Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Page 30
38
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983.
í gærkvöldi í gærkvöldi
Eigum við erindi út í geiminn?
I gærkvöldi vöktu fregnir af
væntanlegri geimferju, og síöan
koma hennar, mesta athygli mína.
Þaö grípur mig nefnilega alltaf
einhver angurværð, þegar mér
verður hugsað til þess ráps mann-
kyns út í geiminn. Verðum viö þar
ekki eins og skæð farsótt sem um-
hverfið er vamarlaust gagnvart?
Hvaða áhrif skyldum við síðan hafa?
Höfum við nokkurn tímann verið til
góðs — nema aö eigin mati?
Okkur, þessum afbrigöilegustu
dýrum jarðarinnar, hefur vegnað vel
á ýmsum sviðum, þar á meðal tækni-
sviöinu — enn aö eigin mati. Er
gildismat okkar þó marktækt? Felst
ekki viss mótsögn í því að þar sem
okkur vegnar ,,vel” drepum við,
eyðum og mengum?
Hvað höfum við ekki þegar gert
þessari jörð, sem við byggjum, og
öllu lifríki hennar? Jafnvel þegar við
viljum vel, hlýst illt af. Hvaða ódæöi
hafa ekki verið unnin í nafni krist-
innar trúar, þegar við höfum talið
okkur vera að útbreiða boðskap kær-
leikans? Og hvað með kommúnism-
ann sem einkum hefur veriö notaður
til þess að kúga lítilmagnann?
Við getum ekki einu sinni fundið
upp svo sakleysislegan hlut (að virt-
ist í fyrstu) sem úðabrúsann án þess
að í ljós komi að til ills er. Með notk-
un þeirra brúsa truflum við ósónbelti
jarðarinnar, hjúpinn sem ver okkur
fyrir skaðlegri geislun sólar.
Og hvað gerum við svo þegar sú
staðreynd liggur fyrir? Hættum við
að nota úðabrúsa? Nei, það er nú af
og frá. Við höldum bara áfram.
Þannig er hugsanlegt að okkur takist
aö tortíma öllu lífi á þessum hnetti
án þess að sprengja hann í loft upp.
Og úöabrúsadæmið einungis eitt af
fjölmörgum slikum.
Hreinlæti er jákvætt, en svo sem
allt annað, einungis að vissu marki.
Við notum efnakljúfa í þvottinn
okkar, til þess að hann verði sem
hreinastur. Okkur er sagt frá
skaðvænlegum áhrifum efnakljúfa
og súlf óefna á lifrfki sjávar og vatna.
Það hefur þó ekki minnstu áhrif á
breytni okkar.
Og við eigum brýnt erindi út í
geiminn, finnst okkur, enda eru eyði-
leggingarmöguleikamir þar auðvit-
að mun stórfenglegri og á allan hátt
glæstarienhér.
Franzisca Gunnarsdóttir.
Andlát
Gunnar Kristján Markússon lést 13.
maí 1983. Hann fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð 1. október 1911, sonur
hjónanna Markúsar Guðmundssonar
og Vigdísar Karvelsdóttur. Gunnar ■
stundaöi lengi sjómennsku en áriö 1952
hóf hann störf í timburversluninni
Völundi hf. og starfaði þar allt til 1979,
oftast við afgreiöslustörf. Eftirlifandi
eiginkona hans er Olína Hinriksdóttir.
Varö þeim fimm barna auðiö og lifa
f jögur þeirra. tJtför Gunnars var gerð
frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30.
Guðmundur Helgi Guðmundsson,
Túngötu 32 Reykjavík andaðist 18.
maí.
Jónas Þórður Guðjónsson, Mávahlíö
31, lést í Borgarspítalanum miðviku-
daginn 18. maí.
Ingibjörg Br. Ölafsdóttir andaðist ú
öldrunardeild Landspítalans miðviku-
daginn 18. maí.
Anna Sigríður Ámundadóttir, Þor-
finnsgötu 12, andaðist í Landakots-
spítala aðfaranótt 19. maí.
Helga Jónsdóttir, Baldursgötu 13, fyrr-
um húsfreyja í Hlið, Grafningi,
andaðist í Landspítalanum 18. maí.
Guðmundur Jón Jónsson, Húnabraut
22 Blönduósi, er andaðist föstudaginn
13. maí, veröur jarðsunginn frá
Blönduóskirkju laugardaginn 21. maí
kl. 14.
