Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Page 32
LOKI Hvað skyídi sýs/umaður þá segja um Se/tjarnar- nes? 79090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS SKEMMUVEGI 50 Símsvari á kvöldin og um helgar Eggjamálin: Stóru búin líkaum heildsölu- dreifingu Fleiri aðilar en Samband eggjafram- leiðenda hyggjast nú sækja um leyfi til heildsöludreifingar á eggjum. Eru stóru búin á Vallá og Ásmundarstöðum fremst í flokki þeirra sem um slikt leyfi ætla að sækja. Á blaðamanna- fundi, með nefnd þeirri sem sótt hefur um leyfi til heildsöludreifingar á eggj- um fyrir hönd Sambands eggjafram- leiðenda og haldinn var í gær, kom fram að nefndarmenn töldu það mis- skilning hjá fjölmiðlum aö sótt væri um leið um einokun. í rauninni væri að- eins verið að sækja um dreifingarleyfi sem fleiri gætu sótt um ef þeir vildu. Slíkar umsóknir hefðu hins vegar ekki borist. I samvinnu við lögfræðing eru hins vegar aðrir aöilar að ganga nú frá slíkri umsókn. Taldi einn þeirra að síð- an myndi koma í ljós hvort sett yrðu svo ströng skilyrði fyrir leyfi til heild- söludreifingar að ekki yrði á færi ein- stakra eggjabúa að veröa viöþeim. DS Útvarpiðísumar: Syrpum fækkað niður í eina Þær breytingar eru nú fyrirhugaðar á dagskrá útvarpsins í sumar aö syrp- unum sem verið hafa eftir hádegiö þrjá daga vikunnar fækkar um tvær og verður því aöeins einn slíkur þáttur i viku. Jón öm Marinósson, tónlistarstjóri útvarpsins, tjáöi blaöinu að ætlunin væri að stokka nokkuð upp síðdegis- dagskrána. Tónlistin mun eftir sem áð- ur verða meginefni hennar en í styttri þáttum en syrpumar. Jón sagði að bæði ætti aö hvíla núverandi form og prófa nýtt. Miðdegissagan mun færast fram um hálftima, eða til klukkan 14. Tónlistarstjóri sagði að ekki væri fullgengið frá fyrirkomulagi þessu og ekki væri ákveðið hverjir myndu ann- ast umrædda þáttagerð. -PÁ Eggjaverð lækkar Kílóverö á eggjum hefur lækkað til muna í nokkmm verslunum, sums staðar um 60 prósent. I einni verslun, sem seldi eggjakíló á 69,60 krónur í. fyrradag, kostaðikílóið 43,50 í gær. I síöustu viku lækkuðu eggin í verði í Víðisverslunum, í Austurstræti og Starmýri. Kílóið var á 55 krónur en fór niðurí 39,50. Við höfðum samband við nokkra kaupmenn vegna eggjalækkunarinnar og einn þeirra sagöi: „Þessi verðlækkun heföi ekki orðið ef eggja- sölueinokunin væri komin í gang.” -ÞG. Þyrillkyrr Olíuskipið Þyrill er enn í höfninni í' Southampton og hefur ekki fengið losun þrátt fyrir að stéttarfélög yfir- manna og undirmanna á Islandi hafi gefið grænt ljós á losun, þar sem trygging fyrir greiðslu á launum skip- verja hefur borist. -klp- Meðlimir bresku nýbylgjuhljóm- sveitarinnar The FaU komu til iandsins í morgun og smellti ijós- myndari D V þessari mynd afþeim við komuna þangað. Hljómsveitin mun haida tónleika í Austur- bæjarbiói i kvöid. Auk hennar koma fram þrjár íslenskar hijóm- sveitir, Þeyr, Iss og Móraii. D V-mynd Einar Ólason. Deilt um tilboð vegna f lutnings starfsfólks á Grundartanga: HEFÐU GETAÐ SPARAÐ TÆP- LEGA HÁLFA MILUÓN KRÓNA —segir Sæmundur Sigmundsson sem var með lægsta tilboðið Upp er kominn ágreiningur vegna útboðs Islenska jámblendifélagsins á flutningum starfsfólks milli Ákra- ness og Grundartanga. Alls gerðu fimm bifreiðarstjórar tilboö i flutningana og ákvaö stjóm Jámblendifélagsins að taka næst- lægsta tilboðinu. Samkvæmt útreikn- ingum Sæmundar Sigmundssonar sérleyfishafa, sem átti lægsta tilboð- ið, hefðu verksmiðjunni verið spöruð útgjöld að upphæð samtals kr. 492.400 ef gengið hefði verið að því. Rekstraráætlun fylgdi tiiboði Sæmundar, svo og öðmm tilboðum sem bárust. „Eg getstaðfestaðtilboðSæmund- ar var lægst, eins og það lá fyrir,” sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar, er DV bar þetta mál undir hann. „En það var ekki svo miklu lægra eins og útreikn- ingar hans segja til um. Við höfum fram til þessa ekki tekið tilboðum sem hafa verið óeðlilega lág. Trúir. þeirri hefð fórum við þá leið einnig aö þessu sinni. Við báöum um gögn til skýringar með tilboðunum. Þau gögn sem fylgdu tilboði Sæmundar voru ekki fullnægjandi að okkar mati og nægar skýringar ekki gefnar þeg- areftirþeimvarleitað.” -JSS 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAAAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1983. Sýslumaður segir að nafnið Garðabær sé RISLÁGT OG KAUÐALEGT Allt frá því Garðahieppur fékk kaupstaðarréttindi áiið 1976 hafa þijú nöfn verið notuð á bæjarfélagið. Garðakaupstaöur heitir það sam- kvæmt lögum, Garöabær er það nafn sem er almennt notaö og nafnið Garðar hafa bæjaryfirvöld notað. Hafa öll þessi nöfn valdið alls kyns ruglingi og ákvað því bæjarstjóm á fundi í janúar siðastliðnum að fram- vegis skuii nafnið Garðabær notað, enda útbreiddasta nafnið. Ekki líkaði öllum þetta ails kostar vel því nýlega ritaði sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Einar Ingimundarson, bæjarstjórmnm bréf, þar sem hann bendir á að með- an nafni bæjarfélagsins hafi ekki verið breytt samkvæmt lögum frá Alþingi muni hann hér eftir sem hingað til nota na&iið Garðakaup- staður við sitt embætti. Einar segir ennfremur aö hans persónulega álit á nafninu Garðabær sé að það sé snubbótt, rislágt og kauðalegt. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í - og vill notaj nafnið Garða- kaup- staður „Garðabæ”, sagði í samtali við DV í morgun að viðbrögð bæjarstjómar við bréfi sýslumanns yrðu þau að hún mundi rita Alþingi bréf þar sem fariö yrði fram á að nafninu yrði breytt meö lögum úr Garðakaup- staðuríGarðabær; -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.