Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Eins og sjá má er leikmyndin viðamikil og bæjarhús Þórðar hin snotrustu. Uppi i klettinum er „vaktmanns- hellir" til vinstri og ,,haugur" ti!hægri. Djúpt niðri undir klettinum er hof Þórðar með líkneski guðsins Þórs. Þar voru Halldór Þorgeirsson leik- myndagerðarmaður og Karl Júlíus- son búningahönnuður að leggja siðustu höndá verk sin. Þeir sem vinna við leikmynd fyrir kvikmyndir þurfa i mörg horn að lita og margt verkið að vinna. Hellir i undir klettinum hefur verið notaður sem hlaða og þarf þvi að fíytja baggana til fyrir „skot" sem fara fram þarna inni. Þessir vösku menn heita Gunnar Baldursson leik- myndateiknari, Einar Unnsteinsson leikmyndasmiður og Pétur Kjart- ansson leikmyndasmiður. Þórður bóndi hlýtur að vera veiðimaður góður. Fiskur hékk viða á trönum og rám og fíeiri dýr sáust hanga og liggja, ýmist heil eða i pörtum. DV-myndir: Einar Ólason. Hrafninn flýgur —tökur á nýrri íslenskri kvikmynd hefjast á morgun undirEyjafjöllum Hrafninn flýgur heitir kvikmynd sem byrjað verður að taka á morgun. Leikstjóri hennar og höfundur hand- rits er Hrafn Gunnlaugsson en þaö er Film hf. sem gerir myndina í sam- vinnu við sænska aðila. Þetta er mjög viðamikil og kostnaöarsöm mynd. Um 70 manns eru viðriðnir tökurnar á henni. Hrafninn flýgur er tekin rétt við bæ- ina Drangshlíð og Hrútafell undir Eyjaf jöllum, viö Vík í Mýrdal og í Skip- helli sem er þar fyrir austan. Einnig erusenur viðKleifarvatn. Fjöldi leikara kemur fram í mynd- inni en í helstu hlutverkum eru Jakob Þór Einarsson, Helgi Skúlason, Edda Björgvinsdóttir og Flosi Olafsson. Kvikmyndun er í höndum tveggja kunnra sænskra kvikmyndatöku- manna, Tony Forsberg og Stefan Hencz. Tony þessi hefur tekiö fjölda kvikmynda með þekktum leikstjórum, Ingmar Bergman meðal annarra. Þór- hildur Þorleifsdóttir er aðstoðarleik- stjóri en Gunnar Smári Helgason tekur upp hljóð. Sminkan er sænsk. Lítiö er vitað um efni þessarar kvik- myndar en ef dæma má af leikmynd- inni hjá Drangshlíð hlýtur margt dul- arfullt að fara fram. Hrafninn flýgur gerist á Islandi fyrir kristnitöku og heitir aöalpersónan Þórður. Bær hans er þama undir Eyjafjöllunum, að nokkru inni í fallegum kletti eða drangi sem þar er. Þegar blaðamenn DV komu við á mánudaginn voru leik- myndargeröarmenn að leggja síöustu höndávandasamtverk. JBH Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hundrað funda maður grípur pennann Hundrað funda maður Alþýðu- bandalagsins skrifar nú framhalds- greinar í Þjóðviljann, og grein í DV þar sem hann rekur ýmsar „ávirð- ingar” Framsóknarflokksins, en gerir að öðru leyti mest veður út af spádómsgáfu sinni fyrir kosningam- ar, þar sem hann tilkynnti að Fram- sókn og íhald stefndi í afturhalds- stjóm. Engu spáði hann hins vegar um eigið fall. Að visu gekk þetta eftir og spádómur Ölafs Ragnars Grims- sonar rættist um endurreisnarstjóm Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en ástæðuraar voru ekkl samsæri gegn þingmanninum Ölafi Ragnari, heldur viðskilnaður fyrrverandi þingmanns. Hundrað fundir á vinnustöðum, sem