Magnús Konráðsson,Staðarbakka 8
Reykjavík, andaðist í Landspítalanum
miðvikudaginn 18. maí.
Sigríður Sigurvinsdóttir Birtingaholti,
veröur jarðsungin frá Hrepphóla-
kirkju laugardaginn 21. maí nk. kl. 14.
Guðrún Lilja Jóhannesdóttir,
Borðeyri, verður jarösungin frá Prest-
bakkakirkju laugardaginn 21. maí kl.
14.
Björn Björnsson málarameistari,
Kleppsvegi 120, lést í Landakotsspítala
9. maí. Jarðarförin hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja í
Skarðshlíð, Eyjafjöllum, verður jarð-
sungin frá Eyvindarhólskirkju laugar-
daginn 21. maí nk. kl. 11 árdegis.
Tilkynningar
Stúdentafagnaður
Nemendasambands MR
Árlegur stúdentafagnaður Nemendasam-
bands Menntaskólans í Reykjavík veröur
haldinn að Hótel Sögu 27. maí, daginn eftir
skólauppsögn. Nýstúdentar og nemendur úr-
afmælisárgöngum hafa forgang að þátttöku.
Nemendur afmælisárganga eru því beðnir að
tilkynna miðapantanir til fyrirsvarsmanna
árganga hið fyrsta.
T æknif ræðingaf élag
íslands
Aðalfundur Tæknifræðingafélags Islands var
haldinn þriðjudaginn 3. maí sl. í húsakynnum
féiagsins að Lágmúla 7, Reykjavík.
Fráfarandi formaður, Jón Sveinsson, flutti
skýrslu stjórnar starfsárið 1982—1983 og
skýrði frá helstu viðburðum í félagsstarfinu.
Félagar eru nú um 500 og fer þeim ört fjölg-
andi. Jón Sveinsson baðst undan endurkjöri
og í stað hans var Gunnlaugur Helgason
kosinn formaður. Aðrir í stjóm eru: Símon
Gissurason, Hrólfur Jónsson, Sveinn
Frímannson, Emil Ágústsson, Eiríkur
Þorbjörnsson og Sigurður Þórarinsson. Skrif-
stofa félagsins er að Lágmúla 7, Reykjavík,
framkvæmdastjóri er Sigurður Georgsson.
Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga
Húnavaka, ársrit Ungmennasambands
Austur-Húnvetninga er nýkomið út. M.a. er í
ritinu grein um Svínvetningabrautarfélagið,
viðtal við Kristínu Pálmadóttur frá
Hnausum, sem nú er 90 ára og man tímana
tvenna, þáttur um Kirkjubæjarhjónin,
Halldóru Einarsdóttur og Jón Jónsson, eftir
Magnús Björnsson Syðra-Hóli og fjölmargt
fleira mættí telja.
Húnavaka hefur komið út árlega í 23 ár.
Þar hefur verið birt efni eftir 285 höfunda.
Mest af þessu efni, þ.e. um 215 þættir hafa
verið tengdir þjóðlegum fróðleik og sögu
héraðsins á einn eða annan hátt. Þá hafa birst
57 viðtöl, um 50 smásögur, nær 40 erindi eða
ræður, 35 ferðasögur, 146 ljóð og um 450 vísur.
Frá því árið 1965 hafa verið birt stutt ævi-
ágrip allra þeirra er látist hafa í héraöinu á
ári hverju og eru þetta orðin nær 300 æviágrip
og auk þess 45 minningargreinar með mynd
þar sem æviferill manna hefur verið rakinn
nokkru ítarlegar. Á hverju ári hefur birst
annáll frétta úr héraðinu í máli og myndum.
Lesmál þessara 23ja árganga er 4283
blaðsíður.
Af þessu er ljóst eð í Húnavöku er saman
kominn mikill fróðleikur og heimildir um
héraðið að fornu og nýju og þá er það byggja.
Marga þætti í sögu héraðsins síðustu tuttugu
árin má rekja í fréttaþætti ritsins.
Fyrstu árg. Húnavöku voru prentaðir í litlu
upplagi og seldust fljótt upp. Nú hafa sjö
fyrstu árg. verið endurprentaðir og stefnt er
að því að endurprenta næstu þrjá árg. á næstu
árum, en f rumútgáfan af þeim er nú uppseld.
Um þessar mundir gefst fólki kostur á að
kaupa þá 20 árg. sem til eru á sérstöku til-
boðsverði, sem er 1360,- kr. fyrir alla árgang-
ana, en þetta tilboð gildir aðeins í mjög tak-
markaðan tíma, enda eru sumir árg. ritsins
alveg að verða uppseldir.
