Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Utlönd Utlönd Bandaríkin fá ákúrur NATO: Oánægja V-Evrópuríkja með fyrir- huguð bandarísk viðskiptalög kom upp á yfirborðið á fundi vamarmála- ráðherra Nato-ríkjanna í gær. Ráö- herrarnir fordæmdu í gær löggjöf um stjórnun útflutnings, sem myndi leiða af sér að fyrirtækjum sem talin væru hafa selt Sovétríkjunum tækni- legar bannvörur yrðu refsað með því að neita þeim að aðgang að banda- rískum innanlandsmarkaðL Vamar- málaráðherramir skoruðu einnig á Bandaríkjamenn aö kaupa meiri hergögn frá Evrópu til þess að jafna hallann sem er á þeim viðskiptum, Bandarikjunum i hag. Hvaö varðar hergagnakaup, sagði norski vamarmálaráöherrann, And- ers Sjaastad, að Evrópubúar gætu keypt minna af Bandarikjunum og meira af evrópskum vopnum. 1 yfir- lýsingu sem ráðherrarnir gáfu út eft- ir fundinn í gærkveldi sagði m.a. aö þeir gerðu sér grein fyrir því að tak- marka yrði viöskipti við Sovétríkin með sumar tegundir nýrrar tækni. En þaö mætti ekki hefta viðskipti milli bandalagsþjóða með slöca tækni. Þar er vikið að reiði Evrópu- þjóöa yfir því að verða hegnt fyrir viðskipti við Sovétríkin með því aö kaup á tæknivörum frá Bandaríkjun- um verði takmörkuð. Sum Evrópu- ríki segja reyndar að aögangur þeirra aö háþróuöum hertækjum sé allt of takmarkaður nú þegar. Svíþjóð: Kattar- bit varð konu aðbana Kona nokkur í Svíþjóð lést ný- lega eftir aö kötturinn hennar hafði bitið hana í höndina. Þrem- ur tímum eftir það fékk konan skjálftakast, höfuðverk og hita. Svæðið kringum bitið hafði þá bólgnað upp og hún hafði stöðug- an verk í hendinni. Fjórum tímum síðar hafði verkurinn magnast svo aö konan leitaði læknishjálpar. Lækninn grunaði að um blóðeitrun væri að ræða og sendi hana á sjúkrahús. Þar var ákveðið að gefa konunni pensilínsprautu en skömmu áður en það var gert missti hún með- vitund og voru allar lífgunartil- raunir árangursla usar. Við rannsókn kom í ljós að ekki var um blóðeitrun að ræða, þar sem engar bakteríur fundust í blóðinu. Hins vegar fannst í sár- inu sjálfu mikið magn af bakterí- unni pasteruella multocida. Þessi baktería finnst við og viö í sárum hjá fólki, sem bitið hefur verið af dýrum. Yfirleitt veldur hún einungis sársauka kringum sárið en hún getur einnig verið mjög eitruð og orsakaö hættulega sýkingu. Meðal dýra er vitað að bakter- ían veldur vökvasöfnun í heilan- um. Það var einmitt slík vökva- söfnun sem dró konuna til dauða. Þó telja læknar ekki hundrað pró- sent sannað að samband sé á milli vökvasöfnunarinnar í heila konunnar og kattarbitsins. Kettir eru að öllu jöfnu blíð- lyndar skepnur en eiga þó til aö bíta. Hingað til hafa kattarbit ekki þótt hættuleg en nýlega lést kona í Svíþjóð nokkrum tímum eftir að köttur hennar hafði bitið hana í höndina. Nakasone: Ný afstaða Bandaríkjanna Nakasone forsætisráöherra Japana hélt ræðu í New York í gær, daginn eft- ir leiðtogafundinn í Williamsburg þar sem hann kallaöi eftir nýrri afstöðu í sambandi Bandaríkjanna ogSovétríkj- anna, endurlífgun efnahagsstofnana heimsins og frávísun allra tilrauna til þess að koma upp tollamúrum. Hann sagði að þessi áratugur ætti að verða áratugur þar sem grunnur yrði lagður að efnahagslegri vehnegun mannkyns á 21. öld. Nakasone sagði að til að svo mætti vera yrði að reyna að breyta ástandinu sem rikir milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. „Leit Reagans forseta að friði og þær skynsamlegu ákvarðan- ir, sem hann hefur tekiö í þeirri leit sinni, eiga minn fulla stuöning,” sagði Nakasone. Nakasone sagðist hafa áhyggjur af þeirri tilhneigingu sem hann sæi víða til þess að byggja upp tollamúra til varnar innlendri framleiðslu. Hann sagði aö þeir sem gerðu slíkt rændu heiminn lífskrafti sínum. „Samstarf verður að vera grundvallaratriðið í alþjóðaviöskiptum framvegis. Banda- ríkin munu enn þurfa að veita öfluga leiðsögn en meginþróunin verður sú aö stefna verður ákveðin í sameiningu,” sagði Nakasoen aö lokum. Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japan, sem hér sést ræða við Reagan Bandaríkjaforseta, hélt ræðu í New York í gær þar sem hann lýsti stuöningi vlð stefnu Reagans i afvopnunarmálum en mælti um leið með að afstaða Bandaríkj- anna yrði sveig janlegri í f ramtíðinni. Namibía: AÐALRITARISÞ FALIÐ AÐ SEMJA öryggisráö Sameinuöu þjóðanna samþykkti einróma á fundi sínum í gæraðveita aðalritara samtakanna, Perez de Cuellar, umboö til þess að ræða við alla þá aðila sem málefni Namibía snerta, í því markmiði að sjálfstæði landsins megi ná sem fyrst. Lykilatriðiö í þessu máli er nærvera kúbanskra hersveita í Angóla, sem S-Afríkumenn munu ekkisætta sig við. Cuellar sagði í ræðu þegar hann tókst hlutvferk þetta á hendur að Útlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason hann væri tilbúinn að fara í ferð milli allra landanna sem um væri að ræða. Aðstoðarmenn hans sögðu að slík ferð myndi kosta mikinn undirbún- ing og að sem fyrsta skref myndi aðalritarinn liklega ræöa við fulltrúa S-Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum, Kurt von Schimding. Schimding hrósaði aðalritaranum nýlega í ræðu sem að mestu var þó gagnrýni á öryggisráð Sameinuðu þjóöanna. Enginn heldur því þó fram að það verði fljóílegt eða einfalt að koma á sjálfstæði Namibíu. Helsti þrándur- inn í götu þar er nærvera kúbanskra hersveita í Angóla. Eftir atkvæða- greiðsluna í gær sagði fulltrúi Bandarikjanna aftur að sjálfstæði Namibíuhlytiaðtengjast brottflutn- ingi allra erlendra herja af svæðinu. En Angóla og önnur Afríkuríki vilja ekki að vera kúbanskra hersveita veröi tengd spurningunni um sjálf- stæði Namibíu. Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur nú verið falið sérlegt umboð Öryggisráðsins til þess að leita lausna á Namibíu-málinu. Danmörk: Kona kemur í manns stað Lene Glistrup, eiginkona Mogens Glistrap, kann að reynast bjargvættur Framfaraflokksins. Hún hefur fallist á að gefa kost á sér sem formaður flokksins verði maður hennar dæmdur Það er gott samkomulagið hjá hjónun- um Glistrup og nú hefur konan fallist á að taka að sér stjóra flokksins ef eigin- maðurinn þarf að fara í fangelsi. í fangelsi. Innan skamms fellur dómur í skattamáli Glistraps i Hæstarétti Danmerkur og verði dómur undirrétt- ar staöfestur þar stendur Framfara- flokkurinn uppi án leiðtoga síns. Taki Lene Glistrup hins vegar við embætti eiginmanns síns getur hann stýrt flokknum áfram úr fangelsi, gegnum hana. Leif Glensgaard þingmaður hafði áður gefið kost á sér til embættisins en segist nú reiöubúinn að draga sig í hlé svo Lene Glistrap verði sjálfkjörin. GAJ-Lundi ElSalvador: Sextíu stjórn- arhermenn létu lífið Gregorio Rosa Chaves, erkibiskup í E1 Salvador sagði að 60 stjómarhermenn hefðu látist í borgarastyrjöldinni þar í síöustu viku. Hann nefndi engar tölur um mannfall skæruliða. I predikun sinni síðastliðinn sunnudag harmaöi biskupinn mannfallið sem orðið hefði og skoraði á landsmenn sína að binda enda á borgarastyrjöldina sem kostað hefur 40 þúsund manns lífið á fjórum árum. 1 síðustu viku var einn hemaðarráð- gjafa Bandaríkjanna, Albert Schauffelberger, myrtur í höfuöborg- inni San Salvador af skæraliðum. Venceremos útvarpsstööin, sem rekin er af skæruliðum, varaði við því að bandarískir hernaðarráðgjafar sem sendir yrðu til E1 Salvador yrðu sendir heim aftur í líkkistum. Nicaragua: Gjaldeyris- reglur hertar Stjómvöld í Nicaragua hafa takmarkaö streymi f jármagns til og frá landinu og heimildir inn- fæddra til þess aö eiga erlendan gjaldeyri. Þetta er gert til að svara hemaðarlegum, pólitísk- um og efnahagslegum árásum Bandaríkjastjómar, að sögn. Samkvæmt hinum nýju regl- um mega aðeins ferðamenn sem koma til Nicaragua eiga meir en 500 dollara í reiöufé, eða ferða- tékkum. Innfæddum er gert skylt aö leggja sinn erlenda gjaldeyri inn á banka eöa skipta honum í innlendan gjaldeyri. Þá má ekki flytja úr landi nema sem svar- ar 5000 cordoba á mánuði, en «cordoba er mynt Nicaragua. Við brotum á hinum nýju reglum liggja fangelsisdómar frá sex til tólf mánaða- Bandaríkin: Repúblikanar truf la f járöf I- un demókrata Demókratar í Bandarík junum héldu 17 klukkustunda skemmtiþátt sem sjónvarpað var um öll Bandarikin til þess að afla fjárframlaga í kosninga- sjóð flokksins um helgina. Loforö vora gefin fyrir framlögum að upphæð 16 til 20 milljónir dollara, sagði talsmaður flokksins. Það er mun meira en búist varviðíupphafi. Meðal þeirra sem komu fram í þætt- inum voru kvikmyndastjömur svo sem Paul Newman og Jack Lemon og vora áhorfendur beðnir um að hringja í til- tekin símanúmer og tilgreina þá upp- hæð sem þeir vildu gefa. Talsmenn demókrata kvörtuðu yfir því að repúblíkanar heföu greinilega skipu- lagt herferð gegn söfnuninni og al- gengt hefði verið að menn hefðu hringt inn og lofaö framlögum en lagt á án þess aösegja til nafns. Þetta hefði tafið starfsliðið mjög mikið og langtímum saman komið í veg fyrir að raunveru- legir stuðningsmenn flokksins kæmust aðtil aöhringja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.