Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Qupperneq 3
3 DV. FÖSTUDAGUR 20. MAI1983. Greiðsluhalli ríkissjóðs orðinn 23,3 prósent í apríllok: TÍUÁRA METIÐ SLEGIÐ „Tekjur ríkissjóðs frá áramótum til aprílloka urðu 3.844 milljónir króna. I lok þessa tímabils var skuld ríkissjóðs við bankakerfið 896 milljónir króna sem eru 23,3% á við tekjumar,” sagði Höskuldur Jóns- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, er DV leitaði upplýsinga um stöðu ríkiss jóðs. Um samanburð vísaði Höskuldur til talna fyrri ára í Hagtölum mánaðarins sem Seölabankinn gefur út. Þar kom í ljós að 23,3% greiðslu- hallinn nú, fyrsta ársþriðjunginn er sá mesti á öllu tímabilinu frá og með 1973. En það ár varð hann 23,0% og öll árin síðan minni, þar til nú. GreiðsluhalU ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuðina í fyrra varð 4,7%, 13,9% 1981 og 8,6% 1980. Afkomu ríkissjóðs hefur því hrakað greini- lega til mikilla muna frá allra síð- ustuárum. HERB Ríkissaksóknari vegna messuvínsmálsins í Njarðvík: EKKIÁSTÆÐA TIL FREKARIAÐGERDA VEGNA KÆRUNNAR — dómsmálaráðuneytið vísar í bannlögin og tilskipun um fermingu frá 1759 Ríkissaksóknari hefur ákveðið að fenginni umsögn dómsmálaráðuneyt- isins að ekki sé ástæða tU sérstakra að- gerða vegna messuvínsmálsins í Njarðvík. Hefur bæjarfógeta verið rit- aðbréfþessefnis. Eins og DV skýrði frá 12. apríl kærði kona ein sóknarprestinn í Njarðvík fyrir að veita vín í kirkjunni og var þar átt við messuvín sem fermingarbörn fá við altarisgöngu. Taldi hún aö verið væri að brjóta 16. grein áfengislaga og 134. grein almennra hegningarlaga með því að veita yngri en 20 ára áfengi. MáUð fór fyrst til bæjarfógeta í Kefla- vík og þaöan til ríkissaksóknara. Hann leitaði síðan umsagnar dómsmála- ráðuneytis og er sú umsögn dag?ett 4. maí. Þar segir meðal annars: að túlkun ráðuneytisins felst ekki í úthlut- un kvöldmáltíðarsakramentis (altaris- sakramentis) að verið sé að „veita áfengi” í merkingu áfengislaga. Er í því sambandi einnig bent á að messu- vín hefur ekki falUð undir almennar reglur áfengislaga, samanber lög um aðflutningsbann á áfengi frá 30. júU 1909, en samsvarandi ákvæði voru síðan áfram í gUdi. Auk þess er nefnt að í tilskipun um ferminguna frá 25. maí 1975, sem enn ertalin aö höfuðefni til hafa lagagUdi, er gengið út frá því að börn neyti ekki altarissakramentis fyrr en þau hafa verið fermd, sem þó er undanþægt við alvarleg sjúkdóms- tUfeUi. Samkvæmt því hljóti það að vera heimUt eftir ferminguna. I greinargerð ráðuneytisins er enn- fremur minnt á að altarisganga er ekki lengur lögskyld, svo sem áður var, og vitnað í upplýsingar kirkjuyfirvalda um að þátttaka í altarisgöngu sé ekki skUyrði fyrir fermingu og berging vínsins ekki skilyrði fyrir altaris- göngu. JBH EGGIN OG HREIÐRIN EYÐILÖGÐ í SINUBRUNA Mikið hefur borið á þvi að böm og unglingar hafi verið að kveikja í sinu í Reykjavík og nágrenni. Hefur slökkviUðið margsinnis veriö kaUaö út vegna þessa á undanfömum dögum. Vriðist ekkert lát vera á þessu þótt bannað sé aðkveikja