fyrrverandi þing- maður upplýsir lesendur DV að hann hafi efnt til, virðast ekki hafa breytt neinu um stöðu hans meðal kjós- enda, og gert honum heldur þyngra fyrir fæti í Alþýðubandaiaginu í Reykjavík en hann hefur átt að venj- ast. Benda nýafstaðnar kosningar í allaballafélaginu í Reykjavik til þess, en þar fengu liðsmenn glókolls- ins mótframboð og höfðu nær verið felldir frá stjómarstörfum af konu, sem er ekkl hundrað funda kona svo vitað sé. Pólitískur ferill Ölafs Ragnars Grimssonar og Baldurs Öskarssonar félaga hans hefur verið svolítið sorg- legur. Þeir nutu stuðnings innan Framsóknar á sínum tíma og Ölafur Ragnar var talinn koma vel til greina sem einn af forustumönnum flokksins. Hins vegar gengur þetta þannig til í Framsókn, að menn verða yflrleitt að hafa unnið sér til ágætis nokkuð annað en rífast í for- mönnum flokkslns, eigi þeir að fá fylgi. Ólafi láðist aö afla sér fylgis með venjulegum hætti, heldur stofn- aði til svonefndrar Möðruvallahreyf- ingar og ætlaði henni nokkra herleið- ingu. Stefnumið hennar gekk eftir að því leyti, að Lúðvik Jósepsson sá leik á borði að innlima hana, þ.e. þá tvo meðliml hennar, sem þá stóðu uppi og höfðu átt þátt í Samtökum frjáls- Iyndra og vinstri manna. Möðm- vallahreyfingin þjónaði þannig því hlutverki að búa tU tvo frambjóðend- ur handa Alþýðubandalaginu, og er þeirri iðju síöur en svo hætt í Fram- sókn að smíða frambjóðendur handa aUaböUum. GlókoUurinn komst á þing og sat þar varla hávaðalaust í nokkura tíma, en með Utlum árangri, því honum er fyrst og fremst vel gefið að tala. Hundrað vinnustaðafundir fyrir síðustu kosningar komu honum ekki að gagni, og flokki hans heldur ekki hin stöðuga sókn bandalagsins i þing- mannsefni úr Framsðkn (SkúU Alex- andersson, Stefán Jónsson og Ól. Ragnar Grímsson). Ekkert Uggur eftir Ólaf Ragnar sem þingmann, sem hönd er á festandi. Þannig getur hundrað funda maður orðið næsta gagnsUtUl, þegar hann er ekki i rétt- um flokki, sem gæti kennt honum að ekkl Uggja aUar daðir í talandanum. Hefði glókoUurinn setlð áfram í Framsókn og fengið uppeldi við hæfl, gæti vel hafa svo farið, að hann hefði orðið nýtur þingmaður. En þess var engin von i Alþýöubandalaginu, sem leggur mest upp úr kjaftagangi. Það er vandalaust fyrir hundrað funda mann að tala Ula um rikis- stjórn sem varla er byrjuð að starfa. Þess vegna liggur á að birta langar og stórar greinar núna, því erfitt er að sjá hvenær tækifæri gefast tU þess siðar. Þá er ljóst að Ólafur Ragnar er að berjast fyrir pólltísku lífi sínu innan Alþýðubandalagsins. Guðfaðir hans þar i flokki er að mestu hættur og borðar líklega kindakjöt fyrir eftirlaunin, eins og hann boðaði bændum að gert yrði tU b jargar land- búnaði. Ólafur Ragnar treysti því að kosið yrði að nýju i haust, en nú hefur það brugðist og þá er Ult í efni fyrir hundrað funda mann. Valdasól hans er hnigin ttt viðar í Alþýðubanda- laginu og varla við hæfi fyrir mann á sjálfu útgönguversinu að vera að hnjóða í Framsókn sem fóstraði hann og stríðól á meðan hann notaði sokkabönd. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.