Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. Spurningin Hvernig fer leikurinn milli Manchester United og Brighton á morgun? Benedlkt Már Jóhannsson nemi: Þrjú — núll fyrir United. Ja, ég ætla aö horfa á leikinn en ég held meö Liver- pool. Kristín Pétursdóttir, símamær og hús- móðir: Ég verð nú að veöja á United, að þeir sigri. Mér líst mikið betur á' nafniö. Kolbeinn Ágústsson lagerstjóri: Þrjú — núll fyrir United, ekkert mál! Ég byggi þetta bara á árangri United í vetur. Svo er ég náttúrlega United-: aðdáandi. Helmir Hallsson verkamaður: Eigum við ekki bara að segja 1—0 fyrir United. Ég hef ekkert vit á þessu og giska bara. Baidur Þór Bjamason nemi: Manchester vinnur 3—1. Whiteside skorar 2 og ætli Cunningham skori ekki 1. Ég held annars með Liverpool. W'- mammmmmmm jxm - - ' Olga Bjömey Gísladóttir nemi: Ég fylgist ekki svo mikið með fótbolta. Þetta fer 2—1 fyrir United. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ölvunarakstur: Alvar- legt ábyrgd- arleysi 7910-7352 skrifar: Það er allt of algengt að menn aki ölvaðir. Þeir hugsa með sér: „Ég stelst heim á bUnum í þetta eina skipti,” þegar þeir koma út af dans- stöðum eða úr einkasamkvæmum og auövitaö sleppa þeir oft við lögregluna. ölvunaraksturinn virðist svo oft verða að reglu. Ég vil benda þeim sem aka ölvaðir á að hugsa dýpra. Það er út af fyrir sig ekki stórmál að missa ökuskírteiniö í þrjá eða sex mánuöi, jafnvel ekki að aka á annan bíl og skemma. En hugsar sá sem sest undir stýri ölvaöur um þann möguleika að hann geti slasað annan mann eða jafnvel orðiö honum að bana? Er einhver tilbúinn að horfast í augu við það edrú? „Hugsar sá sem sest undir stýri ölvaður um þann möguieika að hann geti siasað annan mann eða jafnvei orðið honum að bana?"spyr 7910—7352. Refurínn er fall- egur skaðvaldur Óskar Magnússon, Dalbraut 50, BUdudal skrifar: Mér finnst gaman að heyra álit manna á ýmsum málefnum, sé það rökfast og vel fram borið. Skoöanir geta verið skiptar, en jafnframt athyglisverðar. Þeir, sem langar tU að koma sinni skoðun á framfæri, en geta það ekki nema með rökleysu og ruddaskap, eiga að leita sér hjálpar reyndari manna. I þessu tUviki á ég viö kjallara- :grein Sigurðar Hjartarsonar í DV 28.4. ■1983. Hann vitnar í góöan útlending sem bendir honum á að endurtaka sömu ! þvæluna nógu oft ef hann ætli fólki að trúahenni. | I gömlu vikublaöi sá ég furðulegan samsetning Sigurðar um íslenska refinn. Hann lét meðal annars mynd fylgja.enhún varaf rauðref, Sigurður. Hann er ekki til á Islandi. Svo kemur sama þvælan í DV 28. 4. svo ég segi bara: Áfram með smjörið, Sigurður. Ég hef verið refaskytta í þrjátíu ár, tuttugu og sex sumur legið á grenjum, eins og það er kallaö. Á þessum tíma hef ég töluvert lært um hegöan refsins þó ég efist ekki um að margir aðrir viti betur. Mér varð það fljótlega ljóst að þaö var af tilefni sem lagt var í kostnaö til að halda ref í skefjum og skal ég komaaðþví síðar. Ég veit ekki hvort Sigurði Hjartar- syni er það ljóst að hann er að hræra saman drápsaðferðum villidýra í annarri heimsálfu við íslenska refinn.* Hýenan í Afríku hefur þá veiðiaöferð að mynda flokka og elta dýrahjaröir, leggja síðan þann einstakling í einelti, sem dregst aftur úr vegna sjúkdóms eða helti og rífa hann í sig þegar hann er örmagna. Þar er veikasta hlekknum kippt úr svo hraustari dýrin verða til að viðhalda stofni sinnar tegundar. Æskilegt lögmál meðal villtra dýra svo stofninn úrkynjist ekki. Ég sagði villtra dýra og því mega skynsamir menn ekki blanda saman viö búfénað íslenskra bænda. Það er eins óskylt mál og frekast getur verið. Á vorin sleppa bændur ánum með nýlega fæddum lömbum. Það er ungviðið allt sem er veikasti hlekkurinn og hættan er meiri en margan grunar