Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Side 32
DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI 1983. í gærkvöldi í gærkvöldi FJÖLBREYTTUR BRÆÐINGUR Ekki verður annað sagt en að dag- skrár rikisfjölmiðlanna hafi verið meö ágætum síöustu daga. Þar hefur farið saman fjölbreyttur bræðingur fróðleiks og afþreyingarefnis og jafnvel skemmtiatriði hafa veriö á boðstólum. Gærdagurinn var engin undan- tekning hvað þessu viövíkur. Þátturinn Gull í mund í hljóðvarp- inu er orðinn fastur liður í morguns- árinu. Þetta er að mínum dómi vel unninn og skemmtilegur þáttur, sem geymir rétta blöndu tónlistar og tal- aðs máls. Ef hægt er að tala um at- burðarás þessa þáttar, þá er hún hröð — og er gott eitt um það að segja. Þættir svo snemma morguns, sem Gull í mund er á dagskránni, verða að vera hressir og líflegir ef menn vilja ekki sofna undir stýri á leiðsinnitilvinnu. Ég vil geta þriggja annarra dag- skrárliða í ríkisútvarpinu sem ég hlýddi á í gær — og tel ég þá ekki með fréttatíma þeirrar stofnunar — en að hlusta á þá er orðinn jafnnauðsynleg- ur hluti tilveru manns sem neysla matarins. 1 fyrsta lagi ætla ég að þakka syrpustjórunum Páli og Þorgeiri fyr- ir áhlýðilegan þátt þeirra eftir há- degi. Þeir gefa tilheyrendum sínum að heyra fjölbreytileg lög sem flestir þegnar þjóöfélagsins ættu að hafa gaman af og í kynningum sínum milli laga fara þeir oft á kostum. Hinir tveir útvarpsþættirnir sem ég nefni eru Spútnik Þórs Jakobs- sonar og Sjóndeildarhringur Olafs Torfasonar á Akureyri. Þessir þættir eru ekki hið einasta vandaðir heldur einnig skemmtilegir, fróðlegir og ferskir. Er gott til þess að vita að geta gengið aö þeim á þriðjudagseft- irmiðdegi. Aður en ég minnist á sjónvarps- dagskrá gærkvöldsins ætla ég lítil- lega að geta þáttar sem verið hefur á dagskrá í sjónvarpinu undanfarin miðvikudagskvöld. Hér á ég ekki við Dallas, síður en svo, því andstætt þeirri bandarísku væmni þá er þátt- ur þeirra Ara Trausta og Halldórs um jarðfræði Islands bæði vand- virknislega og kunnáttusamlega unninn. Á einfaldan og næsta látlaus- an hátt tekst þessum tveimur jarð- fræðingum að varpa ljósi á afar flókna hluti sem hafa verið og eru að gerast í fósturjörðunni. Maður er margs vísari eftir þættina og hreint undrandi hversu Ari og Halldór geta þjappað saman miklum fróðleik á til- tölulega fáar mínútur, en gert þætt- ina engu að síður ferska og skemmti- lega. Eg horfi alltaf á Derrick, ekki svo að skilja að mér finnist þetta sér- staklega vandaöir eða spennandi sakamálaþættir. I mínum huga er aðdráttarafl þessara þátta málið sem talað er í þeim. Þýskan er fag- urt mál og það er afslappandi af- þreying að sitja í sófa fyrir framan kassa og heyra krimma og löggur senda skeyti sin á milli á þessu hvassa og áherslumikla máli. Ef Derrick væri enskur verði ég tíman- um annarsstaðar en fyrir framan hann. Og segiöi s vo að þýskan sé ekki skritin! Þátturinn um Japan, sem sýndur var í gær, gefur gott fyrirheit um ágæta þáttaröð. Sagnfræðileg rýni tvinnuð samtímanum hefur alltaf heillaö mig og hef i ég þá trú að svo sé um fleiri Islendinga. -Sigmundur Emir Rúnarsson. Andlát Eyjólfur Kristinn Brynjólfsson lést 23. maí sl. Hann fæddist í Reykjavík 8. desember 1967. Foreldrar hans voru Sigríður Sólveig Halldórsdóttir og Brynjólfur Asgeir Guðbjömsson. Ot- för Eyjólfs verður gerð frá Bústaða- kirkjuí dagkl. 