Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Síða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Framfærslukostn- aður hefur hækkað um 23% Vísitala framfærslukostnaöar hefur hækkaö um 23,14% á tíma- bilinu frá 1. febrúarsíöastliönumtil aprílloka. Samkvæmt þvi heföi verö- bótahækkun launa átt aö vera um 22%, en verður sem kunnugt er 8% samkvæmt nýsettum bráöabirgða- lögum. Á fyrrgreindu þriggja mánaða tímabili hefur matvara hækkaö um 23,23%, þar af hafa mjólk og mjólkurvörur hækkaö um 29,09%. Hiti og rafmagn hefur hækkað um 23,01%, heimilisbúnaöur og hrein- lætisvörur um 19,21%, kostnaður við eigin bifreið um 20,24% og húsnæðis- kostnaður um 49,14%. Viö útreikning vísitölunnar er miöað viö verðlag í byr jun maí. Ef grunntala vísitölu framfærslu- kostnaöar er sett sem 100 stig í janúar 1981 þá er hún 298 stig í maí 1983, sem er 198% hækkun fram- færslukostnaðar á tæplega tveimur og hálfu ári. Hiti og rafmagn hefur hækkað á þessu timabili i 405 stig, matvörur í 297 stig, síma- og póstút- g jöld í 318 stig og húsnæöi í 349 stig. ÓEF Aukamenn til að skrifa sektarmiða — yf ir 60 ökumenn á ólöglegum hraða árúmri klukkustund „Þaö er einhver vorgleði i mönnum, mikil ökugleði. Þaö viröist hlaupa eitt- hvert fjör í bensínfótinn þegar færð batnar með vorinu,” sögðu lögreglu- mennimir sem i gær mældu hraöa bíla á Kleppsvegi á móts viö Sundaborg. Lögreglumennimir vom gáttaöir á þeim mikla fjölda manna sem ók á ólöglegum hraöa. Bilarair blússuðu hver á eftir öðrum á of miklum hraða inn í radargeislann. Svo margir bmtu reglur um hámarkshraða aö kalla þurfti til aukamenn til að skrifa sektar- miða. Á rúmri klukkustund milli klukkan 14 og 15 vora yfir sextíu ökumenn stöðvaðir, sumir á yfir 90 kilómetra hraða á klukkustund. Það myndaðist meira að segja biðröð ökumanna sem biðu eftir sektarmiða, svo mikill var fjöldinn. Lögreglan stöðvaði menn sem óku vestur Kleppsveginn. Einn sem ók BMW mældist á 81 kilómetra hraða en slapp vegna þess að hann var ó austur- leið. Hann kom hins vegar stuttu síðar til baka, á vesturleið, og þá á 84 kíló- metra hraða á klukkustund. Var auð- vitað stöðvaður. Hélt svo áfram för með sektarmiða i veskinu. —KMU: Nýja flugstöðin á Hornafjarðarflugvelli. DV-mynd: fíagnar Imsland. Ný f lugstöð á Höfn Ný flugstöö var opnuð á Homar- fjarðarflugvelli föstudaginn 27. maí. Framkvæmdir hófust í september 1980 og sá Byggingarfélagið Höfn um upp- steypu og einangrun hússins og Sveinn Sighvatsson, byggingameistari um innréttingar og lokafrágang. Húsið er 420 fermetrar aö flatarmáli og hið vist- legasta. Kostnaður við byggingu þess var um átta milljónir króna. Skrifstofuhúsgögn H/á okkur fáið þið aiiar gerðir af vönduðum og sterkum SKRIF- STOFUHÚSGÖGNUM Skrifborð, 3 stærðir. Vélritunarborð, fri- standandi og föst Tölvuborð. Hillueiningar, ýmsar útfærslur. Léttir skermveggir, 4 stærðir. Skrifborðsstólar Hagstætt verð Staðgreiðs/uafsláttur eða góðir greiðsluskilmálar. Fundaborð, 3 stærðir, Fundastólar með örm- um og án arma Raðstólar, hornborð, blómakassar, 3 stærðir. HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 Batnar nú til muna öll aðstaða á Homafjarðarflugvelli, en þar hefur verið notast við gamlan skúr frá því völlurinn var tekinn í notkun árið 1965. Um 13.000 farþegar fara um Homa- fjarðarflugvöll á ári hverju. Júlía, Höfn/EA. SELFOSS: Rauðakross heimilinu lokað í sumar Rauöa kross heimilinu á Selfossi verður lokaðfrá 1. júlí til 1. september. Það var opnað í nóvember síðast- liðnum og er greinilegt á öllu að Ámes- sýslubúar kunna vel að meta hið myndarlega heimili sem veitir eldri borgurum góða og f ullkomna þjónustu, fótasnyrtingu, andlitssnyrtingu, hár- snyrtingu og fleira. Þar hefur einnig verið venja einn dag í viku að vinna aö glermálningu og gerð sokkablóma, sem eldri borgarar hafa mjög mikla ánægju af. Halldóra Ármannsdóttir leiðbeinir á þessum námskeiðum. Einnig er kennd handavinna í opnu húsi í Tryggvaskála á vegum Rauða kross heimilisins. Mánudaginn 30. maí fóru 36 eldri borgarar á Selfossi með Herjólfi til Vestmannaeyja á vegum Styrktar- félags aldraðra og er von á þeim aftur fimmtudaginn 2. júní. Ferðin kostar 1500 kr. á mann. Forstööukona fyrir Rauða kross heimilinu og opnu húsi í Tryggvaskála, Inga Bjarnadóttir, verður sextug 5. júní næstkomandi. Hún er núna á förum til Noregs í mánaðar sumarfrí. Eg veit að allir eldri borgarar í áður- greindum stofnunum óska henni allra heilla á komandi árum. Góöa ferð, Inga Bjamadóttir, og góða heimkomu. Við hlökkum til að sjá þig aftur í Rauða kross heimilinu og í Tryggvaskála í haust. Regina, Selfossi/EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.