Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNI1983. Útlönd Útlönd Útlönd 9 Útlönd Herforingjastjómin bannar stjómmálaf lokk Herforingjastjómin í Tyrklandi hefur bannaö einn hinna nýju stjóm- málaflokka sem tekiö hafa til starfa i landinu síðan 24. apríl, þegar starf- semi nýrra stjómmálaflokka var leyfð. Þá hafa 16 stjómmálamenn, þeirra á meöal fyrrum forsætisráð- herra, Suleyman Demirel, veriö hnepptir í varöhald. Flokkurinn sem bannaöur varheit- ir Stór-tyrkneski flokkurinn og er tal- ið að Demirel og stuöningsmenn hans, sem áöur studdu Réttlætis- flokkinn, hafi stutt hinn nýja flokk bak viö tjöldin. Eins og Réttlætis- flokkurinn var Stór-tyrkneski flokkurinn heldur til hægri viö miöju í stjórnmálum. Samkvæmt hinni nýju stjórnar- skrá máttu engir fyrram stjómmála- menn taka þátt í stjórnmálum næstu tiu árin. Hin nýja tilskipun stjórn- valda bannar enn 242 stjómmála- mönnum aö bjóöa sig fram til þings en þeim var bannað þaö fyrir að taka á sig formennsku í einhverjum flokki. Fjórir aörir flokkar, tveir til hægri og tveir til vinstri, hafa ekki orðið fyrir áhrifum af þessum nýjustu aö- geröum stjórnvalda. Suleyman Demirel, fyrrum forsjetis- ráðherra Tyrklands, hefur nú verið hnepptur í varðhald fyrlr ólögleg af- skipti af stjómmálum. Pólland: STJÓRNVÖLD HERDA TÖKIN Miðstjórn pólska kommúnistaflokks- ins gaf út yfirlýsingu eftir fund sinn í gær þar sem því var lýst yfir aö barátt- an gegn frjálslyndum öflum innan flokksins yröi efld, aö betra eftirlit yröi haft með f jölmiðlum og aö engin and- staöa viö stjómvöld yröi þoluð. Þessi yfirlýsing var meginniðurstaöa mið- stjómarfundarins en almennri um- ræöu um hugmyndafræði, sem heföi aö líkindum leitt í ljós djúpstæðan ágrein- ing innan flokksins, var frestað þar til heimsókn páfa lýkur. I yfirlýsingu miöstjómarfundarins var reyndar ráöist gegn prestum sem notuðu kirkjur sínar til þess aö reka áróður gegn ríkinu. En meirihluti klerkastéttarinnar og yfirmanna kirkjunnar vilja gera samkomulag viö stjómvöld sagðií yfirlýsingunni. Hvað varðar hin bönnuöu samtök, Einingu, sagöi í yfirlýsingu fundarins aö andfélagsleg öfl berðust enn gegn ríkisstjórninni og því væri ekki hægt aö setja neina tímasetningu á þaö hvenær eðlilegt ástand kæmist á ný, þ.e. að herlögum yröi aflétt. Eþíópía: Fangar skæruliða Starfsmönnum hjálparstofnana, sem unniö hafa að hjálparstörfum í Eþíópíu, er nú sumum haldiö föngnum af skæruliðum í noröurhluta landsins, að sögn bresks sjónvarpsfréttamanns sem átt hefur viðtal viö fangana. Fréttamaðurinn, sem heitir David Smith, segir fangana vel haldna en gaf ekki frekari upplýsingar. Viötal hans viö fangana verður sýnt innan skamms í breska sjónvarpinu. Fangarnir voru teknir 22. apríl, þeg- ar skæruliöar Tigray þjóöfrelsishreyf- ingarinnar tóku bæinn Korem meö áhlaupi. Fangamir eru fjórir Bretar, tvær írskar nunnur, Indverji og munk- ur frá Bandarikjunum. Fulltrúar skæruliöa segjast sleppa fólkinu þegar því hafi verið kynntar allar aöstæður á landsvæði þvi sem skæruliöar nú halda. Félluúrflugvél— Talin giiH frá Allah Þaö kann að hljóma ótrúlega, en tvö pakistönsk böm, sem í desember 1980 féllu út úr farþegaþotu í þrjú þúsundmetra hæð, hafa nýlegafund- ist á lífi. Ekki svo aö skilja aö þau hafi veriö svona lengi á leiöinni niöur heldur tók arabískur fiskimaöur er fann bömin þau sem sendingu frá Allah og haföist ekki upp á þeim fyrr en nýlega. Flugvélin var á leið frá Yedda í Saudi-Arabíu til Karachi í Pakistan þegar sprenging varð í henni vegna bilunar og gat kom á farþegarýmið. Ut um þetta gat soguöust systkinin Samina 10 ára og eins árs gamall bróðir hennar. Flugvélin var stödd yfir Persaflóanum er þetta gerðist. Umfangsmikil leit hófst þegar en hún bar engan árangur. Foreldrum bamanna var tilkynnt aö engar líkur væru á aö þau væru á lífi. Þaö var svo fyrir skömmu að pakistanskur ríkisborgari fann böm- in í borginni Abu Dhabi við strönd Persaflóans. Hann gerði foreldrun- um viðvart og þau komu þegar og sóttu börnin. Samina segir að arabískur sjómaö- ur hafi fundið þau meövitundarlaus á floti í sjónum og síöan tekiö þau að sér. Hann leit á þau sem gjöf frá Allah. ÞAU SLÁ í GEGN NÝJU SALIX - HÚSGÖGNIN FRÁ VÍÐI Húsgögnin sem sýnd voru í BELLA CENTER í Kaupmannahöfn eru tii sýnis í verslun okkar að HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR SMIÐJUVEGI2, KÖP. SfMI 45100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.