13.30. Marel Þorsteinsson lést 20. maí sl. Hann var fæddur 1. ágúst 1911 í Holts- múla í Landsveit í Rangárvallasýslu. Marel kvæntist Margréti Ágústu Snæ- laugsdóttur en hún lést árið 1958. Þau eignuðust einn son. Marel starfaði lengst af hér í Reykjavík við almenna verkamannavinnu og hin síðari ár vann hann hjá Reykjavíkurhöfn. Otför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Ami Pálsson er látinn. Hann fæddist 24. mars 1904 á Seyðisfirði, sonur hjón-, anna Páls Ámasonar og Guðrúnar Er-' lendsdóttur. Ámi var tvígiftur. Fyrri’ kona hans var Andrea Þóra Eiríksdótt- ir en hún lést árið 1968. Þau eignuðust sjö böm en fimm þeirra komust til full- orðinsára. Seinni kona Áma er Hólm- fríður Guðjónsdóttir og lifir hún mann sinn. Lengst af vann Ámi sem verktaki viö húsbyggingar en um 10 ára skeið var hann verkstjóri hjá Aöalverktök- um á Keflavíkurflugvelli. Síðustu árin vann Ami svo á trésmíðaverkstæði Reykjavíkurborgar. Otför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Júlíus Kr. Olafsson, fyrrverandi yfir- vélstjóri, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 30. maí sl. Haraldur Magnússon, Langholtsvegi 2 R., lést á Grensásdeild Borgarspítal- ans sunnudaginn 29. maí. Jóhannes Ásgeirsson frá Pálsseli verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júní kl. 10.30. Þórunn Tómasdóttir frá Garöhúsum, Stokkseyri, verður jarðsett frá Nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtudaginn 2. júníkl. 13.30. Kristján J. Hallsson fulltrúi, Ásbúð 18 Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 15. Eiríkur Guðmundsson, Möðruvaila- stræti 9 Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. júníkl. 13.30. Gísli Jónsson eldvamaeftirlitsmaður, Lindargötu 13 Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni fimmtudag- inn 2. júní 1983 kl. 13.30. Tilkynningar Frá menntamálaráðuneytinu Hinn 19. maí sl. skipaöi forseti Islands aö til- lögu menntamálaráöherra dr. Sigurö Stein- þórsson prófessor í bergfræöi viö jarö- fræöiskor verkfræöi og raunvísindadeildar Háskóla Islands frá 1. júlí 1983 aö telja. — Auk dr. Siguröar sótti um embættiö dr. Haraldur Sigurösson. Ennfremur skipaði forseti Islands 26. maí sl. aö tillögu menntamálaráöherra Ásmund Brekkan, yfirlækni, prófessor í geislalæknis- fræöi viö læknadeild Háskóla Islands frá 1. september 1983 aÖ telja. Auk Asmundar sótti Jón L. Sigurðsson yfirlæknir um embættið. Tónlist 200 manns f lytja 9. sinfóníu Beethovens í Háskólabíói Sextándu og síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands á 33. starfsári hennar verða nk. fimmtudagskvöld í Háskóla- bíói kl. 20.30. A tónleikunum verður flutt eitt af öndvegisverkum tónbókmenntanna, 9. sinfónía Beethovens sem var síðasta hljóm- sveitarverk þessa mikla tónjöfurs. Ohætt er að fullyrða aö fá tónverk hafa náð hugum og hjörtum fólks um allan heim í jafnríkum mæli og þetta meistaraverk allt frá því það var frumflutt 7. maí 1824, tæpum þrem árum áður en Beethoven lést. Lokaþáttur sinfóníunnar, Oðurinn til friðar- ins við ljóð Schillers, verður fluttur af ein- söngvurunum Svölu Nielsen, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Sigurði Bjömssyni og Jóni Sigurbjömssyni, Söngsveitinni Fílharmóníu, Karlakór Fóstbræðra og Þjóðleikhúskórnum ásamt hljómsveitinni en stjórnandi verksins verður Jean-Pierre Jacquillat. Vegna hins fjölmenna kórs þarf að stækka strengjasveit hljómsveitarinnar svo að alls munu um 200 manns taka þátt í flutningnum. Nauðsynlegt reyndist að stækka svið Háskólabíós tU þess að koma þessum fjölda fyrir. Þótt áskriftartónleikum hljómsveitarinnar ljúki með þessum tónleikum er starfsárinu ekki þar með lokið. Hljómsveitm verður við hljóðritanir íslenskra tónverka fyrri hluta júnímánaðar