Þeim sem vilja nota sér þetta tilboð er bent
á að hafa samband við Gísla J. Grímsson
Efri-Mýrum 540 Blönduósi.
Ritstjóri Húnavöku er Stefán Á. Jónsson
Kagaðarhóli en ritið er prentað hjá Prent-
verki Odds Björnssonar Akureyri.
Skipaferðir
Sambandsins
Hull/Goole: Gautaborg:
Jan .. 16/5 Hvassafell .25/5
Jan .. 30/5 Hvassafell ..7/6
Jan .. 13/6 Hvassafell . 21/6
Jan .. 27/6 Hvassafell . .5/7
Rotterdam: Kaupmannah.:
Jan .. 17/5 Hvassafell . 26/5
Jan .. 31/5 Hvassafell . .8/6
Jan .. 14/6 Hvassafell . 22/6
Jan .. 28/6 Hvassafell ..6/7
Antwerpen: Svendborg:
Jan .. 18/5 Helgafell . 17/5
Jan ... 1/6 Hvassafell . 27/5
Jan ... 15/6 Dísarfell .. 30/5
Jan ... 29/6 Hvassafel! .. 9/6
Helgafell .. 16/6
Hamborg: Aarhus:
Jan ... 20/5 Helgafell .. 17/5
Jan ... 3/6 Hvassafell .. 27/5
Jan ... 17/6 Dísarfell .. 30/5
Jan .... 1/7 Hvassafell .. 9/6
Helgafeli .. 16/6
Helsinki: Clouc., Mass.:
Helgafell.... ... 10/6 Skaftafell .. 20/5
Helgafell .... 5/7 Skaftafell .. 21/6
Larvik: Halifax, Can.:
Hvassafell... ... 24/5 Skaftafell .. 23/5
Hvassafell... .... 6/6 Skaftafell .. 23/6
Hvassafell... ... 20/6
Hvassafell... ... .4/7
Samtök um
kvennaatharf
Pósthóif 405
121 Reykjavik.
Gírónr. 44442—1.
Kvennaathvarf ið, sími 21205.
Símaþjónusta
AA-samtakanna
AA-samtökin hafa byrjað starfrækslu síma-
þjónustu. Þangað geta þeir hringt, sem eiga
í fyrsta skipti í langan tíma
stemmir fjárhagsáætlunin okkar
upp á eyri svo aö við veröum að
endurgreiða þessar 2117 krónur
og 85 aura sem við höfum yfir-
dregið í bankanum.
við áfengisvandamál að stríða og leitað ráða.
Sömuleiðis aðstandendur þeirra. Símanúmer
þessarar þjónustu er 16373 og er símaþjón-
ustan opin alla daga frá kl. 17—20.
Kaupmálar
Hinn 29. mars sl. var skrásettur hjá
embætti bæjarfógetans í Kópavogi
kaupmáli milli Jóns Ingvars Gunnars-
sonar, Glæsibæ 2, Reykjavík, og Guö-
finnu Jónsdóttur, s.st.
Urslitaleikur Manchester United og
Brighton um enska bikarinn fer fram á
Wembley-leikvanginum á morgun.
Leiknum verður sjónvarpað beint og
hefst hann kl. 14. Bjarni Felixson,
íþróttafréttamaöur Sjónvarpsins, mun
verða með góða upphitun fyrir leikinn
og hefst útsending sjónvarpsins kl.
13.15.
Tíu bestu mörkin í Englandi í vetur
verða sýnd og mun Bobby Robson,
landsliðseinvaldur Englands, velja
besta markiö. Þá ætlar Bjami að sýna
Eftirtaldir kaupmálar hafa verið
skráðir við embætti bæjarfógetans í
Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Sel-
tjamarnesi, og sýslumannsins 1
Kjósarsýslu og er skrásetningardags
getið innan sviga.
Milli Áma Bjöms Birgissonar,
Sævangi 22, Hafnarfirði og Guðríðar
Sigurðardóttur s.st. (lO.febrúar).
Milli Janusar Guölaugssonar,
Garðastíg 5, Hafnarfiröi, og Sigríðar
Knútsdótturs.st. (lð.mars.).
tíu bestu mörkin í Englandi 1981—82 og
einnig sex bestu mörkin 1973—74 og fá-
um við þá að sjá gamalkunna marka-
skorara eins og Dennis Tueart, Keit
Weller, Billy Bond, John Richards,
Stan Bowles og Alan Birchenall.
