Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. 3 Prentsmiðjan á Hellu: ■■ x ■ r Drukknaði i skuldasúpu „Þetta var gamall, uppsafnaður vandi sem menn voru orðnir þreyttir á. Það virtist ekki vera hægt að vinna þetta upp úr skuldasúpunni,” sagði Valdimar Bragason sem var framkvæmdastjóri Helluprents þegar það var lýst gjaldþrota í síð- ustu viku. Valdimar Bragason sagði gjald- þrotið ekki stórt. „Við förum langt með að hafa upp í skuldirnar,” sagði hann. Samkvæmt upplýsingum DV munu helstu kröfuhafar vera ríkissjóður með 200—300 þúsund krónur vegna ógreidds söluskatts, Heimilistæki hf. með 200 þúsund krónur vegna setningartölvu, Útvegsbankinn með um 260 þúsund krónur vegna vaxta- aukaláns, sem stjórnarmenn Hellu- prents eru ábyrgir fyrir, og Sigur- linni Sigurlinnason, fyrrum fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunnar, með 150—200 þúsund krónur vegna launa sem hann telur sig eiga inni. Verkalýðsfélagiö Rangæingur og lífeyrissjóður þess eiga kröfur vegna ógreiddra gjaida frá síðustu ára- mótum. Þá mun eitthvað vera um ógreidda viöskiptavixla, meðal annars vegna pappírskaupa. Hverjir kröfuhafar endanlega verða mun koma I ljós eftir tvo mánuði þegar frestur til að leggja fram kröfur er runninn út. Eins og fram kom í DV í gær eru Rangárvallahreppur og Verkalýðs- félagið Rangæingur stærstu hlut- hafamir. Hreppurinn á 50 þúsund krónur og Verkalýðsfélagið 30 þúsund krónur. Þá eiga fjölmargir aðilar á Hellu, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, minni hluti. Fyrir- tækin eru Ljósá, Mosfell, Samverk, Tjaldborg, Kaupfélagið Þór, Austur- leið ogRangá. KMU. Ruðningar við hliðarlínu vallarins. SNJOÞUNGT Á VOPNAFIRÐI Víða eru enn mikil snjóalög á Aust- fjörðum. Þessar myndir tók Jóhann Arason á Vopnafirði þegar félagar í Ungmennafélaginu Einherja . voru að hreinsa snjó af knattspyrnuvellinum á staðnum. Notast var við jarðýtu til að ryðja snjónum frá og þrátt fyrir sín 20 ► VIKURA f 2JA VIKNA VERÐI 15. jÚNÍ. " 'V’' ; Um tuttugu vörubilum var/agtá veginn ígær. DV-myndir: S. Bílamir hrynja á Krýsuvíkurveginum — segja óánægðir vörubflst jórar sem kref jast úrbóta Vörubílstjórar mótmæltu ástandi Krýsuvíkurvegar með því að leggja bílum sínum i hálfa klukkustund á veginum í gær. Þeir hindruðu ekki aðra umferð um veginn á meðan. „Bílarnir eru allir að hrynja,” sögðu bílstjórarnir. Þeir voru afar óhressir með hve yfirvöld sinntu lítið óskum þeirra um úrbætur. Um tuttugu malarflutningabílum var lagt á veginn þennan hálftíma sem mótmælin stóðu yfir. Bílstjórar þeirra eiga það sameiginlegt að þeir aka reglulega um Krýsuvíkurveg í malar- námurfyrir ofan Hafnarfjörð. Bílstjórarnir sögðu í gær að hið opin- bera tæki 100 til 200 krónur af hverjum vörubfl í hvert skipti sem farið væri í námumar í formi sérskatta á bílana. Því væri ekki óeðlilegt að reynt væri að sjá til þess að vegur sem þessi væri í þannig ástandi að akandi væri um hann. Blaðamenn DV, sem óku veginn í gær, geta ekki annað en tekið undir óskir vörubílstjóranna. Vegurinn er á stórum kafla vægast sagt hörmulegur, nánast eins og þvottabretti. Djúpar holur og harðar klappir skiptast á. Þá virðist sem lagning slitlags í fyrra hafi gjörsamlega misheppnast og gert veginn jafnvel verri. Bílstjórarnir töldu aö 20 til 25 vöru- bílar væru að jafnaöi í stöðugri keyrslu daglega um veginn frá malarnámun- umtil Reykjavíkursvæðisins. —KMU. Eriendur Ingvaldsson sýnir blað af fjöður sem brotnaði af vörubilnum hans er hann ók Krýsuvikurveginn. tonn sökk hún ekki niður úr klakanum. Þykir það dæmigert fyrir ástandið sem nú ríkir á Vopnafirði en þar má enn sjá skafla á hæð við hús þó að komið sé fram í júní. Annars tala myndirnar sínumáli. Jóhann Arason, Vopnafirði/EA. Stórmarkaðsverð Gerið verðsamanburð Veljum íslenskt Allt Holtakex á tilboðsverði Allt Frónkex á tilboðsverði Allt íslenskt þvottaefni á tilboðsverði Sanitas djús með 30% afslætti Kjötskrokkar, 1/2 og 1/1,1. og 2. verðflokkur Marineraðir, kryddaðir kjúklingar tilbúnir á grillið Strigaskór, 3 gerðir Háskólabolir, Ijósir litir, allar stærðir Sólstólar, 6 gerðir Svefnstólar, 3 gerðir Garðborð frá kr. 295, frá kr. 184,- frá kr. 240,- frá kr. 850,- frá kr. 472,- TILBOÐSVERÐ Á KJÚKLINGUM OG UNGHÆNUM STÓRMARKAÐURINN Opið til kl. 22.00 föstudaga og til hádegis laugardaga. Skemmuvegi 4Af Kópavogi. w-£%r\/ AFSLÁTTUR 50U/0 FYRIR BÖRNIN Vinir okkar á Spáni hafa sýnt viðskiptavinum okkar þá vin- semd að bjóða þessi vildarkjör vegna gengisfellingar hér svo • að fjölskyldufólk geti enn átt þess kost að komast með krakkana i sólina. Þetta kostaboð gildir þvi mið- ur aðeins um 14 ibúðir i ferð- inni 15. júní. En íbúðirnar eru lika á eftirsóttasta staðnum, alveg á Magaluf-ströndinni. Allar svalirnar móti sólinni, sjónum og ströndinni og lyfta beint niður á sundlaugarsvæð- ið og sandinn. AÐRAR FERÐIR OKKAR: Costa Brava, Grikkland, Malta, franska rivieran, Tenerife. **• **• : : , m 'm 'm- m m m i m 'm m m ft* m ; : , m ** W ** *•* ** ** m 'm- ** m m m m ■ m m m *»■'&■■ «<■:■:*■■■■■ v-w ■ «. m W m m m :, m m m m m m : . m m ** ** m .** **•■ m m m m m m m m '■** «* m m m ■m m m m mmm mm m m m m m m mm ‘ Rgferðií SóLARFL(jG /^irtour VESTURGÖTU 17. SÍMAR 10661 - 15331 OG 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.