en fer síðan í tónleikaferð um Vestfirði seinni hluta mánaðarins. LOSTARIMMA STÚDENTA- LEIKHÚSSINS Fimmtudaginn 2. júní, í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut klukkan hálfníu að kvöldi, mun Stúdentaleikhúsið standa fyrir „Lostarimmu”. Þar munu leika tónlist hljóm- sveitin ISS!, Þorsteinn Magnússon og Mogo Homo. Einnig munu þrjú ung skáld lesa og flytja frumort ljóð og verk, þau Sæva, Didda og Jóhamar. Þessi dagskrá er libur í Lista- trimmi Stúdentaleikhússins sumarið ’83. — Tónleikar og námskeið — Martin Berkofsky og önnu Málfríðar Sigurðardóttur á Akureyri — Hjónin Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky píanóleikarar halda tón- leika í sal Tónlistarskólans á Akureyri fimmtudaginn 2. júní og hefjast tónleikamir kl. 20.30. A tónleikunum flytja þau tónlist eftir Schubert fyrir fjórar hendur. öllum ágóða af tónleikunum verður varið til að fjármagna píanónámskeið Martins Berkofsky sem stendur yfir á Akureyri um sama leyti. Fá eða engin tónskáld sömdu fleiri píanótón- verk fyrir fjórar hendur og eftir Schubert liggur fjöldi litríkra tónsmíða af því tagi. Sum þessara tónverka eru mjög vel þekkt, en önnur eru sjaldan flutt, og er ætlunin að efnis- skráin verði skemmtilegt sýnishom af þessum merka þætti í tónsköpun Sehuberts. Þátttakendur á námskeiði Berkofsky dagana 30. maí til 12. júni koma víða af landinu. Þama gefst þeim tækifæri til að sinna píanó- leiknum óskipt, þar sem hvorki annaö nám né störf taka tíma frá æfingum á hljóðfærið, og að njóta leiösagnar Martins Berkofsky, hins sérstæða og litríka pianóleikara. I lok námskeiðsins er fyrirhugað að þátttak- endur leiki opinberlega á 1—2tónleikum. Karlakór Reykjavíkur og Kristján Jóhannsson óperusöngvari á hljómleikum Hinir árlegu tónleikar Karlakórs Reykja- víkur fyrir styrktarfélaga kórsins verða haldnir í Háskólabíói 1., 3. og 4. júní nk. Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur einsöng með kórnum að þessu sinni og mun hann syngja meðal annars ítalskar og fransk- ar ariur, auk íslenskra laga. Stjómandi Karlakórs Reykjavíkur er Páll Pampichler Pálsson og píanóleikari Guðrún A. Kristinsdóttir. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn á alla tónleikana. Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í kvöld, miðvikudag kl. 22. Manuela Wiesler leikur einleik á fiautu. Leiklist Frá Bandalagi íslenskra leikfélaga Ráðstefna og aöalfundur Nordisk Amatör- teaterrád (NAR) Dagana 1.—5. júní verður haldin á Húsavík árleg ráðstefna og aðalfundur Norræna áhugaleikhúsráðsins (NAR). Aðild að NAR eiga öll sambönd áhugaleikfélaga á Noröur- löndum. Þetta er í 2. srnn, sem ráðstefnan er haldin hér á landi, en hún er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Efni ráðstefnunnar í þetta srnn er „Norrænn mennbigararfur, sem örvun í nútímaleikhúsi”. Sameigbilegur mennbigar- arfur Norðurlandaþjóðannáj þ.e. norræn goðafræði liggur til grundvallar og möguleik- amir á að nýta hana og umbreyta í leikrænt form. Fyrirlesarar verða Hennrng Nielsen frá Danmörku, Böðvar Guðmundsson og Hjálm- ar Amason. Þátttakendur verða um 50 á ráð- stefnunni, þar af 15 Islendmgar. Island hefur tekið þátt í þessu norræna sam- starfi frá 1970 og hefur það komið okkar áhugaleikhúsi til góða á margvíslegan hátt. Menntun og þjálfun í öllum grebium leikhúss- bis er eitt af aðalmarkmiðum NAR: Arlega er haldið eitt eða fleiri námskeið á þess vegum, þar sem ferðir og uppihald er þátttakendum að mestu að kostnaðarlausu. Auk þess eru haldbi fjöbnörg námskeið á hverjusumriá vegum leikfélagasambandanna