Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Side 11
11 OOOf f í> m T r( A /Tt TfOrtrT T DV. FÖSTUDAGUR 6. MAl 1983. Menning Menning Menning Dauði sem líf Leikfélag Reykiavíkur: ÚR LÍFI ÁNAMAÐKANNA Fjölskyldumálverk frá 1856 eftir Per Olov Enquist Þýflandi: Stefán Baldursson Lýsing: Daníel Williamsson Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Fyrsta, önnur, nei, þriöja senan í nýja leiknum í Iönó er ansans ósköp góð. Þá kemur H.C. Andersen ævin- týraskáld: Þorsteinn Gunnarsson inn til frú Jóhönnu leikkonu Heiberg: Guörúnar Ásmundsdóttur, heima hjá henni í Kaupmannahöfn um miöja öldina sem leið. Og þarf aö rekja raunir sinar. Hann átti aö fara aö halda ræðu fyrir kónginum og hirðinni varö þá fyrir því slysi aö missa út úr sér gervigóminn beint fyrir framan hátignirnar. Og þegar hann kom tönnunum upp í sig aftur voru þær allar í kuski af gólfinu. Hvernig er hægt að halda ræðu um ástina með góminn fullan af ryki? Svo hann fór bara aö gráta. Hver er hann eiginlega þessi Hans Kristján? Heimsfrægur snillingur í gervi Hans klaufa. Klaufabáröur sem ekkert getur gert rétt, allur ein kvika fyrir aöskotiun umhverfisins, og þess vegna alla tíð allur í mar- blettum. Og þó svo undarlega sterk- ur undir niðri og inni í sér: þarf ekki annað en athygli hans beinist í svip frá raunarollunni, aö einhverju ööru, til að réttist úr honum á ný. Kannski hann sé alla tíö aö leika, klaufa- bárðsgerviö bara háttur hans aö koma sér áfram, bjargast af í heim- inum? Svo mikiö er víst að hann hef- ur heyrt næmu eyra allt slúörið um Heibergs-hjónin og er alveg til meö aö nota sér þaö, eftir mætti, ef á þarf að halda. Hann er síst neitt „betri” en hitt fólkiö í leiknum. En ööruvísi. I annarri senu kemur Heiberg leikskáld og leikhússtjóri: Steindór Hjörieifsson, heim til sín, litlu á und- an skáldi. Og þaöan í frá er lýðum ljóst aö ekki er allt sem Andersen sýnist á heimili þeirra Heibergs- hjóna: sjálft gervi Heibergs, oröa- skipti, viöbrögö þeirra hjóna leiddi strax í ljós hjúskap í sjálfheldu, kuldaböndum, þar sem hjónin byggja eina eyöimörk saman, hvort í sínumklakahjúp. Leiklist ÓlafurJónsson Fyrsta sena er líka nokkuð góö: hún er alveg þögul, innimynd frá 19du öldinni. Húsfreyja við lampann aö lesa fyrir heimilisfólkið. Leiknum lýkur meö hinni sömu mynd sléttri og felldri ímynd gæfu óg gengis, far- sældar, jafnvel hamingju. Efni hans aö „lýsa undir” yfirborö hennar og sýna þaö sem aö baki býr — tóm- leika, örvæntingu, angist. Eöa hvaö þaönúer. Þaö má sjálfsagt meö ýmsum hætti lesa merkingu í mál leiksins. Skáldiö á hallargólfinu, meö fuilan munninn af ryki — má ekki sjá þetta sem „mynd” af hlutskipti skáldsins, skilmálum sköpunarinnar, listinni og valdinu? Og svo er um fjölmörg önnur efnisatriði í leiknum. En á sín- um staö í byrjun leiks, lýsingu And- ersens er þetta atvik fyrst og fremst þáttur í velvirku skopatriöi, svo neyöarlegt og hlægilegt, broslegt og aumkunarvert í senn. Mikið á Hans Kristján bágt! Og mikið er hann skrýtinn og skemmtilegur! Mér fannst Þorsteinn Gunnarsson fara af mikilli íþrótt meö hlutverk Ander- sens, makalaust gervi hans á sviðinu: alla tíö skopfært, ýkt umfram og út yfir mörk raunsæis- legrar mannlýsingar, en samt sem áöur alltaf í næsta námunda viö hiö trúverðuga og raunhæfa, raunveru- lega gleöi og þjáningu, mennskan mann í gervinu og hlutverkinu. Skilmálar sköpunarinnar? Kannski Hans Kristján hafi þurft á sinni sáru kviku aö halda, gervi klaufabárös til aö veröa sem hann er, skáld ævintýranna. Skáld og maður. Aö öörum kosti, og heföi hann sjálfur