Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastiórí og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. : | Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rrtstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: Sl'ÐUMÚLA33.SÍMr27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og pkjtugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað 22 kr. ' Ný „Stefanía”? Menn telja ekki líklegt, að af vinstri bræðingi Svavar Gestssonar verði. Meira er leggjandi upp úr tilraunum, sem lengi hafa staðið, um samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hugsanlega yrði Alþýðuflokkurinn þátttakandi í ríkisstjórn með þessum flokkum. Ríkisstjórn þessara flokka þriggja er vænlegri kostur en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar einna. Fólk veit, að við mikinn vanda er að etja í efnahags- málum. Þar duga einungis traust tök, eigi ekki verr að fara. Traustan þingmeirihluta þarf. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa samtals 37 þingmenn af 60. Verði Alþýðu- flokkurinn meö, yrðu stjórnarþingmenn 43. Ríkisstjórn flokkanna þriggja er líklegri til að hafa trausta stjórn á málum. Alþýðubandalagið mundi vafalaust í stjórnarandstöðu halda uppteknum hætti og reyna að magna ófriðarbál á vinnumarkaði gegn nauð- synlegum aðgerðum. Ekki skulu áhrif Alþýðuflokksins í stéttarfélögum ofmetin, en þó er ljóst, að tilkoma hans mundi mjög treysta grundvöll ríkisstjórnar við þær að- stæður. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 1974—1978 var um margt misheppnuð, og hún varð óvin- sæl. Nú ríður á, að landsmenn standi saman, eins og framast er kostur, um aðgerðir til að bjarga efnahag landsins. Margir munu síður frá upphafi vantreysta stjórn flokkanna þriggja. Hvaða ríkisstjórn, sem mynduð verður, þarfnast og verðskuldar starfsfrið í byrjun, meðan hún vonandi gerir það, sem gera þarf í efnahagsmálum. Þjóðin hefur þegar orðið fyrir hnekki, en mestmegnis komizt hjá að bera hann með „slætti” erlendis. Nú verðum viö sjálf að bera byrðarnar. Við getum ekki velt þeim lengur á komandi kynslóðir með erlendum lántökum. Ekki hefur lengi skipt jafnmiklu, hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Af framangreindum ástæðum ber flokkunum þremur nú að reyna til þrautar, hvort þeir geta myndað ríkis- stjórn saman, áður en aðrir kostir eru teknir. Viðræðum þeirra ber að halda áfram, hver svo sem hefur umboð forseta íslands. Tímann verður að nota. Tilraunir til samstarfs þessara flokka strönduðu fyrir skömmu. Þá kröfðust alþýðuflokksmenn þess að fá for- sætisráðherrann. Eðlilegt er, að þeir vilji tryggja stöðu sína með tilliti til þess, að hinir flokkarnir tveir hafa einir sér þingmeirihluta án krata. Þess vegna verður að leita annarra úrræða til að tryggja áhrif hvers aðila ríkis- stjórnar þessara flokka um sig, svo að enginn telji sig vera „aukahjól”. Til þess eru ýmsar leiðir, ef vel er gáð. Ákveða mætti, að til ýmissa mikilvægra athafna ríkisstjórnar þyrfti fylgi allra aðila hennar, þó ekki allra þingmanna stjórn- arflokkanna. Flokkarnir „fóru í fýlu”, þegar kratar heimtuðu for- sætisráðherrann og var synjað. Þeir eiga að læknast af fýlunni, bæði alþýðuflokksmenn og hinir. Við þessar aðstæður höfum við ekki efni á, að stjórnmálaforingjar séu „í fýlu” út af lítið merkilegum atriðum. Þróunin er enn óráðin, þegar þetta er skrifað. Að þeim möguleikum athuguðum, sem efstir eru á baugi, virðist stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks koma til álita, en það stjórnarsamstarf yrði bætt með þátttöku Al- þýðuflokksins sem þriðja aðila. I öllum flokkum eru áhrifamenn, sem vilja taka á þeim málum af alvöru. Haukur Helgason. ,/rauninnibiða allír eftirþvíað Svavar hverfiaf sviðinu oghinn raunverulegileikur haldiáfram.' ILEIKHLEINU Þegar þetta er ritað, hefur forseti lýðveldisins faliö Svavari Gestssyni að gera tilraun til stjórnarmyndun- ar. Allir vita, að þessi tilraun er gjör- samlega þýðingarlaus og hlegið að henni út um allan bæ. Alþýðubanda- lagið hefur ekki verið viðræðuhæft um stjórnarmyndun eftir kosningar og sannast sagna hafa aðrir stjórn- málaflokkar takmarkaðan áhuga á stjórnarsamstarfi viö kommúnista. Hafa enda allar ríkisstjómir sem kommúnistar hafa átt aðild að, farið frá meö buxurnar á hælunum en landið nánast á hausnum. Þó ber að skilja undan nýsköpunarstjórnina. Viðbrögö Svavars við stjómar- myndunarumboði sinuera svodæmi- gerð fyrir mann, sem allt í einu hlýt- ur upphefð sem hann býst ekki