Einnig verða sýndir kaflar úr leikj-
um Brighton og Manchester United í
vetur. Ef ekki kemur til framlengingar
á Wembley verður leikur Derby og
Fulham í 2. deild sýndur en hann var
nokkuð sögulegur.
MANNESMANN
stálrör
og þrýstitengi.
Kynnum í fyrsta skipti á
íslandi kerfi sem er að valda
byltingu i pípulögnum.
Mannesmann er þýskt stór-
, fyrirtaeki sem þróar og fram-
leiöir þetta kerfi. Tækni-
nýjungin er aö stálrörin eru
ekki skrúfuð eða soðin saman,
heidur er rörum og tengjum
þrýst saman með sérstakri vél.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
UM MANNESMANN ÞRÝSTITENGI
Vinnuþrýstingur
Vinnuhitastig
Brotþrýstingur
veggþykkt tengja
Pípustærðir
max 16 bar
max 110°C
100-400 bars, fer eftir stærðum
1,5 mm
12-15-18 mm, veggþykkt 1,2 mm
22-28-35 mm, veggþykkt 1,5 mm
1. ÞRÝSTITENGIN
Mannesmann þrýstitengi fyrir
þéttari rörasamsetningu, ónæm
fyrir aldri og neitu vatni. Með sér-
stökum þéttihring sem nefur verið
prófaður (íslensku hitaveituvatni.
I. ÞRÝSTITÖNGIN
ttu á takka og töngin festir saman
ör og tengi á sekúndum. Hægt er
ð fá þrýstikjafta, sem mjög auðvelt
:r að skipta um, fyrir allar stæröir af
engjum. Lögun tangarinnar gerir
njög auðvelt að tengja upp við
■eggi og inní hornum.
2. STÁLRÖRIN
Mannesmann hitarör eru sérstök
stálrör, úr mjög hreinu stáli, með
leyfilegum frávikum og yfirborðs
áferð skv. þýskum staðli DlN 2394.
brýstiprófuð og mjög auðvelt aö
beygja.
PÍPULAGNiR SF.
Smlðjuvegur 28 - Box 116
202 Kópavogur - Sími 77400
-SOS.
Jón Baldvinsson í Eden:
Fantasíumálari sýnir
fuglamosa og hraun
— sýningin opin fram yfir hvítasunnu
Jón Baldvinsson listmálari opnaði
málverkasýningu í Eden, Hvera-
geröi, á laugardaginn var og stendur
sýningin fram yfir hvítasunnu.
„Uppistaöan í sýningunni eru ný-
legar fantasíur og er myndefnið sótt í
fuglamótíf,” sagöi Jón í samtali viö
DV. „I sumum myndunum er stuöst
við fugla sem eru til en ekki kóperað
nákvæmlega heldur notaðir sem
„object” og skáldskaparform.
Maöur er fyrst og fremst að mála
hreina fantasíu og reyna aö skapa al-
veg sérstakan heim í litum.”
Á sýningu Jónp Baldvinssonar eru
einnig nokkrar landslagsmyndir,
aöallega mosa- og hraunmyndir og
hauststemmningar. Þær sem nú eru
til sýningar eru úr þjóðgaröinum á
Þingvöllum og Grafningi.
„Ég byrjaði að mála 1957 sem frí-
stundamálari og fyrstu sýninguna
hélt ég á Mokka 1961. Þá var nýbúið
aö opna þar og Guðmundur Bald-
vinsson bauð mér aö sýna. Síöan
sótti ég námskeiö hjá Einari
Hákonarsyni og fleirum þar til ég fór
til Danmerkur 1970 til frekara náms.
Eg stundaði nám við Det Jydske
Kunstakademie í Árósum og gerði
þar módelteikningu. i olíumálningu
fannst mér ég lítið geta lært svo ég
hætti eftir árið og kom síöan heim
1973. Fyrsta sýningin hér heima var
á Kjarvalsstööum áriö 1975. Síðan
hef ég málað jafnt og þétt og haldiö
sýningar vítt og breitt. Sýningarnar
eru orðnar 14 heima og erlendis.”
Sýningin í Eden er sölusýning og á
henni eru 49 myndir.
JBH
Jón Ba/dvinsson listmálarí ermeð
sýningu á 49 verkum i Eden,
Hveragerði.
DV-mynd: Bj. Bj.
Markaregn
í sjónvarpinu
— fyrir beinu útsendinguna frá Wembley
á rnorgun