í sinu eftir 1. maí. Smáfuglar hafa þegar byggt sér hreiður á þeim svæðum þar sem mikil sina er og hafa mörg hreiöur og egg eyðUagst í þessumsinubmnum. -klp- Flugfrakt: Innflutningur minnkar — útflutningur eykst Ein afleiðmg þess að fólk hefur minni peninga handa mUU er sam- dráttur í innflutningi. Er DV hafði samband við Sigurð Matthíasson hjá Flugfrakt sagðist hann ekki geta neitað því að hafa orðið var við þetta. Hins vegar vægi upp á móti aukning í útflutningi og væri því síst minna að gera hjá fyrirtækinu. Þá hefðu flutningar miUi Evrópu og Bandaríkj- anna einnig aukist vegna styrkrar stööu doUarans að undanfömu. Sigurður sagðist vonast til þess að ekki þyrfti að koma tU fækkunar starfsfólks á næstunni þrátt fyrir minnkandi innflutning. -SþS Síðdegis i gær varð það óhapp að grafa sem var i vinnu rótt fyrir ofan Hlemmtorg i Reykjavik stakk skófl- unni inn i strætisvagn sem var að reyna að komast fram hjá. Talsverðar skemmdir urðu á vagninum. Sjúkrabill var sendur á staðinn þar sem einhver slys urðu á fólki. SV-mynd S. „ Vinurinn” sendi moröhótunarbréfin Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur haft hendur í hári manns sem hefur viðurkennt að hafa sent gamla manninum á Vatnsleysuströnd morðhótunarbréf þau sem við sögðum frá í DV á laugardaginn. Er þarna um að ræða liðlega þrítugan mann úr Vogunum, góðan vin gamla mannsins. Hafði hann ætlaö að stríða honum með því að senda honum þessi bréf og var í fylgd með honum þegar hann f ann sum þeirra. Hann segist ekki hafa ætlaö að gera gamla manninum neitt mein og ekki átt von á því að málið færi svona langt. Gamli maðurinn hafði aðra grunaða um verkið en þennan vin sinn og kom það honum mjög á óvart þegar honum var tilkynnt hver hefði skrifað þessi bréf. Mun hann ekki vilja leggja fram kæru á hendur honum en málið mun engu að síöur verða sent ríkissaksókn- VEIST ÞÚ að hjá okkur er alltaf mik- ið úrval eldhús- og borð- stofuljósa? Grensásvegi 24, Hverfisgötu 32. Simar 82660 og 25390. ara. -klp- RÍKISSTJÓRI A SAUÐÁRKRÓKI Margir sóttu um starf útsölustjóra Stefán Guðmundsson, Fellstúni 9 Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins Sauðárkróki, hlaut hnossið. Það var á Sauðárkróki. Þegar umsóknar- fjármálaráðherra, Ragnar Amalds, frestur rann út 8. maí síðastliðinn semskipaðihann. höfðu29umsóknirborist. -KMU. VIÐ TEUUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 245 GL '82 ekinn 16.000, gull met., beinsk. Verð kr. 385.000 VOLVO 244 GL '82 ekinn 10.000, blár, beinsk. Verð kr. 345.000 VOLVO 244 GL '82 ekinn 22.000, blár met., beinsk. Verð kr. 340.000 VOLVO 244 GL '82 ekinn 12.000, ljósdrappaður, sjálfskiptur. Verð kr. 360.000 VOLVO 244 GL '81 ekinn 22.000, grænn met., beinsk. Verð kr. 310.000 VOLVO 245 GL'79 ekinn 72.000, grænn met., beinsk. Verö kr. 240.000 VOLVO 244 GL'79 ekinn 60.000, brúnn, beinsk. Verð kr. 220.000 VOLVO 242 GL '79 ekinn 53.000, brúnn, sjálfsk. Verö kr. 230.000 OPIÐ LAUGARDAGA — 35200kl ° VELTIR " V SUÐURLANDSBRAUT 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.