Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR6. MAl 1983.
Spurningin
■ r
Hvað á að gera
um helgina?
Vigdís Ósk Sigurjónsdðttir: Ég hef,
aðallega hugsað mér að spila bridge'
um þessa helgi en ætli maður djammi
ekki eitthvað líka.
Páli Guðmundsson: Ég veit það ekki.
Það verður þó örugglega eitthvað
rólegt.
Jón Sigurðsson: Sem mest. Fer á
Arnarhól í kvöld og þaðan beint á rokk-
hátíö í Austurbæjarbíói. Nú, síðan er
það óperan á morgun og ætli maður
skvetti ekki einhver ju í sig eftir það.
Dóra Halldórsdóttir: Ég er ennþá
alveg óákveðin en langar mest til að
slappa af.
Margrét Rós Erlingsdóttir: Ég ætla að
reyna að komast á skíði á sunnu-i
daginn, ef ég verð þá ekki vinnandi.
Rósa Stefánsdóttir: Ég ætla að verja'
helginni heima hjá mér í faðmi:
fjölskyldunnar. j
Lesendur Lesendur Lesendur .Lesendur
ir
Islandsmeistarakeppni í sjómanni:
Þora Reykvíkingar
ekki í Eyjamenn?
Elliði Aðalsteinsson, Vestmannaeyjum
skrifar:
Vegna keppninnar í Klúbbnum um
íslandsmeistaratitil í sjómanni vil ég
beina eftirfarandi til framkvæmda-
nefndar: Hvers vegna var undan-
keppni ekki haldin utan Stór-Reykja-
víkursvæðisins, t.d. í Vestmanna-.
eyjum? Við eigum marga góða krafta-
menn í Eyjum. Skilst mér aö Vest-
.mannaeyingur hafi unniö síðustu
keppni. Það hefði verið hægt aö hafa
undankeppni, en það er eins og
Reykvíkingar þori ekki í okkur Vest-
mannaeyinga og því skora ég á
Reykvíkinga í keppni um hinn eina
sanna íslandsmeistaratitil.
Vil ég meö þessu bréfi fá svar frá
Reykvíkingum og aö þeir Vestmanna-
eyingar, sem áhuga hafa, hafi sam-
band við ofanritaöan.
Eyjamenn telja sig ekki lakari en
Reykvikinga í sjómanni efdæma má
afbréfi Elliða.
„KOSNINGAHANDBOK
DV KOM OF SEINT ÚT”
— segir bréf ritari. „Eftirieiðis birt fyrr,” segir ritstjóri
Áslaug Guömundsdóttir skrifar:
Er DV ekki blað allra landsmanna?
Ástæðan fyrir þessari spurningu er sú
að fyrir kosningarnar fylgdi biaðinu
kosningahandbók. En nú bar svo við að
föstudagsblaðið, 22. apríl, barst mér
ekki fyrr en á þriðjudeginum eftir
kosningar. Vegna þess að oft kemur
fyrir að blaðið berist ekki landsbyggö-
inni fyrr en nokkrum dögum eftir út-
gáfudag, spyr ég: Var ekki hægt að
láta kosningahandbókina fylgja
blaðinu fyrr en raun var? Mig langar
til aö fá svör hjá forsvarsmönnum
blaðsins við þeirri spumingu hvort
ekki sé gert ráð fyrir því að fólk á
landsbyggöinni lesi blaðið.
Sama var uppi á teningnum um jólin.
Skömmu fyrir jól fylgdi blaöinu jóla-
gjafahandbók, en hún barst svo seint í
mitt pláss að enginn tími var til aö
panta þann vaming sem kynntur var,
fyrir jólin. Mér þætti vænt um aö fá
svör forsvarsmanna DV viö þessum
spurningum.