mátt ráða, hefði hann aöeins oröiö hégómlegur borgari, öll- umgleymdur. Heibergs-hjónin hafa á hinn bóg- inn oröiö þaö sem þau vildu veröa, og í og meö hlutverki Hönnu er sýnt hvaö þaö kostar. í fyrstu atriðunum kemur hún fyrir sem hefðarkona á sinnar tíöar visu, borgaraleg hús- freyja meö fullkomnu valdi á sjálfri sér og umhverfi sínu. Efni hlut- verksins aöallega aö leiöa í ljós hverju hún varð aö kosta til vegna þess sem hún varö, sársaukanum aö lifa undir klakanum sem hún hlaut að brynjast til að lifa af og komast áfram. I leiktextanum er þetta um- fram allt tjáö meö myndrænum og skáldlegum hætti, mynd litlu stúlk- unnar sem óx upp úr eymd og ör- birgö, forarvilpu eins og hún segir sjálf, og varö menneskja, særö fram úr endurminningum hennar í einræö- um og orðræðum leiksins. I sviösetningu Hauks Gunnarsson- ar í Iönó verður Úr lífi ánamaökanna nánast kyrrstæður leikur, merking hans fólgin í myndinni sem þar er dregin, því ríki tilfinninga meö öfg- um sínum og andstæöum sem mynd- mál leiksins og hlutverkanna geymir og miðlar. Öfugt viö hlutverk Ander- sens, Heibergs fannst mér lýsing Guörúnar Ásmundsdóttur á frú Hei- berg fara fram hérna megin viö mörk raunsæis, þaö var í aöalatriöum nat- úralisk kvenlýsing sem fram kom í hlutverkinu. Spursmál hvort ekki leiðir af þessu einskonar misvísun á milli hlutverka leiksins og milli leik- mátans og leiktextans í hlutverki hennar sjálfu. Kemur merking leiks- ins, allt veldi tilfinningalífs í og undir niöri hinni borgaralegu stofumynd, fram til hlítar nema meö einhverri viðlíka stílfærslu, ýkjustíl á lýsingu hennar eins og hinum hlutverkum leiksins? Þessar athugasemdir breyta ekki því að hlutverk Hönnu Heiberg var í mörgum greinum aödáanlega gert, innan sinna settu marka. Eg hygg aö þannig séö sé það meö bestu verkum Guörúnar Ásmundsdóttur, næmlega og ljóslifandi dregin lýsing konu í kreppu, lífs sem er uppi á móti sjálfu sér. Ogþessvegnakannski, ennþá lif. Öllu heldur varöa efasemdir manns ekki skilning, túlkun leiksins í heild. Frásagnarefni hans, lýsing fólks og atvika sem fyrir ber og frá er sagt, er áreiðanlega ekki allt efni hans. I leiknum kveöst Hanna segja sögu sína, rekja minningarnar fyrir sjálfri sér eins og hún var áöur en hún dó. Dauðinn er sjálfur á sviðinu, móöir hennar gamla, sem hún brást og sem hún fær aldrei skilist viö, ör- bjarga og örvita í hjólastól: Margrét Olafsdóttir í hlutverkinu. Dauöinn sem líf, lífiö dauöi. Efni leiksins er einhver slík þversögn, leidd í ljós aö skáldlegum og dramatískum hætti, í og meö og umfram sjálfa hina leik- rænufrásögn. SAA HELDUR ARLEGA RAÐSTEFIMU fyrir stjórn og trúnaðarmenn og aðra þá er áhuga hafa laugardaginn 7. maí nk. Ráðstefnan hefst í Átthagasal Hótel Sögu kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00. M.a. verður á ráðstefnunni gestur, John Wallace P.hd., dagskrárstjóri á Edge Hill sem er meðferðarstofnun fyrir alkóhólista í Bandaríkjunum. John Wallace er vel þekktur í heimalandi sínu fyrir störf í þágu alkóhólista og hefur yfir 20 ára reynslu sem ráðgjafi, greinahöfundur og fyrir að skrifa bækur um alkóhólisma. Erindi John Wallace hefst kl. 13:00. 'éAÆ OPIÐ HÚS ALAUGARDAG KL. 13-18 tfitGARDENA multi-click /’TIGPk SUNDLAUGAR HEITIR POTTAR ALLT TIL SUNDLAUGA @) Husqvarna Stjórnborð á islensku Chri Berglund kynnir fyrstu saumavélina i heiminum sem getur „hugsað". Garðvörur - Gardena - Stiga. Sundlaugar og pottar - Allt í garðinn. Sanyo hljómtæki og Husqvarna heimilistæki Ný verslun - miklar breytingar. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.