefur
nú dreifst víöa um lönd. Þó virðist
dreifing hans eftir þjóöfélagshópum
vera svipuð víðast hvar.
Fyrstu tilfellin
Læknar urðu fyrst varir við þenn-
an nýja sjúkdóm svotil samtímis í
New York, Iæs Angeles og í San
Franeiseo. Onæmisfræðingar í Los
Angeles uröu undrandi þegar fór að
bera á sjaldgæfri tegund lungna-
bólgu, PCP, ásamt sveppasýkingu í
hálsi. Þessu fylgdi ótrúlegt þyngdar-
tap. Þetta kom á óvart því að PCP
finnst nánast eingöngu í þeim tilfell-
um þar sem sjúklingum eru gefin lyf
til að vinna gegn ónæmiskerfi þeirra
svo sem vegna líffæraflutninga.
Öllum sjúklingunum var það sam-
eiginlegt að þeir voru hómósexúal.
Á sama tíma kom upp í New York
að húðsjúkdómafræðingur fékk til
meðferðar ungan mann sem talinn
var þjást af Hodgkins veiki sem
svipar til krabbameins. En læknin-
um sýndist hér vera um að ræða til-
felli af Kaposi’s sarcoma sem er til-
tölulega vægt afbrigði af húðkrabba.
En læknirinn hafði aldrei séð ungan
mann með þennan sjúkdóm fyrr svo
hann spurðist fyrir og komst að því
að nokkur fjöldi slíkra tilfella hafði
verið greindur meðal ungra hómó-
sexúal-mana í New York síðan 1979.
Það sama varö uppi á teningnum
þegar hann spurðist fyrir í Kali-
fomíu.
En þegar Kaposi’s sarcoma lagðist
á þessa ungu menn virtist sjúkdóm-
urinn mun illkynjaðri en áður hafði
gerst. Fyrri tilfelli þóttu frekar væg,
en nú gerðist sjúkdómurinn bráö-
drepandi, breiddist mun hraðar um
líkamann.
Rannsóknir
hefjast
Þegar þessi fyrstu tilfelli og fleiri
voru borin saman kom í ljós að allir
sjúklingamir sýndu eitt einkenni
sameiginlega, þ.e. að ónæmiskerfið í
líkama þeirra var að miklum hluta
óvirkt. Þar sem öll fyrstu tilfellin
fundust meðal hómósexúal-manna
var orsakanna í fyrstu leitað í lífsstíl
þeirra, sjúkdómasögu. Það kom þá í
ljós að flestir þeirra sem höfðu feng-
iö AIDS höfðu áður fengið aöra kyn-
sjúkdóma, svo sem lekanda og sára-
sótt, óvenjulega oft.
Sumir læknanna veltu því fyrir sér
hvort ónæmiskerfi þessara manna
hefði hreinlega látið undan sífelldum
sýkingum en sú skýring þótti ósenni-
leg. Þó læknarnir hafi ekki fundið
hvað það er, sem orsakar sjúkdóm-
inn, geta þeir lýst sjúkdómsferlinum
mjög veL Aöalatriðið virðist vera
þaö að einni tegund hvítra blóð-
korna, T-lymphocytes, fækkar mjög
í AIDS-sjúklingum, auk þess sem
þau blóðkorn sem eftir eru virðast
oft afmynduð.
En fyrstu einkenni AIDS eru á eng-
an hátt stórkostleg og svipar um
margt til einkenna annarra sjúk-
dóma. Það ber fyrst á þreytu, hita,
niðurgangi og bólgnum eitlum í
hálsi, undir höndum og í nára.
Fjöldinn allur af einstaklingum,
sem gætu þess vegna átt á hættu
AIDS-smitun, sýna slík einkenni ein-
hvern tímann. Það er ekki ljóst hvort
sjúkdómurinn er alltaf jafnalvarleg-
ur, það er hugsanlegt að til sé veik-
ara afbrigði af honum sem fólk getur
fengið og læknast af. Það veit enginn
enn.
En þeir sjúklingar sem ekki lækn-
ast af sjálfu sér veikjast síöan af
sjúkdómum sem sjaldan leggjast á
fólk sem hefur ónæmiskerfi sitt í full-
komnu lagi. Um þriöjungur sjúkling-
anna fær Kaposi’s sarcoma, aðrir fá
PCP, og sumir sérlega illkynjaða
sýkingu af herpes, auk sýkinga sem
geta valdiö heilaskemmdum. En enn
veit enginn hvemig menn sýkjast af
AIDS.
Sumir hafa velt því fyrir sér hvort
ekki megi líkja AIDS við lifrarsjúk-
dóm, Hepatitis B, sem leggst á svip-
aða hópa og AIDS, þ.e. hómósexúal-
menn, eiturlyfjaneytendur, blóðþega
og Haitibúa. Það er vitað aö Hepatit-
is B smitast með líkamsvessum
ýmiskonar og læknar hafa velt fyrir
séf því hvort AIDS kunni að vera vír-
ussjúkdómur.
Eitt það sem komið hefur í ljós við
rannsóknir á AIDS er það að liðiö
getur allt frá nokkrum mánuöum til
tveggja ára, frá því að einstaklingur
smitast af AIDS þangaö til einkenni
sjúkdómsins koma í ljós. Ef svo vill
til, eins og tilfellið er meö aöra sjúk-
dóma að á þeim tíma sé einstakling-
urinn smitberi, getur reynst erfitt að
hafa hemilá sjúkdómnum.
