Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 20
28 DV. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Valur skoraði eftir 72 sekúndur í Keflavík — og vann þar Keflvíkinga verðskuldað 2-1 í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu Frá Magnúsi Gislasyni, fréttamanni DV á Suöurnesjum. Það tók Valsmenn ekki nema eina mínútu, tólf sekúndur og 47/100 sam- kvæmt Seiko-skeiðklukku minni að skora fyrsta mark islandsmótsins í 1. deild í Keflavík í gærkvöldi. Ingi Björn Albertsson kastaði knettinum langt inn í fyrstu sókn Valsmanna. Varnarmenn Keflavikur höfðu raðað sér við mark- stöngina en hvort sem það var geim- skuthumi að kenna, sem flaug þá yfir, eða einhverju öðru, tókst þeim ekki að hreinsa frá. Knötturinn barst til Þor- grims Þráinssonar sem skoraði meö mikium þrumufleyg hægra megin i markið undir þverslána. Gersamlega óverjandi fyrir hinn snjalla markvörð Keflvikinga, Þorstein Bjarnason. Ólik- legt að einhverjum takist að bæta þetta tímamet Þorgríms — 72 sekúndur. Valsmenn sigruðu í leiknum, 2—1, og áttu þann sigur fyllilega skilið. Léku oft vel við erfiðar aðstæður á þurrum malarvellinum. Liðsheild Vals var miklu heilsteyptari en Keflvíkinga. Sigurmarkið var þó ekki skorað fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok. Vöknuðu upp við vondan draum Keflvíkingar vöknuöu upp við vond- an draum við markið svo snemma leiks. Náðu fljótt undirtökunum í leikn- um og tókst að jafna á 34. min. Björg- vin Björgvinsson átti skot i þverslá Valsmarksins. Knötturinn hrökk út aftur en Sigurður Björgvinsson bætti um betur fyrir bróður sinn. Skallaði í mark, 1—1. En eftir að Keflvíkingar höfðu jafnaö færöist deyfð yfir leik liðs- ins og Vaismenn voru miklu atkvæða- meiri. Fyrr í hálfleiknum hafði Þor- steinn Bjarnason variö mjög vel frá Hilmari Sighvatssyni. Valur byrjaði vel í síðari hálfleikn- um og á 47. mín. komst Valur Valsson skyndilega frír inn í vítateig. Þorsteinn bjargaði meö frábæru úthlaupi. Vals- menn voru fljótari í öllum aðgerðum, alltaf skrefi á undan mótherjunum á knöttinn. Greinilegt að ef fleiri mörk yrðu skoruð þá kæmu þau frá Vals- mönnum. Sigurmarkið lét standa á sér en það var líka gullfallegt þegar það kom. Gísli Eyjólfsson hafði misst knöttinn út af á 85. mín. Kastaði inn til Magna Pét- urssonar, bakvarðar Vals sem var 20 metra frá markinu. Sneiddi knöttinn að markinu þar sem snúningurinn fór að virka 4—5 metra frá markinu og knötturinn hafnaði í netinu. Með fall- egri mörkum. Við markið vöknuðu Keflvíkingar upp af löngum dvala sínum og sóttu stíft lokamínúturnar. Fengu 2—3 færi til að skora en tókst ekki. Björgvin skaut gróflega framhjá frír af 10 metra færi og sanngjarn sigur Vals í höfn. Þrír leikmenn voru bókaöir í leiknum. Hilmar Sighvatsson og Njáll Eiðsson, Val, og Magnús Helgason, IBK. Besti maður Vals og vallarins var Austfirðingurinn Njáll Eiösson en allir leikmenn Vals áttu góöan leik, Dýri traustur i vöminni og Ingi Björn stóð fyrir sínu. Hjá IBK var Þorsteinn markvörður áberandi bestur. Sigurður Björgvinsson dreif leik liðsins áfram svoog RúnarGeorgsson. Þá voruSkúli Rósantsson og Óskar Færseth nokkuö góðir. Liðið hins vegar afar ójafnt. Jöfnunarmark Keflvíkinga Hér á myndinni bendir örin á Sigurð Björgvinsson þegar hann skorar jöfn- unarmark Keflvíkinga 1:1 með skalla úr markteig. Hann fékk knöttinn eftir að Björgvin Björgvinsson — bróðir hans, hafði átt skot í slá. DV-mynd: Heiðar Baldursson. Liðin voru þannig skipuð. Keflavik — Þorsteinn Bjamason, Óskar Fœrseth, Gisli Eyjólfsson, Bjöm Ingólfsson, Rúnar Georgsson, ÖU Þór Magnússon, Sig- uröur Björgvlnsson, Einar Ásbjöm Ólafsson, Björgvin Björgvinsson, SkúU Rósantsson og Magnús Garðarsson. Hermann Jónasson kom inn sem varamaður fyrir Óla Þór. Valur — Brynjar Guðmundsson, Magni Pét- ursson, ÚUar Hróarsson, Guðmundur Kjart- ansson, Dýri Guðmundsson, Þorgrimur Þrá- insson, Ingi Bjöm, Hilmar Sighvatsson, Vaiur Valsson, Njáll Elðsson, og Hilmar Harðarson. Maður leiksins. Njáil Eiðsson. 