í hverju landi fyrir sig, þar sem allur kostnaður er í lág- marki. Fjöldi Islendinga fer árlega utan á þessi námskeið. Nú í sumar verður haldbi 2. leiklistarhátíð NAR. Verður hún í Osló. Þangað fer Leikfélag Homafjarðar með Skáld-Rósu Birgis Sigurðs- sonar í leikstjórn Jóns Sigurbjömssonar. Fyrir tvebn árum fór Leikfélag Sauðárkróks til Abo á 1. leiklistarhátíð NAR og sýndi þar Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson. Auk leiklistarhátíðanna er leikfélögum reglu- lega boðið aö koma og leika gestaleiki á hinum Norðurlöndunum og hafa mörg íslensk leikfélög farið utan, en einnig verið sótt hebn. T.d. er von á dönskum og finnskum leikflokki til Islands i sumar. Má segja aö á þessum vettvangi taki hbin abnenni borgari á Norður- löndunum virkan þátt í norrænu samstarfi og gefist tækifæri til að kynnast grannþjóðunum í návígi, því að í þessum leikferðum býr fólk á hebnilum gestgjafanna. A undan ráðstefnunni á Húsavík verður haldbin sérstakur fundur þar sem menntun- armál áhugaleikara verða í brennidepb. Hér á landi er mikill áhugi á hvers konar nám- skeiðum hjá leikfélögunum, en nú á 81 félag aðild að Bandalagi íslenskra leikfélaga. For- maður Bandalagsins, Einar Njálsson, er varaformaður Norræna áhugaleikhúsráðsins. Aðalfundir Aðalfundur Verkamanna- félagsins FRAM, Sauðárkróki, var haldrnn 26. maí. Að vanda hafði skýrslu síðasta starfsárs og reikningum félagsins verið dreift til allra félagsmanna. I skýrslunni kom m.a. fram að félagar voru í árslok 1982 310, þar af 20 konur. Hefur orðið jöfn og þétt fjölgun í félagbiu mörg undanfarandi ár. íbúasamtök Þingholtanna Framhaldsaðalfundur verður haldinn að Frí- kirkjuvegi 11 sunnudaginn 5. júní kl. 14. Auk stjórnarkosninga verður rætt um Þórsgötuna sem vistgötu. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 3.—5. júní: 1. Þórsmörk. Léttar göngur. Kvöldvaka. Gist í nýja Dtivistarskálanum Básum. 2. Vestmannaeyjar. Flug og bátur. Svefn- pokagisting. Gönguferðir um Heymaey. Nú er fjöríEyjum. 3. Eyjafjallajökull (1666m). Jökulganga sem fáirgleyma. Gist í Básum. Kvöldganga fimmtudag. 2. júní: kl. 20 Trölla- foss og nágr. Rölt í kvöldkyrrðbini við ámið og fossahljóm. Verð 170 kr. og fritt f. böm. Brottför frá BSI, bensmsölu. Sumarvlst: Hornstrandir, Hálendishrmgur, Lakagígar og margt fleira. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a s. 14606. Sbnsvari utan skrif stofutbna. Sjáumst. Ferðafélag íslands Helgarferð í Þórsmörk 3.-5. júní. Brottför kl. 20. Farmiðasala og allar upplýs- ingar á skrifstofuhni, öldugötu 3. Kvennadeild Breið- firðingafélagsins fer í vorferðalag laugardaginn 4. júní. Upplýsingar í síma 30491 og 66447. Bókmenntir Nýtt tímarit Ot er komið nýtt tbnarit sem ber heitið Ný menntamál. Utgefendur eru Kennarasam- band Islands og Hið islenska kennarafélag en innan vébanda þeirra era kennarar í grann- skólum og framhaldsskólum. Megbihlutverk tímaritsbis er að f jalla um málefni kennara- stéttarinnar og greina frá því sem markvert þykir á sviði uppeldis- og skólamála. Ritbiu er ernnig ætlað að stuðla að skoðanaskiptum um menntamál — í víðtækri merkingu þess orðs — og koma hugmyndum og sjónarmiðum sem fiestra á framfæri. KI og HÖC greiða áskrift- argjöld fyrir hönd félagsmanna sem hafa fengið ritið sent en það er nú einnig til sölu í bókaverslunum. Ritstjóri Nýrra menntamála er Stefán Jökulsson en í ritnefnd sitja Anna Jóelsdóttir, Guðrún Friðgeirsdóttir, Heimir Pálsson, Ingvar Sigurgeb-sson og Jón Baldvin Hannes- son. Varamenn eru þau Helga G. Halldórs- dóttir og Viðar Rósmundsson. Ætlunin