Það sorglegasta við þennan nýja
sjúkdóm er þaö að um 20 börn í
Bandaríkjunum hafa sýnt einkenni
sem svipar mjög til einkenna AIDS.
öll þessi börn fæddust inn í þjóðfé-
lagshópa sem teljast í mikilli hættu
fyrir AIDS.
Hvaðan kemur
sjúkdómurinn?
Sumir vísindamannanna vilja
meina að AIDS hafi komið til Banda-
ríkjanna frá Haiti. En á það hefur
verið bent að fyrstu AIDS-tiIfellin
hafi verið greind svo til á sama tíma
i Bandaríkjunum og á Haiti og aö
þess vegna heföu bandarískir ferða-
menn getað flutt sjúkdóminn þang-
að, en Haiti er vinsæll sumarleyfis-
staður meðal hómósexúal-fólks í
Bandaríkjunum.
Aðrir vísindamenn hafa haldið því
Sjúkdómseinkenni: þriðjungur AIDS-sjúklinga fær húðkrabba sem kallaður er Kaposi's sarcoma.
Sorglegast erað börn virðast smitast af þessum sjúkdómi h'ka.
Haftíbúi, sem þjáist af AIDS, irannsókn.
fram að AIDS þurfi alls ekki að vera
nýr sjúkdómur. Sjúkdómurinn kunni
aö hafa þrifist árum saman í þriðja
heims löndum hitabeltisins þar sem
heilsugæsla er lítil og léleg hreinlæt-
isaðstaða gerir smitsjúkdóma al-
genga. Undir slíkum kringum-
stæðum er hugsanlegt að AIDS hefði
getað gengið árum saman án þess aö
lækna grunaði nokkurn hlut. Og það
er reyndar staðreynd að illvígt af-
brigði af Kaposi’s sarcoma hefur um
árabil verið vel þekkt á stóru svæði
ummiðbaug Afríku.
Einn læknanna sem rannsakaö
hefur sjúkdóminn hefur bent á hugs-
anlega leið sjúkdómsins til Banda-.
ríkjanna frá Afríku. Þannig aö
kúbanskir hermenn fái sjúkdóminn
við dvöl sína í Afríku, flytji hann
heim til Kúbu og sjúkdómurinn
breiöist þaöan út um eyjarnar í
Karabíska hafinu og þaöan til
Bandaríkjanna.
Fjárskortur
Eitt höfuðvandamál vísindamanna
sem rannsaka nú AIDS er þaö
hversu erfitt hefur verið að fá stórar
fjárveitingar til rannsókna sem eru
mjög umfangsmiklar og dýrar. Ein
ástæðan er eflaust sú að sjúkdómur-
inn lagðist í fyrstu eingöngu á hómó-
sexúal-fólk oggerir þaðennaðlang-
mestu leyti. Þar koma því fordómar
til. En talsmenn stjómvalda hafa
bent á, þar á móti, aö í raun séu
rannsóknir á AIDS mikið styrktar
því að opinberir sty rkir til rannsókna
á sviðum, svo sem ónæmisfræðum,
koma beint inn á sviö sem gagnast
við rannsóknir á AIDS. Nú hefur ver-
ið lagt fram þingmannsfrumvarp á
bandaríska þinginu um 40 milljóna
dollara fjárveitingu til rannsókna á
AIDS.
En þess má einnig geta að vísinda-
mönnum ber alls ekki saman um það
að hverju þeir eru að leita. Sumir
halda aö sjúkdómsvaldurinn sé eitt-
hvert alveg nýtt fýrirbæri meðan
aðrir vilja meina aó AIDS orsakist af
meinvaldi, „cytomegalovirus”
(CMV), sem fundist hefur í öllum
áhættuhópum AIDS, sem hafi nýlega
tekið einhverri hroöalegri stökk-
breytingu.
L'rtH batavon
Til þessa hefur lítið hald reynst í
meðferðvið AIDS. Þó tilfallandi smit
séu læknuð, virðist ekki hægt að
lækna gallann á ónæmiskerfi líkam-
ans sem veldur veikindunum- svo
sjúklingar verða ætíð veikir fyrir
allskyns smiti sem hvenær sem er
getur orðið þeim aö aldurtila. Að vísu
hefur reynst vel að gefa interferon
við Kaposi’s sarcoma og hefur sum-
um sjúklingum farið fram við það,
en eftir sem áður er ónæmiskerfið
óvirkt. Læknar hafa reynt ýmislegt
annaö, svo sem f lutning á beinmergi,
blóðskipti og sprautur með heilbrigð-
um hvítum blóðkomum. En til þessa
hefur það sýnt lítinn árangur.
Þaö er þó vert aö undirstrika það
að lokum aö hér er ekki um faraldur
aö ræða eða eitthvað eins og svarta
dauða. Flestum læknum ber saman
um það að smit veröi ekki nema við
samfarir eða náin líkamleg tengsl,
svo sem við blóðgjafir. Menn smitast
ekki af AIDS eins og af flensu eöa
kvefi. Flestir eru í hverfandi lítUli
hættu að fá sjúkdóminn. En fyrir
þá sem fá hann hafa læknar fá svör.