1 jög g< oðu irsi igur h ijá Val Isli ðim u” — sagði Sigtryggur Jónsson, formaður knattspymudeildar Vals „Við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að þessi leikur okkar í Keflavík yrði erfiður á mölinni, Keflavíkurliðið hefur staðið sig vel í Litlu bikarkeppn- inni. Ég tel þess vegna að þetta hafi verið mjög góður slgur hjá Valsliðinu. Það var mun heilsteyptara í leiknum og verðskuldaði sigurinn,” sagði Sig- tryggur Jónsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals eftir sigur Vals- manna í Keflavík í gærkvöld. „Eg er ekki ánægður með þessi úr- slit. Keflavíkurliðið barðist ekki nógu vel í þessum leik. Við verðum að hugga okkur við að fall er fararheill,” sagði Garðar Oddgeirsson, formaður IBK. „Keflavíkurliðið fylgdi því ekki eftir þegar það jafnaði. Þá var eins og leik- mönnum fyndist að þeir gætu tekið líf-j inu með ró. Slíkt gengur ekki og of miklar sveiflur voru í leik liðsins. Liðiö heldur ekki nógu heilsteypt,” sagði Guðni Kjartansson, þjálfari IBK, og var ekki beint ánægður með leikinn. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig en það var ekki eins erfitt að dæma þennan leik og ég bjóst við — jafnvel léttara en að dæma í 2. deild,” sagði Friðgeir Hallgrímsson, sem dæmdi Stórmót í golf i í Vestmannaeyjum Faxakeppnin í golfi fer fram í Vest- mannaeyjum nú um helgina. Er það stærsta og mesta golfmót sem þar fer fram og er búist við f jölda keppenda „ofan af landi”. Faxakeppnin verður nú í fyrsta sinn leikin í flokkum. Verður keppt í meist- ara-, 1. 2. og 3. flokki karla og í meist- ara- og 1. flokki kvenna. Keppnin hefst á laugardagsmorgun og heldur áfram á sunnudaginn. Meistaraflokkur karla og kvenna leikur aftur á móti 72 holur enda gefur mótið stig til landsliðs GSt. Verða síðari 36 holurnar leiknar á mánudeginum. Margir hafa þegar látið skrá sig íi þetta mót og fjölgar þeim s jálfsagt ennj meir nú þegar ákveðið er að keppti verði í mörgum flokkum. Skráningu í keppnina likur í kvöld. sinn fyrsta leik í 1. deild í gærkvöld og skilaöi hlutverki sínu mjög vel. emm/hsím. Houtman mark- hæstur í Evrópu — en allt bendir til að Portúgalinn Gomes hljóti gullskó ADIDAS 1983 Hollendingurinn Houtman, sem leikur með Feyenoord, er nú orðinn markhæsti knattspymumaður Evrópu og efstur á blaði í keppninni um gullskó ADIDAS. Hann hefur skorað 30 mörk í 34 leikjum. Houtman fær ekki tækifæri til að skora fleiri mörk þar sem 1. deildarkeppnin í Hollandi er búin. Aftur á móti stendur Gomes frá Portúgal, sem leikur með Porto, með pálmann í höndunum. Gomes hefur skorað 29 mörk í 27 leikjum — og á þrjá leiki til góða, til að hreppa gullskóinn. Það er nokkurn veginn víst að Gomes verði markakóngur Evrópu 1983. Aberdeen efst á blaði Skoska liðið Aberdeen er efst á blaði í keppninni um nafnbótina besta knatt- spymulið Evrópu hjá ADIDAS. Fé- lagið hefur hlotið 19 stig. Real Madrid er með 16 stig, Dundee Utd. og Liver- pool eru meö 14 stig, Anderlecht, Ben- fica og Hamburger SV eru með 13 stig, Juventus, Nantes, Manchester United og Celtic eru með 12 stig og Bayern Miinchen með 11 stig. -sos. Þeir leikmenn sem hafa skoraö flest mörk í Evrópu, eru: Houtman, Feyenoord Gomes, Porto Nicholas, Celtic Blissett, Watford Rush, Liverpool Anastopouios, Olympiakos Krankl, Rapid Krimau, Metz Haiilhodzic, Nantes Dodds, Dundee Utd. Thorensen, Eindhoven Koilhof, Eindhoven r I I I I i i I I I i I 1 I I I I I I L. Ármenningar Ijós- mynduðu knattspymu- völl Stykkishólms — og það varð Snæfellingar frá Stykkishólmi fóra fram á það við mótanefnd KSt að leik þeirra gegn Armanni í 3. deildarkeppninni í knattspyrau, sem fer fram i Stykkishólmi í kvöld, yrði frestað vegna þess að völlurinn þar væri ekki tdbúinn. Mótanefnd KSI varð við beiðni Snæfells fyrr í vikunni en í gær var svo ákveðið að leikurinn færi fram. Ástæðan fyrir því að mótanefndin gerði þarna breytingar á, er sú að til þess að hætt var við Snæfells og Ármanns Armenningar voru ekki ánægðir með að leiknum yrði frestað og töldu þeir að SnæfeU hefði fariö fram á frestun leiksins, vegna þess að nokkrir leikmenn liðsins væru í skólum í Reykjavík en ekki vegna þess að vöUurinn væri ekki tilbú- inn. Ármenningar tóku sig tU og flugu til Stykkishólms á miðvikudaginn og skoðuðu knattspyrnuvöllinn þar. Þeir tóku einnig ljósmyndir af veU- að fresta leik inum sem sýndu að vöUurinn væri í leikhæfu ástandi. Með þessar ljós- myndir fóru þeir til mótanefndar KSI tU að sýna fram á að vöUurinn væri leikhæfur. Eftir að nefndar- menn mótanefndarinnar höfðu séð ljósmyndasýningu Armenninga, ákvað nefndin að senda SnæfeUing- um skeyti þess efnis að leikur Snæ- fells og Ármanns yrði leikinn í kvöld. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.