er að í hverju tölublaði NM verði nokkrir fastb- liðir: Karl Jeppesen, deildar- stjóri fræðslumyndadeildar Námsgagna- stofnunar, skrifar um myndvarpa og glæru- gerð í þættinum .Jivona gerum við”. Jóhanna, Sveinsdóttir kennari er höíundur fyrsta pistils í þættinum „Sögur úr skólastof- unni” og Pétur önundur Andrésson kennari festir „Vangaveltur" sbiar á blað. Heimir Pálsson skólameistari bebib- spurningu til Ingvars Gíslasonar, fyrrv. menntamála- ráðherra, í þættinum ,Jipurt & svaraö & spurt”. Ingvar ber síðan fram spurnbigu sem svarað verður í næsta blaði. Þorvaldur öm Arnason námsstjóri og Svanhildur Kaaber yfirkennari skrifa umsagnb- um bækur. Loks ber að geta þess að fyrirhugað er að birta bréf sem ritinu berast. Tímaritiö Ný menntamál er prentað í Prenthúsinu sf. Gróska í starfi bókasafnsfræðinga Félag bókasafhsfræðbiga hélt nýlega aðal- fund í húsakynnum smurn að Lágmúla 7. Ur stjórn gengu Ragnheiður Heiðreksdóttir for- maður, Andrea Jóhannsdóttir varaformaður og Aðalheiður Friðþjófsdóttir og voru þebn þökkuð vel unnbi störf. I stjórn og varastjórn voru kjörbi Sigurður J. Vigfússon formaður, Anna Torfadóttir varaformaður, Arndís Amadóttir, Auður Gestsdóttir, Halidóra Kristbergsdóttir og Sólveig Þorstebisdóttir. Félagbókasafnsfræðinga fer ört vaxandi og eru félagsmenn þess nú 94. Bókasafnsfræð- bigar starfa við almennbigs, skóla- og rann- sóknarbókasöfn við skipulagningu og miðlun upplýsbiga. Auk þess vbina þeir í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, svo sem verk- fræðistofum, sjúkrahúsum, Alþbigi og víðar enda verður þörfrn fyrir störf þeirra æ ljósari í upplýsingaþjóðfélagi nútímans. A aðalfund- bium var kjörbi sérstök afmælisnefnd til und- irbúnings 10 ára afmælis félagsins sem verður 10. nóvember næstkomandi. Basarar Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður með útbnarkað við kirkjuna föstu- dagbin 3. júní og er hann til styrktar orgel- sjóði. A boðstólum verða kökur, blóm, fatn- aður o.fl., og opna þær markaðinn kl. 9.00 f.h. Velunnarar kb-kjunnar eru beðnb- um að koma kökum og öðrum vamingi á fimmtudag eftir kl. 16 í anddyri kirkjunnar Skálholts- stígsmegbi. Ýmislegt Hallgrímskirkja Opið hús fyrir aldraða verður kl. 14.30 á morg- un, fbnmtudag. Málfreyjudeildin Björkin Næsti fundur verður haldbin miðvikudaginn 1. júni og hefst kl. 20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Gestir velkomnb-. Reykhyltingar Allir sem voru í Reykholtsskóla 1950—1953. Mætum í Snorrabæ 10. júní kl. 19. Séra Jón Einarsson, 93-3978, Eyþóra 91-74843, Pétur Pétursson 99-1548, Asa Lóa 92-8080, Elli Skúla 92-3580 og 92-1880 og Auður 92-2387. Menning Norrænt æskulýðsmót 1983 Norrænt æskulýðsmót verður haldið á eynni Veno við Limafjörö í Danmörku dagana 30. júlí — 7. ágúst nk„ en þessi mót eru haldin ár- lega til skiptis á Norðurlöndum á vegum æskulýðsdeilda Norrænu félaganna. Mótsstaðurbin í ár er lítil eyja með um 100 íbúum sem flestir eru fiskimenn eða bændur og fjölbreyttu fugla- og dýralífi. Dagskrá mótsbis verður fjölbreytt, m.a. útivist, náms- og kynnisferðir, þjóðfélagsmál, Ust- og bókmenntakynnbigar og kvöldvökur. Auk þess gefst þátttakendum kostur á dvöl á dönskum heimilum við lok mótsbis. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í mótbiu veröi rúmlega 100 frá öUum Norðurlöndum, þar af gefst 10 Islendingum á aldrinum 16—20 ára kostur á þátttöku. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Norræna félagsbis, Norræna húsbiu v/Hring- braut, fyrir 7. júní næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.