Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 7
DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Hinar tvær nýju tegundir af fitu- minna mæjónesi. Eins og sjá má er mæjónesið frá Garðssalati prýði- iega merkt með nákvæmu næring- arinnihaldi. Hið sama er þvi miður ekki unnt að segja um það frá íslenskum matvælum. Erfitt er þvi að segja til um það hversu miklu minna af fitu er í þvi en öðru mæjónesi. DV-mynd: Fituminna mæjónes: BRAGÐIÐ ER ÖDRUVÍSI — er samhljóða dómurmanna Komið er á markaðinn mæjónes, sem er fituminna en það, sem fram að þessu hefur fengist. Er það frá tveim aðilum, Garðssalati og Islenskum mat- vælum. I hverjum 100 grömmum af mæjónesinu frá Garðssalati eru 1900 hitaeiningar (kj). Ekki er hins vegar getiö um hitaeiningar á umbúðunum utan um mæjónesiö frá Islenskum matvælum. Þar er það mjög ámælis- vert því að ekki er nóg að segja að eitt- hvað sé fituminna en eitthvað annað ef ekki er síöan getið um fitu eða hita- einingar. Á þeim gerðum mæjóness, sem hingað til hafa fengist vantar þessar upplýsingar líka. Or því þarf að bæta sem fyrst. I Margir eru lika að hugsa um línum- ar en vilja samt ekki sleppa kokkteik- sósunni með hamborgaranum eða salatinu með kexinu. Þetta nýja mæjónes er millivegur. Allmargir af blaöamönnum DV hafa bragöaö á þessu nýja mæjónesi. Dómarnir eru langt frá því að vera samhljóma. Allir segja þeir að ljóst sé strax í upphafi að mæjónesið sé fitu- minna en það sem þeir áður hafa neytt. Það sjáist strax þegar dósin er opnuð og finnist umleiðá bragðinu. Mæjónes- ið sé þurrara og að sumum finnst bragðverra, en öðrum finnst þaö aftur betra. öðruvisi er það, það kemur öllum saman um. Það verður þá hver að meta fyrir sig hvernig honum finnst þessi nýjung. En ljóst er að fitan er verulega minni en í því mæjónesi sem við erum vön og ætti einhverjum að þykja það mikils virði. Fituminna mæjónesið (getur einhver ekki fundið betra íslenskt orð á þetta) er á sama verði og hitt. DS HAFNARFJÖRÐUR 75 ára Sendum bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarbúum öllum bestu árnaðaróskir í til- efni 73 ára afmælis Hafnarfjarðarkaup- staðar og þökkum góð samskipti á liðnum árum. SPARI5JÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.