Þar sem fimmtudagurinn fyrir kosn-
ingar var frídagur, sumardagurinn
fyrsti, var kosningahandbókin birt á
föstudag. Það var of seint, sérstaklega
vegna samgönguerfiðleikanna. Eftir
skoðun málsins þykir okkur rétt aö
birta kosningahandbókina eftirleiðis á
fimmtudögum, ef kosiö er á sumri og
við eðlilegar aöstæöur, en ella á
miövikudögum. Vonum við, aö það
nægiÁslaugu næst.
Erfiðara er aö eiga við jólagjafa-
handbókina. Þaö er sama, hvenær hún
kemur út, vörurnar seljast upp á
tveimur til þremur dögum, sem kemur
sér auðvitað illa fyrir fólk, er fær
blaðið seint vegna samgönguerfiðleika
að vetrarlagi. -Ritstj.
Óánægðurbflstjóri:
r
Atti að bíða eftir
dekkinu frá 11-19
Guðmundur Þ. - Jónsson (3084-1557)
kom við á ritstjórn DV og hafði
eftirfarandi sögu aö segja:
Ég starfa við að keyra dráttarbíl.
Um ellefuleytið sL mánudag sprakk á
dráttarbílnum er ég var skammt írá
Esso-stöðinni á Ægissíöu. í húsnæði
bensínstöðvarinnar er dekkjaverk-
stæði og því renndi ég bílnum þar inn.
Því miður var ég ekki með varadekk
og því fór ég inn á dekkjaverkstæðið og
bað um að fá lykil lánaöan svo að ég
gæti látið dekkið í viðgerð. Starfsmað-
ur, sem fyrir svörum varð, gaf lítið út
á þetta. Sagði hann að ég gæti skilið
dekkið eftir en ég gæti ekki fengið það
aftur fyrr en klukkan 7 um kvöldið!
Lítið var að gera á dekkjaverkstæðinu
og get ég ekki orða bundist yfir þess-
ari þjónustu. Eg var með bílhræ aftan í
dráttarbílnum og varð því að gjöra svo
vel aö láta það verkefni ókláraö og
taka bíl með dekkið á annað verkstæði,
Sólningu. Þar var til muna meira að
gera en á Ægissíðunni, en þeir tóku
samt ljúfmannlega beiðni minni og
geröu eins og skot viö slönguna.
Starfsmenn Sólningar voru mjög
hissa á framkomu þeirra á dekkja-
verkstæðinu á Ægissíöu, sem von er.
Sömu sögu er að segja um starfsmenn
bensínstöövar Essó sem er viö hliðina
á dekkjaverkstæðinu.
Ég varð að leggja á mig heljar fyrir-
höfn vegna þess að starfsmenn dekkja-
verkstæðisins á Ægissíöu gátu ekki
lagt á sig þá 10 mínútna vinnu sem er
ad gera viö eina slöngu. Tafðist ég
mikið við verkefnið sem ég var að
vinna aö, fyrirtæki mitt missti við-
skipti og ég varð að leggja á mig rnikla
fyrirhöfn. Þetta var hálfgert neyðar-
tilvik hjá mér og því langar mig að
spyrja: Er svona framkoma venjan á
þessu dekkjaverkstæði?
Bilstjórinn segir sinar farir ekki sléttar af viðskiptum sinum við dekkja-
verkstæði eitt.
Svar:
Jón Ölafsson eigandi Hjólbarðavið-
gerðar Jóns Ólafssonar, Ægissíðu
svarar:
Það er rétt aö bréfritari kom hingað
og spurðist fyrir um hvað langan tíma
tæki aö fá lagað dekk og fékk því næst
lánaðan tjakk. Það var afskaplega
mikið að gera, um 20 bílar biðu og fleiri
voru inni aö bíða eftir þjónustu. Þetta
hefði hann getað séð ef hann hefði'
athugað máliö. Það er rétt að honum
hafi verið sagt að dekkið fengi hann
aftur um 7 leytið. Það var ómögulegt
fyrr enda gat ég ekki tekiö hann fram
yfir alla hina sem biðu.