við. Svavar byrjaði störf sín með því að kalla saman þingflokksfund, flokk- ráðsfund, framkvæmdaráösfund og verkalýðsráðsfund til þess að ákveöa hvaða samstarfsgrundvöll ætti aö bjóða. Þó hafði það verið meginatriði í kosningabaráttunni að auglýsa ein- hverja samstarfsleið Alþýðubanda- lagsins. Margir að reyna Ut af fyrir sig hefur Svavar um- boðiö þar til forsetinn hefur tekið það af honum, en það era mörg for- dæmi fyrir því, að fleiri reyni aö mynda stjórn en sá, sem hefur hiö formlega umboð. Frægasta dæmi um slíkt er stjórnarmyndun dr. Gunn- ars, en hann var einn aö puöa allan desember og janúarmánuð 1979— 1980 og birtist síðan allt í einu á sviðinu eins og kappinn Scaramuse og hrifsaði til sín þau metorð, sem hann haf ði keppt að alla ævi. Kjallarir.n Háraídur Blöndal stjórn með kommum og krötum en í þriðja horninu voram við Bjarni aö mynda þá stjóm, sem komst á, með aðstoðkratanna, sagði hann. Nú virðist vera hafður sami háttur á og 1947, að Sjálfstæöisflokkurinn er í raun með tvær stjómarmyndunar- hugmyndir í gangi samtímis. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta, en sú gagnrýni er ekki réttmæt. Tíminn er naumur, og nauðsynlegtaðnýta hverja stund. Hitt er annað mál, aö ógerlegt er að bera vinnubrögðin við stjórnar- myndunartilraunir dr. Gunnars saman við aðferöirnar nú. Nú er þetta gert með vitund og vilja allra aðila. Dr. Gunnar fór hins vegar á bak við þingflokk sjálfstæðismanna og olli það trúnaðarbrestinum á og stundarklofningi í flokknum. Ekkert slíkternúááferð. .. og ágætt að hafa einhvern sem trúð í hléinu... ” Og áður hafa menn reynt að mynda stjómir meðfram hinu form- lega umboði. Eysteinn Jónsson sagði mér, að þegar þríflokkastjórn Fram- sóknar, Sjálfstæöisflokks og Alþýðu- flokks var mynduð 1947, hafi í raun verið þrjár stjómarmyndunarviö- ræður í gangi og vissi hver um ann- an. I einu horninu vora þeir Olafur og Einar að reyna að endurreisa ný- sköpunarstjómina, í öðru hominu var Hermann að reyna að mynda Ágætis hvíld Hið mikla brambolt Svavars út af engu lýsir vel hæfileikum hans til þess að nýta sér hverja innkomu á hið pólitíska svið. En þótt hann hafi oft stolið senunni, þá er hlutverkiö nú annað. 1 rauninni bíöa allir eftir því að Svavar hverfi af sviöinu og hinn raunveralegi leikur haldi áfram. Hitt er annað mál, að um sinn virðast stjómmálamennimir þurfa ein- hverja hvíld, rétt eins og aðrir sviös- leikarar, og ágætt aö hafa einhvern sem trúö í hléinu. Þaö er út af fyrir sig rétt hjá Morgunblaöinu, að langt er i land með að kommúnistum verði falin stjómarforusta á Islandi. Ot frá því sjónarmiði er vitanlega stjórnarfars- lega rangt að fela kommúnista stjórnarmyndun. En við hvað miðar forsetinn? Sveinn Bjömsson spurði Brynjólf Bjarnason, þegar á áranum 1941 og 1942, hvort hann gæti myndað ríkis- stjórn. Brynjólfur svaraði, aö ekki skorti viljann, en hins vegar væra engar stjómmálalegar forsendur fyrir slíkri stjórnarforustu. Nú viröist Svavar hafa talið sig geta myndað stjórn, því að annars er út í hött að taka umboðið. Og berast þá böndin aö öðram stjómmálaleið- togum, sem forsetinn talar við: Hafa þeir sagt forsetanum, að þeir muni aldrei una stjómarforastu Alþýðu- bandalagsins? Ef þeir hafa gert það, þá getur veriö, að um sé að ræða ranga „úthlutun” stjómarmynd- unarumboðs, sem rétt sé að gagn- rýna. Uthlutunin er hins vegar hættulaus, því að tilraunir Svavars falla um sjálfar sig, ef enginn vill verameð! Utanþingsstjórn? Forsetinn hefur gefið þingmönnum stuttan frest til þess að koma á starf- hæfri ríkisstjórn, er nyti stuðnings meirihluta Alþingis. Sá frestur er eölilegur. Þær viðræður, sem nú eiga sér stað milli stjórnmálafor- ingja, eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa staðið á einn eða annan hátt í allan vetur, og þingmenn þekkja vel, hvernig komiö er hag þjóðarbúsins. A.m.k. vissu þeir það manna best fyrir kosningar. Allir hafa stjóm- málaforingjarnir krafist stjórnar eins fljótt og verða má, svo og helstu fjármálaembættismenn landsins. Það var því eðlilegt, aö forsetinn setti tímamörk. Hafa verður í huga, að skv., stjómarskrá lýðveldisins er það ekki aðeins þingsins að koma á ríkis- stjórn. Forsetinn ber ábyrgð á aö slík stjóm sé fyrir hendi. Og ef þingið bregst, þá er það eiðsvarin skylda forseta lýðveldisins að sjá þjóðinni fyrir ríkisstjóm, sem getur veitt for- ustu í landsmálum, þar til alþingis- mennnááttum. Miðvikudag 18.5., Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.