Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1983.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótti
Siglfirðingar æfa
á flugvellinum
Aðstæður ekki góðar hjá knattspyrnumönnum á Norðurlandi:
FÆR LOKEREN 500
ÞÚS. KRONÁ SEKT?
Ágúst I. Jónsson — á heiður skilinn
fyrir afmælisbókina.
— Belgíska félagið hyggst láta Preben Elkjær leika íbikarkeppninni 1. júníen Danir
eiga Evrópuleik sama kvöld
„Þaö kemur ekki til mála að
við gefum Preben Elkjær eftir.
Hann er einn reyndasti framlinu-
maður okkar. Ef belgíska félagið
þvingar Elkjær til að leika í
belgísku bikarkeppninni mun það
kosta félagið 50 þúsund vestur-
þýsk mörk (um 500 þúsund
krónur íslenskar). Félagið mun
fá þá sekt,” sagöi danski lands-
liðsþjálfarinn Sepp Piontek í
samtali við eitt dönsku blaöanna
á þriðjudag. Það stefnir nú
greinilega í deilu milli Lokeren
og danska knattspyrnusam-
bandsins. Lokeren á að leika við
Beveren í belgísku bikar-
keppninni 1. júní en sama kvöld
eiga Danir Evrópuleik við Ung-
verja í Kaupmannahöfn.
„Ég er milli steins og sleggju.
Auövitað vil ég vera með í
Evrópuleiknum. En Lokeren er
atvinnuveitandi minn og ég álít
það skyldu mína að leika í bikar-
keppninni,” segir Elkjær.
,dCemur ekki til mála,”
svaraði Piontek. „Viö víkjum
ekki frá rétti okkar. Það er ekki
aðeins Lokeren sem veitir Elk jær
atvinnu. Það gerir danska knatt-
spyrnusambandið einnig. Ég skil
ekki forráðamenn Lokeren. Þeir
hafa lengi vitað að þaö gæti
komið upp vandamál. Eg ræddi
við framkvæmdastjóra félagsins
þegar ég fór nýlega í heimsókn til
Lokeren. Það var nægur tími til
að breyta um leikdag í bikar-
keppninni,” sagði Piontek
ennfremur.
„Eg veit vel að danska knatt-
spyrnusambandið hefur krafist
þess aðégleikiíEvrópuleiknum,
í versta tUfeUi komiö í veg fyrir
aö ég leiki bikarleikinn, en ég
vona að málið þróist ekki þannig.
Þaö bitnar eingöngu á mér því
þrátt fyrir allt verö ég að lifa og
leika knattspymu hér í Belgíu,”
sagði Elkjær.
I Evrópuleik Lúxemborgar og
Danmerkur sl. ár kom upp
svipað mál í sambandi við John
Lauridsen hjá spánska félaginu
Espanol. Danir hótuðu að beita
þeim sektarákvæðum sem þeir
ráða yfir og spánska félagið gaf
eftir.
-hsím.
Áfram Víkingur—frábær bók um sögu íþróttafélags
þar sem knattspyrnuvöllur bæjarins er notaður
sem snjógeymsla
Það er ekki neitt sældarlíf að vera
knattspyrnumaður á Norðurlandi
þessa dagana því að þar eru flestir
knattspyrnuvellir undir snjó eða
nýkomnir undan snjó. Knatt-
spymumenn á Akureyri eru nú
nýbúnir að fá mörk sett upp á Sana-
völlinn þar og leikmenn Völsungs á
Húsavík hafa æft í snjósköflum að und-
anförnu. En hvað um knatt-
spymumenn Siglufjarðar sem ero
nýliðar í 2. deildarkeppninni?
Jú, þeir hafa haft völl til umráöa —
þó ekki knattspymuvöll bæjarins sem
er undir snjó. Siglfirðingar hafa æft að
undanförnu á flugvellinum við
Siglufjörð. Það eru þó engin mörk á
vellinum enda ekki leyfilegt. Einn Sigl-
firöingur sagði okkur að ekki gætu allir
leikmenn Siglufjarðarliösins æft í einu
því að tveir til þrír þeirra þyrftu aö
vera á varðbergi til aö láta þá sem eru
að æfa hverju sinni vita þegar flugvél
nálgaðist.
Það væru ekki margir knatt-
spymumenn úti í hinum stóra heimi
sem myndu láta bjóöa sér aöstæður
sem margir knattspymumenn á
íslandi þurfa aö búa við. Og nú, þegar
aðeins eru örfáir dagar þar til Islands-
mótið hefst, hafa félögin fyrir norðan
lítið getað verið með knattæfingar þar
sem æfingasvæði félaganna hafa verið
undirsnjó.
Á Siglufirði era t.d. þriggja metra
háir snjóskaflar á knattspyrnuvellin-
um þar sem er notaður sem
snjógeymsla bæjarins. Þeir skaflar
verða varla þiðnaðir þegar Siglfirðing-
, ar leika gegn FH-ingum í 2. deildar-
keppninni21.maí.
-SOS.
Preben Elkjær — hinn marksækni danski leikmaður hjá Lokeren.
Atli Eðvaldsson.
Atliá
Puma
Atli Eðvaldsson hefur skrifað
undir nýjan tvcggja ára samning
við Fortuna Dusseldorf. Atli fær
ekki að leika í Tiger-knattspyrnu-
skóm frá Japan, eins og hann
óskaöi eftir. Hann hcldur áfram að
leika á Puma þar sem Diisscldorf
er samningsbundið Puma, þannig
aö leikmenn liðsins leika á Puma-
skóm og í búningi frá fyrirtækinu.
-SOS
Fram-KR á
laugardag
Leikur Fram og KR, sem fresta
varð á Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu, verður háöur á laugardag
á Melavellinum og hefst kl. 15.30.