því á sama tíma er refalæöan að gjóta í greni. Refurinn fer strax aö færa henni æti og fljótlega fer læöan einnig í fæðuöflun því yrðlingamir verða fljótt þurfta- frekir. Fæðuval er í meirihluta rjúpa, endur, hrognkelsi, sem svartbakur leifir og ennfremur ungar mófugla. Þá er það bitvargurinn. Spumingunni um það af hverju refur bítur læt ég ósvarað, því ég veit það ekki, en yfir- leitt em þau dýr stærri, yrðlingamir styggari og grimmari. Mér dettur því í hug að við friöun refs yrðu það eölilega hörðustu dýrin sem flest halda velli og dýrbítur eykst til stórra muna. Veik- byggðari dýr hiröa mófuglinn en margur refurinn verður aöþola sultar- dauða því lífríkið er fremur fábrotið. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því ástandi sem þá myndi skapast. Nógu slæmt er þaö fyrir. Mörg em þau greni, sem ég hef komið að, þar sem lambslöpp lá fyrir utan munna. Hvaða áframhald hefði þar orðið á ef grenið hefði ekki fundist er ekki gott um að segja. Fyrir nokkrum áram var ég beðinn að liggja á greni í Grandadal í Ketil- dalahreppi. Bóndinn, sem þá bjó í Feigsdal, Páll Kristjánsson, fylgdi mér á greniö. Hann sagöi að tófan væri aö bíta frá sér lömbin. Það reyndust orð aö sönnu. Tuttugu og tveir lambs- hausar vom á greninu. Refurinn nagar lambið í sundur og tekur viðráöan- legan part heim á grenið. Sé um skæðan bít að ræða lítur hann ekki að því sem hann skilur eftir heldur drepur aftur til að ná sér í blóðríkt og nýtt kjöt. Þaö er því ekki endanleg tala hausaf jöldinn sem er á greninu. I Hagadal á Barðaströnd lá ég á greni. Þar mátti telja tólf lömb. Enn- fremur fundust lambshræ víða um dalinn. A síðastliðnu sumri kom upp heiftar bítur í Reykjarfirði fyrir botni Amar- fjarðar (Suðurfjarðah.). Hann drap fullorðið fé. Tíu kindur lágu í valnum áður en tókst að vinna dýriö. Grenið fannst ekki. I einu tilviki hafði ærin ætlað að verja lambið. Henni tókst það ekki. Hún fannst liggjandi ofan á dauðu lambinu þannig útleikin að allt hold var rifið frá neðri kjálka aftur að Oskar Magnússon með tófu. eyra. Lóga varð henni á staðnum. önnur fannst meö brudda snoppu upp að augum og gamirnar dregnar frá henni. Eina varð að elta uppi, það vantaði á hana annan kjammann. Svona fannst hver kindin eftir aöra. Það setti að mér velgju, Sigurður, þegar ég fór um svæðið og er ég þó ýmsuvanur. Að endinguþetta: Mér þykir gleðilegt að vita ef menn mynda samtök um dýravemd. Það er fallegt og nauðsynlegt en viö megum helst ekki láta meindýr og varg ráða gerðum okkar í þeim efnum. En ef þér tekst, Sigurður, að friða refinn, þá vona ég þin vegna að þú verðir ekki kindínæstalífi. „Hættið halaklippingum” — nagladekkin valda ekki umtalsverðum skaða 0919-3421 skrifar: \ Alveg hrýs mér hugm við þeim hranalegu tiltækjum lögregluþjóna að klippa númer af bílum og banna þeim akstur fyrir þá sök eina aö eigend- unum hefur ekki þóknast að setja undir j þá sumardekk. Eins og þeir séu ekki frjálsir að því að velja! Einn hærugrár ökuþór, reyndur á hraðbrautum erlendra stórþjóða og hertur á hlykkjóttum malarslóðum þessa veg- lausa lands sagöi mér í glæsilegu kvöldboði fyrir skemmstu að það væm tómir fordómar aö amast við nagla- dekkjum þegar sumrar. „Utlendir rannsóknarmenn hafa sýnt fram á að nagladekkin vinna engan umtalsveröan skaða á mal- bikinu,” sagði þessi spakvitri ökuþór og starði angurvæmm augum út yfir Miklubrautina, ,,en það sem raunvem- lega veldur spjöllum á blessuðu mal- bikinu er allur þessi voöalegi vatns- elgur á götunum þegar rignir. Þessu þarf aðráðabótá.” Þetta sagöi nú þessi greindi maöur og við sem viljum skynsamlega löggjöf ætlum ekki að una lengur þessum hranalegu halaklippingum hlauna- gleiðra lögregluþjóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.