Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAI1983.
11
„Þarna kemur fólk hvaðanæva úr heiminum, svo þetta hefur mikið auglýs-
ingagildi."
DV-mynd: GVA.
Bjóst aldrei
við að ná
svona langt
— segir Leif ur Breiðfjörð er f ékk
alþjóðleg verðlaun fyrir glerlist
Leifur Breiðfjörö hlaut þriðju verð-
laun í alþjóðlegri samkeppni glerlista-
manna sem haldin var í San Diego í
Kalifomíu. Orslitin voru kunngerð síð-
astliðna helgi og vissi Leifur ekkert um
þau fyrr en Katrín Pálsdóttir, frétta-
maður útvarpsins, sagði honum hin
ánægjulegu tíðindi.
„Þetta á sér eiginlega langan að-
draganda,” sagði Leifur. „Egtók fyrst
þátt í þessari samkeppni árið 1977.
Þeir sem standa á bak við þetta eru
Glass Magazine og Spectrum. Þá sendi
ég inn myndir af tveimur verka minna.
Annað var glugginn á Esjubergi og hitt
var lítið verk í einkaeign. Þá var ég
valinn í undanúrslit; einn af þrjátíu.
Annars hef ég ekki tekið þátt í sam-
keppni fyrr en þá núna. Síðan 1977 hef-
ur þetta stækkað mjög mikið, er nú
stærsta alþjóðlega samkeppnin á
þessu sviði. Þama er allt, sem viðkem-
ur gleri; blásið gler, glerskúlptúr, frí-
hangandi gler, gluggar. ..
Samkeppninni er skipt í fimm flokka
og ég sendi verk í þann sem tengdur er
arkítektúr; verk sem gerð em fyrir
ákveðna staði. Meðal annars sendi ég
myndir af gluggum sem ég hef hannað
fyrir Bústaðakirkju. Sendi þá bara
myndir af þeim tveimur gluggum sem
ég hafði lokið við þá; tveim af sex hlut-
um í stafnglugganum.
Forráðamenn keppninnar skrifuðu
til baka og vildu fá nánari upplýsingar.
Nú voru ekki lengur þrjátiu manns í
undanúrslitum heldur einungis nítján.
Eg var beðinn um að senda fleiri
myndir og einnig ljósmyndir og teikn-
ingar af kirkjunni svo hægt væri að
vita hvemig gluggamir féllu aö bygg-
ingunni.
Ég sendi þetta allt saman út og þaö
var til sýnis á alþjóðlegri ráðstefnu um
gler sem einnig var haldin í Californíu.
Sá, sem varð í fyrsta sæti, er mjög
þekktur glerlistamaður, Paul
Marione. Hann hefur gert mjög
skemmtilega hluti. — I öðru sæti er svo
þýsk stúlka sem ég þekki ekki. Hún
heitir Margarethe Keith.
Enn sem komið er hef ég ekkert frétt
af þessu sjálfur. Og hefði ekki vitað um
þetta ef útvarpið hefði ekki hringt, en
nú mun verðlaunagripur vera á leið-
inni, kristalgripur, og það verður gam-
an að sjá hvort hann kemst hingaö
heill.
Eg bjóst aldrei við að ná svona langt.
Þátttakendur voru mjög margir, hátt á
fjórða hundraö. Hver og einn mátti
síðan senda inn tíu myndir, svo það
hefur verið rosalegt að fara yfir þetta
allt saman, um það bii fjögur þúsund
myndir.
Það er mjög mikils virði bara að
taka þátt í sýningu á borð við þá, sem
þarna er um að ræða, hvaö þá að fá
verðlaun. Þarna kemur fólk hvaðan-
æva úr heiminum, svo þetta hefur mik-
ið auglýsingagildi. ”
-FG.
Jafnt ungir sem gamlir höfðu gaman af þvi að skoða módelin á sýningunni
á Isafirði.
DV-mynd VJ, Isafirði.
MÓDELIN GLÖDDU
AUGU MARGRA Á ÍSAFIRÐI
Ungir Isfirðingar stóðu fyrir módel-
sýningu í Skátaheimilinu á Isafirði um
síðustu helgi. Sýndu þeir þar fjölmörg
fjarstýrð módel sem þeir hafa verið að
vinna að.
Mjög mikill áhugi er hér í bænum
fyrir módelsmíði. A sýningunni voru
vélflugvélar, svifflugur, hraðbátar og
bílar, og allt er þetta með f jarstýringu.
Aöilar þessir hafa unnið þetta allt
sjálfir og voru módelin sýnd á ýmsum
byggingarstigum. Einnig sýndu þeir
hvemig ætti að athafna sig við þessa
hluti, t.d. flugvélarnar á flugi. Þeir
hafa ekki enn stofnað með sér félag en
hyggjast gera það í framtíðinni. Segja
þeir þetta mjög skemmtilegt hobbí,
vinna við smíðarnar á dimmum vetr-
arkvöldum en leika sér svo með þetta á
sumrin. -V.J.Ísaf.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njá&sgötu 49 — Slmi 15105
SÁÁ
Félagar!
Sjálfboðaliða vantar til starfa
Nú erframundan lokaspretturinn í skuldabréfasöfnun samtakanna,
og mikil vinna fyrirsjáanleg næstu daga.
Til þeirrar vinnu þarf mikinn fjölda sjálfboðaliða
úr samtökum okkar.
SÁÁ félagar og annað áhugafólk látið skrá ykkur til starfa
ísíma 82399.
Verum þess minnug að það munar um allt- og að margar hendur
vinna létt verk.
Stjórnin.
royota Corolla árg. '81, 4-dyra.
Ekinn 27.000, drappl. Verð:
165.000,-
Opið laugardag
10-16
trrs TOYOTA salurinn
Nýbýlavegi 8, sími 44144.
Toyota Crown Super Saloon árg.
'81. Ekinn 45.000, rauður. Verð:
370.000,-
Toyota Cressida DL árg. '80, sjálf-
sk. Ekinn 60.000, brúnn. Verð:
170.000,-
Toyota Cressida GL árg. '80, sjálf-
sk. Ekinn 55.000, blár. Verð:
180.000,-
Toyota Crown
sjálfsk. Ekinn
Verð: 195.000,-
disil árg. '80,
132.000, rauður.
Toyota Land Cruiser árg. '76. Ek-
inn ca. 60.000, gráblár. Verð:
230.000,-. Skipti möguleg á ódýr-
ari bíl.
Toyota Corolla KE-30 árg. '79. Ek-
inn 25.000, silfur-sans. Verð:
115.000,-
Toyota Corolla árg. '81, 4-dyra, 5
gíra. Ekinn 39.000, rauður. Verð:
175.000,-
Toyota Corolla árg. '81, 4-dyra, 5
gíra. Ekinn 16.000, rauður. Verð:
180.000,-
Toyota Tercel árg. '80, 2-dyra. Ek-
inn 28.000, blár. Verð: 130.000,-.