Þá hafa tveir leikir veriö færðir til.
Fylkir og Ármann leika á sunnu-
dag kl. 14 en Þróttur og Valur á
mánudag kl. 19. Urslitaleikur
Fram og Víkings verður á þriðju-
dagskvöld og hefst kl. 20.
-hsím.
Opið hús hjá
Valsmönnum
Knattspymufélagið Valur verður
72 ára á miðvikudaginn kemur —
11. maí. Eins og undanfarin ár
verður opið hús að Hliðarenda kl.
17—19 og eru allir velunnarar
félagsins velkomnir til leiks til að
ræða málin yfir kaffi og kökum.
Boxall á
fimm undir
pari...
Bretinn Riehard Boxall, sem er
22 ára og byrjaði að helga sig golfi
af fullum krafti fyrir aðeins sex
mánuðum, tók forustuna á opna
franska meistaramótinu sem hófst
í Versailles í gær. Hann lék á fimm
undir pari á fyrsta degi keppninnar
og kom inn á 67 höggum. Spánverj-
inn Severiano Ballesteros og Bret-
inn Carl Mason koma næstir á 68
höggum.
-SOS.
— segir Ágúst I. iónsson, höfundur glæsilegrar af mælisbókar Víkings
„Heimildasöfnun var miklu
erfiðari en ég hafði reiknað með því
á Iangri leiö hefur mikið af
heimildum glatast og frumherjara-
ir era nú flestir horfnir. Það var á
miöju ári 1982 sem ég hóf aö skrifa
sögu Víkings. Leitað hefur verið til
margra Víkinga og víðar verið
grúskað eftir heimildum. Meö þess-
ari sögu, Áfram Víkingur, saga
Knattspyrnufélagsins Víkings í 75
ár, hefur vonandi einhverju verið
bjargað. Enn kunna þó að finnast
gamlar myndir, fundargerðir og
frásagnir af bernskudögum
félagsins,” sagði Ágúst I. Jónsson
blaðamaður þegar DV ræddi við
hann. í tilefni af 75 ára afmæli
Víkings kom út mikil bók eftir
Ágúst — 235 bls. í stóru broti,
prýdd miklum f jölda mynda. Ágúst
hefur greinilega unnið mikið afrek.
Bókin er prýðilega skrifuð, falleg
og hin eigulegasta á allan hátt, ef-
laust besta bók sem komið hefur út
með sögu íslensks íþróttafélags.
i Rakin er saga Víkings í stórum
■ dráttum frá því félagið var stofnað
21. apríl 1921, strákafélag í miðbæ
Reykjavíkur, og fram á þennan
1 dag. I formála höfundar segir m.a.
„Erfið ár fóru í hönd og þó neistar
J kæmu í starfiö annaö veifið, tókst
í Víkingum ekki að rífa félag sitt upp
júr öldudalnum. Áfram var samt
haldið og það var fjarri mönnum aö
gefast upp þó á móti blési. Þess
vegna er Víkingur nú sterkasta
íþróttafélagá íslandi.”
Myndir í
vindlakassa
Það var mikil vinna í efnisleit og
ýmislegt skemmtilegt skeði. Þegar
bókin var alveg að fara í prentun
fann Gunnar Bjamason,
verkfræðingur og fyrrum skóla-
stjóri, gamlar myndir í vindlakassa
hjá sér frá ísafjarðarför Víkings
1921 sem ekki höfðu áður birst.
Gunnar varð Islandsmeistari með
Víking 1920. Mjög skemmtilegar
myndir „og starfsfólk Prentsmiöj-
unnar Odda lagði sig allt fram til
aö þær gætu birst í bókinni,”
sagðiÁgúst.
Skemmtilegar sögur eru í
afmælisbókinni. Margvíslegar
tilfinningar hafa eflaust blundað í
hjörtum Víkinga þegar félagið
varð loks Islandsmeistari í knatt-
spymu 1981, eftir 57 ára bið. Olafur
Jónsson (Flosa) segir frá því
hvernig honum varð við tíðindin.
„I meira en hálfa öld hafði ég
vonað, reyndar verið þess fullviss,
að mér mundi endast aldur til að
sjá félag mitt veröa Islandsmeist-
ara í knattspyrnu. Eitthvað dró úr
vissu minni þegar ég, á miðju
sumri 1981, var fluttur á sjúkrahús
vegna hjartaáfalls. Þótt lasinn
væri gat ég fylgst með hverjum leik
Víkings í Islandsmótinu. Þegar líða
tók á mótið fór að gæta óþæginda
fyrir brjóstinu. Þó kastaöi fyrst
tólfunum þegar úrslitaleikurinn fór
fram og álagið þá nær óbærilegt.
I Nú dugöi ekki einu sinni jafntefli,
við urðum aö vinna leikinn.
Eg opnaði fyrir fréttatíma út-
varpsins klukkan 4 á mínútunni
jdaginn sem úrslitaleikurinn fór
jfram og heyröi strax fyrsta orð
i íþróttafréttamannsins — „Víking-
ur”. Mér hefur raunar verið hlýtt
; til Hermanns æ síöan. Þetta haföi
tekist, vonir mínar og draumar
höfðu ræst. Víkingur var Islands-
meistariogégtórði.”
Þannig mætti lengi halda áfram
en sjón er sögu ríkari. Ástæða er til
að óska Ágústi og Víkingum tU
hamingju með þessa glæsilegu bók.
Anton öm Kærnested, fyrrum for-
maður Víkings, sá um útgáfuna og
bókin er til sölu í bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar og í
' Sportvali.
hsún.
„Heimildasöfnun var erfið”
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir