Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. KR Eitt mesta undur lífsins er hin ná- kvæma samstilling fruma og líffæra lífvera. Mannslikami er því aöeins heilbrígöur aö hver einasta fruma hans starfi og vaxi í samræmi viö þarf- ir alls likamans. Þaö er vel þekkt mein, að einstakar frumur skerist úr leik og taki aö vaxa hömlulaust og af- komendur þeirra einnig. Þannig ein- staklingsfrelsi einstakra fruma nefnist krabbamein. Allir viðurkenna, að það er hinn versti sjúkdómur. Krabbamein er reynt aö lækna á þann hátt aö stöðva óheftan vöxt slíkra frjálsra og athafnasamra fruma með sérstökum lyfjum eöa hreinlega að fjarlægja þær með skuröaraögerö. Ef meinsemdin nær aö dreifast um allan SYNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Síðustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meðtvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 1. júní Patreksfjörður - Tálknafjörður 2. júní ísafjörður 3. júní Bolungarvík líkamann blasir dauöinn viö. Mannfélög okkar tíma eru heltekin krabbameini á misháu stigi. Þau nú- timalegustu eru lengst leidd. Þar er sú lífsskoðun orðin allsráöandl, aö æðsta dyggðin sé að auðgast sjálfur, að mata eigin krók. Laun og gróði eiga það sammerkt að vera mútur. Flest öll verk í þágu- samfélagsins eru unnin í þeim tilgangi aö fá sjálfur umbun fyrir í formi launa eöa gróöa. Fólki er mútað til að vinna í þágu samfélagsins alls. Oft fá þeir mest, sem vinna óþörfustu og skaöleg- ustu störfin, en margir ötulustu bar- áttumenn fyrir framförum og réttlæti þola örbirgð, pyntingar og dauöa, Aöstæður skapast, sem laöa fram þaö versta í fólki. Stríösiðnaöur og eiturlyfjaprang blómstrar en þorri bænda og kennara lepur dauöann úr skel. Meirihluti mannkyns líður fyrir vannæringu og menntunarskort og bíður þess að stríðsvélar stytti þján- ingarnar. Ofögur lýsing, en sönn, ekki satt? Af hverju þróast mannfélög þannig? Atvinnurekandi, sem hugsar mest um aö þjóna fjöldanum og komandi kynslóðum veröur undir í samkeppn- inni viö kollega sinn sem hugsar fyrst og fremst um eigin hag og arðsemi fyrirtækisins. I frumskógi auövalds- hagkerfis er eins konar náttúruval, þar sem útsjónarsömum sérhags- munapoturum fjölgar. Þeir, sem hafa manneskjuleg og framsýn markmiö, verða undir í samkeppninni og deyja út sem forystumenn í atvinnurekstri. Hvað er til ráöa? Verður komist hjá því að fjarlægja verstu einka-streðar- ana úr þjóðarlíkamanum? Aö minnsta kosti þarf að hefta mjög frelsi þeirra. Mest gagn er þó aö fyrirbyggjandi starfi og því að afhjúpa og kæfa sjálf- an smitberann, hina ríkjandi hug- myndafræði sjálfsdekurs, eigingimi, skammsýni og mútuþægni, og breyta þeim aöstæöum sem eru gróörarstía þannig hugmynda. Hið misskilda frelsi Frumur mannslikama geta ekki lif- að einar og sér. Þær eru ákaflega háðar hver annarri og lifa milljónum saman í samfélagi, sem er mannslík- ami. Frumur mannslíkama eru mjög frábrugönar frumum einfrumunga, en þær geta lifaö einar og sér. Sumar tegundir dýra eru háöar því að lifa saman í félögum. Ýmiskonar samhjálp og verkaskipting er forsenda þess aö þær haldi velli í baráttunni viö náttúruöfl og keppinauta og óvini úr hópi annarra lífvera. Kjallarinn Þorvaldur Orn Árnason tilvikum er frelsi einstaklinganna þröngar skoröur settar. Annaö leiöir til krabbameins og dauða. Hefur frelsi fólks aukist síðustu ár og aldir? Viljum við umfram allt algjört frelsi frá reglum og siöum, sem þvinga okkur til aö taka tillit til annarra? Verður uppskeran þá ekki félagsleg einangrun og vanlíðan? Eru peningar, lög og venjur sam- tíðar okkar mildari húsbændur en hlekkir þræla, ánauö bænda og bann- færing kirkjunnar fyrr á tímum?Þessi spurning vefst fyrir mér. Eg mun fjalla nánar um frelsi og kúgun í annarri grein. An þess að gera lítið úr frelsi einstaklingsins, tel ég að krafa um jafnrétti og gagnkvæmni í mannlegum samskiptum sé mun þýö- ingarmeiri. Stjórnmálaflóran Sjálfstæöisflokkurinn stendur vörö um frelsi hins ríka og volduga minni- hluta, svo hann geti fariö sinu fram. Þeir sem veröa undir í kapphlaupinu geta sjálfum sér um kennt aö hafa ekki veriö duglegri við aö olnboga sig áfram. Sjálfstæðismenn láta sér annt um f jölþjóðlega samstööu og samhjálp ríkra kúgara. Sjálfstæði þjóöarinnar selja þeir fyrir aura í vasa verktaka og kaupahéöna. Framsókn fer dálítið aörar leiöir aö sama marki. Þeir segjast setja mann- gildi ofar auögildi á sama tíma og þeir eru að uppræta síðustu leifar félags- hyggju úr samvinnuhreyfingunni svo- nefndu. Alþýöuflokkur og Alþýðubandalag gefa sig út fyrir að vera flokkar verka- lýös og alþýðu. Þeir hafa mikil hug- myndaleg og skipulagsleg tök á verka- lýðshreyfingunni. Sú staðreynd hefur gert þá mjög eftirsótta í ríkisstjórnir • „Áfram, stelpur! Sumir okkar strákanna vona að þið getið rutt braut að mannsæm- andi framtíð fyrir börnin okkar.” Mannskepnan er ákaflega mikil fé- lagsvera. I milljón ár hafa menn unnið saman i hópum viö aö afla lífsbjargar og skipt með sér fengnum eftir ákveön- um reglum. Hæfni manna til að hjálp- ast að og vinna saman er lykillinn að veigengni mannkyns. Samvinna og samhjálp er ríkur þáttur i fomum ven jum og trúarbrögöum. Einstaklingurinn er frjáls innan ákveðins (þröngs) ramma. Menn hafa alltaf þurft að beygja sig undir reglur og siöi, enda er það algjör forsenda mannlegs samfélags. Einstaklingur- inn neyðist til að taka tillit til annarra og þeir aö taka tillit til hans. Einstakl- ingur getur aldrei orðið frjáls nema að vissu marki. Draumurinn um tak- markalaust frelsi er stærsta lifslygi okkartíma. Það er ekkert alfrjálst í þessum heimi. Veröldin er ein heild. öll fyrir- brigöi eru tengd umhverfi sínu og háö því. Það er vissulega munur á samfélagi manna og samfélagi fruma í mannslik- ama. Samhæfing og samskipti gerast meö nokkuö ólíkum hætti. Mannfélagiö er sveigjanlegra og getur þróast (og úrkynjast) mun hraðar en mannslik- aminn og þróunin lýtur ólíkum lög- málum. Menn botna þó ennþá ósköp lítiö í hinu víöa samhengi þannig fyrirbrigöa. Samt er ljóst, að í báðum til að halda aftur af baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar gegn kjaraskerðing- aráformum ríkisstjóma (aö ósk auö- valdsins). Stefna þessara flokka er gegnsýrð af lífsskoöun rikjandi stétta. Hlutskipti þeirra er að rimpa saman stærstu götin á snjáðum flíkum (kra bbameins) s j úklingsins. Bandalag jafnaðarmanna vill ganga skrefi lengra og sauma nýjar flíkur á sjúklinginn. Þeir vilja breyta stjórn- kerfinu án þess að hrófla við efnahags- grundvellinum og ríkjandi hugmynda- fræöi að neinu marki. Allir þessir skottulæknar eru ófærir um að greina sj úkdóminn, hvaö þá að lækna hann. A.m.k. 3 byltingarsinnaöir, en van- máttugir „vinstrihópar” vilja fylkja fólki saman til róttækra lækningaraö- geröa á grundvelli samhyggju og sam- eignar. Þá skortir, (a.m.k. enn sem komiö er) mjög kunnáttu í þjóðfélags- legri læknisfræði til aö geta gert alvöru úr því. Til þeirra hagsýnu Konur eru flestar hverjar illa þrúg- aöar, sumpart af körlum sínum, en mest þó af þeim körlum sem tróna efst í kerfinu og laga það að sinum þörfum. Sumar konur eru smám saman að upp- götva hvemig um hnútana er búiö og eru rétt nýbyrjaöar aö reyna að losa um böndin. Kvennaframboðin og kvennalistarnir eru fersk dæmi um kúgaðan hóp, sem eflist aö sjálfsvitund og skilur aö hann verður sjálfur að slíta af sér böndin og breyta öllu sam- félaginu. Afram stelpur! Sumir okkar strák- anna vona aö þið getið rutt braut að mannsæmandi framtíð fyrir bömin okkar. Látið ekki bugast, þó það komi í ljós aö það þurfi að umturna öllu kerf- inu og afskrifa „sannleikann” sem þaö byggir á. Þetta kerfi er ekki aidargam- alt hér á landi og hví skyldi það vera eilíft? Hví skyldi ekki vera hægt að finna enn nýjan sannleik og nýtt og betra fyrirkomulag í samskiptum manna og þjóöa? Þorvaldur öra Áraason liffræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.